Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ N etanyahu aftur fram á sjónarsviðið Aukaleiðtogafundur ESB í Biarritz Heimsmálin skyggja á innri mál ESB Jenísalem. AP. BENJAMIN Netan- yahu, fyrrverandi forsætisráðherra fsraels, sem beið ósig- ur fyrir Ehud Barak í kosningunum fyrir 17 mánuðum, er nú aftur kominn i sviðsljósið. Aukinn stuðningur meðal ísraela við harðlínusjónarmið á borð við stefnu Net- anyahus hefur leitt til þess að hann mælist með meira fylgi en Barak í nýjustu skoð- anakönnunum. Velta ísraelskir stjórnmála- skýrendur nú vöngum yfir því hvort Netan- yahu hyggist snúa sér að lands- málunum á ný, og freisti þess jafn- vel að vinna sitt gamla embætti aftur. Netanyahu hefur sjálfur ekkert gefið út á hugsanlega endurkomu sína i eldlinu stjórnmálanna. „Hin pólitíska framtíð mín er algjörlega óráðin. Á þessari stundu er fram- tíð þcssa lands mér ofar í huga,“ sagði hann í viðtali við AP- fréttastofuna. Undanfama daga hefur Netanyahu komið fram í hverju sjónvarpsviðtalinu á fætur öðru, bæði í Israel og á erlendum sjónvarps- stöðvum, þar sem hann hefur haldið uppi vörnum fyrir ísraela vegna átak- anna við Palestínu- menn siðustu tvær vikur. Margir telja að þarna sé hann í essinu sínu, enda sé hann mælskur og taki sig vel út á skjánum. „Mér líður næstum því eins og ég hafi verið kallaður til her- þjónustu, til að að- stoða við varnir lands míns,“ sagði hann við AP-fréttastofuna, og sakaði Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um að bera ábyrgð á ófriðinum. „Þetta er verk illgjarnrar ein- ræðisstjórnar, sem sendir 10 og 12 ára gömul börn í víglínuna ... fyrir framan myndavélar erlendra fréttamanna. Það verður að segja við Arafat og leiðtoga palestinsku sjálfstjórnarinnar: Hættið þessum fólskuleik. Stöðvið ofbeldið. Stöðv- ið þessa kaldranalegu misnotkun á mannslifum til að þjóna pólitiskum markmiðum." Netanyahu hefur þó forðast að gagnrýna Barak iþessum sjón- varpsviðtölum og hann hefur lýst því yfir að nú ríði þvert á móti á að ísraelskir sljórnmálamenn sýni samstöðu. Þetta þykir vera til marks um að hann sé að reyna að skapa sér nýja ímynd, en í for- sætisráðherratíð sinni, frá 1996 til 1999, var hann frekar þekktur fyr- ir að etja stjórnarandstöðuflokk- unum saman og notfæra sér óein- ingu þeirra. Fallið frá ákæru Daginn áður en átökin brutust út milli ísraela og Palestínu- manna, 27. september siðastliðinn, hafnaði ríkissaksóknari ísraels til- mælum Iögreglunnar um að Net- anyahu yrði ákærður fyrir mútur, svik og trúnaðarbrest, vegna þess að hann og kona hans hefðu ekki enn skilað verðmætum gjöfum sem þau tóku á móti í embættistíð hans og vegna máls er snertir verktaka sem hann réð til ýmissa starfa fyrir sig. Ríkissaksóknarinn taldi að sannanir í málinu nægðu ekki til sakfellingar, en gagnrýndi Netanyahu harðlega fyrir hegðun hans á meðan hann gegndi emb- ætti forsætisráðherra. Biarritz. AP, AFP, Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna fimmtán lýstu í gær yfir von- brigðum með hvemig komið væri fyr- ir friðarumleitunum við botn Miðjarðarhafs og hvöttu Israela og Palestínumenn til að taka aftur upp samningaviðræður á nýjum leiðtoga- fundi. Þennan fyrri dag fundar- leiðtog- anna í frönsku borginni Biarritz við Biscaya-flóa ræddu þeir einnig tillögu um neyðaraðstoðaráætlun við Júgó- slavíu, en Vojislav Kostunica, nýkjör- inn forseti Júgóslavíu, mun sitja há- degisverð með ESB-leiðtogunum í dag. En á opinberri dagskrá þessa aukaleiðtogafundar sambandsins vom annars málefni eins og staðan í ríkjaráðstefnunni um breytingar á stofnanauppbyggingu og ákvarðana- töku, sem nauðsynlegar em til að ESB verði í stakk búið til að veita á næstu tíu ámm þeim allt að tólf ríkj- um inngöngu sem nú sækja hana fast. Þá stóð til að leiðtogamir ræddu einn- ig nýja borgararéttindaskrá ESB, sem unnið hefur verið að því að semja frá því um síðustu áramót. Stefnt hefur verið að því að gengið verði bæði frá kerfisbreytingum vegna stækkunar ESB í austurátt og borgararéttindaskránni á formlegum leiðtogafundi sambandsins í Nizza í desember. Hvað varðar kerfisbreytingamar munu línur vera að skýrast og í einu af því sem erfiðast mun hafa verið að ná samkomulagi um - endurskoðun atkvæðavægis aðildarríkjanna - er að sögn þýzka blaðsins Die Welt mála- miðlun í augsýn. Þjóðverjar munu nú vera tilbúnir að fallast á þá kröfu Frakka, að Þýzkaland hafi jafnmörg atkvæði í ráðherraráðinu og Frakk- land, þrátt fyrir að íbúai' Þýzkalands séu um 30 milljónum fleiri. Víst þykir að borgararéttindaskrá- in verði afgreidd sem pólitísk yfirlýs- ing en ekki sem kjarni tilvonandi stjómarskrár evrópsks sambandsrík- is, eins og sum aðildarríkin hefðu kos- ið. Baskar með háreysti Reuters Benjamín Netanyahu Barak boðar myndun þjóðstjórnar í Israel Reuters Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, ræðir við Ariel Sharon, leiðtoga Likud-flokksins. Palestínumenn segja hugsanlega þátttöku Sharons gera út um frið- arferiið Jerúsalem. AFP, AP, The Daily Telegraph. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, hefur boðað myndun þjóð- stjórnar í landinu með öllum stærstu flokkunum á þingi, fyrir utan flokka araba. Hefur hann meðal annars lagt hart að hægri- sinnaða harðlinumanninum Ariel Sharon, leiðtoga Likud-flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs, og hermt er að Barak hafi boðið hon- um mikilvægt embætti í stjórninni. Ljóst er að myndun slíkrar þjóð- stjórnar hefði veruleg áhrif á frið- arferlið í Mið-Austurlöndum, enda era flestir hægriflokkanna mót- fallnir friðarviðræðunum við Pal- estínumenn, og Likud-flokkurinn hefur áður lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í stjómarsam- starfi við Verkamannaflokkinn nema viðræðunum verði formlega slitið. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa látið í ljósi ótta um að þátttaka hægriflokkanna í ríkisstjórn muni endanlega binda enda á friðarvið- leitnina, en aðrir telja að eftir at- burði síðustu daga sé úti um friðar- ferlið hvort eð er og að það skásta sem Barak geti gert í stöðunni sé að treysta stjórn sína. Ríkisstjórn- in hefur ekki meirihluta á þingi og útlit var fyrir að Barak hefði neyðst til að boða til kosninga þeg- ar þing kæmi saman 29. þessa mánaðar. Samstaða nauðsynleg Barak sagði á fréttamannafundi á fimmtudagskvöld, er hann til- kynnti áformin um myndun þjóð- stjórnar, að nauðsynlegt væri fyrir ísraelsku þjóðina að standa saman á þessum erfiðu tímum. Kvað hann myndun þjóðstjórnar ekki aðeins nauðsynlega vegna átakanna við Palestínumenn, heldur einnig vegna hættunnar á því að ástandið stigmagnaðist og Israelar stæðu einir gegn gervöllum arabaheimin- um. „Ég hvet í dag leiðtoga allra flokkanna til að gleyma ágreiningi sínum um stundarsakir og beina sjónum að því sem máli skiptir, þörfinni á því að standa saman gegn þeirri ógn sem að okkur steðjar," sagði Barak á frétta- mannafundinum, og víst er að ým- islegt þarf að koma til áður en leiðtogar hinna stríðandi stjórn- málaflokka í Israel grafa stríðs- axirnar og fallast á samstarf. En forsætisráðherrann reyndi að fullvissa leiðtoga hinna flokkanna um að skipting ráðuneyta og önnur spursmál varðandi stjórnarsam- starfið væra smávægileg í saman- burði við hinn aðsteðjandi vanda. Moshe Katzav, forseti Israels, tók undir með Barak um að mynd- un þjóðstjórnar væri nauðsynleg í ljósi þess ástands sem nú ríkti. Sharon umdeildur Ariel Sharon er afar umdeildur, jafnt í ísrael sem á alþjóðavett- vangi. Hann hefur verið lykilmaður i ísraelskum stjórnmálum i árarað- ir og hefur meðal annars gegnt embættum varnarmála- og utan- ríkisráðherra. Sharon er ákafur harðlínumaður, en hann lagði til dæmis á ráðin um innrás Israela í Líbanon árið 1982 og hefur ekki farið leynt með efasemdir sínar um Óslóar-friðarsamkomulagið frá 1993, sem veitti Palestínumönnum takmarkað sjálfræði. Víst er að Palestínumenn líta á hugsanlega stjórnarþátttöku Shar- ons sem síðasta naglann i líkkistu friðarferlisins, en þeir segja hann bera ábyrgðina á upptökum átak- anna fyrir tveimur vikum. Mót- mæli Palestínumanna hófust eftir heimsókn Sharons á Musterishæð- ina í Jerúsalem 28. september síð- astliðinn, en á hæðinni er A1 Aqsa- moskan, þriðji helgasti staður múslima, auk helgra staða gyðinga og kristinna manna. „Ákvörðun Baraks um að biðla til Sharons ... er staðfesting á því að hann kýs heldur stríð en frið,“ hafði AFP-fréttastofan í gær eftir Leilu Shahid, talsmanni pal- estínsku sjálfstjórnarinnar í Par- ís. Barak svarar því hins vegar til að Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, virðist sjálfum ekki vera friður ofarlega í huga þessa dag- ana. „Ég hef ítrekað látið þá skoð- un mína í ljós undanfarið að svo virðist sem Arafat hafi því miður gert það upp við sig að hann hafi ekki áhuga á friðarsamkomulagi og að hann komi okkur ekki fyrir sjónir sem félagi á friðarbraut- inni,“ sagði Barak. Hafði forsætis- ráðherrann þau orð um Sharon að hann væri „verðugur, alvörugefinn og mikilvægur bandamaður“ í fyr- irhugaðri þjóðstjórn. Stjórnarþátttaka Sharons háð stefnubreytingu Baraks AFP-fréttastofan hafði eftir tals- manni Sharons í gær að hann hefði ekki enn tekið ákvörðun um þátt- töku í stjórninni. „[Likud-flokkur- inn] mun styðja ríkisstjórnina ef öflugar ráðstafanir verða gerðar til að auka og tryggja öryggi," segir í snubbóttri yfirlýsingu sem Sharon sendi frá sér á fimmtudagskvöld. Flokksformaðurinn hefur áður látið í ljósi áhyggjur af því að Bar- ak sé trúandi til að gefa loforð um stefnubreytingu til að fá Likud- flokkinn til stjórnarsamstarfs, en ganga svo á bak orða sinna þegar öldurnar hefði lægt. Baskar nýttu í Biarritz, eins og við var búizt, tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum, en borgin er í þeim hluta Baskahéraðanna sem til- heyra Frakklandi. Hópm- ungra bask- neskra aðskilnaðarsinna létu ófrið- lega, veltu bflum og hentu gijóti í lögreglumenn, í kröfugöngu frá ná- grannabænum Bayonne að spilavítinu og hótelinu í Biarritz, þar sem leiðtog- amir komu saman. 37 mótmælendur vora handteknir eftir að þeir reyndu að komast nær leiðtogunum. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem gegnir formennsku í ESB fram að áramótum, tjáði frétta- mönnum að leiðtogamir hefðu sam- mælzt um að skora á olíuframleiðslu- ríkin að stuðla að stöðugu heims- markaðsverði á olíu, en það hefur tekið stökk upp á við í kjölfar hinnar nýju óvissu í Mið-Austurlöndum. ------UH-------- Danmörk Myrti fjöl- skylduna o g svipti sig lífí FJÖLSKYLDUFAÐIR í Bagsværd, norðan Kaupmannahafnar, myrti í fyrrinótt eiginkonu sína og þrjár dætur áður en hann svipti sjálfan sig lífi og kveikti í heimili fjölskyldunnar. Dagblaðið Politiken greinir frá því að slökkviliðið í Gladsaxe hafi fundið fjölskylduna við slökkvistörf í húsi hennar. Eiginkona og þrjár dætur voru látnar þegar að var komið en fjölskyldufaðirinn lést á leiðinni á sjúkrahúsið. Hann náði að játa á sig morðið á fjölskyldu sinni áður en hann lést. Að sögn rannsóknarlögreglunnar kyrkti hann eiginkonu sína og dætur sem vora átta, fjórtán og m'tján ára með reipi áður en hann kveikti í hús- inu og skar sig á háls og púls. Svo virðist sem efnahagslegir örðugleikar hafi valdið því að hann framdi ódæð- ið. Lögreglan fann einnig bréf sem höfðu verið send til skólastjóra skól- ans sem tvær af dætrunum gengu í. Tilkynnt var um eldinn stundar- fjórðung yfir fjögur aðfaranótt föstu- dags og vann slökkvilið við að ráða niðurlögum eldsins fram eftii' morgni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.