Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heildarkostnaður við ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir um 2,1 milljarður á næsta ári Framkvæmdaþörf í höfn- um landsins feikimikil Morgunblaðið/Kristján Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti tillögur um framlög til hafnarmannvirlga á fundi á Akureyri í gær, en þar stendur yfir árs- fundur Hafnasamlags sveitarfélaga. Hermann Guðjónsson siglinga- málastjóri er honum á hægri hönd og Jón Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu, er til vinstri. HEILDARKOSTNAÐUR við ríkis- styrktar hafnarframkvæmdir á næsta ári nema um 2,1 milljarði króna og segir Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra að þetta sé hæsta upphæð sem sést hafi. Verið er að leggja síðustu hönd á hafnaáætlun og mun samgönguráð- herra leggja hana fyrir Alþingi í haust. „Það er feikilega mikií fram- kvæmdaþörf í höfnurn landsins en ef allar óskir um framkvæmdir við hafn- ir hringinn í kringum landið á næstu fjómm árum gengju eftir nemur heildarkostnaðurinn um 17,5 milljörð- um króna, þar af er hlutur ríkissjóðs 10,4 milljarðar. Þegar litið er á þessar tölur er augljóst að forgangsraða þarf verkefnum," sagði Sturla. Samgönguráðherra kynnti tillögur samgönguráðuneytisins um framlög til hafnarmannvirkja og sjóvamar- garða í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár á fundi á Akureyri í gær en þar stendur nú yfir ársfundur Hafna- sambands sveitarfélaga. Tillögumar gera ráð íyrir að fram- lög til hafnarmannvirkja nemi 1.157,2 milljónum króna árið 2001 og er það hækkun um 744,8 milljónir króna frá gildandi íjárlögum. Þá er einnig gert ráð fyrir 120,3 milljóna ki-óna fjárveit- ingu til uppgjörs eldri framkvæmda. Tillögumar byggja á þingsáætlun um hafnaáætlun fyrir áiin 1999 til 2002. Hækkunin nú á sér þá skýringu að við gerð fjárlaga fyrir þetta ár var ákveð- ið að fresta framlögum að upphæð tæplega 300 milljónir til næsta árs. Hlutur ríkissjóðs í þeim fram- kvæmdum sem ráðist verður í á næsta ári er 1.455 milljónir króna og sveitarfélaganna 635 milljónir. Áætl- að er að hlutur ríkissjóðs verði fjár- magnaður með fyrrgreindu 1.157 milljóna króna framlagi. Þá verði leyfð lántaka að hluta vegna fram- kvæmda á Húsavík, Grindavík og Sandgerði. Stærsta verkefnið á Húsavík Stærstu ríkisstyrktu hafnargerð- arverkefnin 2001 em framkvæmdir sem ráðist verður í á Húsavík með byggingu brimvamargarðs við Böku. í hann fara um 300 þúsund rúmmetr- ar af grjóti og er áætlaður kostnaður um 500 milljónir króna. Garðinum er ætlað að skapa skjól í núverandi höfn og gera kleift að reisa nýjan viðleguk- ant fyrir stór skip utan gömlu hafnar- innar án þess að þurfi að dýpka. Þá er áformað að dýpka innan hafnar í Sandgerði og lengja stálþil við Norðurgarð um 50 metra en kostnaður er áætlaður rúmar 200 milljónir króna. Nú í haust verður hafist handa við að lengja Stóra- bryggju á Grandarfirði um 100 metra og verður því haldið áfram á næsta ári. Kostnaður er áætlaður um 190 milljónir króna. Bryggjan við nýja fiskiðjuverið í Neskaupstað verðui- lengd um 70 metra og hluti núverandi skjólgarðs fjarlægður og í hans stað byggður nýr skjólgarður austan við viðlegukantinn við bræðsluna. Kostn- aður er áætlaður um 230 milljónir. Á Djúpavogi er áformað að byggja 75 metra langan viðlegukant við loðnuverksmiðjuna í Gleðivík en stál- þilið var keypt nú í ár. Kostnaður við þessa framkvæmd er um 230 milljónir króna. Áætlað er að ljúka endurbygg- ingu Nausthamarsbryggju í Vest- mannaeyjum og dýpka einnig en verkefnið kostar um 135 milljónn króna. Unnið verður fyrir um 100 milljónir í Grindavík en þar er ætlun- in að byggja skjólgarð vestan innsigl- ingarinnar á næsta ári en árið þar á f. eftir verður ráðist í garð að austan- verðu. Á næstu tveimur árum verður m 130 metra stálþil rekið niður á Sauð- P árkróki og kemur það í stað eldra þils við Norðurgai’ð en áætlaður kostnað- ur er um 130 milljónir króna Ráðist verður í annan áfanga Fiski- hafnarinnar á Akureyri og stálþil lengt um 70 metra og dýpkað en kostnaður nemur um 90 milljónum króna. Óskarsbi-yggja á Siglufirði verður lengd um 75 metra og dýpkað k við hana en þetta verkefni kostar ft rúmar 80 miljjónir króna. Fram- || kvæmdir við Amarstapa kosta um 77 Jf milljónir en þar á að lengja grjótgarð og dýpka, ráðist verður í dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn fyrir um 75 milljónir króna og á Seyðisfirði fyiir 50 milljónir. Þá verður lokið við ýmis verkefni í ísafjarðarbæ sem unnið hefur verið að síðastliðin ár. Um 74 milljónir í sjóvarnir Fjárveiting til sjóvamargai'ða nemur um 74 milljónum króna en fc stærstu verkefnin era að styrkja fS Oddann á Patreksfirði, vinna við Brimnesveg á Flateyri, Sundstræti á Isafirði og við rækjuverksmiðjuna í Hnífsdal, þá verða byggðar upp vam- ir norðan við ósinn á Blönduósi. Á Grenivík verður unnið sunnan gömlu bryggjunnar með Höfðavegi og er sjóvörnum þá lokið í bili þar. Guðjón A. Krist]ánsson mælir fyrir tillögu um grundvöll nýrrar fískveiðistjórnunar Segir fjölmargt við skýrslu auðlindanefndar að athuga Þrír nýlið- ar á þingi ÞRÍR varamenn tóku sæti á Alþingi í gær. Era þeir allir að setjast inn á þing í fyrsta sinn og þurftu því að undirrita drengskaparheit að stjómarskránni. Hólmfríðui- Sveinsdóttir deildarstjóri kemur inn á þing fyrir Samíylkingu í Vesturlandskjördæmi í stað Gísla S. Einarssonar, Ragnheiður Hákonar- dóttir bæjarfulltrúi sest á þing fyrir Einar K. Guðfinnsson, fyrsta þing- mann Sjálfstæðisflokksins á Vestr fjörðum, og loks kemur Stefanía Ósk- arsdóttir stjórnmálafræðingur nú inn á þing íyrir Ástu Möller, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ALÞINGI GUÐJÓN A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, mælti á Alþingi í gær fyrir þingsályktun- artillögu um grandvöll nýrrar fisk- veiðistjómar en að henni stendur Vinstrihreyfingin - grænt framboð, auk Fijálslynda flokksins. Umræð- um um málið vai* hins vegai* fljót- lega frestað enda gerðu fiutnings- menn athugasemd við fjarvera sjávarútvegsráðherra og vildu þeir bíða með umræðuna þar til hann væri á landinu. í tillögunni er lagt til að Alþingi hlutist til um verkefni sem lúta að gagnasöfnun, tillögugerð og undir- búningi fyrir framtíðarstefnumótun sem sátt geti orðið um, en jafnframt er lögð áhersla á að tryggt sé að fiskveiðilöggjöfin sé í samræmi við ákvæði stjómarskrár. Loks felur hún í sér skipun 17 manna ráðgjafa- nefndar sem væri ætlað að vera samráðsvettvangur allra hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, og Alþingi og ríkisstjóm til aðstoðar og ráðgjafar um vinnu og stefnumótun í sjávar- útvegsmálum. Guðjón sagði í framsöguræðu sinni í gær að ýmislegt hefði gerst frá því sams konar tillaga var flutt síðastliðinn vetur, m.a. hefði hæsta- réttardómur fallið í Vatneyrarmál- inu svokallaða og nú hefði svonefnd auðlindanefnd skilað sinni skýrslu. „Okkur finnst að grandvöllur fisk- veiðistjórnunarkerfisins sé í upp- námi. Þar stendur ekki steinn yfir steini og því er sama hvaða sýndar- veraleiki er í raun og vera skrifaður í áliti auðlindanefndar um ágæti framsalsins og kvótabrasksins,“ sagði Guðjón. Hafði hann fjölda- margt við skýrslu auðlindanefndar að athuga. Þar væri m.a. fullyrt að íslendingar væru á réttri leið varð- andi nýtingu fiskistofna, auk þess sem gengið væri út frá því að for- senda framhaldsuppbyggingar á fiskstofnum væri sú að hinu frjálsa aflamarkskerfi væri viðhaldið. Fiskveiðistjórnunarkerfið alls ekki eins gott og af er látið Guðjón sagði það í raun ósannindi að halda því fram að fiskveiði- stjórnunarkerfið íslenska hefði stuðlað að uppbyggingu fiskistofna og væri það besta í heimi. Meðalárs- afli helstu botnfisktegundanna hefði verið mun minni undanfarin ár en hann var í hálfa öld þar á undan auk þess sem skuldir sjávarútvegsins hefðu vaxið mjög. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði þær aðgerðir sem lagð- ar væra til í þingsályktunartillög- unni mjög brýnar. Hann taldi það vissulega skref í rétta átt að skýrsla auðlindanefndar fæli í sér gjaldtöku fyrir aðgang að auðlindinni en það væra bara svo margir aðiir þættir í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þyrftu breytinga við. I andsvari við ft*amsöguræðu Guðjóns hafði Svanfríður Jónas- dóttir, Samfylkingu, varið skýrslu auðlindanefndar og minnt á það stjómarskrárákvæði sem lagt er til í skýrslunni að verði tekið upp. Svenir Hermannsson, formaðut* FF, sagði það svo sem gott og blessað að leggja til stjórnarskrár- ákvæði um að auðlindin væri í eigu þjóðarinnar en minnti á að sam- bærilegt orðalag væri í lögunum um stjórn fiskveiða. Það hefði ekki haft tilætluð áhrif. Samfylking vill rýmka heimild erlendra aðila til fjárfestingar í fískiðnaði Gæti skapað nýja möguleika og sóknar- færi fyrir fiskvinnsluna SÖMU reglur munu gilda um fjárfestingar er- lendra aðila í fiskiðnaði og í öðrum iðnaði verði lagafrumvarp sem Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar, mælti fyrir í gær. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir breytingum á gildandi lögum um útgerð, að því er fram kom í máli Svanfríðar í gær. Sagði hún að hér væri því einungis verið að leggja til lítið skref, skref sem hins vegar miðaði í þá átt að auka mögu- leika útlendinga til fjárfestinga í þessum geira. Svanfríður sagði í framsöguræðu sinni að hún teldi litla ástæðu til að óttast yfirtöku er- lendra aðila í sjávarútveginum þó að lög og reglur um fjárfestingar þeirra yrðu rýmkaðar. íslendingar væru færastir til þess að reka fiskvinnslufyrirtækin með arðbærum hætti. Sagði hún ennfremur að með heimild tfi beinna fjárfestinga erlendra aðila í íslenskum fiskiðnaði eins og í öðrum matvælaiðnaði gætu skapast ýmsir nýir möguleikar og sóknarfæri fyrir fiskvinnsluna. Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, tók framvarpinu vel og sagði al- veg mega skoða málin á grundvelli þess. Kom fram í máli hennar að hún teldi í það minnsta að breyta þyrfti lagatextanum um þessi mál og boðaði hún frumvarp af sinni hálfu síðar í vet- ur. Hún rifjaði upp að undanfarið hefði verið nokkur umræða um hvort ekki væri rétt að leyfa fjárfestingar erlendra aðila í útgerðinni sjálfri en sagði að ekki væri tímabært fyrir sitt ráðuneyti að hugsa sér til hreyfings í þeim efn- um þar sem þess mætti vænta að nefnd sjáv- arútvegsráðherra sem nú vinnur að endur- skoðun á fiskveiðilöggjöfinni tæki á því máli. Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingu, sagði núverandi lög um fjárfestingu útlendinga í at- vinnurekstri því marki brennd að tíðarandinn hefði verið annar þegar þau vora sett árið 1991. Það hefði verið í aðdraganda EES-samn- ingsins og andrúmsloftið hefði verið með þeim hætti að margir hefðu talið að erlendir auð- jöfrar biðu handan múranna og hygðust kom- ast yfir allar auðlindir íslendinga. Kom fram í máli Sighvats að hann hefði staðið að gerð lag- anna í þessari mynd gegn betri vitund, það hefði hins vegar verið fórnarkostnaður til að hægt væri að koma EES-samningunum í gegn. Nú væri tímabært að létta hömlum af þessum fjáifestingum. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvaðst ekki kannast við þá þjóðlífs- mynd sem Sighvatur málaði. Sagði hann ræðu Sighvats, sem hann kallaði „iðrunatræðu", gefa tilefni til þess að menn veltu því fyrir sér hvort þingmaðurinn skammaðist sín fyrir lög- in og lágkúruhátt íslendinga. Steingiímur sagði að lögin frá 1991 hefðu verið hugsuð sem fyrirbyggjandi aðgerð, til að tryggja forræði yfir auðlindinni. Hann sæi ekki neina knýjandi þörf núna til að fara út í einhliða tilslakanir af þessu tagi, a.m.k. vissi hann ekki til að þess hefði verið krafist af stofnunum eins og Evrópusambandinu eða Heimsviðskiptastofn- uninni. Stefanía Óskarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði sjónarmið Steingríms í þessum efnum forneskjuleg og lýsti sig í megindráttum fylgj- andi frumvarpinu. Flokksbróðir hennar, Pétur H. Blöndal, tók í svipaðan streng og sagði flóknar reglur takmarka og minnka arð í sjáv- arútvegi. Sagði hann nauðsynlegt að slaka á reglunum fyrst nú ætti að fara að rukka út- gerðina um gjald fyrir aðgang að auðlindinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.