Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 83
MORGIjNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 83 B" FÓLK í FRÉTTUM Spjallað við leikarana Hilmi Snæ Guðnason og Gunnar Eyjólfsson „Það fer ekki hver sem er inn á nr. 3“ Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Hilm- ir Snær Guðnason deila sviði um þessar mundir í leikritinu „Horfðu reiður um öxlu. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með þessum leikbræðrum og ræddi við þá um lífíð og leikhúsið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gunnar Eyjólfsson og Hilmir Snær Guðnason - kampakátir að lokinni frumsýningu á „Horfðu reiður um öxl.“ AÐ er miðvikudagskvöld og sérdeilis frábærri sýningu, uppfullri af átökum, reiði, sorg og nærri því óbærilegum tilfinningaofsa, er lokið. Tíu mínút- um síðar legg ég af stað í hálfrar mínútu langt ferðalag ásamt Hilmi Snæ og áfangastaðurinn er Næsti bar, hið óeiginlega samkomuhús leiklistargeirans, en þar hyggjumst við hitta fyrir Gunnar Eyjólfsson. Það er mannmargt á barnum en fljótlega göngum við á skýra og volduga rödd Gunnars og tyllum okkur hjá honum. Samræður okkar um kvöldið fara um víðan völl, allt er rætt og ekkert. „Ég er ekki með net eða neitt svoleiðis," segir Gunnar snöggt þegar ég spyr hann hvort ég geti sent honum viðtalið til yfirlestrar í i'afpósti. „Ég þai'f meira að segja stundum að leita til tæplega fimm ára gamals dóttursonar míns og biðja hann að hjálpa mér. „Afi, ekki snerta tölvuna!“ segir hann og síð- an byrjar hann. Sendu mér það bara á faxi. Það er allt í lagi.“ Gengið á dyr annan í jólum Horfðu reiður urn öxl braut blað í leikhússögunni þegar það var frumsýnt í Royal Court-leikhúsinu í London árið 1956. Áhorfendur urðu bæði hvumsa og stórhneyksl- aðir við að sjá þessa ungu, bitru sál í bijálæðisham, blótandi og bölv- andi öllu og öllum. Nístandi raun- sæið og hinar afdráttarlausu og beljandi eldræður Jimmys Porters komu hressilega við kaunin á áhorfendum. „Þetta er ákveðin hreinsun," viðurkennir Hilmir, sem situr mér við hlið, sallarólegur. Tuttugu mínútum áður stóð hann titrandi uppi á sviði með tárfyllta hvarma. „Maður hefur ekki mikla þörf fyrir að öskra eftir svona sýn- ingar.“ Tíðarandi samfélagsins hefur tekið ýmsum stakkaskiptum sfðan Horfðu reiður um öxl var sýnt hér fyrir meira en fjörutíu árum en þá fór Gunnar með aðalhlutverkið. „Þá fussaði fólk og gekk út,“ minn- ist hann og hrópar upp yfir sig: „Og með látum! Sagðist ekki láta bjóða sér svona viðbjóð! Á annan í jólum! Og strunsaði út af frumsýning- unni.“ Hilmir hefur orð á því að stundum heyri hann fuss og svei úr salnum, fólk verði voða reitt. „Það á líka að verða það,“ segir Gunnar. „Leikritið á að erta það. Alison (Porter, kona Jimmys) segir ná- kvæmlega um hvað málið snýst. Þegar pabbi hennar er hjá henni dregur hún þetta allt saman í eina setningu. Hún segir bara: „Munur- inn á ykkur er sá að þér finnst allt hafa breyst og Jimmy finnst ekkert hafa breyst. Og hvorugur ykkar getur horfst í augu við það.“ Það er nákvæmlega þetta. Jimmy þolir ekki stöðnun. Hann er uppreisn- armaður. Það sem gefur þessu leikriti gildi í dag er að þetta er um ástríður og þær verða alltaf fyrir hendi.“ Mátti ekki læra leiklist Árið 1989 var gerð sjónvarps- mynd upp úr leikritinu með Kenn- eth Branagh og Emmu Thompson i aðalhlutverkum. Hilmir Snær sá þessa útgáfu á sfnum tíma og varð um og ó. „Þetta er hlutverk sem mig hefur alltaf langað til að leika,“ viðurkennir hann. „Leikrit- ið spannar svo vítt svið. Það er allt í þessu; ofsareiði, sorg og skemmti- leghcit." Gunnar hefur nú upp raust sína og færir sig meira inn á borðið. Hann rifjar upp hvernig hann, ásamt Kristbjörgu Kjeld, Bessa Bjarnasyni og fleirum, tókst á við þessa sýningu á sínum tfma. Þá var hún sett upp á stóra sviðinu, hvorki meira né minna. „Þá lék Bessi í fyrsta skipti al- varlegt hlutverk og sló algerlega í gegn. Enda var hann frábær!" seg- ir þessi margreyndi leikari og skýr- leikinn og áhersluþunginn hvílir á hverju orði og atkvæði. „Þar sýndi Bessi hvað í honum býr.“ Gunnar heldur áfram. „Jón Aðils. Hann lék föðurinn. Og þess vegna finnst mér ákaflega vænt um að fá að leika hann núna, vegna þess að Jón Aðils... þegar ég var síðasta veturinn í Verzló vorum við með árshátíð og þá fengum við til okkar leiðbeinendur í leikriti. Þá sagði hann við mig: „Hafið þér ekki hugs- að yður að fara í leiklist?“ Og ég sagði: „Jú. En ég má ekki gera það.“ Þá sagði hann: „Ef þér ákveð- ið að fara í leiklistarnám skal ég tala máli yðar við Lárus Pálsson," sem var þá með leiklistarskólann. Og ég naut góðs af því. Hann hjálp- aði mér að komast inn í leiklistar- skólann. Ég á Jóni Aðils mikið að þakka.“ Hann segist, öfunda „krakkana" af að fá að leika þetta í svona litlu leikhúsi eins og þau gera núna. „Það er ákveðinn munaður sem felst í því. Við lékum þetta á stóra sviðinu og þá komu 660 manns í húsið. Það var ekki auglýst uppselt Munið gömlu dansana í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld, kl. 22.00 Hljómsveitir Þorvaldar Björnssonar og Þórleifs Finnssonar leika fyrir dansi Fela9 harmomkuunnenda nema það væri fullt uppi líka og við lékum margar sýningar fyrir troð- fullu húsi. Það var erfitt í svona stóru húsi að gera það.“ Minnisstæð sýning í Mosfellssveit „Síðan fórum við í leikferðalag með þetta leikrit," heldur Gunnar áfram. „Og við enduðum það í Mos- fellssveit, lékum í Hlégarði, sem þá var nýtt leikhús. Og við vissum ekki að þegar það var auglýst var lands- leikur, ísland.. uuu....Þýska...æ, ég man ekki hvaða land var á móti. En það var landsleikur á gamla Mela- vellinum í Reykjavík. Og þegar við komum upp í Mosfellssveit til að leika sagði húsvörðurinn: „Það verður ekkert fólk hér í kvöld. Það streymir allt til Reykjavíkur til að horfa á landsleikinn." Örfáir voru mættir og við töldum hópinn. Það sátu 27 manns dreifðir um salinn en við ákváðum samt að leika. Og það varð úr að ég fór fram fyrir tjaldið á undan sýningu og ávarpaði fólkið og sagði þeim að við hefðum verið að hugleiða að hætta við að leika en við virtum það svo við þessar 27 manneskjur að taka okkur fram yf- ir landsleik að við ákváðum að leika. En ég ætlaði að biðja þau að gera dálítið fyrir okkur. Og það var að þau kæmu öll og sætu á öðrum, þriðja og fjórða bekk fyrir miðju. Og ég sagði: „Þá skal ég lofa ykkur góðri leiksýningu." Og enn þann dag í dag vitnum við í þessa sýningu. í minningunni er þetta með betri leiksýningum sem ég hef tekið þátt í.“ Kvikmyndir Gunnar vindur sér skyndilega að öðrum efnum. „Við Hilmir erum saman í búningsherbergi. Uti á stóra sviði. Ég er að reyna að ala hann upp... (aðrir hlæja)... það gengur erfiðlega." Hilmir segir að Gunnar hafi boð- ið sér að vera með honum í her- bergi. „Það fer ekki hver sem er inn á nr. 3,“ segir Gunnar ákveð- inn. „Mér líður aldrei úr minni að hafa verið boðið svona höfðing- lega,“ segir Hilmir, og brosvipra leikur um varirnar. Gunnar heldur áfram. „Nú er Stefán Jónsson í herberginu, Hilm- ir Snær og ég. Og þeir verða að sætta sig við mig á meðan ég tóri... og er eitthvað að fást við þetta!“ Gunnar og Hilmir hafa báðir komið nokkuð að kvikmyndaleik. Tökuvél kvikmyndanna og leik- húsáhorfandinn lúta um margt ólíkum lögmálum. Hilmir verður fyrir svörum. „Raddbeitingin er t.d. allt önnur. Þegar þú ert á stóra sviðinu þarftu að beita þér meira. Það sést ekkert þegar þú grætur aftast í salnum. Þú verður að stækka... Þú verður að tengja hugs- animar við likamann. Þegar þú ert kominn á litla sviðið, eða fyrir framan myndavél, verður allt miklu minna. Þetta er eins og áhorfandinn sé... hér (setur flatan lófa upp að andlitinu). Skilurðu?" Hilmir tekur annað dæmi um muninn á kvikmyndum og leikverk- um. „T.d. í myndinni Agnesi, þá byrjuðum við á því að taka upp lokaatriðið. Þá verður þú bara að vera með fyrirfram á hreinu hvern- ig þessi persóna á að vera. Ólíkt leikhúsinu ertu ekki með neinn fyr- ir framan þig til að gefa einhver viðbrögð." Tíminn er skyndilega á þrotum. Viðtalið líka orðið dágott. Hilmir kveður okkur með kurt og færir sig yfir á næsta borð til þeirra Rúnars Freys Gíslasonar, sem leikur Cliff í leikritinu, og Ieikstjórans Stefáns Baldurssonar. Ég slekk á diktafón- inum og Gunnar heldur áfram að fræða mig af þeim ótrúlega sagna- brunni sem maðurinn virðist búa yfir. Við eigum yX ein -og þú færð mvo fmæli Ö afslátt! Af tilefni eins árs afmælis okkar bjóðum við þér fallega og nytsamlega muni á hálfvirði. Verið velkomin í verslun okkar í Kringlunni, Cappuccino sett fyrir tjóra Verð nú aðeins 498 kr. Verð áöur 995 kr. Rúðuskafa Verð nú aðeins 225 kr. Verð áður 450 kr. M Veggklukka Verð nú aðeins 1.475 kr. Áöur 2.950 kr. Vekjaraklukka Verð nú aðeins 998 kr. Verö áður 1.905 kr. 101 rtislafata Verð nú aöeins Áöur 750 kr. 1 I kaffikanna Verð nú aðeins Áður 975 kr. Matarstell fyrir fjóra Verð nú aðeins 1.375 kr. Vorð áður 2.750 kr. Borölampi Verð nú aðeins 1.939 kf. Verð áöur 3.877 kr. Uppþvottagrind með bakka Verð nú aðeins 350 kr. Verð áður 699 kr. . Kringlunni Sími 568 9400 Opiðsunnudag 13-17 !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.