Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Fegurðin í efsta stigi TOJVLIST K i r k j ii h v o 11 LJÓÐATÓNLEIKAR Andreas Schmidt baritonsöngvari og Rudolf Jansen píanóleikari fluttu Ijóðasönfíva og ballöður eftir Ludwig van Beethoven, Carl Löwe og Hugo Wolf. Miðvikudagskvöld kl. 20. ÞAU eru góð þessi augnablik í líf- inu þegar maður óskar þess heitt að tíminn hægi nú einu sinni á sér; - að maður geti treint sér augnablikið eins og hægt er. Svo er allt í einu allt búið, - og þó maður sé yfir sig svekktur á þessu ógnareðli tímans, þá er maður samt svo sæll að hafa fengið að njóta stundarinnar. Þetta er unaður, heilla- stund, sáluhjálp, feg- urðin í efsta stigi; - þetta eru Andreas Schmidt og Rudolf Jan- sen að syngja Beet- hoven, Löwe og Wolf í Kirkjuhvoli í Garðabæ á miðvikudagskvöldið. Og vei þeim sem kusu að eyða kvöldinu í fótbolta, kóræfing- ar, bíó eða jafnvel einhvern hégóma. Þetta var óskastund sem ekki verður endurtekin, einstök óskastund sem á örugglega eftir að lifa lengi í hugum þeirra sem hana upplifðu. Andreas Schmidt var ekki að syngja hér í fyrsta sinn; hann hefur oft áður glatt okkur með dásamlegum söng sínum; og ekki var Rudolf Jansen heldur að leika hér í fyrsta sinn. En hér held ég að báðir hafi trompað allt það góða sem þeir hafa áður gert hér. Tónleik- ar þeirra í Kirkjuhvoli voru full- komnun ljóðasöngsins. Óbrigðult músíkalitet beggja hefur gefið þeim lykilinn að þvílíku listfengi í túlkun að á fárra hendi er að leika eftir. Þessum stóryrðum var ég búin að raða upp í huga mér í tónleikalok, þegar mér datt í hug eitt augnablik að efast um hvort rétt væri að eyða svo mörgum hástemmdum orðum á þessa snillinga. Þegar annað auka- lagið tók að hljóma, Söngurinn til kvöldstjörnunnar eftir Wagner, fór að heyrast og sjást til tónleikagesta fitla við vasaklútana sína til að taka við tárunum sem spruttu fram við þennan stórkostlega flutning. Jú, þessir miklu listamenn eiga skilið allt það lof sem á þá er hægt að hlaða. Ljóðaflokkur Beethovens, An die Ferne Geliebte, er ótrúlega sjaldan fluttur hér, miðað við hvað mikið púður er í honum. Þetta er eiginlega fyrsti ljóðaflokkurinn sem saminn er um eitt þema eða einn bálk, og und- anfari meistarverka Schumanns og Schuberts af því tagi. Ballöður Carls Löwes eru enn sjaldheyrðari hér á landi, þessi skemmtilegu sagnaljóð eiga sannarlega erindi til samtímans. Gaman var að heyra sönginn Herr Oluf; - Ijóðið er eftir Johann Gott- fried Herder og sagt ort eftir dönsku ljóði. Minnið um unga manninn sem lætur heillast á álfkonunni og gengur í björg eða deyr er sígilt í þessum sagnaljóðum og kom fram í nokkrum þeirra ljóða sem sungin voru, en ekki varð betur heyrt en að hér væri komið forvitnilegt til- brigði við Ólaf Liljurós með nánast sama sögu- þræði. Hugo Wolf átti öll lögin eftir hlé, og öll voru þau samin við Ijóð eftir Joseph von Eichendorff. Eichen- dorff er sjálfsagt þekktastur fyrir magn- þrungnar náttúrustemmningar eins og ljóðið Mondnacht sem Schumann gerði ódauðlegt í Liederkreis sínum ópus 39. En ljóðin hans sem Wolf notar eru úr kátu deildinni; glaðbeitt og meinfyndin. Wolf var líka öðrum fremur lagið að semja ljóðasöngva um skemmtilega hluti; - ást sem er ekki um leið tómur harmur heldur líka gleði. Þessi kátu lög Wolfs fóru þeir Andras Schmidt og Rudolf Jan- sen með af hreinni snilld. Hin draum- kennda náttúrustemmning Nætur- töfrar var magnþrungin, ekki síst vegna þess hve það rímaði vel við tunglið sem beið risastórt og sneisa- fullt handan við vegginn. Það er ógjörningur að segja að eitt hafi ver- ið öðru betra á tónleikum Andreasar Schmidt og Rudolfs Jansen. Þar var allt eins og maður óskar sér og ríf- andi stemmning í salnum. Mikil fagnaðaijæti brutust út í tónleikalok og ekki að undra. Aukalögin voru Nótt eftir Wolf, Söngurinn til kvöld- stjörnunnar efir Wagner og aría greifans úr þriðja þætti Brúðkaups Fígarós eftir Mozart. Það væri ósk- andi að þessir listamenn kæmu oftar til íslands. Bergþóra Jónsdóttir Andreas Schmidt Fjölbreytt dagskrá á cafe9.net MARGT verður á seyði á vegum menningarverkefnisins cafe9.net um helgina. Föstudagur 13. okt. Kl. 18-20: Contre la Peur (Mót óttanum) Hér vinna listamenn í mörgum löndum saman að umfjöll- un og upplifun á óttanum í borg- inni fyrir vefinn. Verkefnið hófst í gær og mun Ijúka á morgun. Lista- mennimir vinna saman í gegnum spjallrásir og styðjast við ýmis konar listform til að koma þessu óþægilega fyrirbæri til skila. Full- trúar Reykjavíkur er ungt listafólk úr Gula húsinu sem mun afhjúpa óttann á ýmsan hátt. Viðburðum hinna borganna verður varpað á sýningartjald Hafnarhússins. Kl. 20-23: Fright Night Party í boði Íslandssíma. Fram koma hljómsveitimar Úlpa og Fidel en auk þess verður fmmsýnd myndin Draumur á Kili sem Lortm- og Eineykið standa að. Tveir boðs- rniðar á Airwaves uppákomu í Hafnarhúsinu 20.10. fylgja tíunda hverjum seldum miða. Laugardagur 14. okt. Kl. 12-16: IVCP Barnaverk- stæði, verkstæði þar sem „böm“ á aldrinum 6 til 107 vinna að því að búa til heimatilbúin stjómtæki til að stýra mynd- og hljóðgerflum. Sámbærilegt námskeið mun eiga sér stað í Bergen, Brussel, Hels- inki og Prag á sama tíma. Sunnu- daginn milli 14 og 16 verður af- rakstur „bamanna“ í öllum borg- unum sýndur í Hafnarhúsinu. Viðburðir verða ýmist sýndir eirár sér eða fléttað saman þannig að úr verður mikið sjónarspil. Sunnudagur 15. okt. Kl. 12-14: Floating Discussion, Þing fljótandi umræðu eftir Þór- odd Bjamason. Fólki er boðið upp á að skrá umræður sem það hefur átt í og að lesa um umræður ann- arra. Annan hvern sunnudag eru skipulagðar umræður í cafe9.net í Hafnarhúsi en fólk getur einnig nálgast verkefnið á http:/Avww.- discussion.is. Kl. 14-16: IVCP Barnadagur. „Böm“ á aldrinum 6 til 107 ára munu í Reykjavík, Bergen, Bmss- el, Helsinki og Prag spila saman á mynd og hljóðgerfla með heimatil- búnum hljóðfæmm. Gestgjafar á staðnum mánu- daga frá 16, fimmtudaga og föstu- daga frá 15, miðvikudaga frá 12 og um helgar frá 14. Samstarfsaðilar cafe9.net era Íslandssími og Skjár einn. K ; Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Skipan Grétu Mjallar - Grímsnes og Laugardalur - í Gryfju Listasafns ASÍ. Sögur úr Arnessýslu MYJVDLIST Grjfja Listasafns ASÍ í Ásmundarsal BLÖNDUÐ TÆKNI GRÉTA MJÖLLBJARNA- DÓTTIR Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. HUGMYNDINA að skipan Grétu Mjallar má rekja til sýningarinnar í Ljósafossvirkjun í sumar. Kassar með loftmyndum af Grímsnesinu og Laugardal liggja á gólfinu. Úr hátöl- uram heyrast sagðar ýmsar sögur sem tengjast svæðinu frá Grafningi að Búrfelli og þaðan austur að Apa- vatni og Laugardal og aftur Lyng- dalsheiðina til Þingvalla. Satt best að segja er þetta verk Grétu Mjallar býsna gott og skemmtilegt þótt sjónrænt sé það ef til vill einum of fyrirferðarmikið. Spurningin með svona skipan sem byggir á hljóði og landakortum er ætíð sú hversu miklu má fórna til að styrkja verkið. Hægt er að hugsa sér loftmyndimar uppi á vegg, fullt eins vel og á gólfinu. Að auki vekja kass- arnir sjálfir upp þær spurningar hvað í þeim felist, hverjum og einum. Er tæknibúnaðurinn það fyrirferð- armikill að stóra kassa þurfi til að hýsa hann? Ósjálfrátt kemur áhorf- andanum í hug skyld hljóðverk Magnúsar Pálssonar, en hann nýtir sér óspart þjóðlegan fróðleik í leik- rænum verkum sínum. Grímsnes og Laugardalur - en svo heitir skipan listakonunnar - er hins vegar frásagnarlegt verk í ætt við kvöldvökumar í Ríkisúvarpinu. Þótt enn megi spyrja hvort textana hefði mátt styrkja með ólíkum áherslum í flutningi verður að segja að á heild- ina litið sé skipan Grétu Mjallar í Gryfju ASÍ besta og athyglisverð- asta verk hennar hingað til. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.