Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 15
;MORGUNBLAÐH) I.AUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 15 FRÉTTIR tímabili." Annað skilyrðið segir Steingrímur eiga að vera að sam- keppnisyfirvöld telji samrunann „verjanlegan kost,“ eins og hann orðar það, vegna aðstæðna á mark- aðnum. Og þriðja skilyrðið ætti að mati Steingríms að fela í sér fyrir- vara í lögum um dreifða eignaraðild að bankanum komi til þess að bank- inn verði seldur. Minnir hann í því sambandi á nýlegt frumvarp sitt og Ögmundar Jónassonar, flokksbróð- ur síns, sem kveður á um að enginn aðili annar en ríkið geti átt meira en 8% hlut í viðskiptabönkum, spari- sjóðum og öðrum lánastofnunum. „Ég er þó þeirrar skoðunar að það þurfi að tryggja að minnsta kosti fyrst um sinn að að þarna verði um að ræða innlendan þjóðbanka í eigu ríkisins að stórum hluta.“ Breytingar í fjármálaheiminum tilviljunarkenndar Steingrímur ítrekar að síðustu að honum finnist sem allar sviptingar í fjármálaheiminum að undanförnu hafi verið heldur tilviljunarkenndar. „Það hefm- skort á að menn settu saman heildarstefnu í þessum efnum áður en farið er út í breytingar," seg- ir Steingrímur og telur að breyting- arnar á ríkisbönkunum hafi ráðist af „einhverjum tilviljunarkenndum uppákomum í stjórnarsamstarfinu", eins og hann orðar það. „Því miður er oftar en ekki háífgerður hrossa- kaupablær á öllu í kringum þetta.“ Sverrir Hermannsson Fylgismað- ur þess að bankarnir sameinist SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, seg- ist í samtali við Morgunblaðið vera eldgamall fylgismaður sameiningar bankanna þeg- ar hann er spurður álits á áformum ríkisstjórn- arinnar um að hefja viðræður um sameiningu Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. „Ef ég ætti þessi fyrirtæki sæi ég mér hag í því upp á svona milljarð í verðmætis- aukningu - og þá tölu ræddum við Björgvin Vilmundarson fyrir lifandi löngu - að sameina fyrirtækin. Og ég sé engan mun á því hvort það er ég sem á þau eða við öll, það hlýtur að vera keppikefli eigandans, almenn- ings, ríldsins, að gera eign sem hann ætlar að selja sem verðmætasta. Þetta blasir við,“ segir Sverrir. „Hitt er allt annað mál hvort það standist samkeppnislög að þessi fyrirtæki verði sameinuð," segir Sverrir. Hann bendir aftur á móti á að ef strandar á samkeppnislögmálum þurfi „bara að höggva utan úr þessum nýjum banka“, eins og hann orðar það. „Það er enginn vandi ef menn vilja.“ Fullur tortryggni Sverrir segist hins vegar vera full- ur tortryggni varðandi sameiningu bankanna og telur að fulltrúi annað- hvort Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins muni hreiðra um sig í hinum nýja banka. „Maður er fullur tortryggni vegna þeirrar reynslu sem maður hefur af einka- vinavæðingunni og helmingaskipta- stjórn ríkisstjórnarflokkanna sem nú er gengin í gildi miskunnarlaust," segir hann. „Við skulum bara sjá hvort ekki verður upp á teningnum að annar hvor flokkurinn hreiðri um sig í hinum nýja stórbanka og hinn í Landssímanum. Ætli það verði ekki þessi helmingaskipti sem uppi á borðinu eru. Það fer enginn að segja mér að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að fá töluvert fyrir sinn snúð, ég veit betur af gamalli reynslu." Sverrir Hermannsson Össur Skarphéðinsson Eðlilegra að selja bank- ana hvorn í sínu lagi ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, segir að Samfylkingin styðji ekki sam- runa Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. Segir Össur hann Samfylking- Skarphéðinsson una gJjjQ vera á móti sölu bankanna en telur að það hefði verið miklu eðlilegra að selja bankana hvorn í sínu lagi og láta markaðinn síðan sjá um framvind- una. „Við erum þeirrar skoðunar að hagsmunir neytenda eigi að vera of- ar öllu,“ segir hann. „Það liggur fyrir að á bankamarkaðnum í dag ríkir fá- keppni. Þessi gríðarlega samþjöpp- un sem mun eiga sér stað með sam- runa bankanna mun hins vegar ýta undir þá fákeppni og er þvi líkleg til að skaða hagsmuni neytenda." Össur bendir á að viðskiptaráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, haldi því fram að með sameiningunni fáist hagræðing sem skili sér til neytenda. „En nú er það svo að þessi hagræð- ing er auðvitað fugl í skógi. Það mun ganga erfiðlega að ná henni saman. Og við þær aðstæður sem verða til við samrunann á þessum markaði, þ.e. við miklu minni samkeppni en áður, tel ég ólíklegt að þessi ábati skili sér með einhverju móti til neyt- enda.“ Össur bætir því við að það komi sér á óvart að Framsóknarflokkur- inn skuli með þessum hætti gerast brimbrjótur í málinu miðað við að það sé ekki langt síðan formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, galt varhug við því að fákeppni myndi verða á markaðnum ef svona sam- runi yrði að veruleika. Verður ofurbanki Össur kveðst í samtali við Morg- unblaðið hafa undir höndum upplýs- ingar um það hversu öflugur þessi nýi sameinaði banki yrði á hinum ýmsu sviðum. Samkvæmt þeim yrði bankinn með um 55%-56% af öllum innlánum á markaðnum og um 45%- 46% af öllum útlánum. Þar af í kring- um 40% til einstaklinga og um 57% til fyrirtækja. Þá yrði hann með 63%-64% af öllum gjaldeyrisvið- skiptum til fyrirtækja og einstakl- inga. „Þetta sýnir,“ segir Össur, „að þarna er um að ræða algjöra yfir- burði. Þetta yrði ofurbanki með ofur- tök og hefði þar af leiðandi mjög ráð- andi markaðshlutdeild.“ Hann ítrekar að þessi aðstaða á markaðn- um sé líkleg til að draga úr sam- keppninni. „Og ég sem var þeirrar skoðunar að menn væru að búa hér til hagkerfi sem nærðist á frjálsri samkeppni. Þetta gengur hins vegai' í allt aðra átt.“ Össur heldur áfram og segir að viðskiptaráðherra haldi því aukin- heldur fram að þegar þessi samruni sé orðinn að veruleika muni hann verða til þess að andvirði bankanna til ríkisins verði meira en ef þeir yrðu seldir hvor í sínu lagi. „Þetta hafa verið meginrök ráðherrans og hún segir: „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um hag eigandans." - Þetta eru falsrök tel ég. Ég tel að ef bankarnir yrðu seldir hvor í sínu lagi myndi líklega fást meira fyrir þá en sameinaða. Ég bendi til dæmis á að þegar íslandsbanki og FBA (Fjárfestingarbanki atvinnulífsins) voru sameinaðir var sameiginlegt andvirði bankanna tveggja meira en andvirði bankans í dag.“ Össur bætir því við að vísitala fjármálastofnana hafi að vísu lækkað á hlutabréfa- markaði síðan þá en bendir á að ís- landsbanki-FBA hafi lækkað meira en hún. „Ég sé því ekki rökin sem segja það að þetta muni skila meiru. Þar að auki tel ég að hagræðingar- möguleikarnir sem kunna að felast í framvindunni á markaðinum séu þegar komnir inn í verðið. Ég hafna því þessum rökum ráðherrans." Valur Valsson Skynsam- legra að einkavæða fyrst VALUR Valsson, forstjóri íslands- banka-FBA hf., segist fagna því að fleiri skref séu tekin til að hag- ræða og endur- skipuleggja bankakerfið á ís- landi. Sameining Valur íslandsbanka og Vaisson FBA hafi verið gott skref og jákvætt sé að aðrir komi á eftir. Sameining Landsbanka og Búnaðarbanka verði hins vegar ekki auðveld, því það velti á hagræð- ingu og kostnaðarlækkun hvort hún heppnist. Hann segir að lækkun kostnaðar með tilheyrandi lokun úti- búa og fækkun starfsmanna sé ekki auðvelt verk en þar tali hann af eigin reynslu. Hann segist óska ríkisbönk- unum allra heilla í því starfi. „Ég held hins vegar að skynsam- legra hefði verið að einkavæða ríkis- bankana fyrst og láta bankana og markaðinn um sameiningu,“ segir Valur. „Það gefur augaleið að kostn- aðarlækkun og hagræðing er erfið- ari en ella ef ríldð á stóran hlut í bönkunum. Pólitísk sjónarmið munu að mínu mati þvælast nokkuð fyrir mönnum í því starfi." Að sögn Vals sýnist honum að samkeppnisyfirvöldum sé nokkur vandi á höndum. Samruni ríkisbank- anna, ef af verður, sé á ýmsum svið- um á mörkum þess að yfirvöld geti samþykkt hann, nema til komi ein- hverjar aðrar breytingar. „Sala á eignum hlýtur því að koma til álita. Þá skiptir hluthafa í ríkisbönkunum miklu máli að við slíka sölu sé þess gætt að sem best verð fáist fyrir eignirnar, en það á ekki eingöngu við um ríkið heldur einnig almenna hlut- hafa,“ segir Valui' Valsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA. Guðmundur Hauksson S ----------- Oheppileg- ur samruni „ÉG tel að þessi samruni sé afar óheppilegur,“ sagði Guðmund- ur Hauksson, stjómarformað- ur Kaupþings hf. og sparisjóðs- stjóri SPRON, þegar hann var inntur álits á hugmyndum um sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka. Astæðuna sagði hann vera þá að þarna yrði til allt of stór aðili miðað við stærð markaðarins og að það gæti truflað samkeppni, sem væri mjög mikilvæg fyrir þjóðfélag- ið. „Þess vegna er ég á móti því að þessi sameining nái fram að ganga,“ sagði hann. Guðmundur sagði jafnframt að ef af samrunanum yrði mundi það hafa áhrif á allan fjármálamarkaðinn en ekki sparisjóðina sérstaklega. Hann sagði að í öllu umhverfi fælust bæði tækifæri og ógnanir og sparisjóðirn- ir hefðu verið að móta framtíðar- stefnu sína og búa sig undir þá sam- keppni sem framundan væri. Hvort sem af samrunanum yrði eða ekki. Guðmundur Hauksson Friðbert Traustason Engum starfsmanni verði sagt upp FRIÐBERT Traustason, for- maður Sam- bands íslenskra bankamanna, segir að sam- bandið komi til með að reyna að tryggja að í sam- runaferli Lands- banka Islands hf. og Búnaðar- banka Islands hf. verði engum starfsmanni bankanna sagt upp. Segir hann að talsmenn sambands- ins og starfsmannafélaga bank- anna hafi í þessum tilgangi hitt viðskiptaráðherra, Valgerði Sverr- isdóttur, eftir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun og lagt þar fram til- lögur - sem beina á til stjórnenda bankanna - sem fela m.a. í sér að öllum starfsmönnum verði áfram tryggð störf hjá hinum sameinaða banka. „Þar lögðum við til að starfs- mannavelta næstu þrjú árin yrði látin nægja til að ná þeirri fækkun starfa sem stefnt er að með sam- einingu bankanna," segir Friðbert í samtali við Morgunblaðið og bendir m.a. á að mikil hreyfing sé á starfsfólki hjá bönkunum. Hann segir aðspurður að honum sé ekki kunnugt um það hve mörg störf gætu verið í húfi vegna sam- runans. „Við höfum heyrt ýmsar getgátur en aldrei fengið upp gefnar neinar tölur, hvorki frá stjórnendum bankanna né stjórn- völdum." Þá segist hann ekki held- ur hafa vitneskju um það hvort og þá hve mörg útibú eigi að leggja niður vegna samrunans eða yfir höfuð hvaða hagræðingu eigi að ná með samrunanum. Segir hann að í samtölum sínum við forsvarsmenn bankanna hafi iðulega verið vitnað til skýrslu sem tekin var saman af hálfu Landsbankans síðasta vor um sameiningu bankanna og að í henni komi fram að samruninn eigi að geta fækkað einhverjum störf- um, sameinað tölvukerfi og lokað nokkrum útibúum svo dæmi séu nefnd. Það eigi síðan að skila sér í milljarðahagnaði. Hann hafi þó aldrei séð umrædda skýrslu enda hafi honum verið sagt að hún væri trúnaðarmál. „Okkur finnst það ótækt og erfitt að sitja undir því að lagðar eru á borð fyrir okkur ýmsar fullyrðingar sem eiga að hafa komið fram í einhveijum skýrslum sem við höfum aldrei fengið að sjá,“ segir hann. Efasemdir um hagræðingu samrunans Friðbert segir að við sameining- arferlið þurfi að passa einna best upp á að eldri starfsmönnum, sem ekki eru komnir með rétt til eftir- launa, verði tryggð áframhaldandi störf. „Þá er hugsanlegt að samruninn komi hvað verst niður á útibúum bankanna," segir Friðbert og tek- ur fram að í mörgum útibúanna séu yfir áttatíu prósent starfs- mannanna konur sem hafa gert bankastörf að sínu ævistarfi. Hann efi það ekki að þær geti margar hverjar fengið önnur störf, til dæmis umönnunarstörf, en minnir á að þau séu ekki sambærileg við störfin í bönkunum. Friðbert hefur auk þess efasemdir um að samruni bankanna skili arði og bendir m.a., máli sínu til stuðnings, á niður- stöður hollensks prófessors, Hans Schenk, sem kynntar voru á ný- legri ráðstefnu í Noregi á vegum norrænna banka- og trygginga- manna. Schenk rannsakaði að sögn Friðberts samruna banka í Evrópu og komst að þeirri niðurstöðu að hagræðingarmarkmiðum hefði hvergi verið náð. Samruni banka kann að kosta mikið fé „Schenk benti á að samruni bankanna stóðst ekki væntingar og kostaði samfélagið mikið fé.“. Samruninn skilaði þjóðfélaginu með öðrum orðum engum ábata. Sérstaklega ekki hjá þeim bönk- um sem gengu hvað harðast fram í því að segja upp starfsmönnum. Uppsagnirnar ollu miklum óróa meðal starfsmannanna; ekki bara meðal þeirra sem voru reknir heldur einnig meðal þeirra sem sátu eftir. Að lokum kveðst Frið- bert þeirrar skoðunar að núver- andi uppbygging bankakerfisins sé nokkuð hentug fyrir Island og telur að sameining Landsbankans og Búnaðarbankans geti komið niður á heilbrigðri samkeppni. Auk þess geti hún orðið til þess að bankakerfið verði dýrara fyrir neytandann. „Það er oft talað um að það sé mikil fákeppni á olíumarkaðnum sem og á trygg- ingamarkaðnum en með þessum samruna er einnig stefnt að fá- keppni á bankamarkaðnum," seg- ir hann. „Okkur finnst því skjóta skökku við að á meðan við- skiptaráðherra lætur kanna fá- keppnina hjá olíufélögunum stefni hann að slíkri fákeppni í heimi bankanna." JafetS. Ólafsson Sameining bætir sam- keppnis- stöðúna JAFET S. Ólafs- son, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastof- unnar hf., segir að það sé tví- mælalaust hag- kvæmur kostur að sameina Landsbankann og Búnaðar- bankann. Með þvi móti sé ríkið bæði að búa til meiri verðmæti og jafnframt að skapa meiri og nauðsynlega hag- ræðingu í bankakerfinu. Að mati Jafets er það einnig rétt ákvörðun ríkisins að sameina þessa tvo banka áður en til þess kemur að ríkið losi um meirihlutaeign sína í bönkunum, en jafnframt tel- ur hann rétt að ríkið haldi þá eftir ca. 25% eignaraðild til þess að hafa áfram nokkur ítök í einum bank- anna. Aðspurður segist Jafet alls ekki óttast að hér muni verða fákeppni á bankamarkaðnum, og að Sam- keppnisstofnun muni ekki gera at- hugasemdir við þessa sameiningu. „Ég tel að hérna séu það öflugir sparisjóðir, ásamt íslandsbanka, að ég óttast ekkert fákeppni. Ég held að menn gleymi því oft í þess- ari umræðu, að við erum í mikilli alþjóðlegi'i samkeppni og hér eru á hverjum degi miðlarar frá útlönd- um að hringja í fjárfesta og bjóða þeim kaup á alls kyns sjóðum og bréfum og erlendir bankar og fjár- málastofnanir hafa verið að sækja hingað í auknum mæli. Eg held að það væri mjög gott fyrir einhvern af þessum stóru bönkum að fá erlenda eignaraðild. Landsbankinn er reyndar með litla erlenda eignaraðild, og ég sæi al- veg fyrir mér að hún myndi auk- ast. Það styrkir bara stöðu bank- anna og veitir þeim betri kjör erlendis. Og það er nú kannski mergurinn málsins í þessu, að það hefur verið erfiðara að fá lánsfé, kjör á erlendum mörkuðum hafa verið að hækka, og stærri og sterkari bankar eiga möguleika á að fá betri kjör.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.