Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miklar umræður á tveggja daga ráðstefnu um landgrunnið og auðlindir þess Mikilvægir hagsmunir í húfi við af- mörkun land- grunnsins ✓ Mikilvægt er að Islendingar skilgreini vel kröfur sínar um ytri mörk land- grunnsins utan 200 sjómílna fyrir land- grunnsnefnd SP en fremstur til að leggja upplýsingar fyrir nefndina rennur út 2004. Er talið ljóst að mikil vinna sé fram undan vegna undirbúnings málsins. Petta kom fram á tveggja daga ráðstefnu um land- grunnið og auðlindir þess í gær. Ómar Friðriksson fylgdist með dagskránni. FRESTUR íslands til þess að leggja upplýsingai- fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna rennur út haustið 2004. Er talið ljóst að mikið starf sé framundan vegna undirbúnings og við öflun og yfirferð gagna vegna aímörkunar land- grunnsins enda eru miklir hagsmunir í húfi. Petta kom fram í máli fyrirles- ara á fyrri degi fjölmennrar ráð- stefnu um landgrunnið og auðlindir þess sem fram fór á vegum Hafrétt- arstofnunar Islands, utanríkisráðu- neytis og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Halldór Asgrímsson utanríkdsráð- herra sagði í ávarpi sínu að tímabært væri að efla umfjöllun um land- grunnsmál hér á landi því þau myndu verða mjög í brennidepli á næstu ár- um. Viðamikil undirbúningsvinna Fram kom í máli Steinars Þórs Guðlaugssonar, jarðeðlisfræðings á Orkustofnun, að tæknilegur undir- búningur vegna afmörkunar íslenska landgrunnsins, þ.e. á Hatton Rockall svæðinu, Síldarsmugunni svonefndu og á Reykjaneshrygg, væri viðamikið verkefni en . vísindaleg þekking á hafsbotninum hefði tekið stórstígum framförum á seinustu árum. Halldór Ásgrímsson sagði mik- ilvægt að íslendingar skilgreini vel kröfugerð sína íyrir land- grunnsnefndinni enda séu svæði þar sem íslendingar hafa gert tilkall til landgrunnsréttinda, s.s. á Hatton Rockall svæðinu, einna líklegust til að geyma olíu og gas í vinnanlegu magni. Halldór benti á að valdi land- grunnsnefndarinnar eru takmörk sett á svæðum sem tvö eða fleiri ríki gera tilkall til því þar fara viðkomandi ríki sjálf með afmörkun landgrunns sín á milli. „Hatton Rockall svæðið er dæmi um svæði af þessu tagi en fjögur ríki, ísland, Danmörk fyrir hönd Fær- eyja, Bretland og Irland, hafa gert tilkall til þess. Ljóst er annars vegar að aðilar þurfa að ná samkomulagi um skiptingu svæðisins sín á milli eða um að svæðið verði sameiginlegt nýt- ingarsvæði og hins vegar að nást þarf niðurstaða um afmörkun ytri marka landgrunnsins með hhðsjón af tillög- um landgrunnsnefndarinnar. Við höfum talið tímabært að koma aftur á viðræðum milli aðila Hatton Rockall málsins til þess að endur- meta stöðu þess A fundi mínum með Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, flutti ávarp við upphaf fjölmennrar ráðstefnu um landgrunnið og auð- lindir þess í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, síðastliðinn vetur varð að samkomulagi að sérfrræðingar land- anna myndu hittast til að ræða mál- ið. Viðræður þeirra fóru fram í London síðastliðið vor og voru þær að mínu mati afar gagnlegar. Aðilar komu sér saman um að halda viðræð- um áfram á haustmánuðum en báðir aðilar gera sér grein fyrir því að til þess að ná samkomulagi í máhnu þurfa hinir tveir aðilarnir, Færeyjar og írland, einnig að koma að því. Hatton Rockall máhð er býsna flókið og viðbúð að erfitt verði að finna lausn á því. Við munum hins vegar ekki láta okkar eftir hggja í því efni enda er hætt við því að nái aðilar ekki samkomulagi muni kostnaðar- samar greinargerðir aðila til land- grunnsnefndarinnar verða unnar fyrir gýg og hugsanlegar auðlindir á svæðinu liggja ónýttar í jörðu,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra sagði að undir- búningsvinnan yrði einkum í höndum utanríkisráðuneytisins og Orkustofn- unar en aðrir aðilar myndu einnig koma að því, m.a. Sjómælingar ís- lands. Tryggja verði að þessir aðilar hafi bolmagn til að takast á við þetta mikilvæga verkefni með fullnægjandi hætti. Hlutaðeigandi ríki finni sjálf lausn á umdeildum svæðum Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu, gerði á ráðstefnunni grein fyrir þeim reglum sem gilda um réttarstöðu land- grunnsins, rétt strandríkja til land- grunns og ræddi um afmörkun ís- lenska landgrunnsins. Tómas fjallaði m.a. um hlutverk landgrunnsnefndar S.Þ. og kom fram í máli hans að valdi nefndarinnar eru ákveðin takmörk sett. Nefndin geri aðeins tillögur til strandríkisins um ytri mörk landgrunnsins og kveði þvi ekki upp úrskurð um mörkin og hafi ekki dómsvald. „Strandríkinu ber hins vegar að ákvarða landgrunns- mörkin á grundvelli tillagna nefndar- innar. Því er ekki skylt að ákveða mörkin alfarið samkvæmt tillögum nefndarinnar en ber að hafa hhðsjón af þeim. Strandríkið hefur því nokk- urt svigrúm í þessu efni en er að sjálf- sögðu bundið af efnisákvæðum 76. greinar hafréttarsamningsins," sagði hann. Tómas benti einnig á að í starfs- reglum landgrunnsnefndarinnar fæl- ist undanþága frá þeim 10 ára fresti sem strandríki hafa skv. hafréttar- samningnum til að leggja upplýsing- ar um mörk landgrunnsins fyrir nefndina. „Samkvæmt því getur strandríki lagt upplýsingar um ein- ungis hluta landgrunns síns fyrir landgrunnsnefndina í því skyni að hafa ekkd áhrif á álitamál varðandi af- mörkun markahna milli ríkja á öðrum hlutum landgrunnsins," sagði Tómas. Virðist mér að ísland geti beitt þessu undanþáguákvæði frá hinum almenna 10 ára fresti og lagt einungis upplýsingar um landgrunnið á Reykjaneshrygg fyrir landgrunns- nefndina en upplýsingar um land- grunnið á Hatton Rockall svæðinu, sem fleiri ríki gera tilkall til, síðar. Þessu tengist að á umdeildum svæðum á borð við Hatton Rockall svæðið og, eftir atvikum, svæðið vest- ast í Síldarsmugunni, þurfa hlutað- eigandi ríki sjálf að finna lausn á skiptingu svæðanna sín á milli eða um að svæðin verði sameiginleg nýting- arsvæði. Jafnframt þarf að nást nið- urstaða um afmörkun ytri marka landgrunnsins með hhðsjón af tillög- um landgrunnsefndarinnar," sagði Tómas. Fjallaði um brautryðjendastarf Hans G. Andersen Guðmundur Eiríksson, þjóðréttar- fræðingur og dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, var meðal fyrirlesara á ráðstefunni í gær. Fjallaði hann um hinar ýmsu hliðar hins nýja hafréttar og fór einnig orð- um um mikilvægt brautryðjendastarf Hans G. Andersen, þjóðréttarfræð- ings og sendiherra, í hafréttarmálum á alþjóðlegum hafréttarráðstefnum og um áhrif hans á framþróun haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fram kom í máh hans að með tillög- um sínum og ráðgjöf lagði Hans G. Andersen lagalegan grundvöll að þeirri stefnu sem Islendingar fylgdu í fjóra áratugi við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, allt frá setningu lag- anna um vísindalega verndun fiski- miðalandgrunnsins 1948. I dag, á síðari degi ráðstefnunnar, verður m.a. fjallað um stöðu og þróun ohuleitar og ohuvinnslu í nágrannar- íkjunum og um möguleikana á ohu- og gasfundum á íslenskum hafsvæð- um. Danir styðja dönsku- kennslu nérlendis MENNTAMÁLARÁÐHERRA Dan- merkur, Margrethe Vestager, var á íslandi dagana 11.-13. október í boði Björns Bjarnasonar, mennta- málaráðherra. Tilefni komu ráð- herrans er undirritun samnings milli landanna um sérstakan stuðn- ing við dönskukennslu á íslandi. Samningurinn nær til þriggja ára, frá 2001 til 2003, og er gerður í framhaldi af fimm ára samstarfs- verkefni landanna um eflingu dönskukennslu og miðlun danskrar menningar á fslandi sem dönsk stjórnvöld hafa fjármagnað frá ár- inu 1996. Fjárveitingar Dana til þcssa fimm ára verkefnis hafa ár- Iega numið um 20 milljónum ís- lenskra króna. í þeim þriggja ára samningi sem undirritaður verður nú er m.a. kveðið á um ráðningu dansks sendi- kennara við Kennaraháskóla ís- lands, ráðningu tveggja danskra farkennara fyrir grunnskóla lands- ins, styrki til námsferða dönsku- nema á háskólastigi og sérstök verkefni á sviði endurmenntunar kennara og námsefnisgerðar. Fjár- veitingar Dana til verkefnisins nema sem fyrr um 20 milljónum ís- lenskra króna árlega en fjárfram- lag Islendinga 5 milljónum. Sérstök samstarfsnefnd Dana og íslendinga hefur umsjón með framkvæmd samningsins. Meðan á dvöl Margrethe Vest- ager stendur heimsótti hún Kenn- araháskóla Islands, Háskóla íslands og Sólvallaskóla á Selfossi en í þess- um skólum starfa nú danskir lekt- orar og farkennarar. Hún fór einn- ig til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og skoðaði sig um í Reykjavík. Morgunblaðið/Arni Sæberg Margrethe Vestager, menntamálaráðherra Danmerkur, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra gengu frá samningi milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á íslandi. Utvarpsráð Gagnrýni ánýjan skemmtiþátt Á FUNDI útvarpsráðs hinn 10. október sl. lagði Kristín Halldórs- dóttir, fulltrúi vinstri grænna í ráðinu, fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð gagnrýnir harðlega þann hluta skemmtiþáttarins „Milli himins og jarðar“ sl. laugar- dag þar sem þáttarstjórnandi, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, og gestur hennar Jónína Benedikts- dóttir sameinuðust í niðrandi um- tali um fjarstadda manneskju, Súsönnu Svavarsdóttur. Undirrit- uð beinir því til forsvarsmanna að Súsanna Svavarsdóttir verði beðin afsökunar á þessum afglöpum og séð til þess að þvflíkt gerist ekki aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.