Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ_________________ DAGBÓK BRIDS Árnað heilla STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake llmsjón (iuðmundur Páll Arnarson EF suður nennir að telja getur hann fengið mikla ánægju út úr þessu spili. Vestur gefur; allir á hættu. Nofður Á A632 vQ8 ♦ ADG542 Vestur Austur * D8 * KG4 * ÁK75432 v D10 ♦ 108 ♦ K * 108 * D765432 Suður 4 10975 * 96 ♦ 9763 * ÁK9 Vestur Norður Austur Suður , Pass 1 tígull Pass 1 spaði 2lyörtu 2spaðar 31auf Pass 3hjörtu Pass 3spaðar Ailirpass AV eru eru greinilega lengi í gang, en niðurstað- an er rökrétt, því það vinn- ast nákvæmlega þrjú hjörtu í AV, en suður vinn- ur því aðeins þrjá spaða að hann felli tígulkónginn blankan fyrir aftan ÁDG. Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í hjarta og skiptir svo yfir í lauftíu. Austur lætur drottningu og suður drepur með ás. Hann spilai’ nú spaðaás og spaða. Austur hoppar upp með kónginn og tekur líka á gosann. Spilar svo laufi, sem suður tekur á kóng. Nú ætti suður að reyna að njóta stundarinnar. Hann hefur séð ÁK í hjarta og spaðadrottningu á hendi vesturs. Vestur opnaði ekki, svo hann get- ur ekki átt tígulkóng. Og raunar bendir allt til þess að vestur sé með sjölit í hjarta og tvö lauf og þar af leiðandi tvílit í tígli. Suður er því nokkum veginn viss um að tígulkóngurinn sé blankur í austur. En til að skemmta sér ætti hann að „missa“ lauf- níuna á borðið og trompa í blindum, eins og hann viti ekki að nían sé frí. Hrista svo hausinn og spila tígul- ás í örvæntingu. SKÁK Umsjón Helgi Ans Grótarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á bandaríska meistaramótinu er lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði Yasser Seirawan (2647) gegn Gregory Kaid- anov (2624). 13.Rxa5! Rc2 Eftir 13...Hxa5 14.Bxb4 verður hvítur sælupeði yfir. 14.Rxb7! Dd5 Eftir 14.. .Bxb7 15.Dxc2 verður hvítur tveim sælupeðum yf- ir! 15.Rc5! Rxal 16.Rxe4 Dxb3 16...Rxe4 var ekki heldur glæsilegt sökum 17,Rd2 f5 18.Dxal og hvítur hefur öflugt frumkvæði. I7.Bxe7 Rxe4 18.Bxf8 Bxf8 19.Re5! Hxa4 20.Bxe4 Dxdl 21.Hxdl Kg7 22.Hcl?! Hvít- ur hefur teflt af fitonskrafti en hér verður honum á óná- kvæmni 22.Bd5 f6 23.Rc6 var öruggari leið til sigurs. 22.. .C5! 23.Bd5 f6 24.Rc6 cxd4 25.Rxd4 og hvítum tókst að innbyrða vinning- inn eftir nokkuð þóf. O p? ÁRA afmæii. í dag, O eJ laugardaginn 14. október, verður 85 ára Ingi- björg Pálsdóttir, fyrrver- andi húsfreyja í Borgar- koti, Skeiðum, nú til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Hún er að heim- QA ÁRA afmæli. í dag, OU laugardaginn 14. október, verður áttræður Jakob Björgvin Þorsteins- son, Sléttuvegi 13, Reykja- vík. Hann verður að heiman ídag. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 14. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Hallddrsdóttir og Óskar Siguijónsson, fyrrv. sérleyfishafí, Norðurgarði 6, Hvolsvelli. Þau dvelja í París á þessum tímamótum. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 14. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Anna Þorsteinsdóttir og Smári Guðlaugsson, Öldugerði 10, Hvolsvelli. Þau verða að heiman í dag. VOG Afmælisbarn dagsins: Þér ergefin ákveðni, en um ieið þolinmæði til þess að bíða eftirrétta staðnum og stundinni. Hrútur (21. mars -19. apríl) Svo virðist sem nú sé komið að síðasta hiutanum í áætlun þinni og allt gengur upp. Þú munt hljóta umbun erfiðis þíns og mátt svo sannarlega vel njóta. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér tekst afar vel upp í dag og allir vilja fá að taka þátt í leiknum. Haltu höfði og sinntu þínu, þá getur ekkert ógnað velgengni þinni. Tvíburar t ^ (21. maí-20. júní) A A Farðu þér ekki of geyst, því ef hraðinn er of mikill hefur þú ekki fulla stjórn á atburða- rásinni. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Krabbi (21. júní-22. júlí) Lánið leikur við þig í dag og þú ættir að leyfa sem flestum að hoppa á vagninn og njóta gleðinnar með þér. Og á eftir er það þinn hjartans vinur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú getur ekki endalaust leik- ið einleik þinn, þótt góður sé. Leyfðu fleirum að láta ljós sitt skína og sýndu öðnim þá þolinmæði sem þú vilt njóta. Mem (23. ágúst - 22. sept.) Nú dugar ekkert annað en setja saman tossalista, vinna eitt verk af öðru og strika yfir jafnóðum. Og ekki hætta fyrr en iistinn er tæmdur. (23. sept. - 22. okt.) m Það getur reynst þrautin þyngri að halda öllu í jafn- vægi. En með þolinmæðinni hefst það og þú munt pjóta árangurs erfiðis þíns í dags- lok. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þótt enginn brynja sé í fata- skápnum skaltu brynja þig gegn ósvífnum árásum vissra vinnufélaga. Láttu þá ekki slá þig út af laginu, þeir munu tapa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Haltu að þér höndum með stórbrotið verkefni þitt og sinntu minni háttar málum í dag. Síðan mun aftur viðra vel til átaka við krefjandi vinnu. LJOÐABROT VÖKUNÆTUR Þér ég helga þessar nætur, þessar dimmu vökunætur, þessar björtu Braganætur, bezta, eina vina min, því ég vaki vegna þín. Ég er þinn um þessar nætur, þessa daga og nætur, ár og daga, alla daga og nætur. NIÐURSTAÐA Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Ef þú hefur ekld tíma til þess að inna af hendi þau verk, sem eru á þinni könnu, hefur þú færst of mikið í fang. Komdu skipulagi á starf þitt. Vatnsberi f _ (20. jan. -18. febr.) Láttu það eftir þér að hafa samband við vini og vanda- menn, þótt þú hafir ekki heyrt í þeim um skeið. Þú munt fá margar sögur og gleðifréttir. Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég ú engi, sló ég miðlungs-brýnu. Út reri ég, og einn ég fékk í hlut. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut. Stilltu þig, son minn, stillið grátinn, dætur, strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur. Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann, sem langan baming reri. Öldurnar vaka, yrkja ljóð á skeri. Guðmundur Friðjónsson. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Ef þú gerir þetta með kurteisi og djörfung muntu hafa þitt fram. Stjornuspána á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 81 Matur og matgerð Kartöflubrauð ✓ Olíkt öðrum jarðarávöxtum er kartöflu- uppskera Krístínar Gestsdóttur ekki góð í ár, en fímmti hluti hennar er smælki. NÝUPPTEKIÐ smælki með hýði er mjög gott og næringar- ííkt, en hýðið þykknar fljótt og þá er ekki eins gaman að borða það. Mest vítamín er í og við hýð- ið og næringarefnin haldast vel í kartöflunni fram eftir vetri. Því miður hefur kartöfluneysla hér á landi minnkað mjög mikið með auknu pastaáti, en ólíku er saman að jafna hvað næringu snertir. Kartaflan hefur í tvær aldir mik- ið til séð þjóðinni fyrir C-víta- míni. Aukin neysla á frönskum gefur okkur sama og ekkert víta- mín, en yfir 90% af C-vítamíni fer forgörðum við þá matreiðslu. Hér í nágrenninu, nánar tiltek- ið á Bessastöðum, voru fyrst ræktaðar kartöflur sumarið 1758, en það gerði F.W. Hastfer barón, en árið 1760 ræktuðu bæði Bjöm í Sauðlauksdal og Guð- laugur Þorgeirsson, prófastur í Görðum á Álftanesi, kartöflur þótt Bjöm í Sauðlauksdal sé tal- inn upphafsmaður kartöflurækt- unar á íslandi. Einmitt á sama stað og Guðlaugur ræktaði kartöflur fyrir rúmum tveimur öldum rækta ég mínar kartöflur, þ.e. í landi Garða sem nú tilheyrir ekki lengur Álftanesi heldur Garðabæ. Ótal margt má búa til úr kart- öflum, en núna bjó ég til tvö stór brauð. Hefi ég aldrei bakað eins létt og bústin brauð með svo stökkri og fallegri skorpu. Ég lagði í brauðin seint á laugar- dagskvöldi og setti inn í kæli- skáp. Þegar ég opnaði skápinn að morgni flæddu brauðin upp úr skálunum, kartöflumar hafa sett gerið í gang. I hádeginu á sunnu- dag gæddum við okkur á hinum gómsætu brauðum. Kartöflubrauð með sólþurrkuð- um tómötum 250 g soðnar kartöflur (smælki ___________með hýði)__________ ___________8 dl hveiti________ _________2dl hgframjöl________ ___________2 tsk. solt________ _________1 msk. þurrger_______ ________VÍ2 dl malarolíg______ læpl. 5 dl fingurvolgt vatn 2 msk. smátt saxaðir sólþurrkoðir ___________tómatar___________ egg|arauða til að pensla með 1. Sjóðið kartöflurnar og kæl- ið, stappið vel. Gott er að setja þær í matvinnslukvörn eða hrærivél. 2. Setjið hveiti, haframjöl, stappaðar kartöflur, salt, þurr- ger, matarolíu og fingurvolgt vatn í hrærivélarskál og hrærið saman. Þetta verður lint deig og getur verið svolítið erfitt að eiga við það, hnoðið þó ekki mikið upp íþað. 3. Setjið disk yfu- skálina og látið lyfta sér lengi á köldum stað, t.d. yfir nótt. 4. Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráð borð. Saxið sólþurrkuðu tómatana frekar smátt og hnoðið saman við deig- ið. Fletjið örlítið en þykkt út. Vefjið upp fyrst langsum en síð- an þversum. Setjið á bökunar- pappír, samskeyti snúi niður. Penslið með eggjarauðu. Leggið stykki yfir brauðið og látið lyfta sér á volgum stað í 30 mínútur. Skerið að því loknu með snöggu handtaki ferkantaða skurði í brauðið með beittum hnífi. 5. Hitið bakai-aofn í 210 C°, blástursofn í 190-200 C° og bakið í 1 klst. Kartöflubrauð með blaðlauk (púrru) 250 g soðnar kartöflur (smælki) __________10 dl hveíti_____ ___________2 tsk. salt_______ _________1 msk. þurrger______ ________'/2 dl matarolíg_____ tæpl. 5 dl fingurvolgt vatn 1 lítill blaðlaukur (púrrrg) 2 msk. motarolía til gð sjóða ___________laukinn í_________ eggiarauða til að pensla með 1. Þvoið blaðlaukinn með því að láta kalt vatn úr krananum renna inn í hann. Notið ekki gróf græn blöð. Saxið frekar smátt. Setjið matarolíu í lítinn pott og sjóðið laukinn í honum þar til hann er orðinn mjúkur, en má ekki brúnast. Kælið. 2. Setjið stappaðar kartöflur í hrærivélarskál ásamt hveiti, salti, þurrgeri, matarolíu og fing- urvolgu vatni. Hnoðið lint deig. Farið eins að og í uppskriftinni hér að framan, nema setjið blað- lauk í deigið í stað sólþurrkaðra tómata. 3. Mótið brauðið á sama hátt og það brauð og bakið á sama hátt. Ny sending af úlpum og drögtum frá Opið laugardag kl. 10—14. örraarion Strandgötu 11, sími 5651147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.