Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 43 ptagmiftbifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISRAELAR OG PALESTÍNUMENN Pað er til marks um hversu brot- hætt samskipti ísraela og Pal- estínumanna eru, að eftir margra ára markvissa viðleitni til þess að koma á friði í Miðausturlönd- um skuli ástandið þar um þessar mundir líkjast stríðsástandi. Ótrúlega mikið hefur áunnizt í frið- arviðleitni manna í þessum heims- hluta á undanförnum áratugum. Isr- aelar hafa náð friðarsamningum við nágranna sína fyrir utan Sýrlendinga. Mikill árangur hefur náðst í að bæta samskipti ísraelsmanna og Palestínu- manna og í raun og veru hafa þessar þjóðir verið hársbreidd frá því að ná endanlegu samkomulagi um sambúð þeirra síðustu vikur og mánuði. Skyndilega virðist allt þetta starf í mikilli hættu. Það hefur litla þýðingu að reyna að finna sökudólginn að þessu sinni en sjálfsagt að rannsókn fari fram á því, sem þarna hefur gerzt á síðustu vikum. Með sama hætti og umheimurinn með hryllingi fylgdist með meðferð Palestínumanna á ísraelskum her- mönnum í gærmorgun, sem þeir höfðu náð á sitt vald, fylgdist umheimurinn með hryllingi með því, þegar saklaus börn féllu fyrir kúlum Israelsmanna. Hvoi’ugur aðili er hinum fremri í ógn- arverkum. Þar eiga báðir aðilar hlut að máli. Fyrir tveimur til þremur áratugum hefðu atburðir síðustu daga leitt til styrjaldar á milli ísraelsmanna og ná- lægra arabaríkja, sem hefðu tekið upp hanzkann fyrir Palestínumenn. Shim- on Peres, sem býr yfir meiri reynslu en nokkrir aðrir forystumenn Israela, þótt Israelsmenn hafi ekki borið gæfu til að kjósa hann til æðstu metorða, benti hins vegar á það í samtali við fréttamenn fyrir utan Downingstræti 10 í gær, að með lokum kalda stríðsins hefði staðan gjörbreytzt í Miðaustur- löndum. Nú er ekkert stórveldi, sem hefur hagsmuni af því að fjármagna stríðsrekstur af hálfu Palestínu- manna eða annarra arabaríkja og þar með hafa Palestínumenn ekkert bol- magn til þess að heyja slíkt stríð og við breyttar aðstæður er ekkert sem rekur nálæg arabaríki til þess. Af þessum sökum er ólíklegt að at- burðir síðustu daga í samskiptum ísraela og Palestínumanna leiði til styrjaldar þeirra í milli. Hins vegar má telja líklegt að verulegar tafir geti orðið á því, að áfram verði haldið á braut friðarferilsins. Forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum setja líka strik í reikninginn. ísraelar vita mæta vel, að bandarísk stjórnvöld munu ekki leggja mikinn þrýsting á þá að semja fram að kosn- ingum. Ástæðan er einföld. Gyðingar eru mjög áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum og alveg sérstaklega í New York-ríki. Forsetafrúin þarf á stuðningi þeirra að halda til þe'ss að ná kjöri til öldungadeildarinnar og demókratar almennt þurfa á stuðn- ingi þeirra að halda til þess að tryggja kosningu Gore. Israelar eru óvægnir í afstöðu sinni til Palestínumanna og ekkert ríki í heiminum getur knúið þá til þess að gefa eftir það, sem þarf til þess að samningar náist við Palestínumenn nema Bandaríkin. Það er í þessu máli eins og öðrum deilumálum í heims- byggðinni að ekkert annað ríki en Bandaríkin hefur bolmagn til þess að skakka leikinn á milli stríðandi fylk- inga, eins og kom í ljós með eftir- minnilegum hætti í Bosníu fyrir nokkrum árum. Örlög Palestínumanna síðustu hálfa öld hafa verið sorgleg. Við stofnun Israelsríkis misstu margir þeirra all- ar eigur sínar og heimili. Fjölmennar fjölskyldur misstu heimili sín og sundruðust út um öll Miðausturlönd, Evrópu og víðar. Saga einstakra fjöl- skyldna Palestínumanna er svo hörmuleg að útilokað var annað en djúpstætt hatur yrði til í garð Israels- manna og stuðningsmanna þeirra, ekki hjá einni kynslóð heldur kynslóð fram af kynslóð. Það er einmitt vegna þessarar for- tíðar, sem það er svo merkilegt hve mikill árangur hefur náðst í að skapa frið í Miðausturlöndum. Það vantar herzlumuninn og það er augljóst, að það verður erfitt að brúa það bil. Á fyrrnefndum fundi með frétta- mönnum sagði Peres, að einstaklingar misstu lífið en lífið héldi samt áfram. Hann minnti á, að við lok heimsstyrja- ldarinnar síðari hefði enginn trúað því, að Evrópa mundi rísa upp og verða blómlegt samfélag. Þótt fáir trúi því eftir atburði gær- dagsins og síðustu daga og vikna, að Israelar og Palestínumenn muni nokkru sinni búa saman í friði er stað- reyndin samt sú, að fyrir þremur ára- tugum hefði enginn trúað því, að sá árangur mundi nást, sem nú þegar er staðreynd í þessum heimshluta. Margir merkir stjórnmálamenn hafa lagt sitt af mörkum á langri veg- ferð til þess að tryggja þann árangur. Til þess að tryggja friðsamlega sambúð á milli þessara tveggja þjóða, ísraela og Palestínumanna, þarf margt að koma til. í fyrsta lagi atbeini stjórnmálamanna í hópi beggja, sem hafa vizku og reynslu til þess að tak- ast á við þennan erfiða vanda. í öðru lagi miklir fjármunir til þess að byggja upp palestínskt ríki, þegar friðarsamningar hafa náðst. Þeir fjár- munir verða að koma frá Vesturlönd- um, sem eiga þessum þjóðum marg- víslega skuld að gjalda því að þau eiga sinn þátt í því að þetta ástand hefur skapast í þessum heimshluta á síðustu rúmlega hálfri öld. Vesturlönd eru því ekki að gefa peninga. Þau eru að borga skuldir sínar við þetta fólk. í þriðja lagi þarf styrk og bolmagn Bandaríkjamanna til þess að knýja deiluaðila til samninga. Sumir mundu segja til þess að þvinga þá til samn- inga. Það er búið að fjárfesta svo mikið í friðarsamningum í Miðausturlöndum, ef svo má að orði komast, að þeir mega ekki fara út um þúfur á elleftu stundu. Ólíklegt er að hægt verði að knýja deiluaðila til samkomulags á næstu viku en hægt er að gera sér vonir um að það geti tekizt á næstu mánuðum eða misserum. Þegar að því kemur eigum við Is- lendingar að rétta Palestínumönnum hjálparhönd. Æstur múgur araba myrðir ísraelska hermenn í borginni Ramallah á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum Loftárásir á byggingu Arafats og fleiri staði Hrottaleg dráp á tveimur ísraelskum her- mönnum í palestínskum bæ urðu til þess að Israelar gerðu í gær loftárásir á skotmörk í Gazaborg og á Vesturbakk- anum, meðal annars byggingu við bústað Yassers Arafats. Palestínskir embættismenn sögðu að tugir manna hefðu særst í árásunum og lýstu þeim sem stríðsyfirlýsingu. AP Lögreglubflar brenna á bflastæði höfuðstöðva palestínsku lög- reglunnar í Ramallah eftir flugskeytaárás Israela í gær. ISRAELSKAR herþyrlur skutu flugskeytum á bygg- ingu við bústað Yassers Ara- fats, leiðtoga Palestínu- manna, lögreglustöðvar og fleiri skotmörk á Gaza-svæðinu og Vest- urbakkanum í gær til að hefna hrottalegra drápa palestínsks múgs á tveimur ísraelskum her- mönnum. Reykmökk lagði yfir Gazaborg og bæinn Ramallah á Vesturbakk- anum eftir nokkrar árásarhrinur ísraelsku herþyrlnanna. Árásirnar hófust eftir að æstur múgur Palestínumanna réðst á palestínska lögreglustöð í Ramall- ah þar sem tveir ísraelskir her- menn voru í haldi eftir að hafa villst og ekið inn í bæinn. Múgur- inn gekk í skrokk á hermönnunum og kastaði blóðugum og limlestum líkum þeirra á götuna. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, brást skjótt við drápunum, lét loka byggðum Palestínumanna og sendi hersveitir í átt að Ramall- ah. Lest brynvarðra liðsflutninga- bíla sást á hæð í grennd við bæinn. Þeim sem staddir voru í höfuð- stöðvum Arafats og nálægum byggingum í Gazaborg var skipað að forða sér út skömmu áður en herþyrlurnar hófu flugskeytaárás- irnar. Bygging við hlið bústaðar Arafats varð fyrir flugskeytum, en hún hýsti lífvarðasveit palestínska leiðtogans. íbúar nálægra bygg- inga streymdu út á göturnar og al- gjör glundroði ríkti á svæðinu. ÁTÖK ÍSRAELA OG PALESTÍNUMANNA MAGNAST ísraelskar herþyrlur gerðu flugskeyta- árásir á byggingar Yassers Arafats í Gazaborg og skotmörk á Vestur- bakkanum í gær til að hefna drápa á tveimur ísraelskum hermönnum í palestínska bænum Ramallah. Skýringar E Undir fullum yfirráðum Palestínumanna ÍJ Undir stjóm Palestínum. en Israelar með herlið □ Undir fullum yfirráðum (sraela Flugskeytum skotiðálög- reglustöðþar semhermemimir voru drepnir Jerúsalem^ý Betleharrf- Hebron 15 km, Líki ísraelsks lögreglumanns kastað út um glugga lögreglu- stöðvar í Ramallah. Flugskeytum var einnig skotið á höfuðstöðvar Tanzim, vopnaðrar hreyfingar stuðningsmanna Ara- fats, í bænum Beit Lahia, nálægt Gazaborg. Þá voru sex bátar pa- lestínsku strandgæslunnar eyði- lagðir, að sögn palestínsku frétta- stofunnar Wafa. Terje Rod-Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, kvaðst hafa verið í höfuðstöðvum Arafats og farið þaðan nokkrum mínútum áð- ur en flugskeytum var skotið á svæðið. Ekki var ljóst hvort Arafat hefði verið í byggingunni. Skömmu áður hafði Arafat rætt við George Tenet, yfirmann bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, á ótilgreindum stað í Gazaborg. ísraelsher kvaðst hafa varað palestínska embættismenn við árásunum þremur klukkustundum áður en þær hófust. Lögreglustöð eyðilögð Margir lögreglubílar voru eyði- lagðir í árásunum og tveir palest- ínskir vegfarendur áttu fótum fjör að launa þegar flugskeyti lenti á bíl í Ramallah. Öðru flugskeyti var skotið á lögreglustöðina þar sem ísraelsku hermennirnir voru myrt- ir nokkrum klukkustundum áður. Lögreglustöðin eyðilagðist. Höfuðstöðvar palestínska sjón- varpsins urðu einnig fyrir árás og Palestínumenn segja að a.m.k. tólf menn hafi særst. Um tveimur klukkustundum síðar hófu her- þyrlurnar aðra árásarhrinu og skutu flugskeytum á sendi út- varpsstöðvarinnar Rödd Palestínu í bænum. Ephraim Sneh, aðstoðarvarnar- málaráðherra Israels, sagði að ráðist hefði verið á sjónvarps- og útvarpsstöðvar sem hefðu verið notaðar til að „hvetja til ofbeldis og hryðjuverka". Héldu mótmælunum áfram Palestínumenn héldu mótmæl- um sínum áfram á götum Ramall- ah þrátt fyrir loftárásirnar. Þeir hlupu í felur þegar flugskeytum var skotið en streymdu strax aftur út á göturnar, hrópuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) með kreppta hnefa á lofti og veifuðu palestínskum fánum. Reiðir Palestínumenn söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina og reistu palestínskan fána á vegg sem eyðilagðist að hluta. „Þetta er glæpur. Látið heims- byggðina sjá hvað ísraelar gera okkur,“ sagði Adeed Zeidan, öku- maður palestínsks sjúkrabíls. „Við breytum palestínsku svæð- unum í grafreit. Ef Barak heldur að hann geti drepið saklausa borg- ara og haldið áfram fjöldamorðun- um færum við baráttu okkar til ísraels,“ sagði einn af öryggis- málaráðgjöfum Arafats. Alls hafa 97 manns, þar af 90 arabar, beðið bana í átökum ísra- elskra öryggissveita og Palestínu- manna síðustu tvær vikur. Töldu þá vera í leyni- legum erindagerðum Barak fyrirskipaði flugskeyta- árásirnar eftir að ísraelsku her- mennirnir villtust og óku í áttina að miðbæ Ramallah þar sem ísr- aelskar öryggissveitir hafa barist við palestínska mótmælendur dag- lega í hálfan mánuð. Palestínu- menn sögðu í fyrstu að hermenn- irnir tveir hefðu verið óeinkennisklæddir og villt á sér heimildir, þóst vera Palestínu- menn, en síðar var skýrt frá því að þeir hefðu ekið bifreið með ísr- aelsku bílnúmeri. Palestínskir lögreglumenn handtóku hermennina og fluttu þá í lögreglustöðina. Orðrómur komst strax á kreik um að hermennirnir hefðu verið í leynilegum erinda- gerðum í bænum. Rúmlega 1.000 Palestínumenn streymdu að lög- reglustöðinni og hermt var að margir þeirra hefðu áður verið við útför manns, sem hafði fallið í átökunum við ísraelsku öryggis- sveitirnar. Lögreglan reyndi að stöðva múginn Palestínska lögreglan reyndi að hafa hemil á múgnum en tíu menn brutust í gegnum glugga á annarri hæð lögreglustöðvarinnar þar sem ísraelunum var haldið. „Ég hef heyrt að eiginkona annars her- mannsins hafi hringt í farsíma hans og Palestínumaður hafi tekið hann upp og sagt: „Við erum að drepa eiginmann þinn“,“ sagði ísraelskur embættismaður. Teknar voru sjónvarpsmyndir þar sem árásarmennirnir sáust ganga út úr byggingunni, blóðugir á höndunum. Líkum ísraelanna var kastað niður af annarri hæðinni og Pal- estínumaður barði þau með járn- rimlum sem hann hafði rifið af glugga lögreglustöðvarinnar. Ung- ir Palestínumenn stóðu við glugg- ana, skóku hnefana og mynduðu sigurmerki með fingi’unum. Múgurinn á götunni umkringdi annað líkanna og hrópaði reiðiorð, að sögn sjónarvotta. Bæði líkin voru löðrandi í blóði. >» Viðbrögð erlendra stj órnmálaleiðtoga við harðnandi átökum Israela og Palestínumanna Atburðir gærdagsins harmaðir AFP, AP, Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, varaði við því í gær að harðnandi átök Israela og Palestínu- manna ógnuðu friði í gervöllum Mið- Austurlöndum. „Ég hvet alla - jafnt ráðmenn sem almenna borgara - tii að hugleiða hvað þeir eru að gera í dag og hvaða framtíð þeir kjósa börnum sín- um,“ sagði Annan í yfirlýsingu áður en hann hélt í snatri frá Líbanon til Jerú- salem til að reyna að koma á sáttum. Þjóðarleiðtogar víðs vegar um heim- inn hörmuðu atburði gærdagsins og hvöttu Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að leita friðar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi við bæði Barak og Ai’afat símleiðis í gær og lagði hart að þeim að stilla til friðar. Hann fordæmdi morðin á ísr- aelsku hermönnunum í Ramaliah í gær- morgun, en vék ekki orðum að hermd- araðgerðum ísraela. „Báðir aðilar verða að lýsa yfir vopnahléi. Hvorki ísraelar né Palestínumenn hagnast á frekara blóðbaði," sagði Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á fréttamannafundi í Washington. Hvatti hún Arafat til að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva mótmæli landa sinna, og Barak til að draga úr viðbún- aði ísraelska hersins á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna. Báðir bandarísku forsetaframbjóð- endurnir, demókratinn A1 Gore og repúblikaninn George Bush, beindu orðum sínum til Yassers Arafats og hvöttu hann til að binda enda á mót- mælaaðgerðir Palestínumanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sendi bæði Barak og Arafat bréf, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af ástandinu. Hvatti hann leiðtogana til að koma í veg fyrir að átökin færu úr böndunum. Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, hafði ætlað að enda för sína til Mið-Austurlanda í gær til að sækja aukaleiðtogafund ESB í Frakk- landi, en ákvað að framlengja dvölina. Arababandalagið fordæmir fsrael Jacques Chirac Frakklandsforseti harmaði einnig átökin og Mary Robin- son, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, lét í ljósi áhyggjur vegna aukinnar spennu í Mið-Austurlöndum. Arababandalagið fordæmdi aðgerðir Israela í gær. „Hernaðaraðgerðir Isr- aela gegn skrifstofum palestínsku sjálf- stjórnarinnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu gerðu ástandið enn verra, á meðan alþjóðasamfélagið og arabaríki reyna að stuðla að friði,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Esmat Abdel Meguid, framkvæmda- stjóri Arababandalagsins, sagði frétta- mönnum að leiðtogar arabaríkja myndu íhuga aðgerðir gegn Israelum á fundi sínum, sem boðaður hefur verið 21.-22. þessa mánaðar. Hann nefndi ekki hvað aðgerðir kæmi til greina að grípa til, en sagði að „allir möguleikar" yrðu rædd- ir. Hosni Mubarark, forseti Egypta- lands, og AbduIIah Jórdaníukonungur, sem áttu í gær fund í Sharm el-Sheik í Egyptalandi, hvöttu Israela til að stöðva valdbeitingu gegn Palestínumönnum og grípa til allra mögulegra ráða til að koma friðarferlinu aftur af stað. Jórdaníukonung- ur ræddi einnig við Madeleine Albright símleiðis og fór þess á leit að Bandaríkja- stjórn gerði allt sem í hennar valdi stæði til að halda aftur af hernaðaraðgerðum Isr- aela. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði að Israelar ættu eftir að bíða lægri hlut í átök- unum, en Israelsstjórn hefur heitið hefnd- um eftir að skæruliðar sem njóta stuðnings Sýrlandsstjórnar tóku þrjá ísraelska her- menn í gíslingu fyrir sex dögum. Furstadæmið Óman ákvað í gær að slíta efnahagslegum tengslum við ísrael vegna atburða gærdagsins. Palestínumenn fögn- uðu aðgerðum Ómana og hvöttu önnur arabaríki til að gera slíkt hið sama. „Hófstillt svar“ Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels, brást til varnar fyrir ísraels- stjórn og sagði að svar ísraelska hersins við morði hermannanna í Ramalla hefði verið „hófstillt". Peres átti fund með Tony Blair í London í gær, en hann vísaði því á bug að árásin á stöðvar Arafats hefði verið stríð- syfirlýsing. „Hingað til hafa Palestínumenn háð stríð án stríðsyfirlýsingar," sagði Peres og vísaði til árása Palestínumanna á ísraelska her- menn undanfarnar tvær vikur. „ísraelar neyddust til að bregðast við. Þeir gerðu það skjótt, en af stillingu, og ég efast um að nokkur óski þess að ástandið versni,“ sagði forsætisráðherrann fyrrverandi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Yasser Arafat árið 1994 fyrir framlag sitt til friðar í Mið- Austurlöndum. Var nærri spreng- ingunum ÓLAFUR Gíslason starfar við að reisa raforkuver á vegum verk- takafyrirtækisins danska Pihl & Son á Gaza-svæðinu og var hann í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem ísraelski herinn varpaði sprengjum á í gær. Ólafur hefur verið við störf þama í nokkra mánuði. Hann bíður þess nú ásamt öðrum starfsmönnum Pihl & Son að komast á brott frá svæðinu í fygld starfsmanna Sam- einuðu þjóðanna. — „Eins og er eru landamærin al- farið lokuð og sömuleiðis allir vegir þannig að við komumst ekki eins og er. Við vonumst til að komast út af svæðinu í fyrramálið [í dag],“ segir Ólafur. Hann segir að skyndilega hafi birst þyrlur frá ísraelska hernum yfir svæðinu. „Það er stór lög- reglustöð rétt við hliðina á dvalar- stað okkar og við sáum lög- reglumennina hlaupa í burtu hver í sína áttina. Þeir áttu greinilega von á því að Israelsher myndi skjóta á hernaðarlega mikilvægar stöðvar. Við sáum líka fallbyssu- báta koma upp að ströndinni og síðan heyrðum við mikla skothríð ,, og gný af öllum þeim flugskeytum sem var skotið. Þeir skutu að búst- að Arafats og á aðrar hernaðar- lega mikilvægar byggingar bæði úr þyrlunum og fallbyssubátun- um. Það var mikið um sprenging- ar. Við erum í um kflómetra fjar- lægð frá þeim stað sem verið var að skjóta á,“ sagði Ólafur. Hann sagði að svo virtist sem dregið hefði úr átökunum en enn þá ríkti spennuástand og ógnvæn- legt að vera þarna. Ólafur kvaðst ekki hafa átt von á þessum at- burðum. Menn hefðu verið farnir að vonast til að ástandið færi að lagast en vinna við raforkuverið hefur mestu leyti legið niðri síð- astliðnar tvær vikur vegna ástandsins. Hópur Islendinga í Tel Aviv HÁTT í 60 manns eru ávegum . Atlanta-flugfélagsins í ísrael. Siguíjón Siguijónsson, starfs- maður flugmálastjórnar, er þar einnig og sagðist hann, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í Tel Aviv í gær, fylgjast með fréttum af átökunum í sjónvarpi. Siguijón er í Israel til að gera út- tekt á flugi Atlanta milli Tel Aviv og New York fyrir flugfélagið E1 Al. „Ástandið hjá mér er bara ósköp venjulegt. Ég fylgist með þessu í sjónvarpi en get nú ekki sagt að ég verði var við átökin að öðru leyti,“ sagði Sigurjón, sem átti pantað flug með SAS frá Isr- ael í morgun. Sigurjón sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort einhver vandkvæði yrðu með flug heim. „Ástandið frá því á mánudag- inn var farið að róast en siðan kom þetta upp. Ég veit ekki hvaða afieiðingar það getur haft en geri þó ráð fyrir að geta flogið heim,“ sagði Sigurjón. Á hótelinu sem Sigurjón gisti á í Tel Aviv voru starfsmenn Atl- anta, þ.e. tvær áhafnir auk ann- arra starfsmanna, líklega á sjötta tug manns. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að hræðsla hefði gripið um sig í hópnum. Mikil öryggisgæsla væri í Tel Av- iv og það kæmi sér ekki á óvart þótt siminn hans væri hleraður. Mjög hefur dregið úr ferða- mannastraumi til Israels i kjölfar átakanna þar. Siguijón kveðst hafa heyrt að samdrátturinn hafi verið 20% síðustu vikurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.