Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ flKll LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 45 | M hlaupi, á 192 metra langri braut. Lengri hlaup bættust síðar við, um 700 var keppt í glímu og fimmþraut (pentaþlon) en í henni var kapphlaup, langstökk, skífu- kast, spjótkast og að lokum glíma milli þeirra tveggja keppenda sem stóðu sig best í hinum fjórum greinunum. Konur fengu hvorki að taka þátt í hinum fornu Ólympíu- leikum né horfa á atburðina, fyrir utan eina konu sem gegndi nokk- urs konar prestsembætti. Um 150 fyrir Krist misstu Grikk- ir að lokum allt sjálfstæði sitt til Rómverja og stuðningur við kapp- leiki á borð við Ólympíuleikana dvínaði verulega í kjölfar þess. Skylmingar, blóðugir bardagar upp á líf og dauða og hestvagnakapp- leikir voru vinsælli skemmtun í Róm en naktir menn á hlaupum. Eldhuginn Pierre de Coubertin barðist, sem fyrr segir, fyrir end- urlífgun Ólympíuleikanna. Eftir 7 ára baráttu hans var ákveðið, árið 1894, að halda fyrstu Ólympíuleik- ana tveimur árum síðar í Aþenu. Keppt var í fjölþraut, hjólreiðum, sundi, ilmleikum, lyftingum, glímu, skylmingum, skotfimi, tennis og hlaupum. Á þessum Ólympíuleikum var í fyrsta sinn keppt í maraþoni en maraþon-hlaupið byggist einnig á atburði úr fornöld: Sagan segir að hlauparinn Feídíppídes hafi hlaupið frá borginni Maraþon til Aþenu með skilaboð um ósigur inn- rásarhers árið 490 fyrir Krist. Árin 1908 og 1920 var keppt á skautum á Ólympíuleikum en það er fyrst 1924 sem Vetrarólympíu- leikamir verða aðskilinn atburður, sambærilegur að umfangi við sumarleikana. Fyrstu Vetrar- ólympíuleikarnir eru haldnir 1924 í Chamonix, Frakklandi, sama ár og sumarleikarnir voru haldnir í París. Raunar voru leikarnir ekki haldnir í nafni Ólympíuleikanna heldur kölluðust þeir Alþjóðlega vetraríþróttavikan. En þeir voru vel skipulagðir og Alþjóða Ólympíuráðið ákvað 1925 að stofna til vetrarleika og að þessir leikar í Frakklandi skyldu teljast fyrstu V etrarólympíuleikarnir. Ólympíuleikar nútímans hafa ekki gengið óslitið frá stofnun þeirra því að tólf ára hlé var milli Ólympíuleika frá 1936 til 1948 meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Fyrst í stað eftir stríð tóku hvorki hinar sigruðu þjóðir, Pýskaland og Japan, né Sovétríkin þátt í leikunum. Haukur Már Helgason starfsmaður Vísindavefjarins leita ráðgjafar sérfræðinga í heilsuvemd á vinnustað. Jafn- framt er afar mikilvægt að þeir starfsmenn sem hlut eiga að máli hverju sinni taki virkan þátt í um- bótastarfinu, því þeir búa oftast yfir dýrmætri reynslu og þekk- ingu á eigin vinnuaðstæðum sem er nauðsynlegt að taka mið af bæði við greiningu og úrlausnir vandamála. Ný eftirlitsaðferð Á næstu missemm mun Vinnu- eftirlitið innleiða nýja aðferð við eftirlit í fyrirtækjum. Meðal ann- ars verður breyting á samskiptum við vinnustaðina. Fyrirtæki sem getur sýnt fram á virkt og árang- ursríkt vinnuverndarstarf, mun skv. nýrri aðferð sjálft gera tíma- settar áætlanir um hvernig það hyggst standa að úrbótum sem gera þarf á vinnustaðnum, sem verða svo bornar undir Vinnueft- irlitið. I fyrirtækjum þar sem hvorki er vilji né geta til að taka á vmnuvemdarmálin föstum tökum, mun Vinnueftirlitið hins vegar áfram setja fram tímasettar kröf- ur um úrbætur, á svipaðan hátt og gert er í dag. Stjórnendur og starfsmenn eru því hvattir til að taka saman hönd- um og setja forvarnir á vinnustað á forgangslista - til að halda bak- verknum utan dyra! Níundi draumurinn DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Þótt golan hægri kyssi kinn kalt, frá ægisströndum, þá er vinstri vangi minn vafinn geisla böndum Kristján frá Djúpalæk Á stundum er það tíminn sem mótar tíðarandann við mennina en alltaf annað slagið snýst dæmið við og fram koma menn sem móta tím- ann í draum um fegurra mannlíf í takt við slög hjartans. Með Bítinu fór hugurinn á flug í fleygum orð- um og fáguðum tónum mannsins sem við minnumst nú. John Lennon hefði orðið sextugur níunda októ- Mynd/Kristján Kristjánsson Og draumurinn varð orð. ber og sexfaldur í sköpun sinni ef byssukúla brjálæðings hefði ekki stöðvað þessa þróun sunnudags- kvöldið sjöunda desember 1980. John Lennon var maður draumanna, hann átti sér drauma, hann bjó til drauma og draumar hans rættust. Hann varð skáldið og tónlistar- maðurinn sem tók flata jörðina, skellti henni upp á rönd og sneri hratt í hring svo úr varð geisl- andi kúla fegurðar og friðar með regnbogann um sig í slaufu. Hann var rostungurinn, Pipar liðþjálfi, byltingarmaðurinn, Ró- bert læknir, sinnepskallinn, pabb- inn, elshuginn og litli drengurinn sem varð friðarhöfðingi, maðurinn sem sameinaði austrið og vestrið í drauminum um heilan heim, fullan ímynda. So long ago Was it in a dream? Was it just a dream? I know, yes I know It seemed so very real, it seemed so real to me Took a walk down the street Thru the heat whispered trees I thought I could hear (hear, hear, hear) Somebody call out my name as it started to rain Two spirits dancing so strange Ah! böwakawa poussé, poussé Ah! böwakawa poussé, poussé Ah! böwakawa poussé, poussé Aventis Orudis hlaup - góð lausn við verkjum Ahrifaríkt1 við verkjum eftir bráða áverka eða áreynslukvilla Öruggt lág tíðni aukaverkana Góður kostur fyrir íþróttafólk og einstaklinga með staðbundna verki og bólgur í stoðkerfi Innihaldslýsing: Virka efnið í Orudis® hlaupi er ketóprófen 25 mg/g. Hlaupið inniheldur einnig ýmis hjálparefni. Hvaða verkun hefur lyfið? Það er bólgueyðandi og verkjastillandi. Lyfið er meðal annars notað við: • Tognunum og öðrum áverkum. • Staðbundnum verkjum og bólgum I stoðkerfi. • Áreynslukvillum eins og tennisolnboga, sinaslíðursbólgu og beinhimnubólgu. lyfið á ekki að nota ef viðkomandi: • Er með ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgu- eyðandi lyfjum. • Er með sýkingar, exem, bólur eða opin sár á því húðsvæði sem á að meðhöndla. • Er barnshafandi eða með barn á brjósti. Hvaða aukaverkanir getur tyfið haft? Staðbundin einkenni á húð eins og roða og kiáða. Hvemig á að nota lyfið? Orudis® hlaupinu er nuddað inn í húðina í nokkrar mínútur. Lyfið má nota 2-3 sinnum á dag en þó ekki meira en 15 g á dag (15 g samsvara um 28 cm). Varúðarregtur • Lyfið má ekki komast I snertingu við slímhimnur eða augu. • Varast skal sólarijós og Ijósabekki meðan á meðferð stendur. • Þeir sem eru með skerta lifrar-, nýma- eða hjartastarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. • Lyfið er ekki ætlað börnum. Orudis® hlaup 2,5% er fáanlegt án tyfseðils i apótekum i 60 g tupum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Utnboð á islandi: Pharmaco hf„ Hörgatúni 2,210 Garðabær. Heimild: 1 Moore RA. etal. British Medical Journal 1998;316:333-338. | Þórunn Sveinsdóttir er þróunar- og gæðastjóri Vinnueftirlitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.