Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 58
E FOSTUDAGUR13. OKTOBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heiðursmanna- samkomulag' TIMABÆRT er orðið að staðið verði við heiðursmannasam- komulagið sem Vest- firðingar og Aust- firðingar gerðu árið 1991 þegar fram- kvæmdir hófust í Vestfjarðagöngunum. J ar ðgangaáætlun -ViÉgagerðarinnar, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti á blaðamanna- fundi fyrr á þessu ári, vekur litla hrifningu hjá þingmönnum Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis eins og fram kom í rangfærslum Kristjáns Pálssonar og Gunnars Inga Birgissonar um Vestfjarða- göngin og byggðirnar við utan- verðan Eyjafjörð þegar þeir not- uðu arðsemi Hvalfjarðarganganna sem þeir hældu á hvert reipi til pólitískra árása á Norðlendinga og Vestfirðinga. Þingmenn að norðan i#g vestan svöruðu illu til eins og við mátti búast og kölluðu ummæli Kristjáns og Gunnars Inga skammsýni og auglýsingabrellu. Sömu svör hefðu þingmenn Aust- firðinga strax veitt hefði þeirra kjördæmi orðið fyrir aðkasti af þessu tagi. Andstaða Norðlendinga við gerð jarðganga á milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar skýtur nokkuð skökku við um leið og þeir snúast á sveif með Austfirðingum vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði og virkjunarfram- 'kVæmda við Kárahnjúka. Þannig láta þeir eins og heiðursmanna- samkomulag Vestfirðinga og Aust- firðinga hafi aldrei verið gert og sé ekki til, en það er staðreynd sem stendur óhögguð og á ekki að horfa framhjá. Þessi andstaða kemur aðallega frá Eyfirðingum og Skagfirðingum sem frekar vilja lagningu heilsársvegar frá Ketilási í Fljótum yfir Lágheiði alla leið til Ólafsfjarðar. Þessari hugmynd geta Eyfirðingar og Skagfirðingar gleymt í eitt skipti fyrir öll, þarna getur uppbyggður vegur á þessari leið hvergi orðið öruggur fyrir miklum snjóþyngslum og blindbyl. Sérstaklega er vegstæðið Skaga- /jarðarmegin erfitt og stendur allt- of hátt yfir sjó. Snjómokstur á þessari leið yrði alltof kostnaðar- Guðmundur Karl Jónsson samur, en skynsam- legra væri að leggja veg yfir fjörurnar í Haganesvík og gera um leið þriggja til fjögurra km löng veg- göng undir Siglufjarð- arskarð. Miklar efa- semdir hafa komið fram um fyrirhuguð göng á milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarð- ar sem þingmenn Norðurlands eystra og vestra hafa barist fyrir. Reyndar er það stór spurning hvort þingmennirnir geti sannfært kjósendur sína um réttmæti þessara ganga því staðreynd er að margir Norð- Jarðgöng Allir þingmenn Aust- firðinga eiga á næsta þingi að berjast fyrir því, segir Guðmundur Karl Jónsson, að fram- kvæmdir við jarð- gangagerð í kjördæm- inu hefjist árið 2001. lendingar snúast gegn þeim og telja heppilegra að Austurland gangi fyrir sem ég tel eðlilegast vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði og framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Ásamt göng- um á milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar ætti að bjóða sam- tímis út ný göng undir Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Neskaup- staðar og veggöng úr Norðfirði til Mjóafjarðar að vegamótagöngum undir Fjarðarheiði inn á leiðina til Egilsstaða, þá þarf að opna aðrar dyr til austurs inn í Seyðisfjörð á sama hátt og gert var í Vestfjarða- göngunum þar sem aðrar dyr voru opnaðar til vesturs inn í Súg- andafjörð. Rök fyrir þessu eru ekki síst staðsetning Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað, þá væri öryggi Heilsugæslustöðvar- innar á Seyðisfirði og Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað tryggt í tengslum við sjúkraflugið frá Egilsstaðaflugvelli vegna þess að ekki er alltaf hægt að teysta á snjómokstra beggja megin upp að Oddsskarðsgöngunum sem standá 400 til 500 metrum hærra en Vest- fjarðagöngin og eru þar að auki á snjóflóðasvæði. Mörg dæmi eru til um að Vegagerðin hafi gefist upp á snjómokstrum á leiðinni milli Eg- ilsstaða og Reyðarfjarðar og á Fjarðarheiði þar sem vegurinn til Seyðisfjarðar stendur í um 600 metra hæð yfir sjó. Öll þessi fram- tíðargöng myndu gerbreyta öllum samgöngum á milli Egilsstaða og Fjarðarbyggðar í heild og yrði um samgöngubyltingu að ræða svip- aða þeirri sem Hvalfjarðar- og Vestfjarðagöngin ollu. Asamt veg- göngum í Fjarðarbyggð og úr Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar þyrftu að koma göng undir Al- mannaskarð og eins göng í stað vegar um Hvalnes-, Kambanes- og Vattarnesskriður. Með slíkri gangagerð myndu Hornfirðingar komast í öruggara vegasamband við Fjarðarbyggð og Egilsstaði ef lagður yrði vegur úr Papafirði yfir fjörurnar í Lóni, Starmýrarfjörur í Alftafirði og Þvottáreyjar í Ham- arsfirði alla leið til Djúpavogs ásamt lagningu vegar beint yfir Berufjörð til þess að stytta land- leiðina milli Djúpavogs og Breið- dalsvíkur um 40 km. Til Horna- fjarðar er styttra fyrir íbúa Seyðisfjarðar, Egilsstaða og Aust- ur-Héraðs að keyra um Skriðdal og Breiðdal ef gerð yrðu veggöng undir Breiðdalsheiði í 100 til 130 metra hæð yfír sjó sem er fyrsti þröskuldur, þá væru þrír þrösk- uldar úr sögunni á þessari leið ásamt Almannaskarði og Hval- nesskriðum. Nýi vegurinn sem búið er að leggja yfir Háreks- staðaháls tryggir ekki öruggt vegasamband Vopnafjarðar við Egilsstaði og Fjarðarbyggð allt ár- ið um kring. Öruggari vegtenging er að lagður verði nýr vegur úr Fellabæ meðfram Lagarfljóti að norðanverðu, byggð verði ný brú yfir Jökulsá á Dal og gerð verði veggöng undir Hellisheiði inn í Vopnafjörð. Brýnt er að gerð jarð- ganga og bygging fyrirhugaðs ál- vers á Austurlandi þjóni þeim til- gangi að stækka atvinnusvæðið í Fjarðarbyggð og umsvifum sem því munu fylgja. Allir þingmenn Austfirðinga eiga á næsta þingi að berjast fyrir því að framkvæmdir við jarðgangagerð í kjördæminu hefjist árið 2001, ekki seinna. Nú á Austurland að ganga fyrir. Höfundur er farandverkamaður. Gröf í grafreit ÞAÐ liggur fyrir að einhvern tíma lendi ég eins og aðrir í gröf- inni. Eg mun ekki ráða miklu um það hvenær eða hvar það skellur á. En hendi það mig eins og flesta hér á landi að enda í jarðgröf, kysi ég frem- ur að grafsvæðið bæri almenna heitið graf- reitur en kirkjugarð- ur. Kirkjugarðar er nú- verandi samheiti á al- mennum grafreitum hér á landi, einhver norræn, úrelt kenning vegna lögþvingaðra tengsla ríkis og ríkiskirkjuskipu- lags þar sem náðugum var holað niður innangarða við þessar ríkis- kirkjur, náðugustum undir gólfið á kirkjunum. Um þennan nafnarf yfir graf- reiti, kirkjugarða, má spekúlera út í það óendanlega aftur í tímann en mitt álit er sem sagt það að þennan arf eigi að leggja á hilluna og kalla skipulega grafreiti því nafni, óháð öllum trúarbrögðum og kirkju- tengslum. Og þar séu allir jafnir, hlið við hlið. Ef það er eitthvert markmið í sjálfu sér að vígja grafir vegna trúarbragða þeirra sem í þær fara, má einfaldlega gera það við hverja gröf þegar grafið er. Ella láta það vera. Það er skelfileg hræsni að flokka jafningja í þjóðfélaginu, þegar þeir deyja, vegna lífsviðhorfa þeirra. Breyting á samheitinu kirkju- garðar í grafreitir, eða grafgarðar, verður ekki gerð nema með breyt- ingu á lögum. Það er út af fyrir sig afgreiðsluaðgerð hjá Alþingi sem gæti stutt sig við alls konar rök, eins og trúfrelsi, jafnrétti og eigin- legan tilgang grafreita. Grafreitir Að svo komnu eru kirkjugarðar í umsjá Þjóðkirkjunnar eftir sér- stöku kerfi sem skilgreint er í lög- um um þá nr. 36/1993. Þetta eru nú um 300 garðar auk fjölda niður- lagðra garða og heimagrafreita, samkvæmt upplýsingum frá Kirkjugarðasambandi 40 kirkju- garða. Herbert Guðmundsson kirkjunnar, þeirra eru Lögin skylda sveit- arfélögin í landinu til þess að afhenda ókeypis hæfileg kirkjugarðastæði, efni í girðingu, akfæran veg (með sjómokstri) að garði ef hann er ekki við kirkju, ofaní- burð á götur og stíga innan garða og vökv- unarvatn vegna blóma og trjáa í þéttbýlis- görðum. Kirkjugarðasam- bandið sjálft skilgrein- ir hlutverk kirkju- garðsstjórna, sem eru nær einvörðungu sóknarnefndir þjóð- þannig: „Verkefni þó ekki trúmálastarf- Góðæri og framleiðni á Islandi , í GÓÐÆRINU á Islandi að undanförnu hefur þensla aukist verulega og verðlag hækkað þannig að vart hefur orðið við ótta meðal lands- manna á þvi að verð- ^Jbólgan fari úr böndun- um á ný. Langvarandi þensla dregur úr framleiðni en næg framleiðni heldur aft- ur á móti uppi góðum lífskjörum. Óll viljum við búa við góð lífs- kjör og það er því mjög aðkallandi verk- efni, að við snúum okkur að því fyrir alvöru, og sem fyrst, að minnka þensluna í þjóðfé- laginu. I góðærinu hafa tekjur ríkisins vissulega aukist mikið en kostnaður við opinberar framkvæmdir og rekstur ríkisins hafa líka aukist og það mun meira en tekjurnar. Ríkis- valdið getur haft áhrif á þessa þró- un með því að einkavæða ríkisfyrir- tæki. Mikið er rætt um einkavæðingu í „ýmsum greinum sem nú eru reknar ríkinu en framkvæmd lætur á Svanbjörn Sigurðsson sér standa. Fjármálin, fjarskipti eða gagna- flutningur, útvarps- rekstur, það er að segja Ríkisútvarpið, og orkumálin eru meðal þeirra þátta sem fyrir liggur að einkavæða og eru dæmi um það sem er mjög aðkallandi í þessum efnum en það er að sjálfsögðu fleira. Nokkuð hefur áunnist í sumum þessara þátta en varðandi orkugeir- ann, sem ef til vill er mikilvægastur af þeim sem upp voru taldir og mest liggur á að einka- væða með það að augnamiði að minnka ríkisrekstur, er aðeins talað um hlutina, farið um heiminn í kynnisferðir en ekkert er um fram- kvæmdir nema þá, ef vera kynni, í öfuga átt. Það virðist sem stjórn- málamenn okkar séu að reyna að koma sér hjá því að taka á orku- málunum og breyta þeim í það horf sem þarf. Þetta gildir reyndar einn- ig um stjórnendur og starfsmenn stóra raforkufyrirtækjanna sem eðlilegast væri að hefðu forgöngu um þessar breytingar fyrir hönd Orkumál Nauðsynlegt er, segír Svanbjörn Signrðsson, að markaðsvæða raf- orkugeirann á íslandi. orkufyrirtækja landsins í heild. Nauðsynlegt er að markaðsvæða raforkugeirann á íslandi. Koma verður á nýju skipulagi raforku- kerfisins þannig að samkeppni verði ríkjandi í framleiðslu og sölu raforku og flutningskerfí verði rek- in af sjálfstæðum fyrirt'ækjum. Miklar orkulindir era á íslandi sem felast bæði í fallvötnum og jarðhita en það er ekki nóg að hafa næga orku, hún verður einnig að vera á samkeppnishæfu verði á heimsmarkaðnum. Sumir hafa þá skoðun að ísland sé of lítið til að taka þátt á samkeppnismarkaði heimsins með raforku og við ættum að sækja um undanþágu frá Efna- hagssambandi Evrópu til að fá að standa utan við ramma þeirrar reglugerðar sem ESB hefur sett til að koma á samkeppni á þessum markaði í Evrópu. Mín skoðun er sú að stærðin skipti ekki máli í þessu tilfelli, við verðum hins vegar að hafa rétt stærðarhlutföll á fyrir- tækjunum á okkar heimavelli þann- ig að samkeppnin verði virk þar, þá verðum við samkeppnishæfir á Evrópuvellinum og fleiri völlum í heiminum. Sem betur fer er það fleira en orkan sem gerir land okkar eftir- sóknarvert fyrir fjárfesta hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. í því sambandi má nefna traust og stöðugt stjómmálalegt umhverfi, traustan efnahag og legu landsins. í því síðastnefnda má benda á að við eram í alfaraleið milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá á ég við í því tilfelli að hráefnið sé öðram megin við okkur og markaðurinn hinum megin en orkan og þekking- in hjá okkur og einnig má nefna að ísland er eyja og eini möguleiki okkar að flytja orku frá landinu, að minnsta kosti nú og í náinni fram- tíð, er að hún sé fólgin í afurðum innlends iðnaðar. Höfundur framkvæmdasijóri hjá Akureyrarbæ á sviði markaðs- og orkumála. Kirkjugarðar Mitt álit er það, segir Herbert Guðmundsson, að þennan arf eigi að leggja á hilluna og kalla skipulega grafreiti því nafni, óháð öllum trúar- brögðum og kirkju- tengslum. semi, fremur flokkast verkefnin sem slík undir menningar-, skipu- lags- og heilbrigðismál." Að mínum skiningi verður varla komist nær því að álykta, að öll um- sjá grafreita eða grafgarða eigi rétt heimilisfang hjá sveitarfélögunum. Aðkoma sóknarnefnda þjóðkirkj- unnar er tímaskekkja eins og þjóðkirkjuleg vígsla grafreitanna eða grafgarðanna á einu bretti. Þau verkefni, sem Kirkjugarða- sambandið skilgreinir sem verkefni kirkjugarðsstjórna, eru þau sömu og sveitarfélögin hafa lengi haft auk þess að leggja til ókeypis í gild- andi kirkjugarðalögum lönd og helsta umbúnað kirkjugarðanna = grafreitanna, grafgarðanna. Virðingargarðar í mínum huga er allur munur á því hvernig sveitarstjórnir annars vegar og sóknarnefndir hins vegar rækja skyldur sínar í „menningar-, skipulags- og heilbrigðismálum" þó ekki væri nema vegna þess að verkefnin eru meðal helstu verk- efna sveitarstjórna en þjóðkirkjan er trúarsamfélag. Rekstur grafreita (kirkjugarða) hefur kostað eitthvað um eða yfir hálfan milljarð króna á ári sem Kirkjugarðasambandið telur raun- ar grátlega skorið við nögl. Útgjöld ríkisins hafa undanfarið verið reiknuð eftir einhverri geðþótta- formúlu innan „viðskipta“ ríkisins og þjóðkirkjunnar. Auðvitað kostar veglegur rekst- ur grafgarða sitt og sveitarfélögin ásamt ýmsum samtökum og ein- staklingum hafa lengi stutt ríkið og dregið það og þjóðkirkjuna upp úr samskiptadellum sínum bara af því að sómi grafreita er metnaðarmál í öllum byggðarlögum. Það er löngu tímabært að graf- reitir/grafgarðar verði frelsaðir til eiginlegs tilgangs og fái sinn sess sem virðingargarðar innan hvers byggðarlags á eðlilegri ábyrgð sveitarstjórna. „Eigendur" kirkju- garða landsins eru allir landsmenn, án tillits til þess hvort þeir eru inn- an kirkjusafnaða eða ekki.“ Þetta eru vísdómsorð KGSI, Kirkju- garðasambands íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Nestors, kynning og ráðstefnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.