Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR14,OKTÓBER 2000 ( S5 þein-a bræðra óskiptan. Þegar ég hugðist hætta því starfi og flytja heim var það ekki síst fyrir hvatningu frá Sigurði sem ég stofnaði til eigin rekstrar í Bretlandi. Af þessu sést að ég á Sigurði mikið að þakka. Það er margra ánægjulegra sam- verustunda að minnast. Þar stendur trúlega upp úr ferð sem við Margrét fórum með þeim hjónum til York eitt sinn er þau heimsóttu Hull. Við skoð- uðum gamla bæinn, Vflringasafnið og síðan vai’ stefnan sett á kirkjuna í York sem er ein sú stærsta og merki- legasta í Englandi. Þegar þangað var komið stóð þar yfir allmikið skátamót með þúsundum þátttakenda og höfðu aðstandendur stillt sér upp í langar raðir meðfram götunni út frá kirkjunni og biðu þess að skátaflokk- ai-nir gengu út úr kirkjunni. Við vor- um orðin nokkuð göngumóð og ákváðum því að leigja okkur hesta- kerra til að aka frekar um bæinn. Kerran ekur síðan inn í götuna út frá kirkjunni og meðfram fólkinu sem þar hafði stillt sér upp. Fólkið byrjaði að veifa tfl okkar og Sigurður tók strax við sér og fór að veifa á móti, brosandi út að eyram. Þetta smá- eykst og loks stendur hann á fætur og veifar tfl mannfjöldans sem allur veif- aði á móti. A meðan ég veinaði af hlátri var Guðbjörgu ekki jafn skemmt og sagði Sigurði að hætta þessari vitleysu. Þá brosti hann til hennar og sagði: „Þetta er allt í lagi, Guðbjörg mín, hér þekkir mann eng- inn.“ Það var nefnilega oft stutt í strákmn. Það var líka ánægjulegt að koma heim til þeirra hjóna og aðdáunarvert hversu þolinmóður Sigurður var við drengina sína og lét það ekki trufla sig þótt þeir væra klifrandi upp á axl- ir á honum. Sigurður var mikfll gæfumaður í einkalífi. Guðbjörg hefur verið hans stoð og stytta og aldrei frekar en þessa síðustu og erfiðustu mánuði. Drengirnir þeirra fjórir voru stolt hans enda efnispiltar. Hjá þeim dvel- ur hugur okkar og við biðjum algóðan Guð að styrkja þau og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Sigurðar Ein- arssonar. Pétur Björnsson. Ég átti þess kost að kynnast Sig- urði Einarssyni í byijun áttunda ára- tugarins; þá bar svo við faðir Sigm’ðar hafði sambandi við mig og bað um að fara með honum til Póllands vegna skemmda í fiskmjöli, sem var þangað komið írá Fiskimjölsverksmiðju Ein- ars Sigm’ðssonar í Vestmannaeyjum. Kaupendur höfðu gert athugasemdir varðandi ástand mjölsins. Þá var Sig- urður rétt liðlega tvítugur að aldri og stundaði nám í Háskóla íslands. Þetta var einstaklega flókið verkefni og ábyrgðarmikið enda miklir fjár- munir í veði. Við dvöldumst í Póllandi í um viku og kynntist ég þá alveg ein- stökum persónulegum eiginleikum Sigurðar, sem lýstu sér í drenglyndi og geðprýði en þó með mikilli festu og nákvæmni. Sigurður hafði daglega símasamband við fóður sinn sem hvatti okkur tfl dáða og festu í samn- ingamálum, en þá varð mér Ijóst, að hann hlyti vissulega að taka að sér veigamikið hlutverk síðar meir í út- gerð og fiskvinnslu. Eftir að samning- um lauk efuðustum við báðir hvernig Einar tæki niðurstöðum; en þegar heim kom tók hann okkur fagnandi. Síðar meir taldi ég að þar hefði Sig- urður fengið nokkurs konar eldskím í viðskiptamálum, en þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Ég tel mig lánsaman að hafa kynnst Sigurði, en margsinnis hitt- umst við á fundum um sjávarútvegs- mál og á fömum vegi. Á vegum Sjálf- stæðisflokksins stýrði hann um árabil nefnd um sjávarútvegsmál, en þá fundi sótti ég eftir megni. Sigui’ður stýrði málum þannig, að enginn efað- ist um hans heilindi og drengskap, jafnvel varðandi viðkvæmustu deflu- mál í þeim efnum, en alþjóð er Ijóst að sú sigling, ef svo _má að orði komast, var ekki einföld. Ég efast reyndar um að nokkur annar hefði getað tekið það hlutverk að sér með sömu lipurð. Það er mikill missir að Sigurður hafi þurft að kveðja þennan heim á miðjum aldri og á hátindi í atvinnulífi. Ég taldi mig knúinn til að segja þessi fáu orð og votta ég fjölskyldu hans og góðvinum öllum samúð mína og hlut- tekningu. Guð blessi minningu góðs drengs. Jónas Bjarnason. Kveðja frá Framhaldsskólanum í V estmannaeyjum Vestmannaeyinga setti hljóða mið- vikudaginn 4. október þegar það fréttist um bæinn að einn af lykil- mönnunum í okkar samfélagi, Sigurð- ur Einarsson forstjóri ísfélagsins, væri látinn á besta aldri. Sigurður vann að velferð Eyjanna á mörgum sviðum og var alls staðar vel af honum látið. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og fylgdi þeim eftir af festu, en sanngirni. Sigm’ður kom inní skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyj- um vorið 1991 og tók þar við for- mennsku mjög fljótlega. Því starfi gegndi hann til æviloka. Hann var alla tíð mjög vinveittur skólanum og fylgdist grannt með því starfi sem þar er unnið. Hann studdi okkur bæði leynt og ljóst í viðleitni skólans til að halda úti sem fjölbreyttustu náms- framboði ekki síst á þeim sviðum sem snúa að undirstöðuatvinnuvegunum. Má best merkja það á því að mörg undanfarin misseri lánaði hann okkur fúslega tvo af sínum best menntuðu starfsmönnum til að kenna greinar sem erfitt hefúr verið að manna. Framhaldsskólinn, bæjarstjóm, fé- lagasamtök og atvinnulífið í Vest- mannaeyjum sjá á bak hæfum og duglegum félaga og vini, en mestur er að sjálfsögðu missir fjölskyldu hans og ástvina. Stjómendur, starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans senda þeim innilegar samúðarkveðjur, um leið og við þökkum Sigurði áratugar samvinnu og stuðning. Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari FIV. Þegar ég sigldi inn höfnina í Eyjum með Herjólfi á fallegum haustdegi miðvikudaginn 4. október komandi úr skemmtilegri veiðiferð, blakti íslenski fáninn í hálfa stöng um allan bæ. Fréttirnar fékk ég skömmu síðar, tveir vinir mínir og félagar úr Akóges vora fallnir frá: Þeir Kristinn Pálsson frá Þingholti og Sigurður Einarsson. Akóges-félagar sjá nú á eftii’ tveimur félögum sínum og munu sakna þeirra sárt. Ég ætla að greina frá kynnum mínum við Sigurð Einarsson í nokkr- um orðum. Reyndar brestur mann orð við slíkar harmafi’éttir. Sigurð hef ég þekkt um áratugi. Hann fór snemma að venja komur sínar til Eyja með föður sínum Einari Sig- m-ðssyni, þeim mikla atorkumanni. Ég man eftir unglingnum þar sem hann var á röltinu um bryggjumar með föður sínum. Einar tók alla tali, þurfti að spyija mn fiskiríið, lífið og tilveruna. Állt þetta síaðist í ungling- inn, sem átti síðan eftir að taka við rekstri föður síns. Ekkert kynslóðabfl var á milli okkar Sigurðar þótt fimmtán ár skildu á milli, áttum sama afmælisdag, 1. nóvember. Kynni okk- ar Sigurðar jukust eftir því sem árin liðu. Hann flutti til Eyja og leiðir okk- ar lágu saman á fundum í Samfrost, sameiginlegri skrifstofu frystihús- anna í Eyjum. Einnig voram við ná- grannar, hann við Birkihlíð og ég á Túngötunni. Sigurður lagði alltaf gott til málanna, vildi ekki flana að neinu. Aldrei heyrði ég hann tala illa um eða hallmæla nokkrum manni. I Akóges vorum við sessunautar til margra ára, nú verður stóllinn hans auður þegai- fundir hefjast í vetur og ég heyri ekki oftar þessi vinalegu orð: „Jæja, Guð- jón minn, sæll vertu, hvemig hefur þú það?“ Þetta hlýlega ávarp var svo notalegt. Fleira áttum við sameigin- legt. Við trimmuðun saman í mörg ár, ásamt Vilhjálmi Bjamasyni banka- stjóra, Páli Zóphaníussyni tækni- fræðingi, Bjama Jónassyni útvarps- stjóra, Herði Óskarssyni fjár- málastjóra og séra Kjartani Émi Sigurbjörnssyni, sóknarpresti. Þótti þetta nokkuð góð blanda í þjóðfélags- stiganum. Hin síðari ár hefiir hópur- inn þynnst talsvert, Vilhjálmur og séra Kjartan fluttir burtu, ég varð að hætta vegna veikinda, en Sigurður trimmaði svo lengi sem hann hafi þrek tfl. Eins og ég gat um í upphafi var ég að koma úr veiðiferð, þegar mér bárast tíðindin. Ég hafði hugsað mér. að.Jíta við .hjá Sigurði og segja honum nokkrar veiðisögur. Það er svo margt sem ég átti ósagt við hann Sigurð minn, sjálfsagt verður það að bíða þess tíma er við trimmum saman hið efra. Hjá okkur báðum var mfldll dagur framundan, 1. nóvember, hann að halda uppá fimmtugsafmælið sitt og ég sextíu og fimm ára. I tflefni af- mælis míns ætla ég að halda mál- verkasýningu og mun ég, úr því sem komið er tileinka hana minningu Sig- urðar. Iþróttahreyfingin í Eyjum sér á eftir dyggum stuðningsmanni. Sig- urður er búinn að vera íþróttahreyf- ingunni betri en enginn í gegnum ár- in. Ekki verður skrifað um Sigurð Einarsson, án þess að minnast á hana Guðbjörgu. Hún er búin að standa eins og klettur í því stríði, sem Sig- urður háði síðustu misserin. Guð- björg og Sigurður eignuðust fjóra di-engi: Einar, Sigurð, Magnús og Kristin. Ég hef fylgst með öllum drengjunum fi’á fæðingu. Það tók allt- af hver pabbastrákurinn við af öðr- um. Nú sjá þeir á eftir góðum föður, sem allt vfldi fyrir þá gera. Guðbjörg mín, nú er fimmti drengurinn þinn fallinn frá, sá sem þú deildir með gleði og sorg í svo mörg ár. Ég veit að þú hefur trúna, styrkinn og kraftinn, sem þarf til að yfirstíga sorgina. Það munu margir syrgja Sigurð Einars- son. Guðbjörg, drengirnir mínir, systkini og aðrii' ættingjar, Guð blessi ykkur öll. Minningin um góðan dreng mun ylja ykkur þegar fram líða stundir. Ég mun sakna vinar míns Sigurðar Einarssonar í leik og starfi. Guðjón Ólafsson (Gaui í Gíslholti). Hann Sigurður Einarsson er lát- inn. Það var fréttin sem barst um bæinn að morgni miðvikudagsins 4. október sl. I Vestmannaeyjum vai’ þetta sorg- ardagur því annar velmetinn maður, Kristinn Pálsson útgerðarmaður, lést einnig þennan sama morgun. Þótt andlát Sigurðar hafi ef til vill ekki komið á óvart stendur fjölskylda hans„ og raunar bæjarbúar allir, frami fyrir þeirri sorglegu staðreynd að hann er allur og hans mun ekki lengur njóta við sem ástríks fjöl- skylduföður né sem aðaldrifkrafts samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þó að okkur finnist ævi Sigurðar allt of stutt skfldi hann eftir sig djúp varanleg spor í atvinnuuppbyggingu í Vestmannaeyjum eftir gos og kom miklu í verk. Ég held að enginn vildi hugsa þá hugsun til enda hvað hefði orðið ef Sigurður hefði ekki haldið heim til Eyja eftir gos og hafist handa við uppbyggingu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja og reist íyrirtækið úr rústum eyðileggingarinnar. En ef- laust hefði Sigurður sem ungur mað- ur getað tekið sér margt annað fyir hendur á þeim tímapunkti lífsins. Leiðir okkar Sigurðar lágu saman að mestu í gegnum bæjarmálastarf Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyj- um í nokkur kjörtímabil. Það er óhætt að segja að í því starfi sem og öðram störfum, sem Sigurður leysti af hendi, hafi enginn meðalmaður verið á ferð. Það var ótrúlegt hvað maðurinn kom miklu í verk, enda gengu samstarfs- fundii’nir út á að fólk héldi sig við efn- ið og afgreiddi málin, en eyddi ekki tímanum í óþarfa spjall. Hluti af starfi kjörinna bæjarfull- trúa er að vera viðstaddir hinar ýmsu samkomur í bæjarfélaginu. í því efni brást Sigurður ekki skyldum sínum frekar en öðram og var þá gjaman með syni sína með sér. Þegar sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum festu kaup á húsi sínu Ásgarði við Heimagötu var Sigurður helsti hvatamaðui- þess að Sjálfstæð- isflokkurinn eignaðist eigin aðstöðu fyir starfsemi sína og lagði mikla vinnu í að svo gæti orðið. Enda er óhætt að segja að sú góða aðstaða sem skapaðist hafi skilað góð- um árangri fyrii’ flokksstarfið í Eyj- um. Um tíma unnum við saman í hús- stjórn Ásgarðs. Sigurði var það mfldð kappsmál að fjárreiður og öll um- gengni í húsinu væra í góðu lagi. Með þessum kveðjuorðum hef ég minnast á fá af þeim fjölmörgu störf- um sem Sigurður kom nálægt utan síns aðalstarfs sem forstjóri Isfélags Vestmannaeyja. Það var sama hvar Sigurður ,Jagði hönd á plóginn“, það var það ætíð með sömu ljúfmennskunni, samviskusem- inni og ósérhlífninni. Sigurður kynntist mörgu fólki í störfum sínum og er mér nær að halda að hann hafi tekið ástfóstri við allt sitt samferðafólk Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir það samstarf sem ég átti með Sigurði Einarssyni, ég vil einnig þakka traust og uppörvun sem hann sýndi mér í mínum störfum. Við, ég og fjölskylda mín, sendum Guðbjörgu, sonunum og fjölskyldum þem’a hjóna innilegar samúðarkveðj- ur. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk og trú í sorginni. Unnur Tómasdóttir. Þegai’ ég sit hér og læt hugann reika verður hugur minn skyndilega tómur mér finnst ég lítfls megnugur og í raun hefur allt réttlæti snúið við mér baki. Að ég skuli sitja og skrifa minningargrein um vin minn Sigurð Einarsson er næsta kaldranaleg stað- reynd, ég hef ekki möguleika fremur en aðrir að útskýra hvernig forgangs- röðun Himnaföðurins fer fram, en eitt er víst að ekki geta menn fundið neina sanngimi. Á aldarfjórðungi fer margt á milli manna. Ekki vai’ aðeins um það að ræða að vinnan væri vettvangur okk- ar, heldur einnig laxveiðar, ráðstefn- ur, ferðalög með og án Guggu og Öddu, alltaf gilti sama lögmálið hjá Sigurði, drengskapur og einstakur heiðarlefld. Ég hef mörgum kynnst á lífsleið- inn, en engum, sem hafði það lag að segja sína meiningu, þótt hún gengi þvert á manns eigin, að maður varð bara sáttur og ánægður. Ef ég ætti að skrifa allt sem kemur í hugann um samskipti og samstarf okkai' Sigga þá yrði það ritverk í a.m.k 3 bindum, en mikill hluti þess ritverks var bara okkar á milli og fer með okkur í gröfina. Ein lítil saga sem lýsir Sigga vel. Við voram að koma úr Haffjarðará, og mikið hafði gengið á í þjóðmálun- um sem snerti Utvegsbankann - mönnum var mikið niðri fyrir, SIS hafði gert tilboð í bankann. Þá sagði Siggi „þetta er nú Ijóta klúðrið Halli, við skulum ekkert vera að tala saman, það getur líka verið gott að þegja saman“. Annað hefur verið fyrir alla, oft hefur verið á vörum okkar félaganna og það var alltaf gaman að rifja upp hin spaugilegu atvik sem gátu komið upp, einkum og sér í lagi þegar þeir bræður Ágúst og Siggi áttu í hlut og vora keyrandi saman - ef þeir vora saman á bíl þá vai’ð klúður. En eins og allt þá lýkur góðum stundum og ferðalögum og alvaran tekur við. Siggi hefur farið í sitt síð- asta ferðalag, góðir dagar að baki og alvaran er tekin við, líf án Sigga er úrskurðurinn. Siggi minn, mikið þakka ég þér fyr- ir samferðina, þó æskilegt hefði verið að hún yrði lengri þá er það huggun harmi gegn, að það era gæðin en ekki magnið sem vegur ætíð þyngst á vog- arskálinni. Við hjónin þökkum ykkm- Guggu fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman heima og að heiman, þær minningar lifa, þú lifir meðal okkar þó farinn sért af yfirborðinu. Ef hægt er að segja að einhver hafi verið ánægðm’ með lífsförunaut, þá er það alveg víst að „formaðurinn“ naut hins fullkomna trausts þíns og gagn- kvæmt. Allir sem kynntust þér muna þig sem trúfastan, heiðarlegan, æðra- lausan samferðafélaga, far þú í friði og megi Guð vera með þér á þinni framhaldsferð svo og að hann haldi verndarhendi yfir öllum sem þér þóttu kærastir. Gugga mín, og augasteinar föður ykkar, Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn, ykkar missir er sárastur, en verum þess minnug að eftir lifir minn- ing um einstakan mann sem skflur eftir sig ríka og djúpa minningu í hjörtum svo margra. Við þökkum öll fyrir að hafa fengið að vera samferða- menn Sigurðar Einarssonar. Haraldur Haraldsson. Nú þegar komið er að kveðjustund og Sigurður Einarsson er kvaddur hinstu kveðju er margs að minnast. Sigurður var einstaklega bamgóður maður því fengu synir okkar Emmu að kynnast, Kjartan jafnaldri Sigurð- ar litla eins Siggi Einars sagði svo oft og Hlynur sem er með Kristni í bekk. Sundferðirnar, ísbíltúrar og svo ferð- imar á skrifstofu Sigurðar á efstu hæð Isfélagsins. Sigurður var ein- stakur maður og best er honum lýst sem faðmlagi eða sólarlagi, manni sem veitir ástúð með brosi eða vin- semd. Einstakur því hann stjómaðist af rödd hjarta síns og hafði í huga hjörtu annarra. Strákamir dáðu hann og það var gott að eiga hann að með góð ráð. Og þegar sagt er um ein- hvern að hann sé einstakur þá á það við um þá sem era dáðir og dýrmætir og skarð þeirra verður aldrei fyllt. Við í Odda og Vídófjöldskyldan vfljum þakka fyrir samfylgdina og biðjum góðan guð að leiða fjölskylduna á, Birkihlíð 17 í þeirra miklu sorg og missi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ein- stakur er orðið sem best lýsir þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Ólafur Lárusson, Odda, Vestmannaeyjum. Góður fjölskyldufaðir, merkur at- hafnamaður og góðm- félagi, Sigurður Einarsson, er fallinn frá, langt um aldur fram. Við Sigurður kynntumst lítfllega þegar við vorum í Háskólanum, _en leiðir okkar lágu síðan saman í SÍF, þar sem hann var kjörinn í stjóm árið 1976. Sigurður var strax snemma á þrí- tugsaldri orðinn virkur í útgerð og fískvinnslu. Á þessum árum vora saltfiskvið- skipti með talsvert öðra sniði en nú er og langstærsti markaður fyrir ís-_. lenskan saltfisk var í Portúgal, þar sem stórt og þunglamalegt ríkisfyrir- tæki sá um öll innkaup. Það tók stundum á taugarnar að liggja þar við vikum saman og jafnvel oft á ári til að ná samningum til árs í senn. Sigurður fór með mér í margar þessar ferðir ásamt þáverandi stjóm- arformönnum SÍF og fleiri eftir at- vikum. Hæfileikar Sigurðar til að skilja aukaatriði frá aðalatriðum komu fljótt í ljós og hann var slyngur og útsjónarsamur samningamaður og umfram allt fylginn sér. Það fór ekki framhjá neinum, að þar fór býsna traustur kaupsýslumaður, þó ungur væri að árum. I öllum þeim mörgu ferðum, sem við fóram saman á SIF-áram okkar beggja, náðum við að kynnast vel og mér fannst ég fá að skyggnast tals- vert undir svolitla skel, sem ekki var ýkja þykk og skynja góðan og hlýjan dreng og uppátækjasaman og hlátur- mildan ferðafélaga. Ég á margar dýr- mætai’ minningai’ frá þessum og síð- ari kynnum okkar. Kæra Guðbjörg. Þú og synimir ykkar fjórir hafið misst góðan fjöl- skylduföður, sem bar svo mikla um- hyggju fyrir ykkur öllum og vildi helst ekki vera langdvölum fjarri ykk- ur. Ég hef fáum heimakærari mönn- um kynnst um dagana og sem talaði með meiri hlýju og kærleik um eigin- konu sína og böm og heimilið sem heild. Sorg ykkar er djúp og sár og söknuður vina og íjölskyldu mikill, en yndisleg minningin lifir. Vestmannaeyjar hafa misst ein- lægan Eyjamann, sem frá unga aldri hefur staðið íyrir miklum atvinnu- rekstri í byggðarlaginu og vann auk þess mikið og fómfúst starf fyrir sveitarfélagið. Hann skilur eftir sig djúp spor, sem ekki verða afmáð. Þjóðin hefur misst mikilhæfan at- hafnamann, sem átti margt eftir ógert, en sem líka hafði komið svo miklu í verk og skilui’ eftir sig mikla uppbyggingu sem minnisvarða. En Drottinn hefur kallað til liðs við sig sterkan og einlægan liðsmann til starfa á æðri sviðum. Kæra Guðbjörg. Megi trúin á góðan Guð hjálpa ykk- ur öllum að takast á við sorg ykkar og söknuð á erfiðum tímum og færa ykk- SJÁNÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.