Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Fjórir þýskir friðargæsluliðar særðust í handtökutilraun í Bosníu Meintur stríðsglæpa- maður réð sér bana Sarajevo. Reuters, AP, AFP. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ sagði í gær að Bosníu-Serbinn Janko Janjic, sem hafði verið ákærður fyrir stríðsglæpi, hefði sprengt hand- sprengju og beðið bana þegar friðar- gæsluliðar hefðu reynt að handtaka hann í fyrrinótt. Fjórir þýskir her- menn særðust í sprengingunni, þar af tveir alvarlega. Talsmaður þýska vamannálaráðuneytisins sagði að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Er þetta í fyrsta sinn sem friðargæslu- liðar særast í slíkri aðgerð í Bosníu. Hermenn friðargæsluliðsins í Bosníu, SFOR, réðust inn í bæinn Foca í austurhluta Bosníu til að handtaka Janjic, sem stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag hafði ákært, meðal annars fyrir pyntingar og nauðganir. „Þegar reynt var að handtaka hann sprengdi hann handsprengju sem varð honum að bana,“ sagði í yf- irlýsingu frá NATO. „Hann var allt- af með handsprengju á sér og sagð- ist ætla að fyrirfara sér ef reynt yrði að handtaka hann,“ sagði frændi Janjic í samtali við fréttaritara AFP. Talsmenn NATO sögðu hins vegar að ekki væri vitað með vissu hvort hann hefði svipt sig lífi af ásettu ráði eða reynt að kasta sprengjunni á friðargæsluliðana. Janjic var á heimili bróður síns þegar reynt var að handtaka hann. Bróðirinn særðist lítilsháttar í sprengingunni og eiginkona hans féll í yfirlið. Tvær dætur þeirra á tán- ingsaldri voru einnig í húsinu. Aðgerðin stóð í 50 mínútur og frið- argæsluliðarnir sprengdu dyr húss- ins til að komast inn í það. NATO sagði að hermennirnir hefðu ekki hleypt af byssum sínum og kvaðst harma að Janjic skyldi hafa beðið bana. Þriðji stríðsglæpamaðurinn sem bíður bana Janjic er þriðji meinti stríðs- glæpamaðurinn sem látið hefur lífið í handtökutilraun friðargæsluliða í Bosníu. Breskir hermenn skutu serbneska lögreglustjórann og þjóð- emisöfgamanninn Simo Drljaca til bana þegar hann seildist eftir byssu sinni í bænum Prijedor árið 1997 og tæpum tveimur ámm síðar urðu franskir hermenn Serbanum Drag- an Gagovic að bana þegar hann reyndi að flýja í Foca. Stríðsglæpadómstóllinn hefur gef- ið út ákæmr á hendur 94 mönnum og friðargæsluliðið hefur handtekið 21 þeirra. Rudolf Scharping, vamarmála- ráðhema Þýskalands, sagði að þýsk- ir friðargæsluliðar hefðu gegnt „mikilvægu hlutverki" í handtökutil- rauninni í fyrrinótt. Aðalsaksóknari stríðsglæpadóm- stólsins hrósaði friðargæsluliðunum, sem tóku þátt í aðgerðinni, fyrir hugrekki. „Það er sorglegt að Janko Janjic, sem hafði áður hótað að ráða sér og öðmm bana ef reynt yrði að handtaka hann, skyldi hafa valið þessa leið og þar með stefnt lífi her- manna friðargæsluliðsins í hættu.“ Griðastaður stríðsglæpamanna Janjic, 43 ára fyrrverandi bifvéla- virki, hafði verið ákærður fyrir stríðsglæpi sem framdir vom á fyrsta ári stríðsins í Bosníu 1992-95. A þeim tíma var hann foringi í serb- AP Mynd af Janko Janjic á vegg- spjaldi þar sem lýst er eftir meintum stríðsglæpamönnum í Bosníu. nesku herlögreglunni og leiðtogi vopnaðs hóps serbneskra þjóðernis- sinna í Foca. Hann var sakaður um að hafa tekið þátt i pyntingum og nauðgunum á mörgum múslimskum konum. Sjö aðrir Serbar hafa verið ákærðir vegna þessa máls, einn þeirra er látinn, þrír hafa verið leidd- ir fyrir rétt í Haag og þrír hafa ekki enn verið handteknir. Janjie bauðst til að lýsa glæpum sínum þegar hann ræddi við banda- ríska sjónvarpsmenn árið 1997. „Já, fyrir 5.000 þýsk mörk er ég tilbúinn að skýra frá öllu. Hvernig ég skar þá á háls, drap þá og reif úr þeim aug- un,“ sagði hann við sjónvarps- mennina. Vopnaðir hópar serbneskra þjóð- ernissinna lögðu Foca undir sig í apríl 1992 og drápu eða hröktu burt nánast alla múslima bæjarins næstu mánuðina. Talið er að nokkrir Serbar, sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi, hafi fengið athvarf í bænum. Fjöl- miðlar í Bosníu hafa skýrt frá því að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba í stríðinu, dvelji stundum í þorpi í grennd við Foca. Herflutningar fraka Banda- ríkjamenn á varð- bergi Washington. AP. SÉST hefur til herja úr úrvalsliði Saddams Husseins íraksforseta, Lýðveldisverðinum, á leið vestur á bóginn og fylgjast Bandaríkjamenn grannt með aðgerðunum. Talið er að nokkur þúsund manna lið sé á ferð en ólíklegt er talið að um árásarund- irbúning gegn Kúveit eða öðrum ríkj- um sé að ræða. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að bandarísk stjómvöld væru reiðubúin að grípa til aðgerða ef í ljós kæmi að írakar ætluðu sér að gera eitthvað sem talið væri meiri ógnun. Haustið 1990 gerðu Irakar skyndiár- ás á Kúveit og lögðu landið undir sig en voru hraktir þaðan í ársbyi’jun 1991 með sameiginlegu átaki Vestur- veldanna og nokkurra arabaríkja í Persaflóastríðinu. „Við vitum aðeins að Saddam Hussein er til alls vís og hann hefur sýnt að hann er reiðubúinn að reyna að hagnast á ofbeldinu í Israel og her- numdu svæðunum," sagði talsmaður- inn, Jake Siewert, á fimmtudag. CNN-sjónvarpsstöðin varð fyrst til að skýra frá herflutningunum. Síð- astliðið sumar jókst spenna á þessu svæði mjög. Arið 1996 sendu Irakar herlið til svæða Kúrda í norðurhluta landsins og tóku borgina Arbil en Bandaríkjamenn gerðu um haustið árásir með stýriflaugum á stöðvar ir- aska hersins. Ekki árekstur Moskvu. AP ENGIN merki hafa fundist um ókunnan kafbát í grennd við kjarnorkukafbátinn Kúrsk sem sökk í ágúst. Yfirvöld telja því ekki lengur að árekstur við annað farartæki hafi valdið harmleikn- um, sagði Ilja Klebanov, varafor- sætisráðherra Rússlands, í gær. Enn hefur ekki verið úrskurðað hver var orsök sprengingarinnar sem olli því að kafbáturinn sökk og að öll áhöfnin, 118 manns, fórst. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að líklegasta skýringin væri árekstur við erlendan kafbát eða skip. Aðrar hugsanlegar skýringar eru árekstur við tund- urdufl úr seinni heimsstyrjöld eða bilun í tundurskeytahluta Kúrsk. Laugardagar til lukku í ACO epson stylus 7go Laugardagstilboð ACO Opið frá kl. 11:00 -16:00 114.900 kí. 350 MHz Power PC G3 64 Mb SDRAM vinnsluminni 7Gb Ultra ATA harður diskur Geisladrif Tvö USB tengi 56K mótald Sony ferðageislaspilari. DE-200. Vandaður spilari með hristivöm. 6.990 kr. aco hugsaðu I skapaðu \ upplifðu SkaftahllB 24 ■ Slml 530 1800 • Fax 530 1801 ■ www.aco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.