Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 54
MINNINGAR '’54 LAUGARDAGUR 14. OKTÖbÉR 2000 MÖRGUNBLAÐÍÐ SIGURÐUR EINARSSON ið var samtíða Sigurði, þá sýsluskrif- ara í Eyjum. Einar, sonur Sigurðar, var einn að- sópsmesti athafnafrömuður 20. ald- arinnar á landsvísu og nutu Vest- mannaeyingar góðs af. Það var því mikil eftirvænting er Sigurður Ein- arsson, nýútskrifaður lögfræðingur, settist í stól föður síns 1975,25 ára að aldri. Oft hefur verið haft á orði að þriðji ættliðurinn dugi skammt. Þetta afsannaði Sigurður rækilega, var ekki búinn að starfa hér lengi er í ljós komu ótvíræðir forustuhæfileikar hans. Hraðfrystistöðin varð illa úti af völdum jarðeldanna 1973 og þurfti " rækilega að taka hendinni til við upp- bygginguna. Tókst Sigurði ásamt sín- um mönnum að koma fótunum undir reksturinn á ný og fyrirtækinu í fremstu röð. Auk stjórnar á umsvifamiklum at- vinnurekstri og stjómarsetu í mörg- um af stærstu fyrirtækjum og stofn- unum landsins tengdum sjávarútvegi gaf Sigurður sig að stjóm kaupstað- arins um árabil og komu holl ráð hans þar sem annars staðar að góðu haldi. Hann naut velvilja og vinsælda hjá samstarfsfólki sínu og taldi ekki eftir að sýna hluttekningu og samúð þar sem erfiðleikar steðjuðu að. Ekki er staður né stund að telja upp öll þau verkefni sem hann beitti sér fyrir eða átti stóran þátt í. Víst er að margir sakna þessa góða drengs, sem ungur hefur kvatt. Sigurður var sérstakur velgerðamaður Félags eldri borgara og fyrir nokkmm ámm afhenti hann félaginu fullkominn inn- igolfsal í húsakynnum ísfélagsins. Verður þessi einstæði höfðings- skapur seint fullþakkaður. TU marks um hug samborgaranna til Sigurðar langar mig að rifja upp atvik frá talningu atkvæða eftir síð- ustu bæjarstjómarkosningar, þar sem Sigurður skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Eins og títt er vom allmiklar útstrikanir yfir nöfn á listanum allt upp í 14. sæti en engin útstrikun yfir nafh Sigurðar. Bæjarbúa setti hljóða er fréttist af Sigurður hefði verið fluttur fárveikur til Reykjavíkur og þaðan til Banda- ríkjanna á síðastliðnum vetri. Allir vonuðu að takast mætti að hjálpa enda viðurkennt hvað Sigurður var vel á sig kominn og alla tíð hraustur. Því sárari em vonbrigðin að sjá nú á bak honum í blóma lífsins. En Sigurður stóð ekki einn. Við hlið hans var fágætur lífsförunautur, Guðbjörg Matthíasdóttir. Hafa þau sett svip á bæinn með sinni einstöku hógværð og lítillæti. Allt frá því að •' sjúkdómurinn illvígi herjaði á Sigurð hefur Guðbjörg aldrei vikið frá hon- um og umvafið hann einstakri ástúð og elsku sem hann nú síðast naut á heimili þeirra í faðmi eiginkonu og sona auk systkina, tengdafólks og heimilisvina, þar tii yfir lauk. Við drúpum höfði - þökkum guði, sem gaf þennan góða dreng. Eg kveð kæran frænda og vin. Guð blessi minningu Sigurðar Ein- arssonar og huggi eiginkonu, syni og ástvini alla sem svo mikið hafa misst. Jóhann Friðfinnsson. Þó dauðinn sé viss hjá öllum er afar erfitt að sætta sig við þegar hann tek- ur til sín fólk á besta aldri, fólk sem er - fullt af lífslöngun og vilja til þess að mæta hverjum degi og hveiju verki með það í huga að láta gott af sér leiða. En svona er lífið, dauðinn er óumbreytanlegur. Það er að sönnu erfitt að sjá á eftir Sigurði Einars- syni, sem er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, en nú minnumst við hans með þakklæti fyrir allt það sem hann var, gerði og gaf af sér. Eg minnist Sigurðar fyrst sem unglings í vesturbæ Reykjavíkur, en kynni okkar hófust þó fyrst upp úr 1970, þegar hann var í námi í laga- deild Háskólans. Sigurður var þá ' meðfram náminu farinn að taka virk- an þátt í atvinnurekstri föður síns. Ég man, frá þeim tíma, þegar þeir feðgar ræddu ítarlega við mig um hugmynd- ir sínar um að láta smíða fyrir sig fimm til tíu 100 rúmlesta báta hjá Slippstöðinni á Akureyri. Þeir feðgar voru þó ekki alveg sammála um fjölda bátanna og man ég hvað Sigurður var ákveðinn og fylginn sér í því að sann- færa foður sinn hve margir þeir ættu að vera og náði sínu fram. Samskipti okkar Sigurðar jukust svo verulega þegar Sigurður tók við rekstri Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja hf. árið 1974, sem þá var eitt af stærstu viðskiptafyrirtækjum Tryggingamiðstöðvarinnar. Reynsl- an af störfum Sigurðar, við stjómun Hraðfrystistöðvarinnar, sýndi fljótt að þar var á ferðinni mikilhæfur stjómandi í íslensku atvinnulífi og hlóðust fljótt á hann ótal störf á veg- um samtaka innan sjávarútvegsins sem og á öðmm sviðum þjóðlífsins og þá ekki síst fyrir samfélagið í Vest- mannaeyjum. Eitt þeirra fyrirtækja sem Sigurð- ur helgaði krafta sína var Trygginga- miðstöðin, en hann sat í stjóm félags- ins frá 1977 til dauðadags og þar af sem stjómarformaður frá 1995. Ein- ar, faðir Sigurðar, sat í stjóm félags- ins frá 1958 til dauðadags 1977 og þar af sem formaður frá 1965. Hafa þeir feðgar því setið í stjóm félagsins öll starfsár þess að einu undanskildu. Sigurður Einarsson fékk strax mikinn áhuga á rekstri Trygginga- miðstöðvarinnar og setti sig vel inn í starfsemi félagsins. Hann hafði ávallt mikla trú á velgengni þess og mögu- leikum. Sigurður beitti sér fyrir því að opna félagið og láta skrá það á hlutabréfamarkað og var sífellt að hugsa um nýjar leiðir fyrir framgang þess. Það var ómetanlegt fyrir mig og Gísla heitinn Ólafsson, sem lengst af var forstjóri félagsins, að finna stuðn- ing Sigurðar við störf okkar. Sam- starf mitt og Sigurðar var afar náið og þróaðist í vináttu sem ég met mikils. Sigurður var einstaklega vel gerður maður, heiðarlegur, hreinskiptinn og yfirvegaður í öllu því sem hann sagði og gerði. Hann var vel að sér og rökstuddi skoðanir sínar af festu. Það var því mér mikils virði að njóta trún- aðartrausts Sigurðar og geta leitað ráða hjá honum um hin ýmsu mál. Vestmannaeyingar sjá nú á eftir, ekki einungis mikilhæfum forustu- manni í atvinnulífi bæjarins, heldur einnig einum atkvæðamesta frammá- manni sínum í stjóm bæjarfélagsins til margra ára. Sigurður unni Eyjun- um af heilum hug og vildi allt til vinna til að efla og bæta líf fólksins þar. í Eyjunum vildi hann vera og það var þekkt meðal okkar á fastalandinu að þegar við þurftum að fá hann til stjómarfunda, eða annarra funda, urðum við að haga tímasetningu með þeim hætti að hann kæmist alltaf samdægurs heim til Eyja. Þegar minnst er starfa Sigurðar þá má ekki gleymast hlutur Guðbjargar í þeim. Ég tel mig vita að áður en Sig- urður tók ákvarðanir um flest mikil- væg mál, var hann búinn að ráðfæra sig við Guðbjörgu og tók mikið tillit til hennar skoðana. í mínum huga voru Guðbjörg og Sigurður órofa heild, svo samrýnd vom þau. Nú nístir sorgin, en minn- ingin um góðan dreng mun lifa og létta undir. Um leið og Sigurði em þökkuð mikil og góð störf í þágu Tryggingamiðstöðvarinnar sendum við Hilda Guðbjörgu og sonum hug- heilar samúðarkveðjur. Gunnar Felixson. Góður drengur er látinn langt um aldur fram. Það var okkur, sem þekktum Sigurð Einarsson, mikið áfall þegar við fréttum í byijun þessa árs að hann hefði greinst með alvar- legan sjúkdóm, sem síðar leiddi til fráfalls hans hinn 4. þessa mánaðar. Það leita á hugann spurningar sem engin svör fást við. Hann, sem var svo vel á sig kominn, var algjör reglumað- ur og hafði skilning á því að maður sem gegndi svo mikilvægu starfi í eig- in fyrirtæki og á vegum bæjarfélags- ins, þyrfti að hugsa um eigin heilsu og stunda líkamsrækt, hvað hann gerði í ríkum mæli. Þessi atriði munu hins vegar ekki hafa haft áhrif á þann sjúkdóm sem olli fráfalli hans. Ég kynntist Sigurði ungum og þá í fylgd foður hans, Einars Sigurðsson- ar, eins umsvifamesta útgerðar- manns landsins. Sigurður var alinn upp í Reykjavík í stórum systkina- hópi. Hann ólst upp í því umhverfi er einkenndist af rekstri íoður hans, sem hafði með höndum mikla útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík og Vest- mannaeyjum og um tíma í Keflavík og á Flateyri. Þótt honum lægi mikið á að hafa afskipti af rekstri föður síns, þá gaf hann sér tíma til þess að afla sér góðrar menntunar. Hann lauk lögfræðinámi frá Háskóla íslands á aðeins 4 árum og var þá aðeins 24 ára að aldri. Þá strax flutti hann til Vest- mannaeyja og tók við framkvæmda- stjóm Hraðfrystistöðvar Vestmanna- eyja af föður sínum, sem lést tæpum þremur árum síðar. Þetta voru erfiðir tímar fyrir ungan mann að takast á við. Aðeins var rúmt ár liðið frá því hinar miklu náttúruhamfarir riðu yfir eyjamar með eldgosi. Uppbygging- arstarfið var hafið því mest af bygg- ingum Hraðfrystistöðvarinnar fór undir hraun og varð eldinum að bráð, þar meðtalið hraðfrystihúsið. Hin skilningsríka eiginkona, Guð- björg Matthíasdóttir, sem Sigurður kvæntist árið 1976, fylgdi manni sín- um til Vestmannaeyja þótt hún væri alin upp við aðstæður gjörólíkar þeim eyjabúskap sem mætti henni. Hún bjó manni sínum látlaust heimili og eignuðust þau fjóra kraftmikla og efnilega drengi, sem vonandi munu feta í slóð föður síns. Ég hefi haft af því mikla ánægju undanfarin ár þeg- ar Sigurður hefur litið inn á skrifstofu minni og haft sér við hlið annan hvorn af eldri sonum sínum, sem hafa haft ákveðnar meiningar um málefni út- vegsins. Sigurður hefur alla tíð tekið mikinn þátt í félagsstarfi útvegsmanna, hvort heldur í heimabyggð eða á vegum landssamtaka útvegsmanna. Það hef- ur verið viðtekin venja að kalla Sigurð til forystu þegar mikilvæg mál hafa verið til umfjöllunar á aðalfundum LÍU. Þannig hefur hann leitt okkur til bestu niðurstöðu í fjölmörgum erf- iðum málum, sem til úrlausnar hafa verið. Það hefur ekki alltaf verið auð- velt, því útvegsmönnum er í blóð bor- ið að hafa ákveðnar skoðanir á mál- efnum er útgerðina varðar. Eins og alþjóð er kunnugt hafa til- teknir fjölmiðlar reynt að koma óorði á útvegsmenn með óviðurkvæmileg- um uppnefnum. Sigurður rak um- fangsmikla útgerð þegar takmarka þurfti sókn í mikilvægustu fiskstofna og varð því fyrir verulegri skerðingu á heimild til veiða frá því sem áður var meðan sóknin var frjáls. Þrátt fyrir það hafði útgerð hans yfir að ráða miklum aflaheimildum. Sigurður fór með þessar heimildir af kostgæfni þannig að þær nýttust fyrirtæki hans og alþjóð sem best. Sigurður hafði mjög ákveðna skoðun á því að líta bæri til langtímasjónarmiða þegar af- staða væri tekin til nýtingar fiski- stofna; fiskurinn í sjónum ætti að njóta vafans. Það orð hefur farið af greifum að þeir bærust mikið á og færu illa með fé sem þeim væri trúað fyrir. Ekki getur það átt við Sigurð Einarsson. Fáa þekki ég ef nokkum sem fór bet- ur með fjármuni og ekki nýtti hann þá í eigin þágu, nema að því marki, sem þarf til þess að framfleyta venjulegri fjölskyldu. Hann var einstaklega greiðvikinn og fara margar sögur af því hvaða viðmót hann sýndi fólki sem átti í erfiðleikum. Varla er hægt að segja að þau hjónin hafi átt sæmilega bifreið til eigin þarfa fyrr en sl. vetur, en þá sagði hann mér frá því að Guð- björg yrði að sætta sig við að hann ætti jeppabifreið af venjulegri gerð. Hann lét þau orð falla við mig í sumar, að þegar hann hefði jafnað sig á veik- indum sínum ætlaði hann að fara að slaka á og ferðast og njóta lifsins að- eins betur sem hann átti sannarlega inni. Af því varð því miður ekki. Mér hefur alltaf fundist það einkar áhugavert á hvern veg fólkið í Vest- mannaeyjum mat Sigurð. Ætla hefði mátt að hinn neikvæði áróður, sem starfsstétt Sigurðar hefur mátt þola, hefði vakið öfund í hans garð. Því var á annan veg farið því honum var fal- inn hinn mesti trúnaður, sem bæjar- félag getur veitt einum manni með því að fela honum æðstu yfirráð um mál- efni bæjarfélagsins. Eins og kunnugt er heimila kosningalög kjósendum að hafna frambjóðanda með því að strika yfir nafn hans. í síðustu bæjarstjóm- arkosningum í Vestmannaeyjum fengu allir frambjóðendur allra flokka einhverjar útstrikanir með einni undantekningu, en það var Sig- urður Einarsson. Svo mikið traust hafði Sigurður hjá bæjarbúum og svo mikils trúnaðar naut hann að við nafni hans var ekki hreyft. Ekki hafði hinn neikvæði áróður áhrif á almenning í heimabæ hans. Ég ætla ekki að rekja hina farsælu útgerðarsögu Sigurðar, en hún var einstaklega gifturík, hvort heldur var undir merkjum Hraðfrystisböðvar- innar eða eftir sameiningu við Isfélag Vestmannaeyja, sem hann stýrði frá ársbyrjun 1992. Við höfðum náið samband til lengri tíma og varla leið sú vika að við töluð- umst ekki við. Það var mikil gæfa fyr- ir mig að fá að kynnast Sigurði Ein- arssyni og eiga hann að vini. Við Kristín færum Guðbjögu og drengj- unum þeirra fjórum innilegar samúð- arkveðjur. Krislján Ragnarsson. Kær vinur minn, Sigurður Einars- son, er allur. Með miklum söknuði kveð ég góð- an dreng sem fallinn er frá langt um aldur fram eftir mikla baráttu við sjúkdóm sem virðist sífellt vera að taka frá okkur vini og vandamenn í blóma lífsins. Við Siggi hófum samstarf fyrir mörgum árum innan sjávarútvegsins og með árunum styrktust vinarbönd, enda við miklir samherjar og skoð- anabræður um marga hluti þjóðlífs- ins. Við urðum sammála og samferða í gegnum störf innan Sjálfstæðis- flokksins, þar sem Siggi var formaður sjávarútvegsnefndar til margra ára, auk ýmissa baráttumála um aukið viðskiptafrelsi, afnám millifærslna og sjóðakerfis, mat á þróun er varðar sölu sjávarafurða og í Landssam- bandi ísl. útvegsmanna. En ef til vill voru það þó veiðiferðir okkar með góðum félögum, ásamt hinum mörgu stundum er við eyddum í að velta upp möguleikum og framtíðarþróun sjáv- arútvegsmála sem tengdu okkur hvað mest. Þeirra samvist mun ég sakna. Siggi var mikill vinur vina sinna, hjálpsamur og ekki rellinn. Hrein- skilni hans og einlæg framsetning á skoðunum sínum og málefnum var oft til þess að menn vanmátu styrk hans, en Siggi gat verið fljótur að átta sig á málum og komast að kjama þeirra. Vestmannaeyjar urðu starfsvett- vangur Sigga og þeim unni hann mik- ið. Ekki var umhyggja hans síðri um að í Eyjum héldist sterkt atvinnulíf og tók hann virkan þátt í að efla hlut staðarins, enda er ekki nokkur vafi á að hann naut mikils trausts meðal íbúa þar. Þétt við hlið Sigga stóð ætíð Gugga, sem sýnt hefur ótrúlegan styrk í þeirri baráttu sem Siggi og fjölskylda hans hafa háð síðastliðið ár. Guð styrki ykkur öll á þessari stundu. í huga mínum lifir eftir góð minn- ing og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta samveru með góð- um og heilum dreng. Brynjólfur Bjarnason. Fyrir aðeins fáum vikum bar fund- um okkar Sigurðar Einarssonar sam- an í síðasta sinn. Það var við sjúkra- beð hans á krabbameinsdeild Landspítalans. Guðbjörg sat þar við hlið hans og var honum augljóslega allt í stríðu sem blíðu. Þrótt fyrir veik- indin barst talið frá atburðum í stjórnmálum að viðfangsefnum í sjáv- arútvegi og hugurinn var aukheldur bundinn við nýtt íþróttahús í Eyjum. Sem endranær var orðræða hans mótuð af innsæi og skarpskyggni. Aform hans og markmið voru jafn skýr og áður. Enginn hefur þó gert sér gleggri grein fyrir því en hann sjálfur hversu glímuskrefin í viður- eigninni við veikindin voru þung. En eigi að síður virtist ekkert annað á dagskrá en að halda ótrautt áfram. Hann hafði þó tekið af skarið um að draga sig til hlés í bæjarmálaforyst- unni að loknu kjörtímabili. Ég er ekki frá því að í huga hans hafi verið að fá meiri tíma með fjölskyldunni. En nú er hann allur. Horfinn okkur í blóma lífsins. Að baki er mikið og gott dags- verk en fyrir hann sjálfan og samfé- lag hans var margt handtakið eftir. Sigurður Einarsson var um margt einstakur maður, gæddur sérstökum kostum. Það var gifta að njóta vináttu hans og happ að eiga hann að sem meðhaldsmann. Lyndiseinkunn hans var eins og litríkur vefnaður. Uppi- staðan var einbeittur vilji en ívafið gott hjartalag. Að upplagi var hann athafnamað- ur. Lögfræðimenntunin skerpti rök- vísi hans. En umhyggjusemin var eins og samkvæmt eðlisávísun. í hon- um bjó mannkostamaður. Á ungum aldri axlaði hann ábyrgð í fyrirtæki fjölskyldunnar í Vest- mannaeyjum. I því hlutverki óx hann upp af eigin verðleikum. Hann þurfti á stundum að sigla krappan sjó í rekstrinum. Þá komu hyggindi og vilji stáls að góðu haldi. En nú er autt forystusætið í einu öflugasta og þrótt- mesta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins. Ég hygg að það hafi leitt eins og af sjálfu sér að Sigurður Einarsson var kallaður til starfa í röðum sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum. Fyrr en varði var hann þar í öndvegi. Og segja má með nokkrum sanni að bæjar- stjómin hafi beðið starfskrafta hans fremur en að hann sjálfur hafi iðað í skinninu eftir að taka þar sæti. Á þeim vettvangi var hins vegar ekki blíða alla daga. Þar gátu blásið um hann Stórhöfðavindar. En með störfum sínum ávann hann sér jafnt og þétt virðingu og hylli. Þó að hann hafi ekki verið allra við fyrstu kynni var hann um síðir að ég hygg í flestra augum ómetanlegur í forystu bæjar- málanna. Næmur skilningur Sigurðar á hög- um fólks gerði hann að umhyggju- sömum forystumanni bæði í atvinnu- rekstri og stjómmálum. Honum var annt um allt það sem hann tók að sér. Þess sá stað í fyrirtækjunum, málefn- um skólanna og aldraðra jafnt sem íþróttanna. Þó að hann bæri það ekki með sér í háttum eða fasi var hann sannarlega klettur, sem stóð upp úr, í kraftmiklu samfélagi. Forystuhæfileikum hans kynntist ég einnig í kjördæmisráði sjálfstæðis- manna á Suðurlandi og um langt ára- bil í málefnanefhd miðstjómar Sjálf- stæðisflokksins um sjávarútvegsmál. Þar naut sín einatt íhygli hans og yfir- vegun. Þegar Sigurður var af ýmsum innt- ur eftir því hvort hann væri ekki fús til að gefa kost á sér til framboðs við síðustu kosningar til alþingis gaf hann því nokkum gaum. Ég hygg að þjóðmálaáhugi hans hafi boðið honum að leggja við hlustir þegar þannig var spurt. Én hann hafði öðmm hnöppum að hneppa. Svið Sigurðar Einarssonar stendur nú í einni svipan autt. Hann hefur í miðjum kh'ðum þróttmikils ævistarfs verið hrifinn frá mörgum; frá mörg- um sem sakna vinar í stað, frá mörg- um sem eiga ekki lengur hauk í homi, frá mörgum sem áfram vildu vera sporgöngumenn hans. Landakirkja var Sigurði kær. En atvikin hafa hagað því á þann veg að ég á þess ekki kost að fylgja honum þaðan síðasta spöhnn í dag. Því frem- ur liggur mér á hjarta að leiðarlokum að þakka hreinskiptni í samskiptum, trausta vináttu og öflugt atfylgi. Góð- ar minningar um góðan dreng fara í fjársjóð þess lífs, sem áfram heldur. Mér segir svo hugur að Sigurður hafi í reynd og umfram allt annað ver- ið heimakær fjölskyldumaður. Á þungbærri kveðjustund bindast hugir okkar sorg þeirra og söknuði sem áttu mest og hafa nú misst mest. Þorsteinn Pálsson. Það er hnípið samfélag í Vest- mannaeyjum sem í dag fylgir einum af sínum bestu sonum hinsta spölinn. Sigurður Einarsson var lykilmaður í atvinnurekstri Eyjanna svo og félags- málum um langt árabil og annálaður fyrir bæði stefnufestu og heiðarleika. Ég kynntist Sigurði fyrst er ég kom biautur á bak við eyrun út úr skóla vorið 1978 og hóf störf hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík sem þá var í sameign bama Einars Sig- urðssonar. Reksturinn í Reykjavík var í höndum Ágústar bróður hans í náinni samvinnu við Sigurð sem ann- ars sá um reksturinn í Eyjum. Þau ár voru mér mikill og góður skóli. Síðan varð Sigurður nokkur örlagavaldur í lífi mínu þegar ég vildi breyta um starf og hann benti mér á auglýsingu frá bresku fyrirtæki sem var að leita að íslenskum starfsmanni til að af- greiða íslensk fiskiskip á þeirra veg- um. Starfið fékk ég og stuðning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.