Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstíórnin óskar eftir viðræðum um samruna Búnaðarbanka og Landsbanka V æntingar um sam- einingu í árslok Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu við- skiptaráðherra um að beina þeim tilmælum til bankaráða Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. að hafnar verði Morgunblaðið/Ásdís Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær ákvörðun ríkisstjórnar um að beina þeim tilmælum til bankaráða Búnaðarbanka og Landsbanka að hefja viðræður um samruna. viðræður um samruna bankanna. Jafnframt verði óskað eftir forúrskurði samkeppnis- ráðs um hvort sumruninn leiði til markaðs- yfírráða eða dragi verulega úr samkeppni. VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segist vonast til þess að í byrjun desember geti legið fyrir frumvarp um sameiningu bankanna sem yrði samþykkt fyrir áramót. Óskastaðan væri að hennar sögn sú að hinn nýi banki yrði til um áramót. „Það ér langbest ef það er hægt að klára þetta allt saman fyrir jól. Eg veit að þetta er allt mjög þröngt en þetta eru stofnanir sem eru á Verð- bréfaþingi og mikilvægt að óvissa ríki ekki mjög lengi.“ Áhersla lögð á fyrirfram álit samkeppnisráðs Að sögn Valgerðar hefur það tekið nokkum tíma að ná þessari niður- stöðu og deila megi um það hvort sá tími sé of langur. „En engu að síður hefur hann sannfært mig um að þetta sé rétta leiðin. Ég legg mikla áherslu á það að leita forúrskurðar hjá samkeppnisráði vegna þess að hér yrði um mjög stóra bankastofn- un að ræða með mikla markaðs- hlutdeild. Því var það niðurstaða rík- HÉR fer á eftir í heild fréttatil- kynning iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis þar sem greint er frá því að ríkisstjórnin beini þeim tilmælum til bankaráða Landsbanka Islands og Búnaðarbanka að hefja viðræð- ur um samruna og leitað verði eftir forúrskurði samkeppnisráðs: „Ríkisstjórn samþykkti í morgun [föstudag] tillögu viðskipta- ráðherra um að beina þeim tilmæl- um til bankaráða Landsbanka Is- lands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. að hafnar verði viðræður um samruna bankanna. Jafnframt leggur ríkisstjórnin til við banka- ráðin að óskað verði eftir for- úrskurði samkeppnisráðs sam- kvæmt 3. mgr. 18. gr. samkeppnis- laga. Ríkið á meira en tvo þriðju hlutafjár bæði í Landsbanka og Búnaðarbanka. Því munu banka- ráðin hafa náið samráð við þriggja manna starfshóp sem viðskipta- ráðherra hefur skipað til að gæta hagsmuna ríkisins í sameiningar- ferlinu og gera tillögu til við- isstjórnarinnar að fara þessa leið.“ Samkeppnisráð hefur sex vikur til þess að úrskurða og fyrr verður ekki tekin ákvörðun um hvort af samein- ingu bankanna verði. Segir ráðherra að ekki sé hægt að ræða um hver verði formaður bankaráðs samein- aðs banka, né hvort bankastjórar verði fleiri en einn og þá hverjir, fyrr en ákvörðun liggur fyrir um að bank- arnir verði sameinaðir. „Eitt af því sem ekki er hægt að svara á þessari stundu er hvort eitt- hvað verði tekið út úr bönkunum við sameiningu. Samkeppnisráð fær þetta til umfjöllunar og síðan verð- um við bara að sjá til. Mér finnst miklu meiri líkur á því að eitthvað þurfi að taka út úr þessum banka þar sem hann verður það stór en hvað það verður get ég ekki svarað á þess- ari stundu,“ segir Valgerður. Meirihlutaeign í Visa fsland gengur ekki upp Miðað við eignaraðild bankanna tveggja í Visa Island þá yrði sam- skiptaráðherra um afstöðu til sam- runans á hluthafafundi. Formaður hópsins er Þorgeir Örlygsson ráðu- neytisstjóri iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis en aðrir í hópnum eru Hreinn Loftsson hrl. og Jón Sveins- son hrl. Siðustu ár hefur mikil samruna- bylgja banka gengið yfir í sam- keppnislöndum fslendinga. Ástæð- ur hennar má meðal annars rekja til tækniþróunar og alþjóðavæð- ingar. Til að bankar standist sam- keppni við nýja keppinauta er mik- ilvægt að leggja í mikinn kostnað við innleiðingu upplýsingakerfa. Einnig hefur staðbundin vernd banka minnkað. Sú vernd mun hverfa eftir því sem viðskiptavinir læra að nýta sér upplýsingar og samanburð á Netinu. Sá banki sem ekki getur boðið kjör sem standast alþjóðlegan samanburð verður á endanum undir í samkeppni. Sam- runi banka erlendis kallar á við- brögð ríkisins til að stuðla að sam- keppnishæfni íslensks fjárrnagns- einaður banki með meirihluta þar. Að sögn Valgerðar er augljóst að það gangi ekki. Það sé eitt af því sem taka verði á. Eins sé spurning með Reiknisstofu bankanna. Svo sé það spurning hvort þessi stóra markaðs- hlutdeild sameinaðs banka samræm- ist samkeppnislögum. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort rétt sé að sameina bankana áð- ur en ríkið selur hlut sinn í þeim. Valgerður segir að hún telji að það sé síðri leið að selja bankana fyrst og láta markaðinn um að búa til hinn nýja banka. Eigandinn eigi að hafa stjórn á samrunaferlinu og búa til verðmætan banka. Þannig fáist meiri fjármunir fyrir bankana held- ur en ef þeir væru seldir hvor í sínu lagi. I fréttatilkynningu kemur fram að ætla megi að áhrif samruna og tækniþróunar þýði nokkra fækkun stöðugilda á fyrstu rekstrarárum sameinaðs banka. Ljóst sé að fækk- un starfa verði mest í höfuðstöðvum og útibúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem starfsmannavelta sé hvað hröðust. Því er gert ráð fyrir að með starfsmannaveltu og starfsloka- samningum megi komast hjá því að grípa til fjöldauppsagna. Viðskipta- ráðherra segir að ekki liggi fyrir um hve mörg störf sé að ræða og þær markaðar. Sem dæmi um rök fyrir samruna Landsbanka og Búnaðar- banka má nefna: • Samruni er stærsta skrefið sem hægt er að stíga til að stuðla að lækkun vaxta hér á landi, heimil- um og fyrirtækjum til hagsbóta. - Sameinaður banki gæti rekið víðtækt útibúanet með hagkvæm- ari hætti en núverandi bankar. • Sameinaður banki gæti veitt stærstu fyrirtækjum heildarþjón- ustu með hagkvæmari hætti. • Sameinaður banki er fjárhags- lega sterkari eining með tilliti til þátttöku í erlendri fjármálaþjón- ustu og áhugaverðari fjárfesting- arkostur fyrir erlenda banka. Með samruna Landsbanka, sem er annar stærsti viðskiptabanki landsins, og Búnaðarbanka, sem er þriðji stærsti bankinn, yrði til banki sem hefði sterka stöðu á ís- lenskum fjármagnsmarkaði. Sam- einaður banki yrði með um 44% hlutdeild af heildarútlánum inn- lánsstofnana og um 40% af lánum tölur sem heyrst hafi, um að störfum verði fækkað um 300, séu úr lausu lofti gripnar. Valgerður segir að lögð verði áhersla á að miðlæg störf verði á þeim stöðum á landsbyggðinni þar sem báðir bankarnir eru með útibú og þannig verði hægt að skapa því fólki störf sem hugsanlega missir þau störf sem það hefur í dag. „En þetta eru fyrst og fremst þeir staðir á landinu sem oft hafa verið kallaðir kjarnastaðir. Það er augljóst að úti- bú á minni stöðum þar sem bara ann- ar bankinn hefur verið með útibú munu styrkjast við það að hafa sterkari banka á bak við sig.“ í gærmorgun var lokað fyrir við- skipti með hlutabréf í Landsbankan- um og Búnaðarbankanum þar til ráðherra hélt fund með fulltrúum fjölmiðla kl. 11 þar sem ákvörðun ríkisstjórnar var kynnt. Á fimmtu- dag setti Verðbréfaþing hlutabréf bankanna á athugunarlista og er það í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. I Morgunblaðinu í gær er haft eft- ir Finni Sveinbjömssyni, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings Is- lands, að VÞÍ hafi haft samband við báða bankana og viðskiptaráðu- neytið til að kanna hvort þessir aðil- ar væru reiðubúnir til að gefa út yfir- til einstaklinga. Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. samkeppnislaga geta aðilar sem hyggja á samruna leitað álits samkeppnisráðs fyrirfram á því hvort samruninn leiði til markaðs- yfirráða eða dragi verulega úr samkeppni. Mikilvægt er að fá úr því skorið fyrirfram hvort samruni Landsbanka og Búnaðarbanka samrýmist ákvæðum samkeppnis- laga. Landsbanki og Búnaðarbanki standa frammi fyrir hagræðingar- aðgerðum, óháð því hvort ráðist verður í samrunann. Samkvæmt al- þjóðlegum reynslutölum má ætla að áhrif samruna og tækniþróunar þýði nokkra fækkun stöðugilda á fyrstu rekstrarárum sameinaðs banka. Ljóst er að fækkun starfa verður mest í höfuðstöðvum og úti- búum á höfuðborgarsvæðinu þar sem starfsmannavelta er hvað hröðust. Því er gert ráð fyrir að með starfsmannaveltu og starfs- lokasamningum megi komast hjá því að grípa til fjöldauppsagna." lýsingu sem myndi skýra ástandið. Þeir hafi hins vegar ekki verið reiðu- búnir til þess. Því hafi óvissa verið ríkjandi og stjórn VÞI því þótt ástæða til þess að setja bankana tvo á athugunarlista til að vekja athygli fjárfesta á óvissunni. Að sögn Val- gerðar gátu bankaráðin ekki sent neitt inn á Verðbréfaþing íslands um málið fyrr en í gærmorgun þar sem þau höfðu ekki fjallað um málið held- ur hafi það verið í höndum stjórn- valda. „Það var ekki fyrr en núna sem bankaráðin fá formlega upplýs- ingar um það sem stjórnvöld hafa komist að niðurstöðu um.“ I gær voru 10,5 milljón króna viðskipti með bréf Búnaðarbankans á Verðbréfa- þingi íslands og hækkaði gengi þeirra um 1%, úr 5,10 í 5,15. 1,7 milljóna króna viðskipti voru með bréf Landsbankans og hækkaði gengi þeirra um 3,5%, úr 4,35 í 4,50. Steingrímur J. Sigfússon Kemur til greina að uppfylltum skilyrðum STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að samruni Landsbanka Is- lands hf. og Bún- aðarbanka Is- lands hf. sé kostur sem komi vel til greina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Eg sé að vísu ekkert að því að reka þessa banka áfram hvorn í sínu lagi og held að þeir ættu að hafa alla möguleika á að spjara sig og hag- ræða sínum rekstri út af fyrir sig sem sjálfstæðar einingar," segir Steingrímur í fyrstu þegar hann er spurður út í ákvörðun ríkisstjórnar- innar um að viðræður verði hafnar um samruna Landsbankans og Bún- aðarbankans. „En mér finnst sam- einingin vera kostur sem gæti vel komið tO greina að uppfylltum þrenns konar skilyrðum. í fyrsta lagi að sameiningin sé gerð í góðri sátt við starfsmenn og samtök þeirra, þ.e.a.s. að ekki komi til uppsagna heldur verði málið leyst með öðrum hætti, t.d. með starfslokasamningum og með því að ráða ekki í staðinn fyr- ir þá sem láta af störfum á einhverju Samruni banka erlendis kallar á viðbrögð ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.