Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 84
Maestro fNtogtmliIiifeifr JWB MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍM15691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3(m, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Utanrfkisráðherra um áform Norðuráls á Grundartanga ■\i Felur í sér hvatningu til Norsk Hydro HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist telja að áhugi Norð- uráls á að stækka álverið á Grundartanga ætti að vera hvatning fyrir Norsk Hydro og þá íslensku fjárfesta sem unnið hafa með þeim að komast sem fyrst að niðurstöðu um uppbyggingu álvers á Austurlandi. Hann sagði gott til þess að vita að eig- endur Norðuráls sýndu íslensku efnahagslífi fullt traust og það ætti að vera öðrum hvatning. „Við þurfum að átta okkur á hvað hægt er að fara í miklar framkvæmd- ir í einu og hvað hægt er að útvega mikla orku. Að mínu mati er það ánægjulegt að þessir aðiiar vilji halda áfram að byggja upp og auka sína framleiðslu. Norðurál kom hérna inn á sínum tíma þegar við þurftum á því að halda að koma efnahagslífinu í gang. Það er gott til þess að vita að þeirra fjárfesting hefur tekist og þeir vilja halda áfram. Við þurfum að sjálf- sögðu að fara yfir áform þeirra og svara þeim. Þetta ætti að vera hvatning fyrir aðila eins og Norsk Hydro og íslenka fjárfesta sem með þeim starfa að reyna að komast að niðurstöðu um sín mál sem fyrst.“ Halldór kvaðst telja að það gæti valdið nokkrum erfiðleikum í efna- hagslífinu að fara í stækkun Norður- áls samhliða uppbyggingu álvers og virkjana á Austurlandi. Það væri mik- ilvægt að horfa til langs tíma og raða framkvæmdum og mikilvægt væri að fá niðurstöðu í málin fyrir austan sem allra fyrst. Hann kvaðst treysta því að unnið væri að því af fullum krafti. Ætlar að sýna ömmu og afa verð- launapeninginn „MÓTTÖKURNAR á flugvellinum voru alveg frábærar," sagði Vala Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney. Hún kom til landsins í gærkvöldi og tók Björn Bjarnason menntamálaráðherra á móti henni ásamt forkólfum í íþróttaforyst- unni. Vala ætlar að dvelja hér að minnsta kosti næstu fimm daga. „Þarna voru margir krakkar úr IR komnirog égfékk veglegar mót- tökur. Ég er ÍR-ingur og lít á mig sem slfkan þótt ég búi í Svíþjóð,“ sagði Vala. Hún er núna í hvfld frá æfingum sem hefjast að nýju 30. október fyr- ir innanhússtímabilið sem hefst í janúar. Hápunkturinn verður heimsmcistaramótið í frjálsum íþróttum sem haldið verður um mánaðamótin febrúar-mars í Lissa- bon. „Ég stefni að því að gera mitt besta þar.“ Vala ætlar að fara austur til Eg- ilsstaða einhvem næstu daga og hitta ömmu sína og afa. „Ég kem yf- irleitt heim í síðbúið sumarfrí og keyri hringinn í kringum landið. Það er alltaf mesta tilhlökkunarefn- ið eftir utanhússtímabilið. Þeir hafa verið svo almennilegir við mig hjá Toyota og nú bruna ég um landið í Land Cruiser jeppa,“ sagði Vala. Sigurjón Sighvatsson framleiðir kvikmynd með Harrison Ford Tekin að hluta til upp hér á landi BANDARÍSKI kvikmyndaleikar- inn Harrison Ford mun leika í kvik- mynd sem Sigur- jón Sighvatsson framleiðir og tekin verður upp að hluta til hér á landi næsta sumar. Myndin, sem er sannsöguleg og hefur hlotið nafnið K-19: The Widowmaker, fjallar um slys sem varð í jómfrúrferð sovésks kjarnorkukafbáts með langdræg- ar kjamorkuflaugar árið 1961. Kælikerfi kjamakljúfsins bilaði og fjallar myndin um viðbrögð - áhafnarinnar við því, en Ford leikur skipstjórann um borð. Þá standa yfir viðræður við leikarann Liam Neeson um að leika næst- ráðanda um borð, en Kathryn Bigelow leikstýrir myndinni. Ráðgert er að tökur hefjist í febrúarmánuði næstkomandi og verður myndin teldn upp í Rúss- landi, Kanada, á íslandi og Sval- barða. Sigurjón Sig- hvatsson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær- kveldi að gerð myndarinnar hefði verið yfir fjögur ár í undir- búningi, en hann hefði ekki komið að verkefninu fyrr en fyrir um einu og hálfu ári. Myndin yrði að mestu leyti tekin upp í Montreal, þar sem öll inniatriði yrðu tekin, en gert væri ráð fyrir upptökum á íslandi næsta vor í eina til tvær vikur. Ekki væri endanlega búið að ákveða tökustaði. Að því væri unnið núna, en Karl Júlíusson ynni einnig að myndinni og sæi um leikmyndahönnun. Sigurjón sagði að stefnt væri að því að myndin yrði tilbúin til sýn- inga vorið 2002. Hann sagði að um mjög stórt verkefni væri að ræða, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7-8 milljarða kr. og mörg hundr- uð manns kæmu að gerð myndar- innar. Ný deild Kvikmyndasióðs NÝ deild Kvikmyndasjóðs íslands tekur til starfa um áramót og mun •jjgp taka við því hlutverki menning- „rsjóðs útvarpsstöðva að úthluta styrkjum til annarra kvikmynda en leikinna kvikmynda í fullri lengd. Hin nýja deild fær á fjárlögum næsta árs 25 milljónir kr. til ráðstöf- unar og vex framlagið ár frá ári í 100 milljónir kr. árið 2004. Gert er ráð fyrir að sérstakur deildarstjóri verði ráðinn að sjóðnum tO að annast úthlutun til verkefna. ■ Ný deild/Cl VEISLA ... einn, tveir og Iprír! ISLENSKIR ** O.SJAJV :p Ljósmynd/Hilmar Bragi Vala Flosadóttir, bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Sydney, fékk veglegar móttökur í Leifsstöð í gær og biðu meðal annars eftir henni ungir íþróttamenn úr IR. Rannsókn á högum fólks af erlendum uppruna 85% vilja skyldu- nám í íslensku Bráðabirgðaniðurstöður Gallup- rannsóknar gefa til kynna að 70% nýbúa hafi stundað nám í íslensku og 85% telji að skylda eigi þá út- lendinga sem ætla að setjast að á íslandi tO að læra íslensku. Póst- könnun var send til 2.000 manns af erlendum uppruna um landið allt í september og október. Þóra Ásgeirsdóttir og Þorlákur Karlsson kynntu bráðabirgðaniður- stöður byggðar á svörum tæplega 500 manns á ráðstefnunni Heimurinn er heima - fjölmenningarlegt samfé- lag á íslandi á Grand Hóteli í gær. Af öðrum athyglisverðum niður- stöðum er hægt að nefna að flestir segjast hafa flutt tO íslands tO að stunda vinnu eða vegna tengsla við íslendinga, t.d. maka, unnustu/a. Þriðja algengasta ástæðan er að við- komandi langaði tO að afla sér nýrrar reynslu. Aðrar sjaldgæfari ástæður eru tengsl við samlanda á íslandi, betri almenn lífskjör á Islandi og flótti frá öðru landi. Langflestir eða 95% sögðust tala erlent tungumál, þ.e. móðurmál eða þriðja tungumál, við börn sín, 85% við maka og 75% vegna vinnu. Vinahópur 45% var samsettur, 35% sögðust aðallega eiga íslenska vini og 15% aðallega sam- landa sína. Fram kom að þrír fjórðu hlutar hópsins þekktu einhvern á Is- landi áður en þeir fluttu til landsins. Konur komu frekar en karlar til landsins sem unnustur eða makar. Innan við helmingur fékk upplýsing- ar um íslenskt samfélag fyrir kom- una tO landsins. Um þrír fjórðu fengu upplýsingar um „kerfið“ hjá íslend- ingum eða samlöndum fyrsta árið. Menntun og reynsla nýtist ekki Tæplega helmingi finnst menntun sín og reynsla á vinnumarkaði er- lendis ekki nýtast vel hérlendis. Þriðjungur foreldra barna í leikskól- um sagði að börnin hefðu fengið stuðning vegna tungumálaerfiðleika og annars konar aðlögunar. Fram kom að fimmtungur þeirra sem fengu ekki stuðning hafi þurft á hon- um að halda. Tæplega helmingur for- eldra barna í skólum sagði að bömin hefðu fengið stuðning. Fram kom að tæplega 40% þeirra sem ekki fengu stuðning hafi þurft á honum að halda. Um 80% sögðust ánægðir hér á landi og 40% töldu ólfldegt að þeir flyttust aftur til upprunalandsins. Alls sögð- ust 70% hafa orðið vör við afskipta- leysi af hálfu Islendinga, 50% ekki fengið ákveðna þjónustu vegna er- lends uppruna, 50% upplifað að vera talað niður til af sömu ástæðum, 45% fengið dónalegar athugasemdir og 15% hótanir. Mestu breytingamar til að fólki af erlendum uppmna líði vel em að íslendingar sýni síður af- skiptaleysi, hafi siður í hótunum og upplýsingar séu aðgengilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.