Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 52
5£ FÖSTUDAGUR 13. OKTÖBER 2000 MINNINGAR MORGtíNBLAÐlÐ ANNA BÁRA , SIGURÐARDÓTTIR + Anna Bára Sig- urðardóttir fæddist í Ólafsfirði 14. ágúst 1939. Hún lést í Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 6. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þóranna Guðmundsdóttir, húsnióðir, f. 14.3. 1907, d. 30.7. 1994, og Sigurður Sigur- Tálsson, vélstjóri, f. 23.12. 1905, d. 4.1. 1981. Systkini henn- ar eru drengir, tví- burar, f. 5.5. 1933, d. 8 og 10.5. 1933; Hulda, f. 19.11. 1934, d. 8.4. 1990, gift Guðbrandi Sörenssyni, lagermanni; Ásta, f. 11.4. 1943, gift Guðmundi J. Borgarssyni, verkstjóra, þau slitu samvistir, er í sambúð með Jóni Péturssyni, garðyrkjumanni; Sigurpáll, f. 25.3. 1950, tækjastjóri, kvæntur Frúgit, Toroddsen; Elísabet, f. 25.3. 1950, gift Daníel R. Júlíus- syni, rafeindavirkja. Bára ólst upp í Ólafsfirði fyrstu sjö árin en fluttist þá til Siglu- >fjarðar með foreldrum sínum. Bára fluttist til Keflavíkur árið 1957. Árið 1958 kynntist hún eftir- lifandi maka sínum Róbert Erni Ólafssyni brunaverði. Foreldrar hans voru Dagmar Pálsdóttir, f. 5.1. 1918, d. 2.11. 1998, og Ólafur Rík- harð Guðmundsson, verkstjóri, f. 3.5. 1917, d. 13.8. 1975. Anna Bára og Ró- bert giftu sig 14.5. 1960. Börn þeirra eru 1) Dagmar, þjónustufulltrúi, f. 29.5. 1960, maki hennar er Haraldur Magnússon, fulltrúi, þau eru barnlaus en börn Haraldar frá fyrra hjónabandi eru Magnús Pétur, f. 21.10. 1978, og Margrét Rósa, f. 9.11. 1983. 2) Olafur Ríkharð Ró- bertsson, rafvirki, f. 7.6. 1962, maki Halldóra Jóna Sigurðar- dóttir, verslunarstjóri, f. 10.4. 1963. Börn þeirra eru Kristín Erla, f. 10.2. 1984, og tvíburarnir Róbert Örn og Anna Helga, f. 3.1. 1992. Fyrst eftir að Bára fluttist til Keflavíkur starfaði hún í Efna- laug Keflavíkur ásamt heimilis- störfum en árið 1967 hóf hún störf hjá Þvottahúsi Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og starf- aði þar óslitið til ársins 1997 er hún varð að hætta störfum vegna veikinda. Útför Önnu Báru fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Ég heiðra mína móður vil, af mætti sálar öllum og lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðafóllum. Er lít ég yfir liðna tíð oglöngufamavegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slíka fóm sem þú, mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. I hljóði barst þú hverja sorg, semhlauztuoftaðreyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svtfur fyrir sjónum mér semsólargeisliávorin. Þú barst á örmum bömin þín ogbaðstþauguðaðleiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson, Réttarholti.) Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Þín dóttir, Dagmar. Borin er til grafar í dag ástkær tengdamóðir mín sem lést 6. október síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði yflr- höndina að lokum. Bára var alveg einstök kona„ glæsileg í klæðaburði, snyrtileg og í^rnekkleg með eindæmum eins og glöggt má sjá á heimili þeirra hjóna. Bára sá ekki sólina fyrir barna- börnunum, þó sérstaklega henni Kristínu Erlu sem hún var mjög stolt af og hvatti hana áfram í námi og hljóðfæraleik. Árið 1997 greindist Bára með brjóstakrabbamein og hófst þá strax erfíð og mikil barátta en ekki kvart- aði hún og alltaf hélt hún í vonina. En ekki hefði hún getað þetta nema með einstakri hjálp frá honum Robba sínum sem hefur staðið eins og klettur við hlið hennar, Dalla tek- ið við þegar Robbi var ekki viðlátinn og Óli þegar Dalla fékk frí. Þau voru alveg einstök í að láta hlutina ganga upp. Bára átti margar góðar vinkonur sem reyndust henni mjög vel en þó eru það sérstaklega tvær sem voru ómetanlegar, þær Systa og Edda. Hafið þökk fyrir allt. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja kærlega fyrir umönnunina síðustu vikur. Að lokum vil ég þakka Báru allar samverustundirnar. Megi góður guð vaka yfir okkur öllum. Þín tengdadóttir, Jóna. Elsku amma. Það er sárt að missa þig svona unga, en svona er víst þessi sjúkdóm- ur sem þú ert búin að berjast við í þrjú ár. Elsku amma ég dáist að hvað þú varst rosalega dugleg og þvílík baráttukona. Sjaldan hefur maður séð svona mikla baráttu. Þú veist að ég get skrifað margar blaðsíður um þig en allar þær minningar mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Elsku amma, þú varst alltaf svo sæt og fín. Þú fórst aldrei út fyrir dyrnar nema vera búin að mála þig og gera þig fína. Við áttum margar góðar stundir saman ég og þú. Við skemmtum okk- ur alltaf svo vel þegar ég kom til ykk- ar afa að skrifa jólakortin, þá sátum við alltaf heillengi að spjalla og hlóg- um oft mjög mikið. En elsku amma, vonandi líður þér betur núna þar sem þú ert, ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég skal hugsa um hann afa og passa hann vel. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virztmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engill, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Elsku afi, Dalla, Halli, pabbi, mamma, Anna, Róbert og Margrét, guð veri með okkur öllum. Þín Kristín Erla. Til ömmu Báru: Vertu guð faðir, faðir minn, ífrelsarans Jesunafni. Hönd þín leiði mig út og inn svoallrisyndéghafni. (Hallgr. Pét.) Vertu,góðiGuð,hjámér, gleði sönn er veitt af þér. Gjörðu bjart mitt bernskuvor, blessa, faðir, óll mín spor. Kveðja frá, Önnu Helgu og Róbert Erni. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum mágkonu minnar, Önnu Báru Sigurðardóttur, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðumesja 6. þessa mánaðar. Bára var búin að eiga við erfið veikindi að stríða. Fyi-ir rúmum þremur ámm greindist hún með krabbamein. Veikindin reynd- ust henni erfið. Hún háði harða bar- áttu og sýndi mikið æðruleysi allan tímann þangað til yfir lauk. Ég kynntist fyrst Báru á mínum unglingsáram þegar Róbert bróðir minn og hún fóra að vera saman. Mér er mjög minnisstætt þegar þau giftu sig í stofunni heima á Faxa- braut 26. Fyrsta íbúðin sem þau eignuðust var í sama húsi og foreldr- ar mínar bjuggu í. Oft áttum við Bára góðar stundir saman og ég heimsótti hana oft enda áttum við margt sameiginlegt og samrýnd böm á svipuðu reki, Dagmar og Hanna Jenný og Ólafur og Ríkharð. Bára var mjög mikill fagurkeri og átti alla tíð fallegt heimili og hana var gott heim að sækja. Síðustu árin bjuggu þau hjónin í Efstaleiti í nýju og fallegu parhúsi þar sem hún undi sér vel en fékk alltof stutt að njóta. Bára hafði yndi af því að klæða sig upp og vera fín. Hún var ákaflega smekkleg og hafði næmt auga fyrir fallegum fötum og skartgripum. Bára var ákveðin og föst fyrir en hjartahlý og örlát. Sérstakt dálæti hafði hún á barnabörnum sínum þremur sem veittu henni mikla ánægju og lífsfyllingu. Síðustu árin voru henni erfið og um tíma átti mað- ur ekki von á að hún myndi ná sext- ugsaldri en afmælið var haldið í sum- arbústað á Flúðum. Þangað kom fjöldi vina og ættingja þar á meðal sonardóttir hennar, Kristín Erla, sem lék fyrir hana hugljúf lög á trompett sem gerðu þennan dag ógleymanlegan. Eins tók hún ást- fóstri við Margréti Rósu sem er fóst- urdóttir Dagmar. Talaði hún oft við mig um hvað hún hefði verið dugleg að heimsækja sig og verið sér góð. Bára átti marga góða vini, þar á meðal Eddu og Systu, sem studdu hana dyggilega á þessum erfiðu tím- um og hún mat það ákaflega mikils. Elsku Robbi minn, Dalla og Halli, Óli og Jóna og börn, ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð á þess- um erfiðu tímum ogbið góðan Guð að veita ykkur styrk og blessa minn- ingu hennar. Elín G. Ólafsdóttir. ALBERT STEFÁNSSON + Albert Stefáns- son skipstjóri fæddist á Fáskrúðs- firði 26. mars 1928. Hann lést á heimili sínu 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðsljarðar- kirkju 5. október. Elsku afi, að kveðja þig er eins og að hrökkva upp af miðjum ævintýradraumi. Sú staðreynd að þú ert far- inn frá okkm* er þung- bær. En minningin um þig er eins og fallegt ævintýri, sem alltaf verður hægt að rifja upp og gleðjast yfir. Ævintýri þar sem þú varst hetjan. Gast bragðið þér í alls konar gervi og sagt frá svo mörgu skemmtilegu sem á daga þína hafði drifið. Þú áttir auð- velt með að sjá broslegar hliðar lífsins og lyftir brúnum okkar með því að beita þinni einstöku frásagnargleði. Þú varst ótrúlega fimur og allt lék í höndum þér. Með vasahnífnum þín- um galdraðir þú fram báta og leik- föng sem við báðum um hverju sinni. Þú varst ótrúlega góður íþróttamað- ur og mikið náttúrabarn. Hvergi naust þú þín betur en úti í náttúranni og var þá sama hvort það var úti á sjó eða upp til fjalla. Það er sárt til þess að hugsa að fleiri veiðiferðir verði ekki famar, hvorki niður á bryggju né á nýja bátnum. Að við eigum ekki eftir að sjá þig gera fleiri töfrabrögð, fara saman á morgungöngu, berjamó eða skreppa og fá okkur bæjarins bestu. Við söknum alls þess sem gaf svo mikla gleði og viljum þakka þér það sem þú varst okkur. Við biðjum Guð að gefa ömmu styrk og blessa minningu elskulegs afa. Jón Erlingur, Albert og Friðrik. Elsku afi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfinn á braut, þú sem varst alltaf svo hress og kátur, hrókur alls fagnaðar. Margar af mín- um fyrstu minningum tengjast þér og Fáskrúðsfirði, firðinum sem var þér svo kær! Það var svo margt sem við brölluðum saman, bæði þegar ég bjó fyrir aust- an og öll þau sumur sem ég var hjá ykkur ömmu og það var ekkert sem þú gerðir ekki fyrir mig. Ég var ekki há í loftinu þegar við fóram í eina af mörgum ferðum okkar í kaupfélagið, ég þurfti endilega að ftnna sodastream-tæki og segja þér hversu snið- ugt það væri. Þú varst nú ekki lengi að teygja þig í það og kaupa það. Einu sinni þegar amma fór í kvenfélagsferð voram við Kata með þér allan daginn, við brölluðum margt saman og fóram m.a. í berjamó og auðvitað var stoppað í sjoppunni og keypt kók og prins eins og venju- lega. Um kvöldið fengum við að baka köku handa ömmu, kakan brann en þú sagðir að það gerði lítið til, bara skafa það mesta af og snúa henni við, svo ætlaði ég að gera krem á kökuna en ég gleymdi að setja flórsykur út í, svo skreyttum við kökuna með berj- um. Þetta var hið mesta óæti, en þú sagðir að þetta væri besta kaka sem þú hefðir fengið og við vorum svo stoltar! Svona var afi alltaf að gera gott úr öllu, við systumar eram oft að hlæja að því að afi á öragglega heims- met í að vera elsta au-pair í heimi en hann fór til Kaliforníu með Ktistínu dóttur sinni til að passa afabörnin sín fyrir tveimur áram. Þú sagðir oft að fallegasta sjón sem þú sæir væri þeg- ar þú keyrðir upp Ártúnsbrekkuna og horfðir yfir Reykjavík, því þá viss- irðu að þú varst á leið heim á Fá- skrúðsfjörð og Reykjavík var í baksýnisspeglinum, og nú ertu kom- inn heim. Elsku afi minn það er svo erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur, hlusta á branda- rana þína, horfa á galdrana þína, fá hákarl í bílskúrnum hjá þér, fara í bíltúr og fá kók og prins eða fara með þér í siglingu á litla bátnum þínum. Elsku afi, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, ég vildi að þær hefðu verið fleiri undanfarin ár, en ég mun aldrei gleyma besta afa í heimi! Guðrún Stefánsdóttir. GUNNAR BACHMANN SIGURÐSSON + Gunnar Bach- mann Sigurðsson fæddist 11. ágúst 1959. Hann lést 14. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Digranes- kirkju 25. septem- ber. Við munum eftir Gunna sem eins konar sparifrænda. Við viss- um alltaf þegar hann var kominn í heimsókn því hann hló svo mikið og innilega og sagði okkur margt skemmtilegt. Við fengum mjög skemmtilegar jólagjafir frá honum. Við munum líka eftir því þegar hann gerði önd úr tré handa okkur og gat hún labbað. Við systkinin rifumst um þessa önd, svo mikið að Gunni tók sig til og smíðaði bara aðra handa okkur. Við eigum eftir að sakna þess að hann komi ekki á aðfangadag í jóla- kaffið. Gunni frændi var okkur systkinun- um alltaf góður og við munum minn- ast hans með hlýju í hjarta. Anna Jóna, Lára og Guðmundur. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í systkinabarnahópinn við fráfall Gunna frænda. Hann hefur i gegnum árin heimsótt okkur systkinin reglulega, ýmist keyrandi eða hjól- andi. Alltaf kom Gunni hress og kátur, breiddi út sinn stóra faðm og áður en við vissum af var hann búinn að sjá hvort við hefðum eign- ast nýjan geisladisk eða ekki. Hann hafði alltaf nægan tíma til að spjalla um daginn og veginn. Ekki höfðu börnin okkar síður gaman af heimsóknum Gunna því hann var þeim öllum einstaklega góður og hlýr. Að leiðarlokum viljum við þakka hon- um fyrir allt það góða sem hann gaf okkur og kenndi um lífið. Guð geymi minningu um góðan dreng. HaustOggarðflatir grænar við sjóinn fram. Enreyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Alltdeyr að eigin hætti. Alltdeyr en óviss er dauðans tími. Dauðinnerregla semreglurnáekkitil. (Hannes Pét) Birna, Sigríður, Jón Orri og Benedikt Þór. Hann er farinn til fegri heima hann Gunnar vinur okkar. Sonur minn, Ríkharður, og Gunnar kynntust ungir drengir í sumardvöl í Lækjarbotnum í Kópavogi. Þegar heim kom léku þeh* sér saman nánast daglega. Það glaðn- aði alltaf yftr okkar litla heimili þegar Gunnar kom, hress og glaður, hreinn og kurteis og alltaf snyrtilegur til fara. Það leyndi sér ekki að hann átti góða foreldra, sem létu sér annt um drenginn sinn, enda virti hann þau mikils og einnig Bh*gi bróður sinn. Þeir vinimir Gunnar og Rikki höfðu báðir gaman af tónlist og hlust- uðu á hana löngum stundum. Þeir tóku upp lög sem þeir höfðu gaman af. Átti Gunnar orðið mikið safn af hljóðsnældum. Síðan eignaðist hann stórt safn af hljómplötum, sem var orðið svo mikið að vöxtum að hann vann af kappi undanfarin ár að því að koma því sem honum þótti vænst um á hljómdiska. Þótt Ríkharður dveldist oft lang- dvölum að heiman kom Gunnar oft að heimsækja okkur, foreldra hans, og var þá alltaf sami gleðigjafinn. Það er mikil gjöf að eiga góða vini og var Gunnar okkur það alla tíð. Hvar sem við hittum hann, sem helst var á tón- leikum, kom hann strax til okkar, út- vegaði okkur sæti, sat hjá okkur og var okkur eins og góður sonur. En líf- ið er undarlegt ævintýr sem enginn skilið fær. Með innilegu þakklæti kveð ég góðan vin og góðan dreng. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.