Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I GaAunO Allt þetta mun ég ge fa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig, Dóri litli. Handtekinn með rúmlega 1.600 g af hassi Hlaut 12 mánaða fangelsi RÚMLEGA fertugur karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Refsing mannsins er hegningarauki fyrir ýmis brot sem hann hefur verið dæmdur fyrir sl. ár. Fyrir þau var maðurinn dæmdur í alls sextán mán- aða fangelsi. Dómur héraðsdóms Reykjaness, fangelsisvist í tólf mán- uði, bætist við aðra dóma sem mað- urinn hefur hlotið. Samkvæmt því bíður hans nú rúmlega tveggja ára fangelsisvist. Akæran á hendur manninum var í þremur liðum. Hann var sakaður um að hafa, miðvikudaginn 8. september 1999, stolið tveimur framhliðum á GSM-síma, tveimur GSM-lyklaborð- um, hleðslutæki fyrir GSM-síma og bílhleðslutæki úr verslun ELKO. í öðru lagi var honum gefið að sök að hafa tekið bifreið í heimildarleysi og notað hana í um hálfan mánuð, eða þar til lögreglan handtók hann 1. október 1999. Alvarlegasti ákæruliðurinn var þó að maðurinn var sakaður um að hafa haft rúmlega 1.600 g af hassi í fórum sínum sem hann hafi ætlað til sölu. Að auki fannst við húsleit á heimili mannsins 0,31 g af amfetamíni. Hér- aðsdómur dæmdi manninn sekan af öllum ákæruatriðum. „Ég skil ekkert í þér í dómi héraðsdóms er rakið hvernig lögreglan komst á snoðir um málið. Þar segir að síðdegis föstu- daginn 1. október 1999 hafi hringt á lögreglustöðina í Kópavogi aðili sem óskaði nafnleyndar. Hann sagðist staddur á Smáratorgi í Kópavogi og hefði veitt því athygli að tveir karl- menn og stúlka hefðu verið að rífast. „Hann hafi heyrt þann mann er eldri var segja: „Ég ætla að gefa henni sígarettu," og síðan sá og stúlkan gengið út, en yngri maðurinn horfið inn í verslunarmiðstöðina. Er þau voru komin út fyrir hafi maðurinn sagt við stúlkuna: „Ég skil ekkert í þér að láta svona þegar við erum með hálft kíló af efnum í bílnum.““ Tilkynnandinn hringdi að því búnu í lögregluna, sem kom á staðinn stuttu síðar. Við leit í bifreiðinni sem mað- urinn hafði stolið fundust rúmlega 1.600 g af kannabisefnum. Við hús- leit hjá manninum stuttu síðar fannst að auki 0,31 g af amfetamíni. TIL ALLRA ÁTTA! J!Sberqihw"«\Wn5 Gjees'óegar danskaJÍ^i fkáSÆk lÉA uÆt f mm KOSTABOi Allt aö 30% afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna riform HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Breytt kjördæmaskipun Flestir íbúar í suð vesturkj ör- dæmi Ásgeröur Halldórsdóttir NÝ kosningalög gera ráð fyrir breyttri kjördæmaskipan og í framhaldi af því verða stjórnmálaflokkamir að kjósa sér ný kjördæmis- ráð. Stofnfundur nýs kjör- dæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í suðvestur- kjördæmi var haldinn 6. október sl. og var Asgerð- ur Halldórsdóttir þá kjörin formaður þess. Hún var spurð hvort þetta væri mikil breyting fyrir stjóm- málaflokkana. „Á höfuðborgarsvæðinu, sem nú verður þrjú kjör- dæmi, sé ég fyrir mér að flokksstarfið verði enn öfl- ugra hjá öllum stjómmála- flokkunum. Breytingin á landsbyggðinni verður kannski erfiðari að því leytinu til að kjördæmin em orðin miklu stærri og víðfeðmari. Miklar vega- lengdir gera það að verkum að fólk á ekki eins auðvelt með að hittast en þá sé ég fyrir mér mögu- leika á að flokksfólkið taki upp hina nýju upplýsingatækni og haldnir verði í meiri mæli fjarfundir í tölvum á komandi ár- um. Ég tel að fyrir næstu alþingis- kosningar verði breyting á höfuð- borgarsvæðinu á þann veg að þessi kjördæmi starfi meira sam- an í kosningabaráttunni en hingað til hefur verið.“ - Hver vorðíi landamærin á höf- uðborgarsvæðin u ? „Suðvesturkjördæmið umlykur Reykjavík eftir þessar breytingar (Seltjarnames, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mos- fellsbær og Kjós) og Reykjavík verður nú tvö kjördæmi. Því verð- ur suðvesturkjördæmi með flesta íbúa á kjörskrá. Ég hef trú á að kosningabaráttan verði unnin í miklu samstarfi þessara þriggja kördæma hjá öllum flokkunum.“ - Hvernig miðar þessu starfí hjá Sjálfstæðisfíokknum? „Hjá Sjálfstæðisflokknum er nú verið að stofna þessi kjördæmis- ráð, þegar hefur verið stofnað kjördæmisráð í suðvesturkjör- dæmi eins og komið hefur fram og einnig í norðvesturkjördæmi (Vestfirðir, Vesturland og Norð- vesturland). Hin kjördæmin era austurkjördæmi, suðurkjördæmi ogtvö Reykjavíkurkjördæmi.“ - Einfaldar þetta starfíð að öðru leyti hjá ykkur í suðvesturkjör- dæmi? „Nei, ég get ekki séð það. Það hefur ávallt verið mjög gott flokksstarf í Reykjaneskjördæmi og sú þekking sem þar var fyrir skilar sér væntanlega að fullu í hið nýja kjördæmi.“ -Leiðir þetta til mikillar tog- streitu innan sjálfstæðisfélaganna á þessu svæði hvað frambjóðendur snertir? „Nei, þetta svæði hefur verið mjög öflugt í sínu flokksstarfi og þar hafa allir starfað sem einn maður og því á ég ekki von á neinni breytingu þar á. Kördæmið hefur nú þegar sex þing- menn, fjórir af þeim eru búsettir í þessu nýja kjördæmi og verða vafalaust áfram innan þess, hinir tveir eru búsettir á Reykja- nesi og flytjast trúlega yfir í nýtt kjördæmi, hvað þeir ákveða verður svo að koma í ljós. Þingsæti hins nýja suðvesturkjördæmis verða ellefu og við hjá Sjálfstæðisflokknum vonumst til þess að fá a.m.k. sex af ► Ásgerður Hallddrsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi árið 1984 frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og viðskiptaprófi frá Há- skóla Islands 1990 og stundar nú meistaranám í stjórnun og stefnumótun við HÍ. Hún hefur starfað sem deildarstjóri innra eftirlits hjá Tryggingamiðstöð- inni hf. í rúm tuttugu ár. Ásgerð- ur er gift Kristjáni Guðlaugssyni, kerfisfræðingi hjá Lýsingu hf., og eiga þau þrjú börn. þeim þingsætum eftir næstu kosn- ingar.“ - Býstu við að þetta verði mikið starf sem þú hefur nú verið kosin tiP. „Þetta verður vafalaust heil- mikið starf. Við sem störfum innan flokka höfum sameiginlega sýn á hvernig við viljum móta samfélag- ið, hafa áhrif á það og stýra því. Það er hlutverk okkar að glæða áhuga almennings á þátttöku í stjómmálum, sérstaklega unga fólksins. Þar eru tækifærin til þess að hafa áhrif á samfélagið og stjóm þess.“ - Hvert er hlutverk kjördæmis- ráðs? „Kjördæmisráð fer með sam- eiginleg flokksmál í hverju kjör- dæmi. Það sér til þess að flokks- starfið í viðkomandi kjördæmi sé í samræmi við skipulagsreglur flokksins. Einnig ákveður kjör- dæmisráð framboðslista flokksins við kosningar til Alþingis. Höfuð- borgarsvæðið hafði hinn 1. desem- ber sl. á kjörskrá 125.599 kjósend- ur. Hið nýja suðvesturkjördæmi hefði haft, miðað við 1. desember í fyrra, 43.227 kjósendur á kjör- skrá.“ -Telur þú að þessi breyting verði til að auka vægi sumra fíokka á kostnað annarra? „Sumir hafa talað um að styrk- ur Sjálfstæðisflokksins muni auk- ast á kostnað smærri flokkanna, sérstaklega Samfylkingarinnar. Mín skoðun er að innra flokksstarf Samfylk- ingarinnar sé ekki nógu öflugt til þess að mæta þessari kjördæma- breytingu. Þetta segi ég af því að sá flokkur samstendur af mörgum flokksbrotum. Með Framsóknarflokkinn gegnir öðru máli því að hann stendur á gömlum merg eins og Sjálfstæðisflokkur- inn. Eitt er víst að mikil vinna er fyrir höndum hjá öllum flokkunum við að byggja upp sitt innra starf miðað við þessar breytingar.“ Mikil vinna er hjá öllum flokkum við að byggja upp sitt innra starf miðað við þessar breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.