Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 39 Konráð Guðmundsson og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, þegar nýja hótelherbergið var opnað. Herbergi í Hótel- og matvælaskólanum Á VORDÖGUM var Menntaskólan- um í Kópavogi formlega afhent veg- leg gjöf frá atvinnulífinu. Um er að ræða fullbúið hótelherbergi sem mun koma að mjög góðum notum við kennslu á nýrri hótel- og þjónustu- braut skólans. í þakkarræðu Margrétar Frið- riksdóttur, skólameistara, kom fram að Konráð Guðmundsson, fyrrver- andi hótelstjóri á Hótel Sögu, hefði verið aðalhvatamaðurinn áð því að hótelherbergi í MK gæti orðið að veruleika. Skólinn hefur nú skipulagt tveggja anna starfsnám á hótel- og þjónustubraut - samtals 32ja eininga nám en markmiðið með náminu er að nemendur fái haldgóða menntun í öllu því er varðar þrif á hótelum. Einnig að nemendur fái innsýn og þjálfun í að annast almenn aðstoðar- störf er lúta að matvælaframreiðslu og þjónustu ásamt aðstoðarstörfúm í eldhúsi á hótelum og veitingahúsum. Nemendur geti unnið sjálfstætt við undirbúning morgunverðar og við uppstillingu á salarkynnum fyrir fundi. Með tilkomu þessa fullbúna hótel- herbergis er skólanum nú ekkert að vanbúnaði að hefja kennslu á hinni nýju námsbraut. Þeii' aðilai’ atvinnu- lífsins sem styrktu skólann með þessari gjöf eru: Benjamín Magnús- son arkitekt, Blikkás ehf, Búnaðar- banki íslands, Flísabúðin hf, Grand Hótel Reykjavík, Heimilistæki hf, Hótel Esja, Hótel Loftleiðir, Ingvar og Gylfi hf, Metró-Málarinn, Rad- isson SAS Hótel Saga og Hótel Is- land, Ragnar Björnsson hf, S. Helga- son hf, Sængurfatagerðin, Sökkull ehf, Tengi ehf, Vefur hf, Vouge hf, Verkfræðistofa Björns Ólafssonar ehf, Vélar og verkfæri og síðast en ekki síst Konráð Guðmundsson sem hafði veg og vanda af verkinu. Nýjar bækur • Hugsun og mennt.un Rannsóknarstofnun Kennara- háskóla íslands hefur nú nýverið gefið út bókina Hugsun og menntun eftir bandaríska heimspekinginn og menntafrömuðinn John Dewey. Bókin er sígilt verk í kennslu- og menntunarfræðum, í anda vísinda og verkhyggju, og hefur haft mikil áhrif á kennsluhætti í Banda- ríkjunum og víðar. í bókinni kemur fram það grundvallarviðhorf höf- undar að hugsun skipti höfuðmáli í skólastarfi og þess vegna sé mikil- vægt að byrja snemma að þjálfa hugsun barna til þess að góðar og djúgstæðar hugsunarvenjur mynd- ist. í staðinn fyrir nám þar sem minnisþrautir skipa öndvegi ætti skólinn að hafa vísindalegan hugsun- arhátt að leiðarijósi og leggja áherslu á hugmyndir, tilgátur og til- raunir. í fræðilega hluta bókarinnar er m.a. frumleg greining á ígrund- aðri hugsun og nýstárleg umfjöllun um hugmyndir, tilgátur og tilraunir. Bókin er náma af góðum hug- myndum og spaklegri hugsun. Hug- myndin að heimspeki með börnum á m.a. rætur að rekja til hennar. Gunnar Ragnarsson sá um ís- lenska þýðingu ogritaði inngang og skýringar. Um kápuhönnun önnuð- ust Jón Reykdal og Nanna Reykdal. Bókin varprentuð hjá prentsmið- junni Odda hf., en Heiðrún Krist- jámsdóttir hafði umsjón með út- gáfunni. • Reynsla og menntun Rannsóknastofnun Kennara- háskóla íslands gefur einnig út bók- ina Reynsla og menntun eftir John Dewey. Bókin kom fýrst út fyrir rúmum sex áratugum og hefur verið endurprentuð ótal sinnum. Þetta rit er án efa langþekktast af öllu því sem höfundur skrifaði á sviði mennt- unarfræða og hefur haft mikiláhrif á hugsunarhátt í þessum fræðum víða um lönd. I bókinni er að finna endanlega greinargerð Deweys fyrir megin- hugmyndum sínum um menntun og skólastarf. Gunnar Ragnarsson sá um ís- lenska þýðingu ogritaði inngang og skýringar. Um kápuhönnun önnuð- ust Jón Reykdal ogNanna Reykdal. Bókin varprentuð hjá prentsmið- junni Odda hf. Heiðrún Kristjáns- dóttirhafði umsjón með útgáfunni. • Lestrarbókin okkar er safn frásagna og ritgerða sem ritnefnd á vegum íslenska lestrarfélagsins átti frumkvæði að. Leitað var til lærðra og leikra með það fyrir augum að taka saman efni handa foreldrum, kennurum og öðrum uppalendum. Foreldrum og öðrum uppalendum er oft sagt að börnin hafi svo gott af því að lesa góðar bækur. En hins vegar vefst mönnum oft tunga um tönn þegar á að útskýra hvers vegna lestur sé svona mikilvægur. Lestrar- bókin okkar er tilraun til þess að safna saman svörunum sem uppal- endur þurfa að hafa á hraðbergi, hvort heldur það er nú hið menning- arsögulega svai- eða persónulega. Bók er best vina, er stundum sagt og Lestrarbókin okkar tekur undir við höfundinn sem skrifar þar: Lítil hnáta stendur við bókaskáp foreldra sinna. Hún veit að bækurn- ar á ekki að snerta, en freistingin verður of mikil. Það standa tvær rauðar bækur hlið við hlið. Hún teygir sig og strýkur kjölinn á þeim. Tekur þær út skápnum og hendum- ar strjúka einnig kápurnar svo rauð- ar og svo óendanlega mjúkar. Þetta er eitt það fyrst sem ég man af samskiptum mínum við bækur. Ég veit ekki hvað ég var gömul, en það sem ég gleymi ekki er mýkt þessara rauðu bóka. Ég get enn, komin á miðjan aldur, kallað fram í minninguna þesa snertingu og þenn- an rauða lit sem stakk í stúf við svarta og brúna kilina í kring. Og ég snerti þá oft, ef til vill ekki alltaf mildum höndum. Það vora að minnsta kosti komnar rispur á rauðu bækiu'nar þegar ég hafði náð þeim þroska að geta lesið þær. Ég man líka þegar ég gat stautað svörtu staf- ina á kjölunum - TESS-svo undar- legt orð, sem móðir mín útskýrði fyrir mér að væri nafn á útlendri konu. Síðan hafa bækur verið vinir mínir. Lestrarbókin okkar ergefm út af Rannsóknarstofnun KHI og ís- lenska lestrarfélaginu. 6x5^ tm&FteI / ikKsmímtefú i ettisósur jrópi 3 í ph- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.