Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Héraðsskjalasafnið á Akureyri Skjöl og myndir Schiöth-fjöl- skyldunnar til sýnis OPNUÐ hefur verið á Héraðs- skjalasafninu á Akureyri sýning á skjölum og myndum Schiöth-fjöl- skyldunnar. Hendrik Schiöth, bak- ari, bankagjaldkeri og fleira, og kona hans Anna ljósmyndari komu til Akureyrar frá Danmörku 1868 og bjuggu hér í bænum til dauðadags. Axel sonur þeirra og kona hans Margrethe Schiöth, heiðursborgari Akureyrar, bjuggu einnig á Akur- eyri allan sinn búskap. Þessar tvær konur, Anna og Margrethe, áttu mestan þátt í stofnun Lystigarðsins á Akureyri. Sýningin er í afgreiðslu útlánadeildar Amtsbókasafnsins og stendur út þennan mánuð. -------------- Kynningar- fundur Tækifæris TÆKIFÆRI hf. heldur kynningar- fund í Lóni, Hrísalundi la á Akureyri í dag, föstudaginn 13. október kl. 14. Á fundinum verður farið yfir starf- semi Tækifæris, viðtökur sem sjóð- urinn hefur fengið og yfirlit þeirra verkefna sem borist hafa. Fundurinn er öllum opinn. Tækifæri er fjárfestingarsjóður í vörslu íslenskra verðbréfa. Tilgang- ur hans er að taka þátt í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi með arðsemi fjármagns að leiðarijósi. Sjóðurinn var stofnaður í árslok 1999 og er í eigu Byggðastofnunar annars vegar og sveitarfélaga og fyr- irtækja á Norðurlandi hins vegar. Hlutafé er rúmlega 200 milljónir króna og standa vonir til að hægt verði að auka það í 600 milljónir króna fyrir árslok 2001. Veður og færð á Netinu vg>mbl.is Tugmilljóna króna tjón í eldsvoða á Fremstafelli \LLTAf= e/TTHV'AO rJÝTT TUGMILLJÓNA króna tjón varð í eldsvoða á bænum Fremstafelli í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu í fyrrinótt en bærinn er um miðja vegu milli Húsavíkur og Akureyr- ar. Eldur kom upp í fjósi á bænum og brann það nánast til kaldra kola. Eldurinn barst í áfasta hlöðu, sem breytt hefur verið í fjós, og þar urðu einnig miklar skemmdir. Talið er fullvíst að eldurinn hafi kviknað út frá neista úr rafsuðu en verið var að rafsjóða í fjósinu fram á nótt. Þar hafa staðið yfir um- gangsmiklar framkvæmdir við að breyta hlöðunni í lausgripafjós og setja legubása í fjósið. Vegna framkvæmdanna voru rúmlega 40 mjólkurkýr og eitthvað af geld- neytum úti við er eldurinn kom upp og varð þeim ekki meint af. Tveir kálfar voru í fjósinu og drapst annar þeirra, að sögn Sig- urðar Arnarsonar slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Stórutjarna. Sigurður sagði að tilkynning um eldinn hafi borist um kl. 06.30 í gærmorgun og þegar 10 manna lið hans kom á staðinn logaði fjósið stafna á milli. Slökkviliðið á Húsa- vík var einnig kallað út og þaðan komu um 20 manns og tveir tank- bflar. Sigurður sagði að slökkvi- starf hafi gengið vel og var því lokið um kl. 9. Nokkuð erfiðlega gekk að ná í vatn en vegalengdin í Djúpá, sem rennur neðan við bæinn, er um 1 kílómetri. Mikið áfall en kýrnar sem betur fer úti Auðunn Pálsson bóndi á Fremstafelli sagði þetta mikið áfall enda framkvæmdirnar sem staðið hafa yfir í fjósinu að undan- förnu komnar vel á veg. Hann sagði að sem betur fer hafi kýrnar verið úti er eldurinn kom upp. Auðunn sagði að ekki þýddi að gefast upp og hann ætlar að byggja fjósið upp aftur. Aðeins út- veggirnir standa eftir í fjósinu en hlaðan, sem breytt hafði verið í fjós, er stálgrindarhús með járn- klæðningu og þar varð tjónið eitt- hvað minna. Áuðunn er tryggður en hann sagðist þó ekki alveg viss um hversu vel hann væri tryggður gagnvart tjóni sem þessu. Auðunn sagði ómögulegt að segja til um hversu langan tíma tæki að koma fjósinu í gagnið á ný. Hann þufti því strax í gærmorgun að fara leita eftir aðstöðu til að mjólka sínar kýr og koma þeim í hús til bráðabirgða. Akureyrarbær auglýsir Deiliskipulag Fiskihafnar Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi Fiskihafnar á Akureyri. Uppdráttur er sýnir tillöguna ásamt skýringarmynd og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis í upplýs- ingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 24. nóvember 2000, þannig að þeir sem. þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Tillagan er einnig á heimasíðu Akureyrar- bæjar: http://www.akureyri.is/. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 24. nóv- ember 2000. Athugasemdum skal skila til umhverfisdeild- ar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipulagsins er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella telj- ast þeir samþykkir tillögunni. Deildarstjóri umhverfisdeildar Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Gífurlegt tjón varð í eldsvoða á bænum Fremstafelli en kýrnar voru ekki í fjósimi vegna framkvæmda sem þar stdðu yfir. Sjúkraþjálfarar á Norðurlandi Málþing fyrir almenning SJÚKRAÞJÁLFARAR á Norðurlandi standa fyrir mál- þingi fyrir almenning í Deigl- unni á Akureyri laugardaginn 14. október nk. frá kl. 14-17 í tilefni 60 ára afmælis Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Á málþinginu verða flutt 15 mínútna erindi og er efnisval fjölbreytt, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig verður sett upp ljósmyndasýning; sögusýning um sjúkraþjálfun í 60 ár. Stefán S. Ólafsson fjallar um álags- og íþróttameiðsli barna og unglinga, Einar Einarsson um nála- stungumeðferð í sjúkraþjálf- un, Árný Lilja Árnadóttir um þjálfun í vatni, Ingimar Guð- mundsson um vinnu við tölv- ur, Soffía Einarsdóttir um grindarbotnsþjálfun, Sólveig Asa Árnadóttir um líkams- þjálfun fólks með heilabilun, Þórhalla Andrésdóttir um þjálfun til varnar beinþynn- ingu og Gunnar Svanbergs- son fjallar um börn og skóla- töskur. Stjórn Norðurlandsdeildar FÍSÞ hvetur sem flesta til að mæta í Deigluna á laugardag og hlýða á fróðleg erindi. Heitt verður á könnunni. Morgunblaðið/Kristján Slökkviliðsmenn að störfum á bænum Fremstafelli. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á morgun, laugardaginn 14. október. Kyrrðarstund í Svalbarðskirkju í kvöld, föstudag kl. 21. Kirkjuskóli verður i Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun. Umferðarráð og Slysavarnafélagið Landsbjörg Umferðaröryggisfulltrúi ráðinn á Norðurlandi Sigurður Indriða- son hættur eftir 45 ára starf INGVAR Bjömsson ökukennari hefur verið ráðinn prófdómari í ökuprófum og umferðaröryggisfull- trúi á Norðurlandi og hefur hann aðsetur á Akureyri. Ingvar tók við starfinu nú nýlega, en þá lét Sigurð- ur Indriðason, sem starfað hefur að umferðaröryggismálum í rúm 45 ár, af störfum og var honum haldið kveðjusamsæti á lögreglustöðinni af því tilefni. „Allir sem það þekkja vita hversu miklu máli það skiptir að hafa menn í starfi sem hægt er að treysta í hví- vetna. Þannig starfsmaður var Sig- urður Indriðason í þau 45 ár sem hann gegndi störfum, sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs. Mikils vænst af starfí umferðaröryggisfulltrúa Sigurður var fastráðinn til starfa hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins 1. maí 1955 og starfaði þar allt þar til Bif- reiðapróf ríkisins tóku við verkefn- um ökuprófa af Bifreiðaeftirlitinu og nú síðast hjá Umferðarráði, eða frá árinu 1992. Óli gat þess að þau skiptu þúsundum ungmennin sem Sigurður hefði prófað á starfstíma sínum. Ingvar mun starfa sem umferðar- Morgunblaðið/Kristján Ingvar Björnsson, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjdri Umferðarráðs, og Sigurður Indriðason. Sigurður hefur látið af störfum eftir 45 ára starf við umferðaröryggismál, en Ingvar hefur verið ráðinn til að taka þar upp þráðinn. Umferðarráð þakkaði Sigurði vel unnin störf með gjöf, Sögu Akureyrar og 10 geisladiskum með harmonikutónlist. öryggisfulltrúi á Norðurlandi árið um kring, en áður hefur slíkur full- trúi verið við störf á Norðurlandi síðustu þrjú sumur. Hann mun jafnframt gegna starfi prófdómara. Hlutverk hins nýráðna öryggisfull- trúa verður að hvetja til umfjöllun- ar um umfe'rðaröryggismál á svæð- inu, að auka samstarf þeirra sem að þeim málum starfa og auka veg um- ferðarmála og umferðaröryggis með sem fjölbreyttustum hætti. Sá þáttur starfs Ingvars er samstarf- sverkefni Umferðarráðs og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, en fram kom í máli Óla H. Þórðarsonar að mikils væri vænst af þessari til- högun umferðarmála á Norður- landi. Undir það tekur Kristinn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann sagði slíkt starf nauðsynlegt nú á tímum aukins hraða og slysa- tíðni. Hann benti á að almenningur gæti komið á framfæri ábendingum til Ingvars um það sem betur má fara varðandi umferðaröryggismál á Norðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.