Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 51 MINNINGAR SVEINN ÓLAFUR SVEINSSON + Sveinn Ólafur Sveinsson, húsa- smíðanieistari fædd- ist að Nýlendu undir Austur-Eyjafjöllum 24. júní 1924. Hann lést á Landspítal- anum Fossvogi mið- vikudaginn 4 október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sveinn Guðtnundsson, f. 2.6. 1891, d. 8.2. 1992, og Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 31.3. 1890, d. 14.7. 1936. Systkini Sveins: Guð- laug Sigríður, f. 8.4. 1921, d. 3.3. 1977; Guðmunda Guðlaug, f. 29.4. 1923, d. 21.3. 2000, húsmóðir í Reykjavík; Elín Sigríður, f. 2.7.1925, húsmóðir á Akranesi; Sigurður Ólafur, f. 8.7. 1926, vinnumaður á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum; Vilhjálmur Guðjón, f. 9.9. 1927, d. 21.9. 1992, verkamað- ur við Álverið í Straumsvík; Lov- ísa, f. 4.11. 1928, húsmóðir í Grindavík; Kristján, f. 13.4. 1931, dó ungur. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, f. 10.7. 1926, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Jónsson og Ólöf ólafsdóttir, bæði látin. Rebekka og Sveinn giftu sig 8.7. 1956 og stofnuðu heimili í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Brynja, f. 8.11. 1949, gift Bjama Ragnari Guðmunds- syni, og eiga þau þtjú böm, Bjama Þór, Svein Aðalstein og Berglindi Kristínu. 2) Aðalsteinn, f. 22.2. 1951, kvæntur Stef- aníu Skarphéðins- dóttur og eiga þau tvö börn, Brimar og Rebekku Helgu. 3) Gunnar Öm, f. 22.3. 1956. 4) Jónína Björk, f. 7.12. 1957, gift Sveini Vilhjálmssyni og eiga þau þtjú börn, Rebekku Helgu, Vilhjálm Áma og Ástu Björk. 5) Þorbjörg Sandra, f. 7.9. 1959, gift Heiðari Bergi Jónssyni og eiga þau sex böm, Hjalta Snæ, Erlu Rós, Fjólu Ósk, Ómar Smára, Lilju Dögg og Sóleyju Dís. Sveinn lærði húsasmíði hjá Páli Jónssyni húsasmíðameistara 1954- 58 og stundaði síðan smíðar að námi loknu en síðustu árin starfaði hann hjá Hrafnistu í Reykjavík. Útfór Sveins fer fram frá Víði- staðakirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með söknuði minnist ég afa míns sem lést 4. október sl. Minningarnar eru margar og góðai’, en efst í huga mér er sú um yndislega góðan og umhyggjusaman afa. Ég var alltaf mikið hjá afa og ömmu þegar ég var yngri og oftar en ekki gisti ég hjá þeim á Sævang- inum. Einnig fór ég stundum með þeim í ferðalög og minnisstæðast er mér þegar við fórum til Hollands ár- ið 1988. Sú ferð var afa alltaf ofar- lega í huga og oft talaði hann um að gaman væri að fara þangað aftur. Það var alltaf á döfinni hjá fjölskyld- unni að endurtaka þessa ferð, en því miður varð ekki af því áður en afi kvaddi þennan heim. Heimsóknum mínum til afa og ömmu fækkaði með árunum en allt- af fannst mér þær jafnskemmtileg- ar. I þeim ræddum við þjóðmálin, það sem var að gerast í fjölskyld- unni hverju sinni eða jafnvel bara veðrið. Afi minn var vandvirkur og hand- laginn maður, sem hafði unun af því að hjálpa fjölskyldunni sinni þegar einhverjar framkvæmdir voru fyrir- hugaðar. Hann naut sín best við sína uppáhaldsiðju, smíðar, en hann var mikill völundarsmiður og óþreyt- andi við að miðla af reynslu sinni og þekkingu á því sviði. Undanfarin ár lærði hann svo að skera út í tré. Hvert verka hans tók öðru fram, og ég varð alltaf jafnstolt af afa mínum þegar hann bjó til eitthvað fallegt og gaf fjölskyldunni. Afi stóð alltaf fast á sínu, enda urðu orðin: „ég held nú ekki!“ nokk- urs konar einkennisorð hans. Stað- festan var líka það sem ég dáðist hvað mest að í fari hans, þótt ég færi stundum að hlæja þegar þrjóskan náði tökum á honum. Þá tók afi oftast undir með mér og við skemmtum okkur yfir öllu sam- an. Elsku afi, orð fá ekki lýst því hve mikill söknuður býr í hjarta mínu nú þegar þú ert farinn frá okkur. Það er þó huggun harmi gegn að ég veit að þú ert kominn á góðan stað og þar munt þú bíða eftir okkur hinum. Með þessu ljóði vil ég kveðja þig elsku afi minn. Far þú í friði, friðúr guðs þig blessi, hafðu þökk íyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Rebekka Helga Sveinsdóttir. Kvatt hefur þessa jarðvist mágur minn Sveinn Ólafur Sveinsson eða Svenni eins og hann var oftast kall- aður. Síðast þegar ég sá hann í end- aðan júlí, duldist engum að þar fór veikur maður. Þrem vikum síðar veiktist hann alvarlega og hefur leg- ið síðan á Landspítalanum við Foss- vog þar sem hann lést hinn 4. októ- ber síðastliðinn. Þessar vikur hafa verið erfiðar systur minni, að sitja við rúmið hans dag eftir dag og sjá engin viðbrögð. En börnin þeirra hafa verið henni stoð og stytta eins og ævinlega. Ég minnist þess þegar ég kynntist Svenna fyrst þá ók hann leigubfl sem hann hafði stundum fyi'ir sjálfan sig, þau komu þá oft, hann og Rebekka, og buðu mér í bíltúr. Þá var oft farið á gamla rúnt- inn í Reykjavík sem var afar vinsæll í þá daga af ungu fólki, Enda voru þá engar ki'ár til, fáh' áttu bfla, því var bfllinn hjá Svenna vinsæll og hann óþreytandi að keyra. Svenni bjó þá á Merkurgötu 8 í Hafnarfirði ásamt föður sínum og systkinum og þar byrjuðu þau búskap Rebekka og Svenni, en mörg undanfarin ár hafa þau búið að Sævangi 41. Bæði hjón- in voru miklir unnendur íslenskrar náttúru og hafa verið samtaka um að rækta garðinn sinn. A sumrin hafa þau farið í sumarhús ásamt börnum sínum og barnabörnum og svo var einnig á þessu sumri. Svenni var ekki maður sem lét mikið bera á sér, en var vinur vina sinna og þang- að var gott að koma. Margir hafa búið hjá þeim um lengri eða skemmri tíma og ekkert verið rætt^. um það, allir velkomnir, bara tekið sem hluta af tilverunni. Þessir eigin- leikar hafa fylgt mörgum af þeirri kynslóð sem nú er að hverfa en eru frekar sjaldgæfir nú og er það mið- ur. Orsökin er sennilega sú að tím- inn líður svo hratt í kapphlaupinu um lífsgæðin að það gleymist að rækta gai'ðinn sinn. Þau hjón eign- uðust fimm börn sem öll búa nú hér á Reykjavíkursvæðinu, þegar tvö elstu börnin íluttu hingað aftur eftir að hafa búið annarstaðai' um árabil gladdi það hann mjög að hafa nú alla fjölskylduna í nágrenninu. Svenni lærði húsasmíði og var það ekki auð- velt að fara í langt nám á þeim tíma, öll börnin voru þá fædd en Rebekka studdi mann sinn í þessari ákvörð- un. Hann lauk svo meistaraprófi og starfaði við sína iðn þar til hann hætti störfum um sjötugsaldurinn. Fyrir allmörgum ái'um varð hann fyrir slysi við vinnu sína, missti framan af fingram annari'ar handar í vélsög. Geta má nærri að þetta var mikið áfall en eftir að sár hans grera vann hann áfram við sina iðn. Þegar þau hjón hættu störfum lögðu þau ekki árar í bát, bjuggu til ýmsa fal- lega hluti sem nú prýða heimili barna þeirra. Litlu barnabömin áttu góðan vin þar sem afi þeirra var svo_ og öll fjölskyldan. Ævidvöl Svenna er nú lokið, eftir lifir minning um góðan og vandaðan dreng. Eg og fjölskylda mín vottum þér, kæra systir, og allri fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Sigríður Aðalsteinsdóttir. + Sigurður Ein- arsson, Greni- teig 9, Keflavík, var fæddur í Arnar- drangi, Landbroti, V estur-Skaftafells- sýslu, 10. júlí 1914. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 4. október síðastliðinn. Foreldrar lians voru Einar Runólfsson, f. 14.3.1892 í Efri-Ey, Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu, d. 1.8.1969 á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja og Katrín Da- víðsdóttir, f. 14.2.1896 í Fagur- hlíð, Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu. Hún lést 3.7.1985 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. _ Stjúpfaðir Sigurðar var Bjarni Ásgrímur Eyjólfsson, f. 25.6.1892 í Hólmi, Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu. Hann lést í Reykjavík 26. janúar 1957. Kat- rín og Bjarni Ásgrímur gengu í hjónaband 1922 og bjuggu lengst af í Vestur-Skaftafellsýslu. Þau létu af búskap og fluttu til Reykja- víkur árið 1954. 1) Sigurður var elstur allra sinna systkina, en þau voru honuin sammæðra. 2) Eyjólf- ur Davíð, f. 1917, d. 1997. 3) Karl, f. 1918, d. 1994. 4) Rósa, f. 1919, d. sama ár. 5) Jóliann f. 1920, d. 1997. 6) Sigrún, f. 1921, d. 1998. 7) Ólafur Halldór, f. 1923, d. 1995. 8) Margrét, f. 1926 sem dvelur á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík. Systkini Sigurðar samfeðra: 2) Jó- hann Ingvi, f. 1925, d. 1939. 3) Jón- ína, f. 1926 býr í Vestmannaeyj- Elsku afi. Núna er kveðjustundin runnin upp, stund sem vitað var að myndi koma en hún er alltaf jafn erfið. Þú ert farinn frá okkur en ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okk- ur öllum, beina okkur á rétta braut ef við tökurm ranga beygju, hjálpa okkur í gegnum þá erfið- leika sem upp geta komið og gefa okkur klapp á öxlina þegar vel gengur. um. 4) Guðbjörg Sigfríð, f. 1932, búsett í Þorlákshöfn, gift Ás- bergi Lárenzínussyni. 5) Rannveig Snót, f. 1934, búsett í Reykja- vík, gift Herði Sigur- björnssyni og 6) Jó- hann Ingi, f. 1940, búsettur í Reykjavík, kvæntur Birnu Jó- hannesdóttur. Sigurður ólst upp hjá móður sinni á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu, til 12 ára aldurs. Eftir það bjó hann með móður sinni og sljúpföður á Efri- Steinsmýri allt til 23ja ára aldurs. Hann lauk barnaskólaprófi þess tíma. í Seglbúðum, Landbroti, Vest- ur-Skaftafellssýslu, var Sigurður vinnumaður í 16 ár er hann flyst svo til Keflavíkur árið 1953. Á löngum starfsaldri, eða til 79 ára aldurs, kom Sigurður víða við. Hann starfaði lengst af sem bif- reiðastjóri í Keflavík hjá ýmsum fyrirtækjum og má þar nefna fiskvinnslufyrirtækin Keflvík hf., Fiskiðjuna sf., Hraðfrystihús Keflavíkur hf. og Heimi hf. Einnig vann hann hjá Járn og skip, bygg- ingarvöruverslun Kaupfélags Suðurnesja, Aðalverktökum og Malarnámi Njarðvíkur. Þá hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf. á Keflavfkurflugvelli og vann þar til starfsloka árið 1993. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Guðjóns- dóttur, hinn 26. desember 1954, f. Þegar ég horfi langt aftur í tím- ann kemur upp í hugann brotakex- ið sem var alltaf til í kexboxinu og olíulyktin sem var af vinnujakkan- um. Þú varst alltaf tilbúinn að ná í mig og skutla mér hvert sem ég þurfti og mig langar að þakka þér sérstaklega fyrir það. Þú varst eini afinn sem ég átti, eini afinn sem ég náði að kynnast. Ég er mjög þakklát fyrir þau rúm- lega tuttugu ár sem við áttum 11. febrúar 1932 að Lyngum í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu. Hún er dóttir hjónanna Guðjóns Ásmundssonar, bónda, f. 1891, d. 1978 og Guðlaugar Odds- dóttur, f. 19. apríl 1904. Hún lifir í hárri elli á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri. Sigurður og Sigrún eign- uðust fjögur börn: 1) Guðjón, f. 14.9.1954, útibússtjóri Landsbank- ans í Sandgerði, kvæntur Stein- unni Njálsdóttur, íslenskukennara við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau eru búsett í Keflavík og eiga þrjú börn; Sigrúnu Dögg, Bjart- mar Stein og fyrir átti Steinunn soninn Hróðmar Inga Sigurðsson. 2) Bjarni Ásgrímur, f. 22.6.1956, múrarameistari og starfsmaður Fríhafnarinnar í Leifsstöð, kvænt- ur Hansborgu Þorkelsdóttur, hús- móður og verkakonu. Þau eru búsett í Keflavík og eiga þrjú börn; Sigurð Borgar, Birgittu Borg og Ásgerði Borg. 3) Sigurð- ur, f. 22.11.1967, doktorsnemi við Tækniháskóla Danmerkur í Kaup- mannahöfn, kvæntur Árnýju Þor- steinsdóttur kerfisfræðinema. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn og eiga tvo syni: Tómas og Matt- hías. 4) Sveinbjörg, f. 8.4.1969, innkaupastjóri hjá BYKO í Kefla- vík. Sambýlismaður hennar er Guðsveinn Ólafur Gestsson, raf- virlgameistari hjá Varnarliðinu. Þau eiga eina dóttur, Ólöfu Rún, og eru búsett í Keflavík. Sigurður var gjörkunnugur staðháttum í Skaftafellssýslu og alla tíð nátengdur umhverfi henn- ar og náttúru. Hann var áhuga- maður um gróður og garðrækt, umhugað um búsæld og verklega þætti þar sem víðtæk verkþekking hans náði langt. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. saman, allar sögurnar frá gamla tímanum og ef eitthvað var þá rifj- aðist meira upp fyrir þér þegar aldurinn færðist yfir en ekki öfugt. í veikindunum þínum komstu öll- um á óvart hversu bjartsýnn þú varst og ákveðinn að berjast til síðasta dags sem þú gerðir. Elsku afi, þú átt sérstakan stað í hjarta mínu. Þín Sigrún Dögg. SIGURÐUR EINARSSON STEFÁN GUÐMUNDUR VIGFÚSSON + Stefán Guð- mundur Vigfús- son fæddist á Sel- fossi 16. júlí 1954. Hann lést á sambýli C, Landspítalanum í Kópavogi 28. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 9. október. Elsku Stebbi, nú ertu farinn frá okkur og þó ég viti að þér líði áreiðanlega betur þá er ég samt svekkt. Ég kynntist þér fyrir rúmum sjö árum þegar ég hóf störf á deild 1. Þar sem þú varst aðal stuðboltinn. Við höfum átt margar stundir saman, bæði góðar og aðrar síðri eins og gerist og gengur. Þú varst alltaf svo stoltur af herberginu þínu og dróst svo til alla þangað inn, reyndar var flestum ýtt út jafnharðan aftur. Þér þótti gott að sitja á ganginum og vildir þá oft að einhver sæti hjá þér til samlætis. Manstu öll böllin þar sem við dönsuðum svo oft saman, reyndar þurft- ir þú að dansa við alla svo hver og einn fékk bara smá skammt á milli þess sem þú hljópst stoltur um og sýndir öllum hvað þú varst fínn, sem og alltaf, varla dagur án skyrtu og bindis. Það var alltaf svo mikið að gera hjá þér og þú varst alltaf að bar- dúsa eitthvað og oftar en ekki tengdist það fötum. I göngutúram hljópst þú á undan mér eða ýttir mér áfram. Stundum þurftum við að taka aukakrók ef hundur varð á vegi okkar en við komust alltaf klakklaust heim. Elsku Stebbi, þótt þú hafir oft ver- ið öfugsnúinn þá varstu samt in- dæll og hlýr, hláturinn og kossarn- ir þínir voru svo innilegir. Takk fyrir samveruna og góð kynni. Heimilisfólki og starfsfólki á c- inu og öðrum sem eiga um sárt að binda votta ég mína dýpstu samúð. þín vinkona, Sóley Huld. SKILAFRESTUR MINNINGAR- GREINA EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyi'ir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.