Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listaklúbbur Leikhúskiallarans Tónlist frá Suð- ur-Ameríku TATU Kantomaa og Einar Kristján Einarsson leika mánudaginn 16. októ- ber suður-ameríska tónlist á harmón- iku og gítar í Listaklúbbnum í Þjóð- leikhúskjallaranum. Á efnisski-ánni verða meðal annars lög eftir Astor Piaccolla og Hector Villa Lobos. Tatu Kantoma er frá Finnlandi og hefur leikið á harmóniku frá unga aldri. Hann nam fyrst hjá Finnanum Veikko Ahvenainen í nokkur ár en síðan hjá rússneskum kennara, Vikt- or Kouzovlew, við tónlistarskólann í Jyvaaskilaa. Tatu hefrn- haldið fjölda tónleika víða um heim frá ellefu ára aldri, m.a. í Bandaríkjaunum, Finnlandi, Japan, Rússlandi, Þýskalandi, Austurríki, Italíu, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Hann hefur auk þess komið fram í út- varpi og sjónvarpi í mörgum löndum og gefið út geisladiska. Hann bar sig- ur úr býtum í harmoníkukeppninni í Vilijovesterinen 1989. Tatu hefur búið á Islandi síðan árið 1996 ogm.a. kennt á harmóníku. í dag leikur hann með hljómsveitinni Rússíbönunum og einnig í sýningum Þjóðleikhússins. Einai’ Kristján nam klassískan gít- arleik hjá Gunnari H. Jónssyni og Joseph Fung í Tónskóla Sigursveins og stundaði síðan framhaldsnám í Bretlandi. Hann hefur síðan komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Islands, Kaput-hópnum og fleiri sveitum. Hann leikur með félög- um sínum í Rússíbönunum, hefur gef- ið út geisladisk og stundar kennslu í gítarleik. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir 800 kr., en 500 kr. fyrir klúbbfélaga og skólafólk. Húsið opnað kl. 19.30. Dagskráin hefstkl. 20.30. Meistaranámskeið Isepps PÍANÓLEIKARINN og stjórnand- inn, Martin Isepp, heldur meistara- námskeið (master class) á vegum Söngskólans í Reykjavík fyrir söngv- araogpíanóleikara. Námskeiðið, sem fer fram í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, dagana 23.-27. okt. frá kl. 9.30-16 daglega, er opið öllu tónlistar- áhugafólki til áheyrnarþátttöku. Skráning fram á skrifstofu Söngskól- ans. Martin Isepp er fæddur í Vínar- borg, en flutti ungur til London, nam píanóleik hjá Leonie Gombrich og hóf feril sinn við söngskóla móður sinnar, óperusöngkonunnar Helene Isepp. Þetta er í þriðja sinn sem Isepp heldur námskeið á vegum Söngskól- ans í Reykjavík, en hann hefur starf- að með mörgum af þekktustu söngv- urum samtímas, má þar nefna Elizabet Scwharzkopf, Elisabeth Soderstrom, Dame Janet Baker, Jessy Norman, Hugues Cuenod og John Shirley-Quirk. Ein ljósmynda Erlu, Kona. Ljósmyndir Erlu Stef- ánsdóttur ERLA Stefánsdóttir opnar í dag sýningu á Jjósmyndum sfnum í sal félagsins íslensk grafík, Tryggva- götu 17. Sýningin stendur til 5. nóv- ember. Erla Stefánsdóttir nam ljósmynd- un og kvikmyndun við Kaliforníu- háskóla í Sacramento. Myndimar á sýningunni eru flestar teknar í Am- eríku á fyrri hluta síðasta áratugar. Þessi sýning var áður sett upp í Bandaríkjunum en með breyttri prenttækni eru verkin nú prentuð á striga sem gefur áhorfandanum nýja sýn á þau. I mörgum verkanna er tveimur eða fleiri myndum blandað saman án hjálpar tölva og útkoman er draumkennt samband manns og náttúru. Lilja Karls- dóttir sýnir í Grafarvogs- kirkju MYNDLISTARKONAN Lilja Karlsdóttir opnar sýningu í Grafar- vogskirkju sunnudaginn 15. október að lokinni messu sem hefst kl. 11. Sýningin ber heitið Dagbók - sköpunarsaga og er lokaverkefni listakonunnar til BA-prófs úr Lista- háskóla Islands síðastliðið vor. Inn- tak sýningarinnar er sköpunarsagan sem Lilja túlkar í táknum og skír- skotun í sköpunarsöguna. Sýningin stendur til áramóta. Hin bljúga drottning þagnar TONLIST F r í k i r k j a n LÚTUTÓNLEIKAR J. S. Bach: Sónata III í C BWV 1005; Partítur I & II í h og E BWV 1002 & 1006a; Chaconne úr Partítu II í d BWV 1004. Hopkinson Smith, lúta. Fimmtudaginn 12. október kl. 20. ORGELIÐ sést iðulega kallað „drottning hljóðfæranna". En það er rangnefni. Að fomri hefð er orgelið konungur; drottning hljóðfæranna, sú eina og sanna, er lútan. Hin óm- blíða belgharpa, sem að hætti slyngra ektakvinna á síðasta orðið eftir að hildar drottinn hefur loMð sér af við lúðrablástur og bumbuslátt, með þögnina eina sér til fulltingis. Þetta kom berlega fram á tónleik- um bandarísk-svissneska lútuieikar- ans HopMnsons Smith í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld. Það bjargaði miklu hvað áheyrendur, að töluverð- um hluta úr gítarleikara- og forntón- listarmannastétt, voru meðvitaðir um að minnsti hósti, minnsta andvarp, gæti rústað heila hendingu, því hljóð- færið er jafnvel raddveikara en spænski bróðir þess gítarinn, og er þá miMð sagt. Fríkirkjan er því varla heppilegasti vettvangur fyrir þetta „intímasta“ allra strengjahljóðfæra, meðan vart verður við annan hvem framhjáakandi bfl, að ekM sé talað um flugvélaumferðina, auk þess sem ný- legar endurbætur innan stokks duga aðeins miðlungi vel til að veita þann æsMlega enduróm sem lítil stein- kirkja gæti léð flutningi. Nú þegar Salurinn í Kópavogi hefur stóram létt konsertálagi af kirlqum höfuðborgar- svæðisins, vakti af þeim sökum nokkra undran að viðburðinum skyldi ekM fundinn hæfilegri staður, þó að trúin á aðdráttarafli miðborgarsvæð- is sé sMljanleg út af fyrir sig. Blómaskeið lútunnar - tími síðend- urreisnai- og barokks (um 1500-1750) - þætti trauðla eftirsóknarvert í dag. Lífið var hart, ófriður daglegt brauð, ólæknandi sjúkdómar á hverju strái, fátækt útbreidd og lýðræði af skom- um skammti. En eitt hafði það þó um- fram vora tíma sem öfundsvert má telja - þögnina. Gimisstrengjaplokk- ið ofurhljóðláta úr lútu Smiths, sem í sjálfri sér er verkfræðilegt afrek þar sem næfurþunn límtrésskel stenzt tuga kílóa strengjatog, var eins og ákall aftan úr kyrrlátari öldum. Ákall um frið undan þeirri hávaðamengun véla og hljómflutningstækja sem hrjáir vora samtíð. Ósjálfrátt varð hlustandanum hugsað til mann- og eymaskemmandi desíbelaorgía teknódansstaða nútímans, og hvort ungviðinu þar væri ekM haldbetri sálubót að héramræddum flutningi en gegndarlausu dynkjaskólpi og e- pilluáti. Bljúgróma einkenni hljóðfærisins urðu þó fráleitt ein til að sperra eyra tónleikagesta. Bæði samanstóð dag- skráin úr sannkölluðum öndvegis- verkum, og túlkun Hopkinsons var kapítuli út af fyrir sig. Partítur og sónötur Bachs fyrir fiðlu án undir- leiks frá Köthenárunum 1717-23 þykja nú meðal stærstu afreka fiðlu- bókmennta, og hafa hljómborðsleik- arar jafnt sem lútu- og gítai-leikarar löngum og sMljanlega litið þær girnd- araugum, enda vora sum verMn snemma umrituð til slíks brúks, þ. á m. E-dúr partítan BWV 1006a, sem talin er lútuumritun Bachs sjálfs. Þá var í tónleikaskrá haft eftir Bach- nemandanum Friedrich Agricola að lærimeistari hans hefði oft leiMð þau á klavíkorð. Því má raunai- við bæta, að sumt í verkunum bendir til fyrir- mynda úr franskri lútuhefð, sem vitað er að Bach hafði aðgang að þegar á yngri árum. Satt bezt að segja var ekM heldur laust við að sumir þættir kæmu jafnvel betur út á lútu en á fiðlu, og var Sarabandan í I. Partítu í „b“-moll [sic (= h)] kannsM skýrasta dæmið um það. Tvfleikur á fíðlu og píanó í Tíbrá Annars var túlkun HopMnsons, sem sjálfur stóð fyrir umritun ann- arra verka en E-dúr partítunni, í al- gjöram sérflokM, og ekM auðvelt að gera upp á milli einstakra atriða. Flutningurinn var oftast nær af- burðaskýr, og naut t.a.m. raddfærsl- an í Fúguþætti C-dúr sónötunnar ekM sízt góðs af því. Framan af fór að vísu örlítið í mann ákveðin rúbató- hneigð sem undirrituðum hefur lengst af ekM þótt alls kostar viðeig- andi í dansmestu þáttum, eða þar til rann upp fyrir manni að Hopkinson færi í raun eftir upphaflegasta og sannasta sMlningi hugtaksins, þ.e. „lánuðum" eða „rændum“ tíma sem bæri að skila aftur. M.ö.o. sem rúbató innan taktstrika, eða a.m.k. innan hendinga. Enda fór svo, að jafnvel einn mest dansfeykjandi þáttur allra, Prelúdía E-dúr partítunnar, „svínlá" eins og sagt er, þrátt fyrir tímafrávik- in, og ekM síður lokagikkur hennar. Sér á báti var Chaconnan í tón- leikalok, eitt af mestu meistaraverk- um tilbrigðaformsins, þar sem Hopkinson fór á kostum, m.a. í mark- vissri útfærslu sinni á löngu „crescendoköflum" þáttarins sem virðast innbyggðfr og rökrænt óhjá- kvæmilegir, þrátt fyrir að ekki sé aukateMð styrkleikamerM að finna í nótunum; vitanlega á forsendum hins lágværa hljóðfæris síns, þar sem byrja verður nánast á engu. Enda stóðu eyru hlustenda á stilkum. „Maggiore“-miðkaflinn birtist sem náðarljós af himnum ofan eftir storma og él, og að afstöðnum stór- brotnum hápunkti ondeggiando-kafl- ans fjaraði chaconna Bachs loks út líkt og glæst minning um þraut og heill sem aldrei verða aftur teMn. Slík verk í slíkum flutningi verða aðeins talin sem tónlistarapplifun meðal hinna fágætari, og gott betra en verðugt vertíðarapphaf á Norður- ljósatónleikaröð Musicae Antiquae. Ríkarður Ö. Pálsson Tvíleikstónleikar verða í Salnum í Tí- brá, tónleikaröð Kópa- vogs sunnudagskvöld- ið 15. október og hefjast þeir kl. 20. Það er tékkneska dúóið Iv- an Zenaty fiðluleikari og Jaromír Klepác píanóleikari sem flytja verk eftir Brahms, César Franck og Beethoven. Ivan Zenaty fiðlu- leikari brautskráðist frá Listaháskólanum í Prag árið 1987 þar sem hann nam fiðlu- leik hjá prof. Nora Grumlíková. Hann stundaði einnig nám i Zúrich og Weimar hjá Nathan Milstein, André Gertler og Igor Bezrodny, en hefur síðan 1988 verið sam- starfsmaður hins virta fiðluleikara Josef Suk sem er barna-barn tónskáldsins Antonin Dvorák. Árið 1988 varð Ivan Zenaty einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Prag og árið 1994 með Tékk- nesku útvarpshljómsveitinni. Hann hefur komið fram með mörgum virtustu sinfóníuhljómsveitum heims og leikið með Yehudi Men- uhin, Yo-Yo Ma, Serge Baudo, Neville Marriner og mörgum fleiri. Hann hefur leikið í ýmsum þekkt- ustu tónleikahúsum veraldar s.s. Wigmore Hall í London, Metropol- itan Hall í Tókýó, Concertgebouw í Amsterdam, King David Hall í Jerúsalem og Teatro Colon í Bu- enos Aires svo einhver séu nefnd. Zenaty hefur leikið inn á fjölda geisladiska og kemur oft fram bæði í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna. Fiðlan sem Zenaty mun leika á í Salnum er hið fræga hljóðfæri Prince of Orange smíðað 1743 af ítalska meistaranum Giuseppe Antonio Guarneri del Gesu. Leikið víða Tékkneski píanóleikarinn Jar- omír Klepáé var nemandi Pavel Hollenskur listamaður í Galleríi Reykjavík MYNDLISTARMAÐURINN Gerard Groot frá Hollandi opnar sýningu á olíumálverkum í dag kl. 13 í sýningarsal Gallerís Reykja- víkur. Gerard er fæddur árið 1942 í Heiloo í Hollandi en býr nú í Berg- en. Menntun sína fékk Gerard í The Rietveld Academy. Hug- myndir að inntaki þeirra verka sem Gerard sýnir í GaUeríi Reykjavík hefur hann fengið á ferðum sínum um landið undanfar- in ár. Gerard hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum víðsvegar um Holland. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 14-16. Sýningin stendur til 27. október. Morgunblaðið/Ásdís Tékkneska dúéið Ivan Zenaty fiðluleikari og Jaromír Klepác pianóleikari. Stepán við Tónlistarháskólann í Prag. Hann vakti fyrst verulega athygli, þegar hann vann til verð- launa í Chopin-píanókeppninni í Marienbad og skömmu síðar þriðju verðlaun í hinni alþjóðlegu ARD- keppni í Múnehen og önnur verð- laun í Prix Martinu-keppninni í París. Klepác hefur haldið tónleika í flestum löndum Evrópu sem og Ameríku, Asíu og Afríku. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska, bæði sem einleikari og með kammerhópum. Auk tónleika- halds heldur Klepác námskeið víða um heim. Á efnisskrá tónleikanna verður: Johannes Brahms; Scherzo fyrir fiðlu og píanó, César Franek; Són- ata í a-moll fyrir fiðlu og píanó, Allegretto ben Moderate Allegro Recitativo-Fantasia. Ben moder- ato, Allegretto poco mosso, Lud- wig van Beethoven; Sónata í A dúr op 47 fyrir píanó og fiðlu, Adagio sostenuto. Presto, Andante con Variazioni og Presto.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.