Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 47v í Kelduhverfi og bakki gaf sig með þeim afleiðingum að hann þurfti að synda góðan spöl niður með ánni til að ná landi. Þetta eru lýsandi dæmi um seigluna og kraftinn sem í honum bjó og aldrei heyrði ég hann kvarta yfir nokkrum hlut. A seinustu árum fór afi að gauka að mér einni og einni vísu sem hann hafði sett saman. Þetta voru bæði al- mennar tækifærisvísur og skop- kvæði, en kímnin var aldrei langt undan. Þetta kom mér nokkuð á óvart því aldrei hafði hann flíkað þessu tómstundagamni sínu, sjálfsagt ekki talið þetta merkilegt. Afi var alla tíð forkur til vinnu og völundur til handa. Eftir að aldurinn fór að færast yfir og afi og amma fluttu úr Norðurgötunni á Akureyri, í íbúðir aldraðra við Austurbyggð, minnist maður hans þar sem hann sat í hominu sínu, með penna og kross- gátu í hönd, og neftóbakspungurinn í seilingarfjarlægð. Eg er þakklátur fyrir það sem ég hlaut í arf frá afa mínum og það sem hann kenndi mér. Og hér stóðstu vökull á verði með viskusteininn í höndum svohógvær,unslífilauk. Þá hvarfstu með sæmd. Og síðan í sárum er vonin hennar, sem harmar sinn fallna hauk. En samt er það bót í böli, hve bjart er um þína minning: Frá öndverðu ætíð barst á herðum þér hvem einn þunga af hug, sem aldrei lét bugast, svo æðru- og vammlaus þú varst. Því blessar þig bemskufoldin, er bjó þig svo vel að heiman. Sem rökkvar við röðulhvörf, nú leitar þú lífsins stranda í landnámi morgunroðans aðvinnaveglegristörf. (Þóroddur Guðm.) Elsku amma mín. Sár er harmur þinn og söknuður okkar mikill. Megi Guð styrkja þig og styðja í sorginni. Guð blessi minningu Magnúsar Stef- ánssonar. Magnús Már Magnússon. Sú staðreynd að afi gaf sér góðan tíma til að finna sér konu og að mamma var yngst systkinanna, varð til þess að afi var orðinn 65 ára gamall þegar ég fæddist. Það voru ekkert frekar líkur á að samvistir okkar yrðu langar. Tuttugu og átta ár eru liðin og má vel sætta sig við það. Og þó. Það er tómlegt núna homið í Austur- byggðinni, þar sem hann sat niður- sokkinn í krossgátur fyrir svo stuttu. Frá íyrsta degi var ég heimagang- ur hjá ömmu og afa í Norður, eins og við krakkamir kölluðum Norðurgötu 42. Og fram undir tvítugt finnst mér eins og vart hafi liðið sá dagur að ég kom ekki þangað til þess að lesa og fá eitthvað í svanginn. Alltaf vora útidymar opnar og allt- af vora þau heima. I minningunni finnst mér eins og afi hafi alltaf setið í stólnum sínum, með stafla af ætt- fræði og þjóðlegum fróðleik á borð- inu. Neftóbakið ekki langt undan. Ég var líka rólegur í tíðinni og sporð- renndi bókum. Við vorum fínir sam- an. Þeir vora líka góðir veiðitúramir. Ég hef verið svona tíu þegar ég byrj- aði að fara með honum endrum og sinnum í Hörgá og Eyjafjarðará. Fékk einmitt minn fyrsta fisk í Hörgá og ekki skemmdi fyrir að sá gamli varð ekld var í þeirri ferð. Þetta var það eina sem ég veiddi á þessum ferð- um. Síðan liðu árin og það var síðan í hans síðustu veiðiferð í Eyjafjarðará sem ég veiddi næst fisk. Ég held að sá gamli hafi verið ánægður. Og þannig var hann alltaf, ánægður maður. Þótt þessi orð séu rituð til minning- ar um afa þá era þau ekki síður til heiðurs ömmu. Þau vora gift í 60 ár. Ef til er uppskrift af farsælu hjóna- bandi þá hafa amma og afi varðveitt hana. Mér þótti alltaf vænt um að sjá þegar amma ætlaði að bregða sér í heimsókn og afi kaus að vera heima, hvemig þau kvöddust ástúðlega, eins og amma væri á leið í langferð. Afi, þau verða aldrei neitt annað en fátækleg, orðin. Og við sem þurftum ekki mörg. Þú tekur viljann fyrir verkið. + Bjarni Guð- bjömsson, vél- stjóri, fæddist í Reykjavík 5. desem- ber 1933. Hann Iést á hcimili sínu föstudag- inn 4. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörn Sigursteinn Bjarna- son, f. 16. júní 1904 í Reykjavik, d. 10. jan- úar 1953, stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni og kona hans, Þóra Jenný Valdimarsdóttir, f. 14. janúar 1908, í Reykjavík, d. 25. mars 1979. Systkini Bjarna eru Hjálmar, f. 13. nóvember 1932; Að- alsteinn, f. 15. janúar 1937, d. 20. mars 1997, ogRósa, f. 24.júlí 1946. Bjarni kvæntist 10. júní 1961 Kristínu Huldu Óskarsdóttur, f. 7. mars 1933, og eru dætur þeirra: 1) Guðrún, f. 10. febrúar 1967, gift Elsku pabbi. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farinn frá okkur. Þótt hlutirnir hafi ekki alltaf farið eins og ég óskaði mér þá hef ég aldrei óskað þess eins heitt og nú, að geta spólað til baka og breytt at- burðarásinni. Ég sé þig fyrir mér eins og ég man þig, stóran og sterk- legan með svart hárið í bylgjum (þaðan hef ég mína óstýrilátu liði). Allt við þig var stórt, eyrun og sér- staklega hendurnar sem eru svo sterkar í minningunni. Þessar hendur stórar og alltaf heitar leiddu mig þegar ég var barn og ég man svo vel hvað þér var alltaf heitt á höndunum þótt nefið væri rautt og dropar lækju úr því. Ég man líka svo vel þegar þú komst skítugur inn úr skúrnum og þvoðir þér í vaskin- um þannig að hann var alltaf allur í slettum. Þú varst einstaklega lag- inn í höndunum og þú kenndir mér að allt hefst með lagninni. Ég var svo stolt af þér þegar vinkonur mínar voru að dást af öllu sem þú hafðir smíðað, m.a. hring handa mér og hálsfesti handa mömmu og allar ljósakrónurna heima, alla skápa, hillur og skrifborðin okkar Guðrúnar. » Þú varst ómissandi þegar við Jói fóram að búa bæði á Asvallagötunni og Reynimel, en þar varstu með okkur alla dagana til að „redda“ hlutunum. Þú munt alltaf vera ómissandi og það voru mörg vanda- málin sem ég leitaði með til þín og þú gafst mér ráð sem enginn annar gat gefið mér. Þú varst snillingur í að líma saman hluti og það sást aldrei á þeim að þeir hefðu yfir höfuð brotnað. T.d. uppáhalds keramikbollarnir mínir sem þú ert oft búinn að líma fara beint í ruslið næst þegar þeir brotna. Þú varst Jóa sem annar faðir og hann bar mikla virðingu fyrir þér og hæfileikum þínum. Þú varst allt- af að reyna að miðla færni þinni til hans og ég veit að hann reynir að gera sitt besta hér eftir, þökk sé þér. Þú dáðir landið þitt, ísland, og ég held að það sé enginn blettur á því sem þú hefur ekki komið á. Þegar ég var lítil fórum við í ótalmargar útilegur á hverju sumri og man ég eftir mörgum þeirra vel. Sérstak- lega eftir að þú keyptir Datsun pickup og við fórum um hálendið vítt og breitt. Við Guðrún sátum á dýnum fyrir aftan framsætin alveg í keng en þetta var samt mjög gam- an. Eg man svo vel hvað þér fannst gaman að fara erfiðar og torfærar leiðir og einbeitingin og ánægjan skein úr svipnum þótt aðrir í bíln- um væru hér um bil búnir að fá nóg af að hoppa hálfa hæð sína í sætun- um klst. saman. Síðan þá hefur þú alltaf átt jeppa og þótt ég hafi ekki farið neinar ferðir með þér seinustu árin fóra börnin mín með og við fengum að heyra sögurnar þegar þau komu heim. Það var ekkert gaman nema einhver festi sig eða lenti í öðrum ævintýrum og ég man svo vel þegar Tanja sagði að afi Lofti Loftssyni, kerf- isfræðingi; þeirra börn eru Linda Huld, f. 1988, Loftur, f. 1994, og Leó, f. 1996; 2) Rakel, f. 17. janúar 1969, sambýlismaður hennar er Jóhann Karl Þórisson, lög- reglumaður; þeirra börn eru Tanja Ýr, f. 1988, Alexander, f. 1995, og Perla, f. 1996, Bjarni lauk námi í eldsmíði í Lands- smiðjunni 1954 og vélskólaprófi 1959. Hann var vél- stjóri hjá Landhelgisgæslunni 1959-70, er hann var ráðinn á hafrannsóknarskipið Bjarna Sæ- mundsson þar sem hann var yfir- vélstjóri til starfsloka árið 1994. Utför Bjarna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hefði fest sig 18 sinnum og öll ferð- in fór í það að draga þig lausan. Þegar ég átti Perlu voruð mamma í einni slíkri ferð en það fór ver í það skiptið og þið sátuð föst einhvers staðar vegna umhleypinga í ánni og heil björgunarsveit varð að koma til hjálpar. Þið vorað matarlaus og úrvinda þegar ykkur var bjargað eftir sólarhring, en þið komuð samt til mín eins fljótt og þið gátuð. Fyr- ir utan það að þér fannst ísland besta land í heimi fannst þér Iíka alltaf gott veður hér, sama hvemig viðraði. Þú skildir ekkert í því hvað við værum að æða til útlanda, hér væri alltaf alveg blíðskaparveður. Þú vissir líka alltaf um veðrið og ef við Jói þurftum að vita spána fyrir vikuna töluðum við við þig. Þú varst sérfræðingurinn um veðurspána. Ég man svo vel eftir „Bjarna Sæm“ sem þú hélst gangandi á sjónum. Ég man eftir káetunni þinni með kýraugunum þar sem við biðum oft eftir þér. Ég man þegar ég, mamma og Guðrún komum að ná í þig þegar þú varst búinn að vera á sjónum og við Guðrún hlup- um um borð af tilhlökkun við að hitta þig. Ef við komum snemma varstu oft ennþá niðri í vél og við fengum að fara þangað niður og settum á okkur heyrnartól því hávaðinn var svo mikill. Það var alltaf jafn gaman að fá þig heim því þá var fjölskyldan heil. Ég man þegar ég fékk að fara út á sjó með þér og þá var gaman að veiða. Við hentum út og eftir augnablik var komin stór ýsa á öngulinn þar til við vorum búin að veiða tugi fiska. Síðan hefur mér ekki fundist spennandi að veiða. Þennan túr gerði storm, að mér fannst, a.m.k. skvettist sjórinn yfir þilfarið svo manni var nóg um. Þú sagðir bara að þetta væri smá veltingur, en þá nótt sofnaði ég í fanginu á þér. Elsku pabbi, þú lifir ennþá í okk- ur og bamabörnunum þínum sem erfðu öll þinn stóra vöxt. Alexander og Perla voru frekar lítil við fæð- ingu en fljótlega voru þau komin langt yfir meðallag eins og Tanja hefur alltaf verið. Þegar ég tek í hendurnar á Lofti og sérstaklega Leó og horfi í augun á honum þá minnir hann mig á þig því hann er með stóra höfuðið þitt og stóru hendurnar þínar. Elsku pabbi, ég sakna þín svo sárt. Ég mun alltaf elska þig. Guð geymi þig. Þín dóttir, Rakel. Elsku tengdapabbi. Hve sárt er að kveðja þig nú. Hve margs er að minnast. Óll þau skipti á upphafsárum sambúðar okkar Rakelar og allt fram á þenn- an dag er við þurftum á aðstoð þinni og handlagni að halda, til að gera við það sem bilaði, til að líma það sem brotnaði, til að festa upp hillur og skápa eða gera við krana og. stöðva leka í pípulögn. Því ég með þumalfingur á hverju fingri var og er afar ósjálfbjarga er kem- ur að viðgerðum og beitingu hand- verkfæra. En með þolinmæði og þrautseigju gegnum árin tókst þér að miðla til mín örlitlu broti af kunnáttu þinni og kenna mér að allt hefst þetta nú að lokum með lagn- inni. Þannig að nú upp á síðkastið hef ég meira að segja getað alveg meðhöndlað sjálfur borvél án þess að slasa mig eða aðra. Trúlega hef- ur þér þótt nokkuð skondið að tengdasonurinn hafði ekki haft hundsvit á vélum og verið næstum ósjálfbjarga á því sviði þar sem vél- ar og tæki voru þitt yndi og ævi- starf. Sem yfirvélstjóri á rannsókn- arskipinu Bjarna Sæmundssyni frá því að það var smíðað 1970 þar til þú fórst í land 1995 var vélarrúmið þar ríki þitt. Ég man þegar ég sigldi með þér nokkra túra sem dagmaður í vél vorið 1989. Það var ekki upplitsdjarfur tengdasonur er lá á fjórum fótum niðrí vél fyrstu dagana með tvær fötur sér við hlið, aðra með skúringarvatni í til að þrífa hólf og gólf og hina til þess að kasta upp í. Þessa fyrstu daga var ég illa haldinn af sjóveiki og ég man þegar þú sagðir hughreystandi að enginn hafi dáið úr sjóveiki, að minnsta kosti ekki þarna um borð og aðeins einu sinni þurfti skipið að snúa við til að setja í land mann sem var að ofþorna vegna þess hve mikið hann kastaði upp. Þá rannu á mig tvær grímur. Ég vissi að ekki þýddi að liggja í koju með eitthvert væl því þú vissir ekki hvað sjóveiki var, hún hafði aldrei náð að vinna á þér. „Komdu drengur, við skulum fara niður að vinna.“ Þá vissi maður að nú þyrfti maður að bíta á jaxlinn því ekki vildi ég valda þér vonbrigð- um. Síðar þegar sjóveikin var að baki tók mér að líka lífið um borð og ég man hve ég öfundaði þig af því að geta oft verið uppi að spjalla þvi aldrei bilaði neitt. Það var líka vegna þess að þú sást alltaf til þess að allir hlutir í þinni umsjá væru alltaf í toppstandi. Ég man líka eftir matarboðunum í Byggðarholtinu. Þar sem þú eld- aðir alltaf steikurnar og það voru bestu steikur í heimi. Og þegar Stína hringdi og bauð okkur í mat var öllu öðra slegið á frest því ekki mátti missa af steikunum hjá Bjama. Þannig er það að til þessa dags hefur það ekki einu sinni hvarlað að okkur Rakel að reyna að elda veislumat á þennan hátt því það yrði aðeins hjóm eða sýnishorn. Ég man líka þegar við komum í heimsókn hve oft þú varst í skúrn- um að dytta að einhverju í vinnu- gallanum olíuötuðum með verkfæri í hönd eða að dytta að Patrol jepp- anum sem var þér svo kær. Svo ég tali ekki um allar jeppaferðirnar sem famar hafa verið gegnum árin og ég efast um að það fyrirfinnist sá staður á íslandi er þú hefur ekki komið á. Líf okkar litlu fjölskyldu verður ekki samt án þín og þú veist ekki hver sárt þín er og verður saknað. En við verðum að reyna að þrauka áfram án þín. Góður Guð, hjálpaðu Stínu tengdamömmu, Rakel, Guðrúnu og afabörnunum. Gefðu okkur styrk til þess að takast á við sorgina. Vertu sæll, Bjarni. Þinn tengdasonur, Jóhann Karl. Það var svo erfitt að koma heim úr skólanum og heyra þessar sorg- arfréttir og vita að við myndum aldrei sjá þig nema í draumum. Þetta var eitthvað sem við áttum alls ekki von á. Minningarnar streyma í gegnum huga okkar aftur í tímann þegar við voram litlar stelpur. Þú varst alltaf góður við okkur og hjálpaðir okkur þegar við vorum leiðar og sorgmæddar. Það var gaman að fara með þér í ferða- lög og upp á ijöll. í hvert skipti sem við fórum með þér í ferðalag kennd- ir þú okkur og sýndir okkur alltaf eitthvað nýtt. Þú gafst okkur styrk og hugrekki og kenndir okkur að standa á eigin fótum. Þú varst, þú ert og þú verður ávallt í hjörtum okkar. Þín barnaböm, amma, mamma og pabbi okkar elska þig og munu aldrei gleyma þér. 0, Jesús bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jóijsson.) Afabörnin, Tanja, Linda og litlu systkini. Þegar undirbúningur að smíði rannsóknarskipsins „Bjarna Sæ- mundssonar" stóð sem hæst árið 1970, var mér falið að huga að vali á yfirmönnum skipsins. Fyrir þann tíma hafði Hafrannsóknastofnunin aðgang að varðskipum ríkisins, að*- allega „Maríu Júlíu“ og „Ægi“ gamla. Það fór ekki á milli mála, að þar kynntumst við hafrannsókna- menn mörgum góðum manninum. Einn þeirra var Bjarni Guðbjörns- son, en hann var vélstjóri á „Ægi“ árin 1959-1962, en á þeim áram var skipið langtímum saman við haf- rannsóknir. Þessi kynni leiddu til þess að farið var á fjörur við Bjarna, hvort hann gæti hugsað sér að koma til okkar á Hafrannsókn og taka við stöðu yfirvélstjóra á hinu nýja skipi. Varð það úr, að Bjarni tók því boði og starfaði hann sem yfirvélstjóri á „Bjarna Sæ- mundssyni“ þar til hann lét af störf- um í árslok 1994. — Sumarið 1970 dvaldist Bjarni, ásamt fjölskyldu sinni, við eftirlits- störf með smíði hins nýja rannsókn- arskips í Bremerhaven í Þýska- landi, en þar vorum við fyrir að sömu störfum Erlingur Þorkelsson, Guðmundur Svavar Jónsson og undirritaður. Sjálfur hafði Bjarni valið sér samstarfsmann í vél, Ola Kristinsson, en þeir störfuðu saman í nokkur ár. I rannsóknaskipinu var mjög flókinn vélbúnaður, reyndar stór rafstöð, sem nýtt var til allrar orku, og var slíkt kerfi þá nýmæli í íslensku skipí. Þrátt fyrir afbragðs- góða hönnun og skipslýsingu Agn- ars Norlands skipaverkfræðings, komu vitaskuld upp vandamál nær dag hvern, sem þurfti skjótt að leysa, og þar reyndist Bjarni Guðbjartsson betri en enginn. Með ljúfri framkomu sinni náði hann strax góðu sambandi við hina þýsku skipasmiði og tæknimenn, sem báru fyrir honum hina mestu virð- ingu, og á þann hátt fékk hann ýmsu framgengt, sem öðram hefði reynst ókleift. Er rannsóknaskipið „Bjarni Sæ- mundsson“ komst í gagnið í desem- ber 1970, starfaði Bjarni Guðbjarts- son um borð þar til hann lét aí> störfum eins og áður segir. Sem fyrr reyndist hann þar sá afbragðs- maður sem hann var. Snjall fag- maður, hægur í fasi og velviljaður, hjálpsamur og vandvirkur svo af bar. Aldrei flaustraði hann af neinu verki en íhugaði það fyrst og vann það svo með sinni miklu vandvirkni. Ekki vafðist heldur fyrir honum að smíða tæki frá grunni enda lærður eldsmiður úr Landssmiðjunni. Það var ekki ónýtt að hafa slíkan yfir- vélstjóra á rannsóknaskipi. Það lætur að líkum, að slíkur Ijúflingur var vinsæll meðal skips- félaga og rannsóknamanna sem um borð vora. Þótt alltaf komi maður í manns stað, munu allir á Hafrann-^ sóknastofnuninni sem þekktu Bjarna Guðbjartsson, sakna hans við hinn ótímabæra dauða hans, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Konu hans, Kristínu H. Ósk- arsdóttur, og dætrum þeirra, Guð- rúnu og Rakel, sem og öðram ætt- mennum, era sendar hugheilar samúðarkveðjur við fráfall þessa mæta manns. Hann stóð sína vakt með sóma. Ingvar Hallgrímsson. r T3 U\m-ö4>t*eKí'\' \ ^ v/ lrossvo0sl<ii4<jugQ»*5 J X^Sími. 554 0500 ^ ——* -i BJARNI GUÐBJÖRNSSON Arnar Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.