Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN Brottkastsvandinn leystur með uppboði veiðiheimilda? í NÝÚTKOMINNI skýrslu auðlindanefnd- ar er mörkuð sú höfuð- stefna að leyfi til nýt- ingar takmarkaðra sámeiginlegra auðlinda á borð við fjarskipta- rásir skuli boðin upp. Athygli hefur vakið að nefndin gefur afslátt af þessari grundvallar- stefnu þegar kemur að auðlindum sjávar. Einnig vekur athygli að nefndin tekur ekki af- stöðu til þess hvort hægt sé að skipuleggja verslun með rétt til nýtingar sjávarauð- lindarinnar með slíkum hætti að dragi úr brottkast. Brottkast hefur sem kunnugt er verið einn af stóru ásteitingarsteinum margra gagn- tTýnenda núverandi kerfis. Þetta er skaði, því reynslan af uppboði fjar- skiptarása bendir til þess að nota megi uppboð á rétti til að nýta sam- eiginlega auðlind þannig að mörg markmið náist samtímis. Smáfískakvóti og stórfiskakvóti Gagnrýnendur núverandi kvóta- fyrirkomulags í sjávarútvegi hafa bent á að í kerfinu sé hvatt til brott- kasts á smáfiski í ríkari mæli en í öðrum fiskveiðistjórnunarkerfum. Verjendur kerfisins hafa viðurkennt þennan ágalla en gert lítið úr um- fangi vandans. Nú er eðlilegt að spurt sé: Er hægt að hanna þannig uppboðskerfi að hvati til brottkasts verði minni en í núverandi kerfi? Einn möguleiki væri að brjóta upp það sem til útboðs er í smærri ein- ingar. Nú er (gjafa)kvóta úthlutað í tonnum tegundar upp úr sjó. A eftirmarkaði má leigja kvóta eða kaupa. Leigu- eða söluverð kvóta er óháð stærðarflokkun þess fisks sem upp í hann gengur. Því stendur út- gerðarmaður sem fær mikinn afla af smáfiski frammi fyrir þeim vanda að þurfa að fórna dýrmætum kvóta fyr- ir verðlítinn afla. Það kann því að borga sig fyrir útgerðarmanninn að fleygja aflanum og gera aðra tilraun til að veiða verðmikinn fisk. Vandinn felst því í að hvert veitt kíló af fiski leggur jafnmikið hald á kvóta hversu verðmætt sem það kfló er þegar í land er komið. Væri hægt að beita öðrum aðferðum? Einn mögu- leikinn væri að skipta heimiluðum aflalcvóta upp í stærðarflokka og leyfa útgerðaraðilum að bjóða í hvern stærð- arflokk fyrir sig. Þannig mætti til dæmis hugsa sér að í boði væru 10 þúsund tonn af þorski undir 50 cm, Kvótinn Eigi kerfið að halda áfram að vera gott, segir Þórólfur Matt- híasson, þarf að huga að því að endurbæta það og sníða af því augljósa agnúa. 20 þúsund tonn af 50 til 70 cm þorski o.s.frv. Ætla verður að jafnvægis- kvótaverð fyrir smáfiskinn myndi endurspegla verð á viðkomandi stærðarflokki á fiskmarkaði og stærðarsamsetningu afla að því marki sem útgerðarmenn geta ekki haft áhrif á hana. Útgerðarmaður sem nú veiðir smáþorsk verður að velta fyrir sér hvort hann eigi að henda kóðinu fyrir borð eða hvort hann eigi að hirða það og fórna kvóta að verðmæti ca. 100 kr. Fyrir hvert kíló. Væri kvótinn stærðarflokkaður (og leiguverð myndað á grundvelli uppboðs) væri fórnai’kostnaðurinn við að landa smáfiskinum væntan- lega mun lægri og hvatinn til að henda því verulega minni. Kunnugir telja vel framkvæmanlegt að skrá afla eftir stærðarflokkum og eftirlit með að rétt sé flokkað eftir stærðum ætti ekki að vera erfiðara en það eft- irlit sem þegar er stundað með því að rétt sé flokkað eftir tegundum. Uppboð er nauðsyn Einhver kann að spyrja hvort nauðsynlegt sé að nota uppboð til að ná markmiðum um minna brottkast fram. Hvort ekki sé nægjanlegt að breyta kvótaúthlutuninni og úthluta í stærðarflokkum og tegundum og láta eftirmarkaðinn sjá um verð- myndunina. Nú er það svo að fisk- veiðar á íslandi eru stundaðar af misstórum fyrirtækjum sem eru hvert fyrir sig afar sérhæfð. Reynslan af útboði fjarskiptarása við slíkar aðstæður bendir til þess að hætta sé á að hinir stóru reyni að sveigja verðkerfið þannig að henti þeirra hagsmunum. Með rétt fram- kvæmdu uppboði má sneiða hjá þessum vanda. Einu vandkvæðin sem ég sé við þá lausn að bjóða upp stærðarflokkaðar aflaheimildir eru að hugsanlegt er að útgerðarmenn fjárfesti of lítið í tækni til að draga úr veiðum á smá- um fiski. Við fyrstu sýn virðist þó sem líklegt sé að stærðarflokkunar- kvóti á uppboðsmarkaði myndi ekki verða lakara fyrirkomulag hvað það varðar en núverandi gjafakvótakerfi. Því er stundum haldið fram að ís- lendingar hafi búið til besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Það kann vel að vera. En ef kerfið á að halda áfram að vera gott þarf að huga að því að endurbæta það og sníða af því augljósa agnúa og læra af reynslu annarra. Reynslan af upp- boði fjarskiptarásanna í Evrópu gef- ur gott tilefni til slíks endurmats. Höfundur er hagfræðingur og starfar með Áhugahópi um auðlindir i almannaþágu. Þórólfur Matthíasson Nagladekk - rangt val! ÞVÍ hefur verið hald- ið fram í gegnum tíðina af hinum ýmsu aðilum að notkun negldra hjól- barða leiði til auldns umferðaröryggis við vetrarakstur. Ekki minnist undirritaður þess að hafa séð neinar íslenskar rannsóknir sem styðja þessa full- yrðingu. Þvert á móti hafa rannsókir bæði ís- lenskra og norskra að- ila leitt í Ijós að enginn tölfræðilegur munur er á umframöryggi þeirra sem aka á negldum vetrarhjólbörðum og hinna sem kjósa umhverfisvæna óneglda hjólbarða. Rannsóknh- þær sem hér er vitnað Hjólbarðar Það eru tilmæli til Umferðarráðs, segir Friðrik Helgi Vigfús- son, að sýna meiri ábyrgð í starfí. til eru annarsvegar rannsókn Har- alds Sigþórssonar verkfræðings sem tók til 24 þúsund umferðaróhappa stóra sem smárra á árunum 1983- 1995 og hins vegar rannsóknai' Norð- mannsins Stein Fosser frá 1996. Nið- urstöður beggja þessai-a rannsókna voru birtar í tímairitiu „Nordic Road and Transport Research". Þá rannsakaði Haraldur sérstak- lega umferðarslys þar sem meiðsli urðu á fólki. Kom þá í ljós, öllum á óvart, að enn minni umferðarörygg- isávinningur er af því að vera á nögl- um, en hann var mjög lítill fyrir öll óhöpp, og mætti leiða að því líkum, að þar sé á ferð svokallað „falskt ör- yggi“, þ.e. menn á nöglum leyfi sér að aka hraðar. Þetta kom enn skýrar í ljós eftir því sem alvarleiki slysanna jókst, en þar vai' þó ekki um tölfræði- lega marktækni að ræða, þar sem úr- takið var ekki nógu stórt. í ljósi ofangreindra staðreynda er það umhugsunarefni, að starfsmaður Umferðar- ráðs hefur í allan fyrra- vetur fengið óáreittur og án athugasemda að hvetja ökumenn í út- varpi til þess að nota nelgda hjólbarða frekai' en óneglda, þrátt fyrir að fyrir liggi rannsóknir sem taka til íslenskra aðstæðna, þar sem sýnt er fram á með óyggj- andi hætti að menn eru engan veginn öruggari í umferðinni á nagla- dekkjum en ónegldum. Þá vekur þessi áróður starfsmannsins en meiri furðu þegar litið er til þess að jafnvel meiri líkur era á alvarlegum meiðslum, lendi ökumaður á negldum hjólbörðum í umferðarslysi! Undimtaður dregur þá ályktun að hér sé vankunnáttu um að kenna. Að sjálfsögðu vill Umferðarráð fækka slysum. Þá hlýtur það einnig að vera vilji ráðsins að minnka mengun, vegslit, útgjöld bíleigenda og svo mætti lengi telja, svo fremi að það komi ekki niður á umferðaröiyggi. Það era því vinsamleg tilmæli til Umferðarráðs og starfsmanna þess að þeir sýni rneiri ábyrgð í störfum sínum og hætti að berjast fyrir notk- un nagladekkja. Hinsvegar- á að hvetja til notkunar á góðum, ónegld- um vetrarhjólbörðum á tímabilinu 15. september til 30. apríl, því vetrar-hjól- barðar eiga auðvitað að vera undir bifreiðum landsmanna á því tímabili. Þá má ekki líta framhjá ábyrgð stjórnvalda. Islendingar hafa ekki efni á að henda þeim fjármunum út um gluggann sem notkun nagla- dekkja kostar þjóðfélagið á ári hverju, bæði beint og óbeint. Undh'- ritaður skorar á umhverfisráðherra að beita sér í málinu. Besta lausnin væri sennilega sú, að leggja á sér- stakan umhverfisskatt á nagladekk líkt og Norðmenn gera, þar sem sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að ávinningur af nöglunum er hverfandi á móti þeim mikla skaða sem hlýst af notkun þeirra, jafnt á fólki og götum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Friðrik Helgi Vigfússon Starfsmenn RUV undanþegnir útvarpsgjaldi - heimildarlaust NÝLEGA ritaði ég grein hér í Morgun- blaðið og sagði frá sam- skiptum mínum við RUV vegna afnota- gjaldsins. Niðurstaða málsins virðist yera sú, að þeir hjá RÚV ætla ->»ð koma og „innsigla“ nokkur heimilistæki á þann hátt, að ég geti ekki lengur nýtt þau til að_ ná útsendingum RÚV. Þeim virðist þó hreint ekki koma við, að tækin verða í leið- inni gerð ónýt til að ná útsendingum annarra ljósvakamiðla, og lík- lega einnig til að geta notið mynd- banda, geisladiska og segulbanda. Þeir sem hafa haft sig í frammi um nauðsyn afnotagjalda RÚV og að helst þurfi að hækka þau, nú síðast G. Pétur Matthíasson í Morgunblað- inu 10. október sl., tala um afnota- gjöld eins og réttlát opinber gjöld sem heimilin verða að greiða, hvort sem þeim líkar betur eða verr, til að: „... tryggja að að allir eigi möguleika á góðu og fjölbreyttu sjónvarps- og gútvarpsefni hvar svo sem þeir búa - "fyrir viðráðanlegt verð.“ Þeim er nokkur vorkunn, enda er fjallað um afnota- gjöld í lögum landsins sem skatt, útvarps- gjald. Úr fyrmefndri blaðagrein G. Péturs ætla ég að staldra við það atriði þegar hann ritar: „Nú er málum þannig háttað að 20 til 25 prósent afnota- gjaldsgreiðenda á hverjum tíma era elli- og örorkulífeyrisþegar, þeir fá 20 prósenta af- slátt og greiða 1.680 krónur á mánuði en ekki 2.100 krónur líkt og aðrir.“ Hér ber að sjálfsögðu að taka fram að þessi afsláttur er ekki til kominn vegna sérstaks velvilja RÚV, heldur er þetta samkvæmt reglugerð frá menntamála- ráðuneytinu. G. Pétur minnist þó ekki á að það er til annar hópur fólks sem ekki greiðir afnotagjöld „líkt og aðrir". Og það sem meira er, fyrir þeirri undanþágu er ekki nokkur heimild í lögum eða reglugerð! Hér á ég við starfsmenn RÚV; en þar greiða þeir sem eru fastráðnir og í fullu starfi í þrjú ár engin afnota- Afnotagjöld * Eg hef sem betur fer rétt til að mótmæla, segir Halldór Hall- ddrsson, og að gera mitt ýtrasta til að breyta hlutunum eftir lýðræð- islegum leiðum. gjöld og þeir sem eru fastráðnir og í fullu starfi í eitt ár greiða 30%, eða sem nemur hljóðvarpsgjaldi. Sam- kvæmt upplýsingum menntamála- ráðuneytisins var þessi hópur 429 manns hinn 28. febrúar sl. Ég vil taka fram að ég spurðist bréflega fyrir um þetta atriði frá RÚV fyrr á þessu ári og fékk mjög greið svör frá nefndum G. Pétri Matthíassyni. I því svarbréfi sínu fann G. Pétur hjá sér þörf til að réttlæta undanþágurnar með því að vísa til hvernig afnota- gjöldum er háttað hjá keppinautum RÚV og fann greinilega til þess að kjörin hjá hinum vora betri. Nú kemur mér hreint ekkert við hvemig Stöð 2 og Morgunblaðið umbuna starfsmönnum sínum^ en gleymir G. Pétur ekki að hjá RÚV er hann að fjalla um lögbundin opinber gjöld, en ekki verð á vöru og þjónustu? Og gleymir ekki G. Pétur líka, ef hann vill vera með samanburðarfræði, að áður en starfsmenn Stöðvar 2 geta farið að njóta niðurfellingar á afnota- gjöldum af Stöð 2, Sýn o.fl. verða þeir fyi-st að borga skattinn til RÚV? Sá sem þetta ritar hefur aldrei neit- að að greiða lögbundin gjöld; sama hve óréttlát þau eru. Þannig finnst mér vera um alla skatta þar sem verðmæti í einkaeign, án tillits til nýtingar, myndai' stofn til gjaldtöku. Ég greiði þessi gjöld, en ég þarf ekki að borga með bros á vör! Ég hef sem betur fer rétt til að mótmæla og að gera mitt ýtrasta til að breyta hlut- unum eftir lýðræðislegum leiðum. Og ég hef einnig rétt til að leita leiða til að komast hjá gjaldtöku, eins og RÚV býður upp á hvað varðar út- varpsgjaldið með „innsiglun" sjón- varps- og útvarpstækja. Reyndar tel ég þá meðferð RÚV á heimilistækj- um mínum ólögmæta, og ég hef reynt að kalla eftir úrskurði ráð- herra í málinu, en þar vantai' víst kæruheimild í lögin um Ríkisútvarp- ið hvað varðar innheimtuaðgerðir Halldúr Halldórsson RÚV, svo menntamálaráðherrann sagðist skorta úrskurðarvald og vís- aði málinu frá sér! Sem er dálítið undarlegur snúningur, þegar haft er í huga að innheimtudeild RÚV er fal- in innheimta þessa skatts, útvarps- gjaldsins, með reglugerð frá menntamálaráðuneytinu! Mennta- málaráðuneytið fjallaði einnig, fyiir mína tilstuðlan, um undanþágur starfsmanna RÚV frá útvarpsgjald- inu og fann „enga sérstaka heimild til slíkrar undanþágu". Hins vegai' fundu þeir gögn um...að hér sé um venju frá upphafi ríkisrekstrar á út- varpi að ræða“. Að síðustu er í svari menntamálaráðuneytisins óljóst lof- orð um að ráðherra muni smíða ný lög og ganga frá öllum hnútum og lausum endum varðandi afnotagjöld. Mér þykir athyglisvert að með „at- hugasemdalausri framkvæmd til margra áratuga“, þrátt fyrir heim- ildarleysi, sé hægt að undanþiggja hóp starfsmanna einnar ríkisstofn- unar opinberum gjöldum. Og nú velti ég því fyrir mér hvort þetta sé svona hjá öðrum stofnunum. Hvernig er þessu háttað hjá Fasteignamati rík- isins? Eða hjá Tollstjóraembættinu? Starfsmenn RÚV, líkt og víða hjá ríkinu, era eflaust ekki of sælir af launum sínum og standast kannski illa samanburð við kjör starfsmanna annarra fyrirtækja á samkeppnis- markaði. Þann mun má hins vegar aldrei reyna að jafna með því að fella niður skatta sem hluta af starfs- tengdum kjörum. Það er óviðunandi! Höfundur er skrifstofumaður í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.