Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 62
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf L Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. október 2000. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.341.574 kr. 234.157 kr. 23.416 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.083.550 kr. 500.000 kr. 1.041.775 kr. 100.000 kr. 208.355 kr. 10.000 kr. 20.835 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 10.260.666 kr. 1.000.000 kr. 2.052.133 kr. 100.000 kr. 205.213 kr. 10.000 kr. 20.521 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 10.099.639 kr. 1.000.000 kr. 2.019.928 kr. 100.000 kr. 201.993 kr. 10.000 kr. 20.199 kr. 1. flokkur 1993: Nafnveró: Innlausnarveró: 5.000.000 kr. 9.301.244 kr. 1.000.000 kr. 1.860.249 kr. 100.000 kr. 186.025 kr. 10.000 kr. 18.602 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.299.743 kr. 1.000.000 kr. 1.659.949 kr. 100.000 kr. 165.995 kr. 10.000 kr. 16.599 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.058.595 kr. 1.000.000 kr. 1.611.719 kr. 100.000 kr. 161.172 kr. 10.000 kr. 16.117 kr. 1. flokkur 1995: Nafnveró: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.597.715 kr. 1.000.000 kr. 1.519.543 kr. 100.000 kr. 151.954 kr. 10.000 kr. 15.195 kr. 1. 2. og 3. ftokkur 1996: Nafnverð: Innlausnarveró: 1.000.000 kr. 1.427.665 kr. 100.000 kr. 142.767 kr. 10.000 kr. 14.277 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 mm Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is Peysur IaFRn lLUCMN/1 U(LL Neðst á Skólavörðustíg LAUKARABB - túlipanar II PÓTT fjallahnjúkarnir beri mjall- hvítar húfur er laukatíminn enn á fullu. Blómgunartími vorblómstr- andi lauka er langur, fyi'stu smá- laukarnir springa oft út í mars og síðustu túlipanarnir blómstra seint í júní. Oftast er talið að okkur gef- ist a.m.k. tveir mánuðir á haustin til að leggja lauka, frá því í septem- ber fram í nóvember og ég þekki þónokkur dæmi þess að fólk hafi holað niður laukum á jólaföstu, að vísu oft með allmiklum harmkvæl- um, og fengið samt fyrirtaks blómgun næsta sumar. Þótt fljótlegt sé að leggja lauka að hausti til þarf samt svolitla hugsun ef við viljum ná fyrsta flokks árangri. Smálaukar, eins og krókusar, eru oft settir í grasflatir, en þá þarf að muna að skilja eftir lægðimar í flötinni, því ef það er nokkuð sem á illa við laukana er það að standa í vatni mikinn hluta vetrar. Gott er að jarðvegurinn sé frekar léttur í sér og dálítið send- inn, en úr því má bæta með því að setja örlítinn sand eða skeljasand saman við moldina um leið og holan er grafín. Margir velta því fyrir sér hve djúpt á að gróðursetja og hve þétt. Almennt gildir að jarðvegurinn of- an á lauknum eigi að vera nálægt því þreföld hæð hans, þannig að smálaukarnir fari á 5-10 sm dýpi en alstærstu laukar eins og keis- arakróna á allt að 30 sm dýpi. Bilið milli lauka er nóg að hafa liðlega tvöfalda breidd lauksins, en þó þarf það oft að vera meira hjá laukjurtum sem eru harðgerðar og fjölga sér hratt eins og páskaliljur gera. Auðvitað er smekksatriði hvemig laukunum er raðað niður, hvort þeir em settir einir sér eða í þyrpingar. Mér finn- ast smálaukar eins og krókusar eða perlu- liljur alveg týnast ef þeir koma upp á strjálingi, en ein keis- arakróna getur verið hreinlega stórkostleg. í fyrsta skiptið sem ég lagði túlipana setti ég þá í einfalda röð meðfram stétt- inni heim að húsinu með alveg hárnákvæmu millibili og fannst út- koman vemlega glæsileg næsta vor. Mikil var því sorgin þegar ég kom út einn morguninn og búið var að afhausa alla dýrðina. Síðan hef ég velt því fyrir mér hvort þarna hafi einhver viljað segja að túlipan- ar í beinum röðum séu hallærisleg- ir, a.m.k. set ég núna túlipana alltaf í þyrpingar, gjarnan 5-7 saman. Oftast liggur í augum uppi hvernig laukarnir eiga að snúa, farið eftir rætur leynir sér ekki. Þó getur bestu mönnum skjöplast. Einn veit ég um sem fór á eftirlaun og ætlaði nú að breyta um lífsstíl og hjálpa konunni í garðinum og tók að sér laukavinnuna um haust- ið. Konunni fundust túlipanarnir koma seint upp næsta sumar og fór að hlýða eiginmanninum yfir hvernig þeir hefðu farið niður. Það var nú einfalt mál, hann hafði stolið það mörgum rófum sem krakki, að hann vissi alveg að mjórri endinn ætti að snúa niður - útrætt mál. En það voru túlip- anamir. Þar er nú al- deilis fjölbreytni í lagi og úr nógu að velja, bæði með blómgunar- tíma, lit, lögun og hæð. Eins og ég minntist á í síðustu grein, má skipta túlipönunum í tvo aðalflokka, villitúlipana og garða- túlipana. Villitúlipanarnir eru yfir- leitt fyrstir í blóma, blómstra hér gjarnan í apríllok, en þeir eru eig- inlega sérkapítuli, sem verður al- veg hoppað yifir núna. Fjölbreytnin meðal garðatúlip- ana er alveg ótrúleg, enda hafa menn glímt í mörg hundruð ár við að ná sem mestum breytileika, bæði í hæð, lit og blómblaðafjölda. Til hægðarauka hafa þeir verið flokkaðir eftir ytri einkennum og flestar bækur hafa 14 flokka af garðatúlipönum. Það væri að æra óstöðugan að fjalla um alla þessa flokka hér, en ég get ekki stillt mig um að nefna fyllta túlipana, þar sem krónublöðin eru mun fleiri en þessi venjulegu sex, jafnvel svo mörg að blómin minna á fyllta bóndarós; páfagaukatúlipana, með eins og kögruðum blómblaðsjöðr- um og yrjótta, þar sem blómblöðin eru með óreglulegum rákum úr öðrum lit, en bæði kögrið og yrj- urnar stafa af sérstökum vírusum. Algengustu túlipanarnir hér eru þó Darwin eða Darwinblendingar. Já mikið rétt, kenndir við þann eina og sanna Darwin með þróunar- kenninguna, þótt hann hafi ekkert fengist við túlipanaræktun mér vitanlega. Darwin-túlipanarnir blómstra fyrri hluta júní og meðal Darwin-blendinganna er ,Appel- doorn“ alvinsælasti túlipaninn hér, til bæði skærrauður, gulur og yrj- óttur. Vinsældirnar eru sanngjarn- ar, túlipaninn er vindþolinn og kemur iðulega upp árum saman, ólíkt flestum túlipönum. Uppá- haldstúlipanarnir mínir eru samt lilju-túlipanarnir, sem blómstra um miðjan júní. þeir eru 50-70 sm á hæð líkt og Darwin, en blóm- leggirnir eru grennri. En það eru blómin sem eru frábrugðin. Blóm- blöðin eru löng og oddmjó og sveigjast út efst, ótrúlega ííngerð og glæsileg. Til eru fjölmörg kvæmi, sem hafa reynst hér vel eins og „Ballade", fjólublá með hvítum jöðrum, „Queen of Shebe“, rauð með appelsínugulum jöðrum, „White Triumphator", alhvítur og „Mariette“, rósbleikur. Góða laukaskemmtun. S.Hj. BLOM VIKUMAR 446. þáttur llmsjón Sigríður lljartar INNLENT Félagsstarf SÁA VETRARSTARFIÐ í félagslífi SÁÁ er nú að hefjast og mun starfsemin fara fram í Hreyfils- húsinu á horni Fellsmúla og Grensásvegar á þriðju hæð. Búið er að skipuleggja starfsemina að mestu leyti fram að árshátíð SÁÁ sem verður haldin 1. desember, en þangað til verður ýmislegt við að vera: Félagsvist verður spiluð öll laug- ardagskvöld og hefst spilamennsk- an kl 20; fyrsta spilakvöldið er næstkomandi laugardagskvöld, 14 október. Bridgekvöld verða á sunnudögum kl 19.30 og skák verður einnig tefld á sama tíma. Ungt fólk í SÁÁ hefur sam- komusalinn til umráða öll fimmtu- dagskvöld Föstudagskvöld er ætlunin að dansa og munu hinir eldri og yngri SÁÁ-félagar væntanlega skipta með sér afnotum af húsnæðinu þannig að hvor aðili um sig hafi annaðhvert föstudagskvöld til að stunda fótamennt. Á miðvikudagskvöldum er ætl- unin að vera með dansnámskeið ef næg þátttaka verður. Knattspyrnufélag SÁÁ verður með æfingar á föstudagskvöldum. í Hreyfilshúsinu verða ekki seldar veitingar í salnum nema þegar um er að ræða dansiböll og stærri viðburði. En boðið verður upp á kaffi á bridge- og félagsvist- arkvöldum og fólk getur lagt nokkrar krónur í bauk í kaffisjóð. Einnig verður settur upp sjálfsali með gosi og sælgæti, segir í frétta- tilkynningu. Blomaval 30 ára UM þessar mundir eru 30 ár síðan verslunin Blómaval tók til starfa í gróðurhúsunum við Sigtún. Afmæl- ishátíð verður haldin um helgina og verður þar boðið uppá 30% afslátt af öllum blómum, pottaplöntum og af- skornum blómum, og öllu grænmeti og ávöxtum. Sunnudaginn 15. októ- ber verður síðan sjálf afmælisveislan og kl. 14 verður byrjað að skera risa- stóra afmælistertu og boðið uppá kaffi og gosdrykki. „Fyrirtækið varð fljótt leiðandi á sínu sviði og í kjölfarið gjörbreyttist öll blómasala í borginni. Blómaval hefur alla tíð leitast við að þjóna garðyrkju- og blómaáhugafólki með allt sem viðkemur gróðri og blómum. Sömuleiðis lagði Blómaval snemma áherslu á sölu á ávöxtum og græn- meti og sér í lagi íslenska fram- leiðslu," segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.