Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bankaráð Landsbankans ræddi ósk ríkisstjórnariimar á fundi í gær Bankastjóra falið að ganga til viðræðna BANKARÁÐ Landsbankans fól í gær Halldóri J. Kristjánssyni banka- stjóra að leiða viðræður við Búnaðar- bankann um sameiningu bankanna. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðsins, segir að af hálfu Landsbankans verði við það miðað að sameiningin geti átt sér stað um áramót. í ályktun bankaráðs Landsbanka í gær er vísað til ályktunar banka- ráðsins frá 30. mars á þessu ári þar sem fram kom sú eindregna afstaða bankaráðsins að rétt væri að stefna að sameiningu Landsbanka og Bún- aðarbanka. „Ríkisstjóm íslands, sem fer með stærstu hlutina í Landsbankanum og Búnaðarbankanum, hefur nú fallist á þau sjónarmið að kanna beri hvort mögulegt sé að sameina þessa tvo banka í eitt öflugt fjármálafyrirtæki. Bankaráð Landsbankans fagnar þessat'i niðurstöðu og hefur á fundi sínum í dag samþykkt einróma að fela bankastjóra bankans í nánu samráði við bankaráðið að undirbúa og ganga til viðræðna við bankaráð Búnaðarbankans um mögulegan samruna bankanna. Bankaráðið leggur áherslu á að þessar viðræður hefjist sem fjrst og að sem fyrst komi í ljós hvort grund- völfur er íyrir samruna. Bankaráðið telur að samruni Landsbankans og Búnaðarbankans tryggi best framtíðarhagsmuni hlut- hafa beggja bankanna, stórra sem smárra, viðskiptavina þeirra og starfsfólks,“ segir í ályktun banka- ráðsins frá því í dag. Rætt um fækkun útibúa Helgi sagði að Landsbankinn hefði farið yfir þetta mál á undanfömum vikum og það væri skoðun stjóm- enda bankans að það væri ótvíræður ávinningur að því að sameina Landsbankann og Búnaðarbankann. Það væru umtalsverð samlegðar- áhrif af sameiningu og vemlegur sparnaður. Það lægi alveg fyrir. Hann sagði að sameiningin myndi væntanlega leiða tU fækkunar starfs- fólks, en það væri ekki búið að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum. Hann sagðist því miður hafa orðið var við að fréttir af þessum samruna hefðu skapað óróa meðal starfs- manna. Hjá því yrði ekki komist þeg- ar svona hlutir væru í deiglunni. Helgi sagði að við undirbúning málsins af hálfu Landsbankans hefði m.a. verið fjalíað um mögulega fækk- un útibúa. Hann sagðist ekki geta gefið upplýsingar um það á þessu stigi, enda væri sá þáttur málsins óræddur á milli bankanna. Dótturfyrirtæki ríkisbankanna eignarhluti fflim jmanL íuiim Lands- Bunaðar- banki banki Samtals Greiðslumiðlun hf. 38,0% 21,0% 59,0% Lýsing hf. 40,0% 40,0% 80,0% Reiknistofa bankanna hf. 35,1% 15,8% 50,9% Kreditkort hf. 20,0% 20,0% 40,0% Vátryggingafélag Islands hf. 44,2% 44,2% Líftryggingafélag íslands hf. 44,4% 44,4% Landsbréf hf. 90,0% 90,0% Landsbankinn - Framtak hf. 99,9% 99,9% Landsbankinn - Fjárfesting hf. 99,9% 99,9% Fjárfestingarsj. Búnaðarbankans hf. 99,0% 99,0% Gen hf. 99,0% 99,0% Verðbréfasj. Búnaðarbankans hf. 99,0% 99,0% Bankarnir í samanburði Helstu tölur úr sex mánaða uppgjörum bankanna M) íi Heimild: Kaupþing Landsbanki- Búnaðarbanki ísiandsbanki - FBA Hlutafé 9.899.467.000 Gengi 09.10.00 (14.09.99) 5,05 Markaðsvirði 50.980.000.000 49.992.308.350 Heildareignir 344.925.751.000 269.370.289.000 Heildarútlán 249.869.521.000 187.212.103.000 Eigið fé 19.010.230.000 16.810.542.000 Víkjandi lán 8.232.026.000 4.779.924.000 Samtals 27.242.256.000 21.590.466.000 Hreinar vaxtatekjur 4.839.422.000 3.549.276.000 % af heildarútlánum 1,94% 1,90% Á ársgrundvelli 3,91 % 3,83% Vaxtamunur na 2,70% Hreinar rekstrartekjur 7.427.303.000 6.101.597.000 % af heildareignum 2,15% 2,27% Önnur rekstrargjöld 5.530.988.000 3.358.173.000 % af hreinum rekstrartekjum 74.47% 55,04% Gengishagnaður/ -tap* -63.974.000 -181.898.000 % af hreinum rekstrartekjum -0,86% -2,98% % af hagnaði fyrir skatt -5,74% -17,58% Hagnaður fyrir skatta 1.115.107.000 1.034.689.000 % af heildareignum (p.a.) 0,65% 0,77% % af eigin fé (p.a.) 12,08% 12,69% % af markaðsvirði 2,2% 2,1% Hagnaður eftir skatt 842.018.000 749.789.000 22,9 24,2 v/H rynr sKatt V/H eftir skatt** 30,3 33,3 Q-hlutfall na 2,97 Innra virði 1,70 Eiginfjárhlutfall 5,51% 6,24% CAD hlutfall na 9,40% Arðsemi eigni fjár f.sk.pa 12,08% 12,69% Arðsemi eigin fjár e.sk.pa 9,05% 9,12% Markaðsvirði/Heildareignir 14,78% 18,56% Afskriftarreikningar Framlag á árinu 781.208.000 544.766.000 % af heildarútlánum 0,31% 0,27% Afskriftarreikn. samtals 4.861.900.000 1.373.977.000 Heildarútlán 249.869.521.000 199.739.513.000 Hlutfall af heildarútlánum 1,95% 0,69% Fjöldi útibúa 88 30 íReykjavík 34 20 önnur 54 TO Fjöldi starfsmanna 1.805 1.093 Hagn./starfsmann f. skatt 466.492 685.992 *Ath. aö Íslandsbanki-FBA gjaldfærði sérstaklega allt tap af markaðsskuldabréfum hvort sem þau voru (fjárfestinga- eða veltubók undir lið sem heitir matsverðbreyting á markaðsskuldabréfum. ** Reiknað er með sama hagnaði á seinni hluta ársins. Halldór Björnsson nýkjörinn formaður Starfsgreinasambands fslands Nýtt afl sem getur haft úrslitaáhrif á þróun kjaramála HALLDÓR Bjömsson, formaður hins nýstofnaða Starfsgreinasam- bands Islands, kveðst telja að sú staða geti komið upp að sambandið fari með samningsmál fyrir félögin sem standa að því. Halldór er kjörinn formaður til tveggja ára á stofnfundi samtakanna í gær ogkveðst ætla að sitja útkjörtímabilið að óbreyttu. „Breytingin er sú að nú er orðið til eitt samband í stað þriggja lands- sambanda. Innanborðs eru rösklega 40 þúsund manns. Sambandið mun starfa út frá einni miðstöð í stað þriggja áður. Enn er þó eftir að skipuleggja vinnuna og fínpússa. Megináhrif nýja sambandsins er það að hér er komið nýtt afl í íslenskri verkalýðshreyfingu sem getur, ef vel tekst til, haft úrslitaáhrif á þróun kjaramála hér á landi. Þetta er lang- stærsta landssambandið. Ég stýrði undirbúningsvinnunni og þar kom strax í ljós að við vorum á réttri leið. Það var mikil eindrægni í hópnum og menn lögðu til hliðar deilur og það endurspeglaðist í því sem gerðist hér á þinginu," sagði Halldór. Hann sagði að ljóst væri að nú kæmi mun sterkara afl til leiks. Formaðurinn verður félagsleg- ur og pólitískur leiðtogi Halldór, sem nýlega lét af for- mennsku í Eflingu, segir að formað- ur sambandsins verði ekki í fullu starfi heldur verði ráðinn fram- kvæmdastjóri. Það verði eitt af fyrstu verkefnum framkvæmda- stjómarinnar að ráða framkvæmda- stjóra. A honum muni brenna hinn daglegi rekstur. Halldór sagði að vonir stæðu til að framkvæmdastjóri yrði ráðinn strax í næstu viku en vildi ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Starfssvið framkvæmdastjóra verð- LjósmyncWilhjálmur Þ. Guðmundsson Halldór Bjömsson, fyrsti formaður Starfsgreinasambands íslands, þakkar fyrir sig eftir formannskjörið. ur stýring á skrifstofu og fram- kvæmd ákvarðana framkvæmda- stjóma. Einnig verður hann sviðstjórum innanhandar. Formað- urinn verði félagslegur og pólitískur leiðtogi og talsmaður sambandsins út á við og tengiliður við félögin. Halldór bendir á að landssam- bandið sé ekki sá aðili sem fari með kjaraviðræður. Það geri félögin sjálf. „Taki félögin hins vegar ákvörðun um það sjálf að fela landssambandinu að taka að sér kjaraviðræðurnar tek- ur sambandið það að sér.“ Halldór kveðst varla búast við því að félögin beri fram slíka ósk núna nema sú neikvæða þróun verði áfram í verðlags- og vísitölumálum sem ver- ið hefur. „Verði öllum launaliðum samninganna sagt upp geta mál æxl- ast svo að félögin verði sammála um það að beita sameiginlegu afli í gegn- um þetta landssamband til þess að knýja fram breytingar á launaliðum.“ Bankaráð Búnaðar- banka Islands hf. Tekið fyrir á fundi á mánudag BANKARÁÐ Búnaðarbanka Islands hf. hefur verið boðað til fundar á mánudag til að fjalla um þau tilmæli ríkis- stjórnarinnar að hafnar verði viðræður um samruna Lands- bankans og Búnaðarbankans. „Ég fékk tilkynningu við- skiptaráðherra í morgun og boðaði til bankaráðsfundar á mánudag þar sem málið verður tekið fyrir. Væntanlega setjum við einhverja vinnu af stað. Um málið er ekki annað að segja á þessu stigi,“ sagði Pálmi Jóns- son, formaður bankaráðs Bún- aðarbankans í gærkvöldi. Handtekinn með tvö kg af hassi FERTUGUR íslenskur karlmaður var handtekinn með um tvö kg af hassi þann 28. september sl. Maður- inn var þá að koma til landsins frá Danmörku en hann hefur verið bú- settur þar undanfarið. Eiturlyfm fundust á manninum við reglubundið eftirlit tollvarða í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur sem var framlengt í gær um aðrar tvær vik- ur. Á miðvikudaginn var 48 ára gam- all maður handtekinn vegna sama máls. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað hann í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til 26. októ- ber nk. Lögreglan í Reykjavík hefur málið til rannsóknar. Samkv. fréttatilkynningu frá lög- reglunni í Reykjavík sitja nú níu manns í gæsluvarðhaldi vegna fíkni- efnamála sem eru til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. ---------------- Starfsgreinasambandið Framkvæmda- stjórn kjörin NY framkvæmdastjórn hjá nýstofn- uðu Starfsgreinasambandi Islands var kjörin að tillögu kjörstjórnar og kom ekki til kosninga. Varaformaður var kjörinn Björn Snæbjörnsson, Einingu-Iðju. Meðstjómendur: Kristján Gunn- arsson, VSFK, Elínbjörg Magnús- dóttir, Vlf. Akraness, Pétur Sigurðs- son, Vlf. Baldri, Sigurður T. Sigurðsson, Vlf. Hlíf, Sigurður Bessason, Eflingu stéttarfélagi, Jón Ingi Kristjánsson, Vlf. Norðfirðinga. Sviðstjórar vora kjörnir: matvæla- svið: Aðalsteinn Baldursson, Vlf. Húsavíkur; iðnaðarsvið: Guðmundur Þ. Jónsson, Eflingu stéttarfélagi; flutninga-, bygginga- og mannvirkja- svið: Már Guðnason, Vlf. Rangæinga; þjónustusvið: Hjördís Þóra Sigur- þórsdóttir, Vökli stéttarfélagi; svið starfsmanna rílds og sveitarfélaga: Guðrún Kr. Óladóttir, Eflingu stétt- arfélagi. Varameðstjórnendur: Signý Jóhannesdóttir, Vlf. Vaka, Snom Ár- sælsson, Eflingu stéttarfélagi, Berg- hildur Reynisdóttir, Vlf. Borgarness, Guðjón Arngrímsson, VSFK, Ásdís Guðmundsdóttir, Vkf. Öldunni, Ein- ar Karlsson, Vlf. Stykkishólms. Varasviðsstjórar: matvælasvið: Matthildur Sigurjónsdóttir; iðnaðar- svið: Jóhannes D. Halldórsson; flutn- inga-, byggingar- og mannvirkjasvið: Kolbeinn Gunnarsson; þjónustusvið: Hjördís Baldursdóttir; svið starfs- manna ríkis og sveitarfélaga: Krist- björg Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.