Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 50
50' LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ofurvið- kvæmni „Auðvitað villfólk útrýma lúalegum vinnubrögðum afþessu tagi. Hins vegar hefurkannski full vel til tekist með herferðinnigegn persónulegum árásum í kosningabaráttu. Eða líklega væri réttara að segja að skilgreiningin á „persónulegri árás“sé orðin ofalmenn“. Eftir Hönnu Katrínu Frið- riksson MEÐAL þess sem hefur einkennt forsetaslaginn í Bandaríkjunum er opinber um- ræða um neikvæða kosninga- baráttu og persónuárásir. Banda- rískir kjósendur hafa undanfarið lýst því yfir í könnunum að þeir hafi vaxandi áhyggjur af auknu neikvæði og persónulegu skít- kasti tengdu stjórnmálum og skilaboðin hafa verið þau að stjómmálamönnum væri hollast að gera þarna bragarbót á vilji þeir atkvæðin. Pað er því ekki að VIÐHORF un<lra að ., v ™nUnr margir stjorn- málamenn hafi tekið mál- ið upp á arma sína og gert fyrirheit um jákvæða kosninga- baráttu að sérstöku kosninga- máli. A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata lýsti því til dæmis yfir snemmsumars að hann myndi forðast neikvæðar árásir á fram- bjóðanda repúblikana, George Bush, í forsetaslagnum. Gore sagðist frekar ætla að einbeita sér að því að kryfja og gagnrýna afstöðu Bush til ákveðinna mál- efna (Þetta þótti fréttaefni!) Með því sagðist hann vilja eiga sinn þátt í því að hefja bandaríska kosningabaráttu á æðra svið. Síð- an hefur hann sjálfur fitjað upp á nefið í hvert skipti sem honum mislíkar gagnrýni og oft á tíðum komist upp með að svara því ein- göngu til að þarna finnist honum að sér vegið persónulega. Punkt- ur. Þetta sagði hann til dæmis um daginn þegar í hámæli kom- ust í fjölmiðlum állar þær ýkjur sem hann hefur látið flakka í hita leiksins til að sýna eigið ágæti. George Bush er líka langt frá því að vera saklaus af því að nýta sér ákall kjósenda um heiðarlega og sanngjama kosningabaráttu til þess að koma sér úr snörunni. Nýjasta dæmið má taka frá sjónvarpskappræðum frambjóð- enda í vikunni. Bush lá þar á tímabili undir harðri gagnrýni frá Gore sem sagði slæma stöðu trygginga- og heilbrigðismála í Texas, ríkinu sem Bush er í for- svari fyrir, draga úr trúverðug- leika loforða Bush um hvemig hann ætlaði að stórbæta stöðu allra landsmanna í þessum mála- flokkum kæmist hann í Hvíta húsið. Sérstaklega tók Gore fram hve staða bama í þessum málum væri slæm í Texas. Bush brást hinn versti við og spurði hvort andstæðingur hans væri að saka hann um grimmlyndi í garð bama. „Það er ekki rétt, í Texas er okkur annt um börnin okkar,“ svaraði Bush klökkur og sár yfir því að að sér skyldi vegið með svo neikvæðum og persónulegum hætti. Og margir áhorfenda tóku andköf. Institution ofGlobal Ethics í Bandaríkjunum er öflug stofnun um siðferðismál sem hefur meðal annars beint sjónunum að sið- ferði í kosningabaráttu stjóm- málamanna og -flokka. Á heima- síðu stofnunarinnar segir að undir persónulegar ásrásir í kosningabaráttu megi ekki flokka öflugar rökræður, þær ættu ein- mitt að vera áberandi í góðum kosningaslag. Stofnunin styddi og fagnaði heiðarlegri og bein- skeyttri gagnrýni á málefnalega afstöðu pólitískra andstæðinga, þar sem það væri viðeigandi. Sem dæmi um það sem kjós- endur teldu almennt setja svart- an blett á viðkomandi stjóm- málamenn og stjórnmál yfirhöfuð tilgreinir Institution of Global Ethics órökstuddan orðróm, að- dróttanir eða hálfsannleik, árásir sem höfðuðu til ótta og fordóma kjósenda, niðurlægjandi auglýs- ingar og yfirhöfuð aðferðir sem era frekar ætlaðar til að beina kastljósinu að persónuleika and- stæðinga frekar en málefnum. Auðvitað vill fólk útrýma lúa- legum vinnubrögðum af þessu tagi. Hins vegar hefur kannski fullvel til tekist með herferðinni gegn persónulegum árásum í kosningabaráttu. Eða líklega væri réttara að segja að skil- greiningin á „persónulegri árás“ sé orðin of almenn.Vissulega gera flestir sér grein fyrir því að það er ekki hægt að flokka allar „slæmar" auglýsingar sem pers- ónulegar árásir. Sumar gera ekki annað en lýsa staðreyndum og forðast eins og hægt er að koma persónulegu bragði á and- stæðinginn. En séu staðreyndirn- ar neikvæðar fer ekki hjá því að neikvæðu ljósi sér varpað á um- ræddan stjómmálamann. Um- rædda persónu. Til þess er leik- urinn auðvitað gerður, en þetta fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja skilgreina persónulega árás sem allt sem tengist viðkomandi pers- ónu. Það sem eftir stendur er þá spumingin hvemig frambjóðend- ur eigi að koma til skila til al- mennings neikvæðum upp- lýsingum sem þeir búa yfir um aðgerðir, aðgerðaleysi, af- rekaskrá, orð og ákvarðanir póli- tískra andstæðinga. í nýrri skoð- anakönnun kemur til dæmis fram að 70% bandarískra kjósenda þykir ósanngjamt af frambjóð- anda að gagnrýna pólitískan and- stæðing sinn fyrir að halda í orði fram ákveðinni (vinsælli) skoðun en hafa orðið uppvís að því að greiða andstæðri skoðim atkvæði sitt. Aðeins rúmlega helmingi kjósenda þykir í lagi að frambjóð- andi greini frá og gagnrýni hvaða málefnum andstæðingur hefur veitt brautargengi með atkvæði sínu og hvaða málefnum hann hefur hafnað. Engu virðist skipta þó viðkomandi frambjóðandi sýni allt annan lit í kosningabarátt- unni, nokkuð sem gjaman hefur verið kallað að villa á sér heimild- ir. Kannski skiptir þetta heldur engu máli. Kannski er bara eðli- legt að sá verði forseti sem hefur besta og bjartasta brosið og er duglegastur að læra heima íyrir kappræður í sjónvarpssal. Misjafnt hvort fólk vill tilbúna fískrétti eða kýs að matbúa fískinn sjálft Tilbúnir fiskréttir eru innan við 1% af sölunni hjá Atla enda leggur hann megináherslu á hefðbund- inn fisk eins og viðskiptavinir hans kjósa helst. Morgunblaðið/Kristinn Um 85% af sölu Fiskbúðarinnar okkar er sala á til- búnum fiskréttum að sögn Pálma sem hér er með einn af sinum fjölmörgu réttum. Um 80% físk- sölunnar er ýsa Æ fleirí kaupa tilbúna fískrétti í allskonar sósum sem einungis þarf að hita í ofni. Hrönn Indriðadóttir ræddi við tvo físksala og komst að því að það eru líka margir sem vilja matbúa sinn físk sjálfír. NÍU ár era liðin frá því Pálmi Karlsson, fram- kvæmdastjóri Fiskbúð- arinnar okkar, hóf rekstur verslunar sinnar og segir hann reksturinn hafa breyst gíf- urlega á þeim áram. Hann rekur nú þrjár verslanir; í Álfheimum, á Nesvegi og á Smiðjuvegi. „Segja má að verslunin hafi breyst frá því að vera hefðbundin fiskbúð í að vera verslun með sæl- kerarétti,“ segir Pálmi. „Innkaup á fiski hafa breyst mikið og sömu sögu er að segja af verðlagning- unni en fiskur hefur hækkað tölu- vert í verði. Síðast en ekki síst hafa neysluvenjur fólks á fiski breyst líkt og með kjöt og aðrar matvörur." Pálmi segist merkja breyting- una einna helst á því að viðskipta- vinir hans eru í ríkara mæli að kaupa tilbúna fiskrétti sem ein- göngu þurfi að hita í ofni. „Sam- hliða því höfum við verið að þróa margvíslega rétti og erum sífellt að finna upp nýjungar en þess má geta að öll vinnslan fer fram í glænýju eldhúsi í verslun okkar á Smiðjuveginum. Engu að síður erum við líka með hefðbundinn fisk eins og ýsu- og þorskflök.“ Aðspurður segir Pálmi að uppi- staðan í tilbúnu réttunum sé ýsa og hana sé hægt að fá í allskonar sósum. Að auki er boðið upp á margskonar aðra fiskrétti eins og lúðu og lax með ostafyllingu, kryddleginn fisk, fiskibollur og sælkerabuff. „Sælkerabuff er nýj- ung hér á landi en það er ýsa og grænmeti blandað saman, þetta er geysilega vinsælt hjá okkur.“ Hátt í hundrað sósuuppskriftir „Frá því að við hófum að bjóða upp á tilbúinn fisk í sósum eru við búin að þróa hátt í hundrað sósu- uppskriftir og má til dæmis nefna okkar sósu, sem byggð er upp á ananas, eplabitum og karríi, en hún er jafnframt okkar vinsæl- asta sósa. Þá eram við með sæl- kera-, kasmír-, andorra- og alda- mótasósur svo dæmi séu tekin.“ Að sögn Pálma er 85% af allri sölu þeirra sala á tilbúnum fisk- réttum en að sögn hans var farið af krafti að markaðssetja þá fyrir þremur árum. „Það era engir að bjóða upp á jafn mikið úrval og við í tilbúnum fiskréttum en auðvitað era fleiri að bjóða upp á slíka rétti. Eg hef ekki orðið var við þessa niðursveiflu í fiskneyslu sem oft er verið að tala um. Kannski er það fyrst og fremst vegna þess að við eram í þessum nýjungum," segir Pálmi og bætir við að Ijóst sé að eftirspurn eftir hefðbundn- um fiski hafi minnkað. Að sögn Pálma er engin kyn- slóðaskipting viðskiptavina. „Upphaflega þegar við fórum að bjóða upp á tilbúnu fiskréttina héldum við að við værum að leggja línuna fyrir ungt fólk en það hefur komið í ljós að eldra fólk er alveg jafnhrifið af þessum nýjungum. Það er þessi einfald- leiki sem fólk hrífst af á þessum tímum þegar hraði einkennir þjóðfélagið, það þarf bara að setja fiskinn í ofn og þá er kominn dýr- indis fiskréttur." Soðnar kartöflur næsta skref „Soðnar kartöflur eiga sannar- lega leið með þessum tilbúnu rétt- um og hver veit nema við eigum eftir að bjóða upp á þær með í framtíðinni?" Utlendingar eru sérstaklega hrifnir af tilbúnum fiskréttum að sögn Pálma. „Margir þeir sem hingað hafa komið hafa mælt með útflutningi til heimalands síns. Þetta þekkist í litlu magni erlend- is og ég er alveg sannfærður um að hægt er að markaðssetja fisk- rétti sem þessa víða í heiminum. Tilbúnir fiskréttir eiga því öragg- lega eftir að verða hluti af út- flutningi okkar íslendinga þegar fram líða stundir." Viðskiptavinir vilja hefðbundinn fisk Atli Björnsson er eigandi Fisk- búðarinnar í Skaftahlíð og á Dun- haga og segist hann jafnvel vera að velta fyrir sér að opna á fleiri stöðum. Atli hefur ekki mikla trú á tilbúum fiskréttum og segir þá innan við 1% af sölunni hjá sér. Hann leggur megináherslu á hefðbundinn fisk enda er það þannig sem viðskiptavinir hans helst vilja hafa fiskinn. „Eg var búinn að vera lengi til sjós áður en ég hóf rekstur versl- ananna. Ég byrjaði í Sörlaskjól- inu árið 1997 en færði mig síðan í Skaftahlíðina og á Dunhagann. Reksturinn hefur ekki breyst mikið á þessum árum nema þá einna helst að ég er kominn með meira af föstum viðskiptum. Ur- valið hefur ekki breyst en þess má þó geta að það er æði fjölbreytt." Ýsan vinsælust Atli segir ýsuna vera vinsæl- asta og sé hún um 70 til 80% af allri sölu hjá þeim, þá taki hann sérstaklega eftir því að útlending- arnir séu hrifnir af þorskinum og eldra fólkið kaupi helst siginn fisk og kinnar. „Hér er hefðbundinn fiskur í hávegum hafður. Ég er með mjög lítið af tilbúnum fiskréttum en er þó með fiskibollur, fisk í raspi og tvær tegundir af fiski í sósu sem ég laga sjálfur. Fólk spyr ekki mikið um þetta og það er einn og einn sem kaupir. I janúar, febrúar og mars bíð ég síðan upp á verkaða kúttmaga tilbúna í pottinn en ég er sá eini í Reykjavík sem býð upp á það.“ Betri námsárangur ef börn borða fisk í fiskborðinu hjá Atla má meðal annars finna ýsu, lúðu, kola, rauð- sprettu og steinbít, bæði flök og í heilu. Þá getur að líta siginn fisk, kinnar og gellur svo dæmi séu tekin. „Islendingar era duglegir að borða fisk enda er fiskur holl- ur. Þá hafa rannsóknir sýnt, með- al annars í Svíþjóð, að börn sem borða fisk þó það sé ekki nema einu sinni í viku sýna 30% betri námsárangur en þau börn sem borða aldrei fisk. Þetta sjoppu- fæði sem er orðið svo algengt í dag, eins og langlokur, er ekki matur, rúgbrauð og soðin ýsa, það er aftur á móti matur sem bæði böm og fullorðnir ættu að borða sem oftast." Það sem fólk vill, að sögn Atla, er að sjá fiskinn í borðinu og geta síðan valið sér. Til hans kemur fólk á öllum aldri og því ekki um neina kynslóðaskiptingu að ræða. „Þennan háttinn hafa fisksalar haft á um árin, viðskiptavinirnir vilja velja sinn fisk í fiskborðinu og því er engra nýjunga að vænta frá okkur í framtíðinni.“ Atli segir fiskverð í skýjunum í dag sem meðal annars megi rekja til mikils útflutnings. „Það fer svo takmarkað á markað hér heima og þá fer verðið upp úr öllu valdi. Þess má geta að stundum er ég að kaupa ýsuna á 300 krónur kílóið og þá gefur augaleið að ég er ekki að hafa mikið upp úr þessu,“ segir Atli að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.