Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 5^ OGMUNDUR KRISTÓFERSSON + Ögmundur Kristófersson fæddist í Stóra-Dal undir Vestur-Eyja- fjöllum 4. ágúst 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 8. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristófer Þorleifsson, f. 16.2. 1866, d. 2.3. 1947, bóndi í Stóra- Dal, og Auðbjörg Ingvarsdóttir, f. 30.10. 1865, d. 18.8. 1943. Systkini hans voru Vigdís, f. 10.11. 1890, d. 2.1. 1980; Árni, f. 13.7. 1893, d. 20.8. 1981; Guðbjörg, f. 7.9. 1895, d. 18.10. 1983; Högni, f. 18.4. 1896, d. 2.2. 1969; Hall- varður, f. 21.6. 1897, d. 12.8. 1971; Ágúst, f. 11.8. 1898, d. 16. 9. 1981; Kristján, f. 4.2. 1901, d. 8. 8. 1983; Ingibjörg, f. 1.8. 1902, d. 9. 1. 1998; Guðni, f. 4.11. 1903, d. 5. 5. 1996; Þorbjörg, f. 21.4. 1906, d. 24.3. 1973 og Kristana, f. 27.9. 1909, d. 15.3. 1992. Ögmundur kvæntist hinn 17. mars 1945 Þórdi'si Guðjónsdótt- ur, f. 8.12. 1912, d. 26.11. 1973 Elsku afi. Við eigum eftir að sakna þín sárt. Fyrst misstum við Jóhönnu og svo þig, þetta skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni sem erfitt verð- ur að sætta sig við. Við vorum svo heppin að búa stutt frá þér og kom- um oft til þín eftir skóla. Þá var séð til þess að við værum ekki svöng og reynt að stjarna við okkur sem mest mátti. Við tókum oftar en ekki í spil og okkur grunar nú að þú hafir oft hagrætt úrslitunum örlítið okkur í hag. Við áttum margar góðar stundir uppi í sumarbústað en þangað vildir þú helst fara á hverjum degi. Þar var alltaf nóg að gera, við smíðuðum saman kofa og vorum oft að hjálpa þér að ditta að bústaðnum. Það var ávallt stutt í grínið og gleðina hjá þér. Það breyttist ekki eftir að þú varst kominn á Hrafnistu og farinn að veikjast. Þegar við kom- um í heimsókn var alltaf hlegið og við máttum helst ekki fara nema að við værum búin að gæða okkur á nokkr- um konfektmolum. Við vitum að við vorum þér allt. Blessuð sé minning þín. Þórdís og Ogmundur. Þegar komið er á leiðarenda er margs að minnast. Ögmundur Kristófersson er látinn í hárri elli. Hann og fjölskylda hans hafa verið hluti af lífi mínu frá fyrstu tíð. Hann var kvæntur föðursystur minni, Þór- dísi Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri á Eyrai-bakka. Auk þess voru þær Margrét, fóstra mín, og Þórdís syst- ur. Þau Dísa kynntust þegar hún var ráðskona í vegavinnuflokki sem vann við vegagerð við Markarfljótsbrú upp úr 1940. Þau hófu fyrst búskap á Ránar- götu 7 í Reykjavík. En þegar Þjóð- leikhúsið áttí að fara að taka til starfa fékk Ögmundur þar starf sem húsvörður. Fluttu þau þá í húsvarð- aríbúðina þar og starfaði hann við Þjóðleikhúsið óslitið til ársins 1984. Því miður lést Dísa árið 1973 langt um aldur fram rúmlega sextug. Traustari og áreiðanlegri menn en Ögmundureru vandfundnir. Hann var stórbrotinn persóna og mikill höfðingi heim að sækja. Hann minnir helst á goðana til forna. Þar sem goð- orð hans voru lendur listarinnar í Þjóðleikhúsinu og jörðin hans austur í Stóra-Dal, þar sem hann fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi. Þau systkinin eru nú öll látin og náðu öll háum aldri. Hann unni mjög sveit sinni og bar hag systkina og ættingja fyrir austan mjög fyrir brjósti og þau vissu að þau gætu treyst á hann til þess að sinna sínum málum fyrir sunnan. Það var líka alltaf rúm fyrir alla í litlu húsvarðaríbúðinni, hvort heldur í kaffisopa, stórveislur eða til gist- frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, dóttur hjónanna Guðjóns Jónssonar, for- manns og bónda frá Litlu-Háeyri, og Jó- hönnu Jónsdóttur frá Minna-Núpi. Ög- mundur og Þórdís eignuðust tvær dæt- ur, Jóhönnu, f. 31.5. 1945, d. 2.8. 2000 og Auðbjörgu, f. 23.5. 1948. Eiginmaður hennar er Sigfús Guðmundsson, f. 31.12. 1945. Börn þeirra eru Þórdís, f. 21.2. 1975, maki hennar er Jökull Þór Ægis- son, f. 7.6. 1976, og Ögmundur, f. 21. 7. 1978. Ögmundur starfaði framan af við bústörf og ýmis önnur störf í heimabyggð sinni, en fluttist til Reykjavíkur og vann meðal ann- ars við lok byggingar Þjóðieik- hússins á árunum eftir 1945 til 1950 er hann var ráðinn í stöðu húsvarðar við Þjóðleikhúsið sem hann gegndi til starfsloka. Útför Ögmundar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingar um lengri eða skemmri tíma. Það var ótrúlega gestkvæmt og er- ilsamt þar. Nú er hans rúm autt og það verð- ur vandfyllt. Starfsfólkið uppi í Þjóðleikhúsi treysti á hann, enda var hann kom- inn fyrstur upp í hús á morgnana og var seinastur til að loka á kvöldin. Það var reisn yfir honum þar sem hann stóð uppábúinn frammi í and- dyri í lok flestra sýninga. Margar eru þær sýningarnar sem við ættingjarnir höfum notið um dagana og oft í hléinu beið okkar til- búið veisluborð. Það var mjög kært og náinn sam- gangur milli fjölskyldna okkar. Fljótlega eftir að Ögmundur og Dísa höfðu fest sér lóð uppi á Vatnsenda og reist þar sumarbústað vann hann að því að við gerðum það líka og fengum við spildu rétt við þeirra. Hann hjálpaði pabba að byggja okk- ar sumarhús og átti Ögmundur þar mörg handtökin. Ekki átti pabbi bíl á þessum tíma, í kringum 1957, og keyrði Ögmundur okkur oftast og annaðist alla aðdrætti til byggingar- innai-. Þau hjónin undu hag sínum vel í kyrrðinni og dvöldu þar sumar- langt með dætur sínar litlar. Þær systm- Dísa og Gréta voru drjúgar við garðrækt og höfðu auk þess matjurtagarða. En oft kölluðu skyldustörfin niðri í leikhúsi þótt hásumar væri. Hann Ögmundur var einstaklega laginn og hjálpsamur. Heima sagði pabbi oft „ég veit að hann Ögmundur getur gert það“. Hann hafði líka oft hönd í bagga þegar keyptur var nýr bíll eða skipt var um húsnæði. Ögmundur átti mörg áhugamál. Hann hafði yndi af hestum og sótti lengi kappreiðar Fáks annan í hvíta- sunnu. I Stóra-Dal voru til mai'gir gæðingar enda farnir margh- útreið- artúrarnir inn í Þórsmörk þegar Ög- mundur var ungur maður. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og í miklu uppáhaldi hjá honum voru Is- lendingasögui-nar og bækur Hall- dórs Laxness. Hann þurfti ekki að sækja langt listagyðjuna, hún var uppi í húsi hjá honum. Hann unni góðri tónlist, einkum óperum og karlakórum. Góðs félagsskapar naut hann ríkulega á vinnustað sínum og eftir að hann hætti að vinna niðri í Þjóðleikhúsi skrapp hann daglega niður í Leikhús til þess að rabba og spila póker. Ekki má gleyma áhuga hans á bílum. Honum fannst gaman að eiga góða og fallega bfla enda fór hann oft á bflasölur til þess að skoða og spjalla. Hér á árum áður meðan bflaeign var ekki svona algeng og menn þurftu að sækja um leyfi til yf- irvalda til þess að mega kaupa sér bfl bauð Ögmundur okkur oft í bíltúr. Hann hafði líka mjög gaman af að ferðast um landið meðan heilsan leyfði. Stærstur sjóður hans var samt fjölskyldan. Hann var góð fyrirmynd dætra sinna, Jóhönnu og Auð- bjargar, og tengdasonarins, Sigfús- ar. Barnabörnin, Þórdís og Ögmund- ur, hafa einnig erft hans góðu kosti. Það var honum óþrjótandi um- ræðuefni að segja mér hvað þau væru dugleg og var stoltur yfir vel- gengni þeirra. Ekkert var nógu gott fyrir þau öll. Það var honum því mik- ið áfall þegar Hanna dóttir hans greindist með krabbamein fyrir fjór- um árum og fylgdist hann með veik- indastríði hennar af miklu æðruleysi og hvernig heilsu hennar hrakaði nú í sumar uns hún lést 2. ágúst sl. Þó svo að Auja mín hafi varla vikið frá sjúkrabeði systur sinnar í sumar gleymdist gamli maðurinn ekki. Hann dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík undanfarin ár, þar sem hann naut góðrar umönnunar. Eitthvert þeirra kom daglega til hans. Sigfús, tengda- sonur hans, fór í bfltúr með hann um helgar til að létta honum stundir og vakti yfir honum síðustu næturnar. Af mikilli umhyggju og ósérhlífni hafa þau „staðið vaktina“. Nú er tjaldið fallið og lífsbókinni lokað. Ögmundi verður seint fullþökkuð sú mikla vinátta og hjálpsemi og það pund sem hann hefur lagt inn á lífs- bók mína og minna er ómælt. Ég votta Auju og fjölskyldu henn- ar mína dýpstu samúð og megi Guð veita þeim styrk í sinni miklu sorg. Bára Brynjólfsdóttir. Haustlaufin falla til jarðar eitt af öðru. Eins er um okkur mennina, öll eigum við okkar tíma hér á jörðu þó mislangur sé. Öll viljum við eiga góða og langa ævi, þó ekki verði öll- um að þeirri ósk. Þeim mæta manni sem við kveðjum í dag auðnaðist að verða 93 ára. Ögmundur frændi, eins og ég kall- aði hann alltaf þegar ég var Mtil, var giftur Þórdísi móðursystur minni og var fjarskyldur mér í föðurætt. Fannst okkur frænkunum, Jóhönnu og Auðbjörgu, feður okkar oft ansi líkir í sér. Þegar ég var lítil var Ögmundur húsvörður í Þjóðleikhúsinu og þar bjó fjölskyldan í lítilli ibúð. Oft var ákaflega gestkvæmt í íbúðinni. Systkini Ögmundar frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum voru mörg og áttu oft erindi við bróður sinn og systkini Dísu komu ekki sjaldnar til fundar við þau hjónin. Var oft þröngt setinn bekkurinn og mikið spjallað og hleg- ið. Aldrei kom þangað nokkur maður án þess að þiggja góðgjörðir. Ögmundur var oftast að vinna en brá sér stundum niður þegar gesti bar að garði og stundum fengu litíar frænkur að læðast í undraveröld baksviðs í leikhúsinu. Það voru ekki allir krakkar jafnheppnir og ég, Ög- mundur bauð fjölskyldunni oft að koma á „generalprufúr". I þá daga var því oft farið í leikhús. Ögmundur og Dísa áttu sumar- bústað upp við Vatnsenda og rækt- uðu þar land af mikiUi elju. Þangað fóru þau með dætumar á sumrin. Systur Dísu, þær Sirrí móðir mín og Gréta, áttu líka bústaði þar uppfrá og var því oft glatt á hjalla þegar gengið var á milU bústaða og farið í heimsóloiir. Fyrr í sumar var ég að spyrja Ögmund um hvernig landið hefði verið áður en þau tóku við því. Sagði hann að þetta hefði verið óræktarmói sem mikið hefði þurft að vinna við. Meðal annars sléttaði hann stórt tún og útbjó kálgarð með því að handtína allt grjót úr móan- um. Trén sem þau hjónin ræktuðu eru nú margar mannhæðir. Nú mun allt erfiði Ógmundar og Dísu brátt hverfa undir háhýsi og er það leitt. Ögmundur var myndarlegur mað- ur, hávaxinn og svipmikill. Hann var ákveðinn í lund og fór sínar eigin leiðir. Ögmundur var mikill höfðingi heim að sækja og gerði vel við alla sem áttu við hann erindi. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum og sagði sínar skoðanii- umbúðalaust. Hann hafði gaman af því að spila á spil og fylgdist vel með því sem var að gerast í íþróttunum, sérstaklega í boltanum. Nú mun hann ekki lengur fylgjast spenntur með gangi mála í spennandi leik. Ögmundur missti Þórdísi konu sína árið 1973 og í ágúst í sumar lést eldri dóttir hans Jó- hanna. Var það miltíð áfaU fyrir aldr- aðan mann. Ögmundur, dætur hans og fjölskylda voru sérlega náin. Þeg- ar Ögmundur fór á Hrafnistu leið ekki sá dagur að einhver þeirra kæmi ekki til hans. Þau sinntu hon- um af mikUU alúð og natni. Sigfús tengdasonm- hans, barnabömin Þór- dís og Ögmundur eiga nú um sárt að binda, þau hafa á skömmum tíma misst báða sína nánustu vini. Sárast- ur er þó missir Auðbjargar. Ég og mín fjölskylda þökkum Ög- mundi fyrir trausta vináttu öll þau ár sem hans naut við. Vinar, frænda og „afa“ er saknað. Elsku Auja, Fúsi, Dísa, Ömmi og Jökull, við Pálmar, Siggi, Sirrí og Ingvar sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um mætan mann lýsa ykkur á sorgarstundu. Valgerður K. Sigurðardóttir. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Látinn er fyrsti húsvörður Þjóð- leikhússins, Ögmundur Kristófers- son. Hann hefur þá sérstöðu að hafa gegnt starfi húsvarðar lengur en nokkur annar eða á fjórða áratug - allt frá opnun hússins. Hann er líka eini starfsmaður leikhússins, sem búið hefur í leikhúsinu sjálfu. Hús- varðaríbúð var frá upphafi á götu- hæð leikhússins vestan- og norðan- megin og þar bjó Ögmundur megnið af starfstíma sínum við leikhúsið en þegar þörf varð á meira rými fyrir hina daglegu starfsemi var íbúðinni breytt í skrifstofuherbergi fyrir ýmsa deildarstjóra og æfingarher- bergi fyrir söng og hljóðfæraleik. Það er oft skemmtilegt til þess að hugsa nú, að í þessum herbergjum bjó fjölskylda Ógmundar þannig að áfram var líf í leikhúsbyggingunni eftir að tjaldið var fallið og aðrir starfsmenn héldu til sinna hefð- bundnu heimkynna. Margir eldri starfsmenn leikhússins muna líka eftir dætrunum tveim, sem ólust upp í þessu musteri leiklistarinnar og eflaust hefur það haft sín áhrif á þær. Það hefur örugglega haft sitt að segja, þegar sú dóttirin, sem enn lifir og blómstrar, Auðbjörg, ákvað að gera það að ævistarfi sínu að farða og fegra leikara og aðra þá,v sem fram koma í íslenska sjón- varpinu. Ógmundur gegndi enn starfi hús- varðar, þegar ég kom fyrst til starfa hjá Þjóðleikhúsinu sem leikstjóri á áttunda áratugnum. Hann var öllum hnútum kunnugur og það var gott til hans að leita. Eg kynntist honum að vísu aldrei náið en hann var hlýr og þægilegur í viðmóti, hreinskiptinn og ákveðinn. Hann gat vissulega byrst sig ef á þurfti að halda en aldrei stóð það lengi. Hann átti það til að læða út úr sér skemmtilegum og óvæntum athugasemdum um það sem leikhúsfólkið var að aðhafast eða um sýningar, sem verið var að leika í húsinu og gerði stundum góð- látlegt grín að því en aldrei kunni hann þó betur við sig en einmitt í fé- lagsskap þessa sama fólks. Ögmundur hafði látið af störfum þegar ég tók við starfi þjóðleikhús- stjóra í byrjun síðasta áratugar en hann kom stundum í heimsókn á sinn gamla vinnustað og kunni þá frá ýmsu að segja um húsið og fólkið, sem þar hafði starfað. Á slíkum stundum var ljóst hversu hlýjan hug hann bar til leikhússins og gömlu kunningjanna þar. Brá þá oft fyrir brosi í auga. Ögmundur lifði það að koma á há-< tíðardagskrána á 50 ára afmæli Þjóðleikhússins 20. aprfl síðastliðinn. Þá hitti hann marga af gömlu starfs- félögunum. Öllum ber þeim saman um að hann hafi verið hinn mesti öðl- ingur, sem hafi verið einstaklega duglegur, samviskusamur og traust- ur stai-fsmaður. Það fylgdi honum góður andi og leikhúsfólkinu fannst gott að það skyldi vera hann sem gætti leikhússins þess á nóttunni. Ég vil flytja dóttur hans, Auð- björgu og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur frá íyrrver- andi samstarfsfólki Ögmundar í Þjóðleikhúsinu. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. JON AÐALSTEINN KJARTANSSON + Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðár- króki 10. apríl 1963. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerð- iskirkju í Borgarfirði eystra 30. september sl. Elsku Nonni frændi, við systkinin viljum kveðja þig með þessu fallega ljóði: Fyrst sigur sá er fenginn, fjrst sorgar þraut er gengin, hvað getur gi-ætt oss þá? Oss þykir þungt að sldlja, enþaðerGuðsaðviija, oggotterallt,semGuði’ erfrá. Nú héðan lík skal hefja eihérmálengurtefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra pssins byggða far vel í Guðs þins fjallasal. (V. Briem.) Megi Guð gefa fjöl- skyldunni styrk í þess- ari miklu sorg. Við munum ávallt minnast þin elsku frændi. Hjálmar, Aðalsteinn og Þórína. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru bii-tar gi-ein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.