Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 44
VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ '44 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 A Visindavefur Háskóla Islands Er hægt að búa til geislasverð? VISINDI Undanfarna viku hafa bæst á Vísinda- vefinn svör við spurningum um plast, lím, lykt, litabreytingar á steinum, tómarúm, bletta- tígra á íslandi, líkamsrefsingar, sakavottorð, húsleit- ir lögreglu, lengsta orð í heimi, uppruna körfu- bolta, uppruna smokksins, Bermúdaþríhyrninginn, fyrstu genin, skilgrein- ^ ingu á heimspeki, slembival, ummál jarðarinnar og sögu Ól- ympíuleikanna. Ekkert lát er á umferðinni á vefsetri Vísindavefsins og berast þessa dagana um 20 spurningar á dag. Innsendar spurningar eru orðnar rúmlega 3400 og birt svör á vefsetrinu eru að nálgast þúsundið. í sumum þeirra er mörgum spurningum svarað í einu. Vísindavefurinn er einmitt þessa dagana að þreifa sig áfram með skipuiegt samstarf við grunnskóla ogframhaldsskóla. Byrjun þess starfs iofar góðu. Netfang Vísindavefjarins er ritstjorn@visindavefur.hi.is og síma- númerið 525-4765. www.opinnhaskoli2000.hi.is Er hægt að búa til geislasverð? Svar: Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð" eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýni- legan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dreifast af rykkornum út úr geislanum. Sverð sem einungis er sýnilegt í svarta þoku eða reykjarkófi veitir handhafanum ekki það vald og virðingu sem til stóð. í öðru lagi hefur ljósgeisli ekki endanlega lengd nema hann lendi á ógegnsærri mótstöðu. Hér væri orðið og hugtakið geislabyssa því nærtækara. Skæran ljósstaf af endanlegri lengd getum við hinsvegar keypt í næstu raftækjaverslun. Þá biðjum við um flúrljósaperu. Hún hefur alla eiginleika geislasverðs nema massaleysið og skurðarhæfnina og endingartíminn er stuttur ef henni er beitt til höggs. Skamm- lífari en minna brothætta ljósstafi má stundum fá hjá götusölum á útihátíðum. Þetta eru vökvafyllt plaströr sem lýsa dauflega meðan efnahvörf í vökvanum standa yfir (e. chemiluminesence). Á hinn bóginn er efnisskurður með leysigeisla mikill iðnaður í dag og algeng aðferð við uppskurði á sjúkrahúsum. í flestum tilfellum er þetta gert með ósýnilegum innrauð- um leysigeislum með öldulengd á bilinu 1-10 míkrómetrar. Undan- tekningar eru aðgerðir á augnbotn- um þar sem geislinn þarf að komast inn úr ytri lögum augans án þess að hafa áhrif á þau. Þar er notaður leysir með öldulengd á sýnilega sviðinu. Við skurð með leysi er breiðum geisla safnað í brennipunkt. Á þröngu svæði í kringum brennipunktinn er aflþéttleikinn nægur til að hita skotmarkið svo að það gufar upp. Annarsstaðar á geislaleiðinni nægir aflþéttleikinn ekki til skurðar heldur velgir aðeins lítillega. Leysigeislanum er því beitt til skurðar líkt og hnífsblaði sem að- eins bítur á stuttum kafla við odd- inn. Ari Ólafsson dósent í eðlisfræði við HI Er húðin stærsta líffæri mannslíkamans? Svar: Skilgreining á líffæri er: „hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.“ Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er talin stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar yfir- borð og þyngd eða massa. I full- orðnum manni er yfirborð húðar- innar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kílógrömm. Þetta er að meðaltali um 15% af líkamsþunganum. Þykkt húðarinnar er frá um hálfum millimetra á augnlokunum upp í 4 millimetra á hælþófanum. Á flestum svæðum er hún þó um 1-2 millimetrar á þykkt. Líffærið húð skiptist í tvo þætti, þunnt hornlag (epidermis) sem er yst og þykkari leðurhúð (dermis) sem liggur undir hornlaginu. Þar und- ir er svo fitulag sem ekki tilheyr- ir húðinni. Hornlagið er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum sem mynda efni sem nefnist keratin. Keratínið er teygjanlegir próteinþræðir sem verja undirliggjandi hluta húðar- innar gagnvart ýmsum efnum, ör- verum og ekki síst vatni. Yst í hornlaginu eru frumurnar dauðar, flatar og samanpakkaðar og mynda þannig mjög þétta og góða vörn. Dýpra í hornlaginu eru frumurnar sprelllifandi og skipta sér stöðugt til að endurnýja ysta dauða lagið sem flagnar stöðugt af. Talið er að æviskeið slíkrar húðfrumu frá því að hún skiptir sér þar til hún flagnar af sé um 20-50 dagar. I hornlaginu eru einnig frumur sem framleiða brúna litarefnið melanin þegar sólin skín á húðina. Hlutverk lit- arefnisins er að verja kjarna (erfðaefni) húðfrumanna gagnvart útfjólubláu geislum sólarinnar. Leðurhúðin er aðallega gerð úr Konur fengu hvorki að taka þátt í hinum fomu Ólympíuleikum né horfa á atburðina, fyrir utan eina konu sem gegndi nokkurs konar prestsembætti. bandvef. Þar eru einnig tauga- endar, æðar, smágerðir vöðvar, svita- og fítukirtlar og hársekkir. Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum og fólki með mikla undirhúðarfitu. Hlutverk líffærisins húðar eru margvísleg og er þar helst að nefna vöm gagnvart ýmsum utan- aðkomandi áreitum. Þar hjálpa fitukirtlar til með því að framleiða fituefni sem halda húðinni fitugri og mjúkri þannig að hún hrindi frá sér vatni. I fituefninu eru einnig bakteríudrepandi efni. Varnarþátt- ur húðarinnar kemur best í ljós þegar húðina vantar, þó ekki sé nema á litlu svæði (sár). Þá er mik- il hætta á að bakteríur komist í gegn og valdi sýkingu. I húðinni er mikið af taugaend- um þannig að hún er okkar aðal- skynjunarlíffæri eða skynfæri. Ef þessa skynjun vantaði værum við meðal annars ófær um að hreyfa okkur. Húðin er einnig hitastjórn- unarlíffæri. Ef okkur er of heitt beinum við heitu blóðinu út í æða- kerfi leðurhúðarinnar og aukum framleiðslu svitakirtla þannig að húðin verði vel rök. Svitinn gufar síðan upp af hinu geysimikla yfir- borði sem líffærið hefur og við það kólnar húðin og kælir blóðið. Að lokum má nefna að í húðinni er framleitt efni sem með aðstoð sól- arljóss er breytt í D-vítamín. Af framansögðu má sjá að líf- færið húðin er gert úr nokkrum tegundum vefja, gegnir mikilvæg- um sérhæfðum hlutverkum og er auðþekkjanlegt á útlitinu. Stefán B. Sigurðsson prófessor í lífeðiisfræði við HI Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir og hvers vegna? í hvaða íþróttum var keppt? Svar: Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðai fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikk- landi til fprna. Elsti skráði sigur- vegari á Ólympíuleikum er kokk- urinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Al- mennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ára. 1887 hefur baróninn Pierre de Coubertin, þá 24 ára gamall, bar- áttu sína fyrir endurvakningu Ól- ympíuleikanna. Á alþjóðaráðstefnu 1894 var ákveðið að hrinda hug- mynd hans í framkvæmd og Al- þjóða Ólympíuráðið var stofnað. Fyrstu Olympíuleikar nútímans voru síðan haldnir í Aþenu 1896 með þátttöku 300 keppenda frá 13 þjóðlöndum. Ólympíuleikarnir voru þekktast- ir þeirra kappleikja sem fram fóru í Grikklandi til forna. Þeir voru haldnir á fjögurra ára fresti og skipuðu svo veigamikinn sess í Grikklandi að tímatal var miðað við þá og 1 Ólympíad leið á milli leika. í hinum fornu Ólympíuleikum var framan af, að því er virðist, aðeins keppt í einni grein, kapp- Bakverkinn burt Forvarnir á vinnustaðn- um eru lykilatriði! NÝLEG könnun í löndum Evrópusam- bandsins sýnir að tæplega fjórðungur starfsmanna er fjarverandi ár- lega vegna at- vinnutengdrar vanheilsu og að alls tapast um 600 milljónir vinnudaga á ári þess vegna. Al- gengustu vinnutengdu óþægindin eru bakverkir, streita og vöðva- verkir í hand- og fótleggjum. Al- gengt er að starfsmenn vinni við slæmar vinnuaðstæður sem fela í sér óheppilegt álag, t.d. síendur- teknar vinnuhreyfingar, mikinn vinnuhraða, óþægilegar vinnu- stellingar, einhæfa vinnu með stuttum vinnuferlum og að hand- leika þungar byrðar. Island var ekki aðili að framangreindri könnun en ekki er nein ástæða til að ætla að ástandið hérlendis sé betra en í grannlöndunum. Mönnum er orðið ljóst að vel- gengni fyrirtækja og samfélagsleg velmegun í framtíðinni mun byggjast á því að fyrirtæki hafi heilbrigt, áhugasamt og vel þjálfað starfsfólk. En hvernig er forvamarstarfi fyrir- tækja háttað hérlendis, hvað er í vændum og að hverju er að hyggja? Innra vinnuverndar- starf fyrirtækja Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi (nr. 46/1980) ber atvinnurekanda skylda til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi starfsmanna sinna. Þó atvinnurekandinn beri ábyrgð á vinnuumhverfinu er gert ráð fyrir því að náið samstarf sé milli stjóm- enda og starfsmanna um að skapa góðar vinnuaðstæður. Á næstunni er að vænta breytinga á framangreindum lögum sem fela m.a. í sér skýrari ákvæði en áður um að markvisst skuli unnið að forvöm- um. Ný lagaákvæði munu gera at- vinnurekanda skylt að gera skriflegt mat á áhættuþáttum í vinnuum- hverfinu og áætlun um forvarnir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Breytingar þessar byggjast á rammatilskipun Evrópusambands- ins nr. 89/391 um lögleiðingu ráðstaf- ana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum. Markvissar forvarnir innan fyrirtækja Fyrirkomulag innra vinnuvernd- arstarfs hlýtur að sjálfsögðu að ráð- ast nokkuð af stærð vinnustaðarins. Eftirfarandi gildir þó alltaf: • Vinnuvemdarstarfið þarf að fléttast inn í daglegt starf fyrirtækis- ins. • Sýnilegur stuðningur stjóm- enda við vinnuverndarstarfið er mik- ilvægur. • Hlutaðeigandi starfsmenn þurfa alltaf að taka virkan þátt í um- bótastarfinu. • Vinna þarf á markvissan hátt til að starfið skili árangri. Kortleggja þarf vinnuumhverfið til að greina helstu áhættuþætti sem kunna að vera til staðar en vanda- Við erum að gera vinnuumhverfismat. Hvað leggur þú til? málin geta verið afar ólík eftir því um hvers konar vinnustað er að ræða - af líkamlegum, andlegum eða félags- legum toga. Þegar búið er að greina og meta áhætturnar er næsta skref að gera áætlun um úrbætur og til- greina bæði hvenær úrbótum skuli lokið og ábyrgðannann verksins. Eftir að úrbótum er Iokið er nauð- synlegt að fylgjast með hvemig til hefur tekist. Því reynslan hefur sýnt að oft þarf að gera minni háttar lag- færingar eftir á til að tryggja full- nægjandi árangur náist. Á vinnustöðum þar sem starfa 10 eða fleiri er það formlegt hlutverk öryggistrúnaðarmanna og -varða að vinna að því að skapa gott vinnuum- hverfi á vinnustaðnum. I sumum til- vikum getur reynst nauðsynlegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.