Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ Dýraglens Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stj örnulíffræði Frá Atla Hraunfjörð: ÁRIÐ er 1997, staðurinn er Basel í Sviss, þar eru samankomnir vísinda- menn viða að úr heiminum til skrafs og ráðagerða á ráðstefnu um fyrir- burðarfræði og meginviðfangsefnið, umræða um líf eftir dauðann. Einn fyrirlesarinn, breski miðillinn Robin Foy, meðlimur Seole-samtakanna, greindi frá niðurstöðum rannsókna hóps er hann var þátttakandi í. Þeir höfðu unnið að rannsóknum á fram- lífi (lífi eftir dauðann) og gáfu út þá yfirlýsingu að framlíf væri sannað og þeim þætti rannsóknanna væri lokið. Næsta skref væri rannsókn á því lífi sem þar er lifað og þær aðstæður sem þeir búa við og það líkamlega ástand sem þeir hefðu. Leiðtogi þessara tilrauna eða rannsókna hin- um megin frá, og nefnir sig John Paxton, hafði látið þau orð falla að framliðnir lifðu í efnisveröld og væru jafn efnislegir og jarðarbúar. John Paxton var óánægður með hugtökin spíritisti eða andi og vildi þau burt úr umræðunni um þessi mál. Þess má geta, að þeim vísinda- mönnum fjölgar sem þora að standa á því að mannlegri getu sé í raun engin takmörk sett og þora að leggja fyrir sig rannsóknir á þessu alda- gamla þrætuepli sem nú hefur verið afgreitt með vísindalegum aðferð- um, sem öllum er opinn aðgangur að. Það er jafnvel gleðilegt hvað vis- indaflóran er farin að nálgast þá ís- lensku heimspeki (heimsfræði) sem sett var fram í ritinu Nýal árið 1919 með upphafsorðunum: „Það sem þúsundir miljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi er lífið á öðrum stjörnum." Þannig færh’ dr. Helgi Pjeturss, náttúrufræðingur og jarðfræðingur, heimspekina og hug- myndafræðina út til stjamanna, út til lífhnatta hins óendanlega geims. Samkvæmt heimspekinni sem jafn- framt er líf- og lífernisfræði auk eðl- is- og náttúrufræði, er allt lífríkið í stöðugu sambandi sín á milli, svo- kallað eðlissamband lífvera eða sam- band lífs í alheimi. Þannig færist þekking vísinda- manna og þekking hins almenna manns stöðugt nær hinni íslensku heimspeki dr. Helga. Frá sjónarhóli hennar eru framliðnii’ að sjálfsögðu íbúar annarra lífhnatta og boðin á milli berast með hraða eindanna s.k.v. skammtafræðinni. Það er ekk- ert í heiminum sem bendir til þess að efni og orka geti verið aðskilið, frek- ar en vetni og súrefni í vatnsdropa. Um leið og það er aðskilið er enginn vatnsdropi eftir. Samspil þessara tveggja efna skapa dropann. Samkvæmt þessu getur ekkert gerst í veröldinni án samspils efnis og orku. Allt það er andlegt heitir, öll hug- arstarfsemi hvort sem hún er viður- kennd af háskólamönnum eða ekki, trúfélögum eður ei, er allt háð efni. Það þarf heila til að móta hugsun og jafnvel senda hugsun og það þarf annað efni og annan heila til að mót- taka hugsanir hins og koma þeim í framkvæmd á einhvern hátt. Heim- ur án efnis og heimur án orku er ekki til og getur ekki verið til. Allar líkur benda til þess að til sé aðeins einn skinheimur, einn veru- leiki og hugmyndir um andefnisheim og heim í annarri vidd séu órökstyðj- anlegar hugmyndir. Hin íslenska heimspeki er efnishyggju- og eðlis- fræðispeki, byggð á þeim staðreynd- um er blasa við okkur í hinu þekkta umhverfi okkar. ATLI HRAUNF JÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Fiskveiðar ekki hættulegar? Gunnari Kára Magnússyni: AÐ TALA um að það detti af manni andlitið er lýsing sem á vel við er ég las dóm í máli skipveijans sem slas- aðist á Harðbak frá Akureyri á vef- síðu Morgunblaðsins. Sérstaklega eru það viðbrögð forsvarsmanna ÚA, sem virðast all þversagnarleg með því að halda því fram annars vegar að maðurinn hafi verið þaulvanur til sjós og hins vegar að spilið sem gaf sig hafi ekki staðist ölduna sem væntan- lega reið undir eða yfir togarann. Lokahnykkurinn er svo að stað- hæfa að fiskveiðar séu ekki hættuleg- ur atvinnurekstur! Það getur svo sem vel verið að rekstrarlega séu þær ekki hættuleg- ar, kemur manni það samt á óvart með tilliti til þein-a hræringa sem verið hafa í þeim bransa og er ekki líklegt að Vestfirðingar og reyndar flestir sem að þeim atvinnurekstri standa séu ÚA-greifunum sammála. Sem atvinnugrein hef ég þó alltaf staðið í þeirri trú að fiskveiðar séu mjögvarhugaverðar, m.a. vegnaþess að ásóknin eykst stöðugt vegna auk- innar greiðslubyrði og menn láta brælur sem áður leiddu til landlegu ekki á sig fá lengur. Sjálfur slasaðist ég tvisvar og tók út einu sinni á togara og var þá um að ræða frekar „ládauðar kringum- stæður“. Síðan hef ég unnið við sitt lítið af hveiju og aldrei orðið meint af. Nú er langt um liðið síðan ég var á togara, en ég man enn í dag umræður um það að vinna út á sjó væri talin 20 til 30% þyngri en vinna í landi sökum veltings, stöðugrar hálku og vos- búðar. Ef vaktalög hafa ekki breyst þá þýðir þetta 12 tíma vinnu á sólarhring við 20 til 30% meira álagi en annars gerist. Að tala um að slíkt sé hættulaust getur aðeins komið frá mönnum sem aldrei hafa reist sig úr stólnum nema til að færa sig í annan stól eða í bælið. Þessi dómur er til skammar, háborinnar skammar fyrir ÚA og fyrir íslenskt réttarkerfi. GUNNAR KÁRI MAGNÚSSON fv. skipverji á togurunum Sléttbak, Kaldbak, Júpíter, Júlíusi Geir- mundssyni, Trausta, Framnesi og Páli Pálssyni á árunum 1971-1981. Kungsgatan 42, Gautaborg. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.