Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 67 KIRKJUSTARF FRÉTTIR Safnaðarstarf Fjölskyldu- guðsþjón- usta í Dóm- kirkjunni SUNNUDAGINN 15. októberverð- ur fjölskylduguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í umsjón Bolla Péturs Bollasonar fræðara Dómkirkjunnar. 15. október verður glatt á hjalla, því við fáum góða heimsókn úr Stundinni okkar. Asta ætlar að segja okkur frá ýmsu sniðugu, m.a. kettinum Kela. 6 ára börn í kirkjuskóla Dómkirkjunn- ar sýna listaverk sín, sem þau gerðu í tengslum við sköpunarsöguna og 7-9 ára börnin ætla að koma upp og taka lagið með Astu. Það verður líf og fjör í fjölskylduguðsþjónustu Dómkirkj- unnar 15. október næstkomandi. Verið velkomin. „Nýr dagur“ hjá KFUM & K NÝR dagur er nafn á samkomuröð sem hefst í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í kvöld. Haldnar verða þrjár samkomur, föstudag til sunnu- dags. Samkoman í kvöld hefst kl. 20:30. Dagskrá er vönduð og fjöl- breytt. Upphafsorð eru í höndum Bjarna Gíslasonar, kennara, en ræðumaður er Jóhanna Sesselja Erludóttir, nemi. Sönghópur KFUM og KFUK syngur og leikhópur verð- ur með leikræna tjáningu. Mikil tón- list verður og almennur söngur. Boð- ið verður upp á fyrirbæn eftir samkomu. Heitt verður á könnunni og gott tækifæri gefst til að spjalla saman í samfélagi með góðu fólki. Allir eru hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorg- Unn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þór- arinsdóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir böm. Unglinga- kvöld Laugameskirkju og Þrótt- heima kl. 20 (9. og 10. bekkur). Grafarvogskirkja. Al-Anon fund- ur kl. 20. Fríkirkjan f Reykjavík. Æskulýðsstarf. Skautaferð í dag, föstudag. Hittumst öll hress kl. 17 við Skautahöllina. Félagarnir Hreið- ar og Hjörtur mæta hressir en hvað með þig? Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á 4®* % Morgunblaðið/Porkell Tura Ddmkirkjunnar í Reykjavík. morgun sér Steinþór Þórðarson um prédikun og Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal um biblíufræðslu. Bama- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. All- ir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og fyrirbænastundir í kirkjunni kl. 20- 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hóp, í safnaðarheimilinu kl. 13.30 og kl. 14 eldri hópur. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Is- landi: Aðventkirkjan, Ingdlfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Elías Theodórs- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Loftsalurinn, Hdlshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Bibh'u- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Jón Hj. Jónsson. Landsþing um slysavarnir SLYSAVARNARÁÐ, sem starfar á vegum Landlæknisembættisins, heldur í dag landsþing um slysavarn- ir. Þingið stendur frá kl. 13-17 í Ársal Radisson SAS - Hótel Sögu. Þrjú at- riði verða einkum rædd á þinginu, slysaskráning, umferðarslys og frít- ímaslys, með sérstakri áherslu á for- vamir. Skráning slysa hefur hingað til verið í höndum mjög margra. Með samræmdri slysaskráningu er gert ráð fyrir samvinnu þeirra sem að þessu koma og verður gerð sam- ræmds gagnagmnns, Slysaskrái- Is- lands, lýst, segir í fréttatilkynningu. Boðið hefur verið til ráðstefnunn- ar Jens M. Lauritsen frá Óðinsvéum í Danmörku, en þar er nokkur reynsla á úrvinnslu úr gagna- grunnum af því tagi sem hér er ráð- gerður. Sérstaklega verður fjallað um umferðarslys með áherslu á rannsóknir alvarlegra slysa og for- vamir. Loks verður fjallað um frí- tímaslys með sérstakri áherslu á slys barna, slys í heimahúsum og slys við leik og störf utan þéttbýlis. Haustgöngu- ferð KRFÍ KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands efnir til fjölskyldugönguferðar sunnudaginn 15. október á Þing- velli. Þar verður gengið um undir leiðsögn Ingu Huldar Hákonardótt- ur sagnfræðings sem mun greina frá ýmsu sem tengist þessum sögufræga stað, einkum um örlög formæðra Is- lendinga. Inga Huld hefur m.a. rannsakað hlutskipti þeirra kvenna sem nutu ásta og áttu börn utan hjónabands fyrr á öldum. Þá giltu þungar refs- ingar fyrir slík brot og hefur Inga Huld gert þessari sögu skil í bókinni „Fjarri hlýju hjónasængur“ sem kom út árið 1992. Þá er Inga Huld sérfróð um konur og kristni en hún tók þátt í ritun ritverksins „Kristni á íslandi" sem út kom á þessu ári. Lagt verður af stað kl. 13 frá Val- höll og áætlað er að gangan taki um tvær klukkustundir. Allir era veL komnir í gönguna og félagar KRFÍ era sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti, segir í frétta- tilkynningu. 12 milljónir til Fræðsluráðs málmiðnaðarins STARFSMENNTARÁÐ félags- málaráðuneytisins hefur veitt Fræðsluráði málmiðnaðarins styrk upp á 1,2 milljónir króna til að útbúa kennsluefni fyrir námskeið í mismun- andi gerðum suðu málms. Markmiðið er að útbúa kennsluefni sem er í takt við þær breytingar sem orðið hafa í suðu málms undanfarin ár. Verkefnið er unnið í samvinnu við Félag járnið- naðai-manna Akureyri og Bíliðnafé- lagið/félag blikksmiða. Starfsmenntaráð ákvað í upphafi þessa árs að skipta úthlutun fjármuna úr starfsmenntasjóði á árinu í þrjá hluta en alls vora 50 milljónir til ráð- stöfunar. 30 milljónir vora veittar tii starfsmenntastyrkja á grandvelli um- sókna með hefðbundnum hætti, 5 milljónir til rannsókna og kyninngar á starfsmenntun á árinu og 15 milljónir í sérstök þróunarverkefni. Þetta er þriðja þróunarverkefnið sem starfsmenntaráð styrkir á árinu 2000 en hin vora annars vegar styrk- ur til MFA vegna verkefnisins Höfnin þarfnast þekkingar, sem er starfs- nám fyrir hafnarverkamenn, og hins vegar til Slökkviliðs Reykjavíkur vegna verkefnisins Vinnuferlar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Barón Ricasoli með vín- smökkun BARÓN Francesco Ricasoli frá vín- gerðarhúsinu Barone Ricasoli í Toscana á Ítalíu verður á íslandi sem sérstakur gestur Karls K. Karlssonar hf. 12.-15. október n.k. Mun Baróninn standa fyiir vín- smökkun laugardaginn 14. október kl 14 á veitingahúsinu Skólabrú við Pósthússtræti 17 (efri hæð). „Ricasoli vín á borð við Brolio og Formulæ þekkja eflaust margir, en í farteskinu hjá Barone Ricasoli er einnig vín á borð við Castello di Brol- io, sem nú er flaggskip Ricasoli fjöl- skyldunnar. Auk þess skal vakin at- hygli á Casalferro, en árgangarnir 1995, 1996, 1997 og 1998 hlutu „Three glasses award“ Slow Food samtakanna á Italíu í flokki „Super Tuscan" vína, ein æðstu verðlaun sem veitt eru víngerðarhúsi á Ítalíu,“ segir í fréttatilkynningu. SMAAUGLYSIIMGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 18210138V2 = Sp. I.O.O.F. 12 m 18110138VÍ ■ Sp. Frá Guðspeki- félaginu Öílfsstræti 22 riftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 heldur Kristján Kristjánsson erindi um vestræn og austræn viðhorf til tilfinninga í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Emils S. Björnssonar. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 í umsjá Sigurðar Boga Stefánssonar, sem mun fjalla um hugleiðingu almennt. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. FERÐAFÉLAG S ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir 15. okt. kl. 10.30. Ólafsskarðsvegur, úr Jósefs- dal og niður á Þrengslaveg. 5—6 klst. ganga, 16—17 km. Farar- stjóri Björn Finnsson. Verð 1.900. Kl. 13.00 Eyrarbakki. Magn- ús Karel Hannesson leiðir göngu um Eyrarbakka og fræðir göngufólk. M.a. komið við á Drepstokk og í Húsinu. Fararstjóri Ásgeir Páls- son. Verð 1.600. Aðgangseyrir að söfnum innifalinn. Brottför í báðar ferðir frá BSI og Mörkinni 6, allir velkomnir. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma f kvöld kl. 20.30. Upphaf samkomuraðarinnar Nýr dagur. Upphafsorð: Bjarni Gíslason, kennari. Ræðumaður: Jóhanna Sesselja Erludóttir, nemi. Sönghópur KFUM og KFUK syngur, leiklist og mikil tónlist. Fyrirbæn eftir samkomu. Njóttu samfélagsins með okkur. Allir velkomnir. mbl.is Ið Nýjar vörur í WlÐfii I' MOGGABUÐINNI í Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a. keypt derhúfur, töskur, kiukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað vörurnar í sýningarglugganum og verslað. MOGGABÚÐIN Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.