Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ SILUNGSVEIÐI í MÝVATNI Tveir íbúar í Mývatnssveit, Kristján Þór- hallsson, fv. bóndi, og Þorlákur Jónasson bóndi, hafa óskað birtingar á eftirfarandi greinargerð um silungsveiði í Mývatni. NÝLEGA ræddi Ríkisútvarpið við Gylfa Yngvason á Skútustöðum um silungsveiði í Mývatni í sumar. Gylfi talaði um að silungsstofninn sé hruninn, taldi þetta skipta veiði- réttarhafa miklu máli og þeir hafi orðið fyrir tjóni er nemur tugum milljóna króna. Þá taldi Gylfi að bændur verði að leita réttar síns og gera skaðabótakröfur. Hann fullyrti að núverandi ástand sé af mannavöldum, án þess að færa nokkur rök fyrir sínu máli, né geta sannað hverjir séu sökudólgarnir. Árið 1905 stofnuðu veiðiréttar- hafar við Mývatn veiðifélag. Meg- intilgangur með stofnun félagsins var fyrst og fremst að reyna fjölga silungi í vatninu og safna veiði- skýrslum. Byrjað var að frjóvga hrogn og setja þau í kassa í lindir á nokkrum stöðum við vatnið. Þeg- ar búið var að klekja þeim út var seiðunum með kviðpoka sleppt í Mývatn að vori. Strax virtist þessi ræktun skila árangri. Að fáum ár- um liðnum fór silungi að fjölga í vatninu og veiði að glæðast. Ai’ið 1916 var byggð klakstöð í Garði. Sú stöð reyndist mjög vel og var miklum fjölda seiða sleppt úr henni á nánast hverju vori í Mý- vatn. Arið 1924 var silungsveiði í Mývatni um 105 þús. bröndur og meðalveiði áranna 1921 til 1930 var um 70 þús. silungar á ári skv. veiðiskýrslum. Þó fannst mörgum að enn þyrfti að gera betur hvað ræktun snertir. Árið 1938 var reist klakstöð á Geiteyjarströnd. Óx þá verulega seiðaframleiðslan. Árin 1939-1941 var alls sleppt úr klak- stöðvunum 2.166.000 seiðum í Mývatn. Þessari silungsræktun var fram haldið óslitið til ársins 1945 en þá urðu þáttaskil. Segja má að síðan hafi óveruleg silungs- ræktun átt sér stað í Mývatni mið- að við fyrri tíma. Við fullyrðum að framangreind ræktun silungs í 40 ár í Mývatni hafi skilað umtals- verðum árangri, vaxandi veiði og veiðiréttarhöfum meiri tekjum. Ef rétt reynist að ofveiði hafi verið stunduð í Mývatni um tugi ára með nýrri veiðitækni, vélbátum, óhóflegri sókn og ekki síst of smárri möskvastærð og lítilli ræktun, þannig að stofninn hefur gengið til þurrðar, þá er augljós- lega sjálfum veiðibændum um að kenna. Verður því Gylfi Yngvason að beina spjótum sínum að félags- starfsemi þeirra. Frá því að núverandi Veiðifélag Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Mývatns var stofnað árið 1966 hafa alloft verið samþykktar tillög- ur sem benda til mikils áhuga fé- lagsmanna á silungsrækt og klakstarfsemi. Hér eru tvær sam- þykktir nefndar: „Fundur í Veiðifélagi Mývatns haldinn 14. apríl 1967 samþykkir að heimila stjórninni að láta gera athugun á möguleikum til klak- og silungseldis við Mývatn.“ Sam- þykkt samhljóða. Á aðalfundi Veiðifélags Mývatns 29. júlí 1979 kom fram eftirfarandi tillaga um klakstarfsemi: „Fundurinn samþykkir, að stefnt skuli að því að byggja klak- hús áður en hrygningartími hefst á komandi hausti sem starfrækt yrði í vetur. Stjórn félagsins skal falið að undirbúa og sjá um fram- kvæmd þessa máls.“ Samþykkt með öllum atkvæðum. Fyrirætl- anir þessar gengu ekki eftir sumpart vegna framtaksleysis og eins urðu óhöpp við eldistilraunir sem drógu úr áhuga manna. Stað- reyndin er því sú að seiðaslepp- ingar í Mývatn síðustu áratugina eru einungis brotabrot af því sem þær voru á fyrri hluta 20. ald- arinnar. Á fundi í Veiðifélagi Mývatns, sem haldinn var 20. apríl 1946, kom fram svohljóðandi tillaga frá Gísla Péturssyni í Reynihlíð: „Fundurinn beinir því til stjórn- arinnar, að hún leiti álits sérfræð- inga á því að auka uppeldismögu- leika og lífsskilyrði bleikjunnar í Mývatni með því að dýpka Ytri- Flóa, svo hann verði lífvænlegri fyrir silung allt sumarið.“ Ljóst er að margir töldu nauð- synlegt að dýpka Ytri-Flóa löngu áður en Kísiliðjan hóf dælingu þar. Nú er búið að dæla úr flóanum í 34 ár og fullyrðum við að dýpkun Ytri-Flóa hefur haft mjög jákvæð áhrif. Án dýpkunar væru þar nú stór svæði þurrlendi og enginn fugl né fiskur syndandi þar. Nú í sumar hefur verið meiri fugl og fleiri ungar á Ytri-Flóa en áður hefur sést. Þá var veiði þar á síð- asta ári með besta móti eða allt að 10 þús. silungar og geysilegt ryk- mý kviknaði. Því hefur verið haldið fram að dældu svæðin í Ytri-Flóa væru nánast gróðurlaus. Þetta er rangt. I nýrri skýrslu Jóns Krist- jánssonar og Tuma Tómassonar um Ytri-Flóa segir m.a.: „Stór hluti af dældum svæðum reyndist gróinn. Gróðurinn á dældu svæðunum var mjög blóm- legur og kraftmikill, sá grósku- mesti sem við höfum séð í Mý- vatni.“ Sýni sem tekin voru á tveimur stöðum úr Ytri-Flóa í ágúst 1990 sýndu að mýlirfur voru fleiri á dældum en ódældum svæðum. Ljóst er því að þeir sem andvígir eru dælingu úr Mývatni hljóta jafnframt að vera mótfallnir við- haldi og verndun vatnsins. Von- andi geta sem flestir tekið höndum saman um að fjölga silungi í Mý- vatni með vísindalegri ræktun og friðun ef stofninn er i hættu. Með því móti tryggjum við góða veiði í framtíðinni til hagsbóta fyrir alla sem við vatnið búa og með því að dæla upp botnleðjunni og lífræn- um úrgangi verndum við ásýnd Mývatns fyrir þá fjölmörgu sem sækja það heim árlega svo og alla íbúa Mývatnssveitar. Samkvæmt framansögðu vonum við að um- hverfisráðherra veiti Kísiliðjunni starfsleyfi um langa framtíð með dælingu úr Bolum og einnig úr Ytri-Flóa, þar sem ósnertur meiri- hluti flóans er í hættu að verða að þurrlendi. Vogum í Mývatnssveit, 10. október 2000. AQUASOURCE RAKABAÐ SEM JAFNGILDIR 5000 LÍTRUM AF LINDARVATNI í EINNI KRUKKU. Öflug rakagjöf sem slekkur þorsta húðfrumanna tímunum saman. Rakafyllt kremið/hlaupið veitir vellíðan og ánægjulega notkun. Það er ferskt, frískandi og fullt af virkni 5000 lítra lindarvatns. ¥ gtí * f n § 4 wm Kynning í dag og á morgun Tilboðsverð kr. 1.585 á Aquasource rakakremum. Litríkar buddur sem innihalda hreinsi, andlitsvatn og rakakrem í ferðastærðum á aðeins kr. 550. Ath! Takmarkað magn. Nýstárlegur kaupauki. Kertastjaki sem er eins og borðlampi fylgir kaupum þegar verslað er fyrir kr. 3.000 eða meira. Nýtt! D-STRESS næturkrem sem róar húðina og sér henni fyrir vítamínum. Sléttari húð í góðu jafnvægi. 1 H Y G E A ényrtivöruvcrjlun Laugavegi 23, sími 511 4533 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 Góðan dag! Origins kynnir „Have a Nice Day“ Fullhlaðið rakakrem Sólvarnarstuðull SPF 15 'Jl. Ekkert skiptir húð þína máli þegar örvandi kraftur úr musteristré, lakkrís sem endurlífgar Ijómann, birkikraftur og nærandi soyabaunir styrkja hana með öllu sem hún þarfnast til að horfast í augu við daginn. Kröftug blanda Origins af UV vörunum, meðal annars náttúrunnar títan dioxíð, berst við geislana. E vítamín vemdar gegn umhverfinu. Húðin lítur vel út frá sólarupprás til sólarlags. Lyktaðu einu sinni og ilmurinn af greipávexti lætur þér líða eins og þú getir sigrað heiminn. ORIGIN5 ••... • .. ífc.:;. ',r ’. y, * rV 1 wt. 1.7 oz./50g Útsölustaðir: Apótek Keflavíkur, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi.Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Melhaga, Lyf og heilsa Domus Medica, Lyf og heilsa Hafnarstræti, Akureyri. GUER PARIS Útsölustaðir: Snyrtistofan Guerlain Óðinsgötu, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Clara Kringlunni, Hygea Laugavegi, Oculus Austurstræti, Steila Bankastræti, Andorra Hafnarfirði, Keflavíkur Apótek, Hjá Maríu, Amaro Akureyri, Farðinn Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.