Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13. OKTÓBER 2000 55 UMRÆÐAN N agladekkj avandinn - lausn Símans Björgvin Ólafur Þ. Þorsteinsson Stephensen LJÓST er að hávaði og loftmengun frá um- ferðinni eykst við notk- un nagladekkja. Nagl- arnir brjóta niður slitlag gatna sem verð- ur að hluta til að svif- ryki. Talið er að um 60- 70% bíla aki um á nagladekkjum á höfuð- borgarsvæðinu að vetr- arlagi. Hollustuvernd og Vegagerðin hafa áætlað að árlega losni um 15.000 tonn af asfalti af götum Reykjavíkur af völdum nagladekkja. Það sam- svarar rúmlega 70 tonnum á sólarhring miðað við 7 mánuði. Norðmenn hafa fundið að 10% af því sem losnar verði að svif- ryki, sem þýðir um 7 tonn á sólar- hring í Reykjavík. Skiptar skoðanir eru um hvort notkun negldra hjólbarða auki ör- yggi. Naglarnir gera megnið af tím- anum illt verra, því að umferðargöt- ur - á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. -eru oftast auðar. Nagladekkjanotk- un getur hins vegar verið eðlileg á bröttum og erfiðum fjallvegum, einnig geta naglar hugsanlega rifið upp ís og snjó og bætt aðstæður fyrir aðra sem á eftir koma. Hjólfara- myndun á götum dregur hins vegar efalítið úr umferðaröryggi. Reglugerðir Samkvæmt mælingum Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur eru NOx og svifryk þeir þættir sem helst fara yf- ir viðmiðunarmörk mengunarvama- reglugerðar. Nú er komin ný tilskip- un um loftmengun frá Evrópu- Umhverfi Nagladekk slíta götum, auka hávaða og valda loftmengun, sem orsak- að getur heilsutjón. Björgvin Þorsteinsson og Ólafur Þ. Stephen- sen segja notkun har ðkornadekkj a einu góðu lausnina á þessum vanda. sambandinu sem inniheldur mun strangari viðmiðunarmörk fyrir svifryk. Hertar reglur um leyfilegt magn svifryks í andrúmslofti taka gildi árið 2005 og enn strangari mörk árið 2010. Við munum eiga í erfið- leikum með að uppfylla þessar kröf- ur ef ekki tekst að minnka svifrykið. Gildandi reglugerðir um loftgæði segja ekki til um hvar viðmiðunar- mörk skuli uppfyllt, t.d. hvort það er Ávaxta- og grænmetis- máltíð í leikskóla ÁRUM saman hafa leikskólar á íslandi veitt þá þjónustu að framreiða morgunverð. Áður fyrr var þessi máltíð mikilvægur þáttur í þjónustunni en á þeim tíma nýttist vistunin að mestu þeim börnum sem bjuggu við bágar félagslegar að- stæður. Á seinni árum hefur leikskóli breyst á þann veg að sambýlis- fólk og giftir foreldrar geta keypt barni sínu dvöl allan daginn en ekki hálfan dag eins og í boði var fyrir um 15 árum. í hálfs dags leikskóla var morgunverður ekki í boði. Það virð- ist hins vegar hafa haldist í hendur Heilsa í skólanum, segir Unnur Stefánsdóttir, fá börnin ávaxta- og grænmetismáltí ð. um leið og heilsdagspláss var í boði fylgdi morgunverðurinn með. Breyting á morgunverði I heilsuleikskólanum Skólatröð í Kópavogi höfum við með leyfi bæjar- yfirvalda breytt þessu hefðbundna fyrirkomulagi. Morgunverðurinn hefur verið lagður niður og í hans stað fá börnin í skólanum ávaxta- og grænmetismáltíð um kl. 10. Þessi breyting var gerð með góðri kynn- ingu íýrii' foreldra sem nú verða að vakna fyrr á morgnana og gefa börnum sínum morg- unverðinn heima. Áður höfðum við rekið okkur á það að mörg bam- anna voru búin að borða morgunmatinn sinn heima með fjöl- skyldunni og voru e.t.v. að borða morgunmat númer tvö í leikskólan- um eða vildu ekki borða. Dagskaramtur er 300 gr Áður en þessi breyt- ing var gerð fór fram könnun á því í heilsuleikskólanum hversu mikið magn af ávöxtum- og grænmeti hvert barn fékk í leikskólanum en æskilegur dagskammtur barna á leikskólaaldri er áætlaður um 300 gr samkvæmt markmiðum manneldis- ráðs. Það kom í Ijós að í stað 230 gr á dag, miðað við 8 st. dvöl, fengu þau einungis 135 gr Við vorum einfald- lega ekki með réttar áherslur hvað þetta varðaði. Með því að gera breyt- ingu á morgunverði var auðvelt að koma þessu í rétt horf. I samráði við næringarráðgjafa skólans var ákveðið að hvert barn fengi sem næmi tveim þriðju hlutum af epli í þessari morgunmáltíð en tegundirn- ar sem eru í boði eru ævinlega fjórar til fimm. Mikil ánægja Eftir þessa breytingu leika börnin sér án truflunar frá því þau koma í skólann og þar til að þessari máltíð kemur en þá er komið saman og höfð notaleg stund þar sem ávaxta- og grænmetisskálin er látin ganga. Síð- an taka ný verkefni við, inni eða úti. Það virðist ríkja almenn ánægja með þessa breytingu. Börnin bíða spennt eftir máltíðinni, að mati kennara líður þeim betur það sem eftir lifir morg- uns, foreldrar hafa tekið þessu vel og bæjarfélagið ætti að gleðjast því ekki hefur matarkostnaður í skólanum aukist við þetta heldur stendur hann í stað. Framtíðin Samhliða þessari breytingu tókum við upp það fyrirkomulag að börnin fá mjólk og lýsi með hádegisverðin- um, þau sem það vilja, þannig að ekki ættu bömin að fara á mis við þá nær- ingu sem mjólkin og lýsið gefa og þau fengu áður í morgunverðinum. Þess í stað fá þau nægilegan skammt í sinn dýrmæta kropp af þeim efnum sem eru í ávöxtum og grænmeti. Það er mín skoðun að öll rök hnígi að því að í framtíðinni taki aðrir leikskólar upp þetta fyrirkomulag. Höfundur er lcikskólastjóri í heilsuleikskólanum Skólatröð í Kópavogi. Unnur Stefánsdóttir KOSTABOÐ Allt oö afsláttur Friform Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna HÁTIJNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 við gangstétt eða við næsta íbúðar- hús. Nýja tilskipunin tekur á þessu og setur fjarlægðarmörk frá götu til mælistöðvar. Áhrif á fólk Svifrykið getur orsakað margs konar sjúkdóma, aðallega öndunar- færasjúkdóma, s.s bronkítis, astma eða aðra lungnasjúkdóma. Miðað við norskar tölur má áætla að um 100 manns á ári fái einhvers konar önd- unarsjúkdóma vegna svifryksins í Reykjavík. I slitlagi gatna (asfalti) og út- blæstri bíla er að finna mörg sömu efni og eru í sígarettureyk, s.s benzo (a)pyren og eoronen. Þessi efni eru krabbameinsvaldandi, jafnvel í litlu magni. Á höfuðborgarsvæðinu gætu 5-20 manns fengið krabbamein á ári vegna loftmengunar frá umferð, ef miðað er við rannsóknir nágranna- landa. Mótvægisaðgerðir Helsta mótvægisaðgerðin til að minnka svifryk er að takmarka notk- un nagladekkja. Norðmenn hafa nýverið tekið á þessum málum hjá sér og sett skatt á bifreiðar sem aka á nagladekkjum. Önnur aðferð er að þvo götur reglulega, sem skilar ágætum árangri. I dag hefur gatna- málastjóri tíðari þrif á götum eins og Miklubraut. Einnig er hægt að sleppa kantsteini, þannig að óhrein- indi skolist út af götunni eða hafa akreinar breiðari, en við kantstein- inn getur safnast ryk sem síðan þyrl- ast upp þegar stórir bílar fara um. Harðkornadekk Síðast en ekki síst er hægt að minnka ryk með notkun harðkorna- dekkja eins og Síminn hefur gert undanfarin misseri. I fyrra voru all- ar bifreiðar Símans, sem eingöngu eru í innanbæjarakstri í Reykjavík, tæplega 90 talsins, búnar harðkoma- dekkjum. Samkvæmt sænskum mælingum á áhrifum harðkoma- dekkja má ætla að yfir veturinn rífi þessi bílafloti Símans upp tæplega 20 tonnum minna af asfalti á hari, komadekkjunum en ef hann væri á nagladekkjum. Harðkomadekkin, sem Síminn notar, em flest innlend framleiðsla, endurunnin sóluð dekk. Þau nýtast betur en nagladekkin þar sem hörðu komin ná alla leið inn úr slitlaginu, en naglamir byrja hins vegar að losna þótt enn sé talsvert eftir af slit- lagi dekkjanna. Þau em jafnframt heilsársdekk og þannig sparast vinna og kostnaður við umfelgun. Á bílum Símans, sem em í notkun inn- anbæjar, er nú umfelgað einu sinni á ári en ekki tvisvar. Harðkornadekkin hafa reynst vel og lækkaði kostnaður fyrirtækisins af umferðaróhöppum t.d. fyrsta árið sem þau vora í notkun. Ekki er þar með sagt að þann árangur megi rekja til harðkomadekkjanna ein- göngu, en ekki verður heldur séð að þau hafi dregið úr öryggi bifreiða iyrirtækisins í umferðinni. Notkun þeirra eykur frekar sveigjanleika. Nú er t.d. meginhluti bifreiða Sím- ans á höfuðborgarsvæðinu þegar kominn á ný harðkomadekk og þannig vel búinn undir einstaka hálkudaga, sem alltaf má vænta í október en samkvæmt reglugerð má ekki setja nagladekk undir bfla lyrr en 1. nóvember. ■<_ Síminn er fyrsta stóra fyrirtækið sem setur harðkornadekk undir bfla- flota sinn. Miðað við jákvæða reynslu íyrirtækisins af notkun þeirra má ætla að fleiri komi í kjöl- farið og leggi þannig sitt af mörkum til að draga úr sliti á götum, mengun og umferðarhávaða í borginni. Björgvin er umhverfisverkfræðing- ur. Olafur er forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála Símans. Vetrarvörurnar Verðdæmi: Jakkar Stuttir jakkar Pils Buxur Bolir Stuttbuxur Kvartbuxur Pils - Kjólar frá kr. 4.900 frá kr. 5.900 frákr. 2.900 frá kr. 1.690 frá kr. 1.500 frá kr. 2.500 frákr. 1.900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Tilboð Ullarkápur kr. 10.900 TiSKUVERSLUN Kringlunni - sími 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.