Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM The Flaming Lips leika á stórtónleikum lceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar á laugardaginn kemur The Flaming Lips skipa: Wayne Coyne, Michael Ivins og Steven Drozd. Heppnir að hafa aðdráttarafl Hinn 19. október næstkomandi hefst hér á * landi tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. Ein þeirra hljómsveita sem ætla að heim- sækja okkur er bandaríska nýbylgjusveitin ____The Flaming Lips. Birgir Orn___ ____Steinarsson hringdi í söngvara_ sveitarinnar, Wayne Coyne, sem gat varla beðið þess að koma hingað. s G HRÆÐIST ekki þögn- ina í almennum skilningi orðsins," sagði Wayne Coyne, söngvari og for- sprakki hljómsveitarinnar The Flaming Lips, þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orðróm þess efnis sem hann hafði heyrt. „Ég hræðist hana í ýktum heimspekileg- um skilningi, aðallega vegna þess að sú veröld sem ég hrærist í er full hljóða. Ég skapa tónlist, og leik mér mikið með hljóð. Ég sagði þetta fyrst vegna þess hve hrifinn ég er af hljóð- heiminum almennt. Hve skelfileg til- veran yrði ef ég myndi allt í einu verða heymarlaus. Þetta er ekkert —/ivenjulegt, ég held að það sé fullt af fólki sem myndi líða eins ef það færi að velta þessu jafnmikið fyrir sér og ég.“ Hljómsveitin ykkar er nú orðin hundgömul, erþað ekki, varhún ekki stofnuð árið 1983? „Jú, það er alveg rétt.“ Ég held að íslendingar hafi ekki fengið að kynnast ykkur fyrr en fyrir um fjórum árum þegar lagið „She Don’t Use Jelly“ varð vinsælt. „Já, er það? Ég hef í rauninni aldrei vitað hvort það lag hafði ein- hver áhrif annarsstaðar en hér í Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan. Maður vissi aldrei hvort fólk heyrði lagið annarsstaðar í heiminum. En það er gott að vita að þið þekkið það.“ Já, já, það var talsvert spilað á fram- sæknari útvarpsstöðvunum á sínum tíma. Fólk á örugglega eftir að syngja með því þegar þið spilið það á Áirwaves-tónleikunum. „Við spilum þetta lag á hveiju kvöldi. Margir halda að við séum orðnir dauðleiðir á því, sérstaklega af því það varð vinsælt, en svo er ekki. Okkur hefur alltaf líkað vel við það og við urðum afar fegnir þegar það varð svona „pínu-slagari“ um heiminn. Við myndum alls ekki viija henda því af tönleikadagskránni okk- ar.“ Var það slys að lagið varð vin- sælt? „Tja, ég held að lag geti aldrei orðið vinsælt af algjörri slysni. Aug- ljóslega reynir fólk mikið til þess að plötur þeirra hljóti einhvers konar velgengni. Ég held að það sé erfiðara fyrir okkur en margar aðrar hljóm- sveitir. Platan hafði verið í umferð í eitt og hálft ár og það var ekki fyrr en þá sem lagið byrjaði að virka. Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem fólk varð undrandi á því að það varð vinsælt. En þegar þú kafar ofan í það af hverju „slagarar" verða „slagar- ar“ eða af hveiju sum lög verða það ekki er þetta afskaplega eðlilegt. Ég held að ef The Flaming Lips munu eiga vinsæl lög á popptónlist- arstöðvum hljóti það alltaf að verða einskonar slys. Ekki vegna þess að við séum viljandi að reyna að vera eitthvað öðruvísi, ég held að við eig- um bara erfiðara með að gera tónlist sem fjöldinn getur náð sambandi við. Við gerum allt sjálfir, við erum ekki með stóran hóp af útsetjurum sem vinna með okkur. Við viljum það ekki og þar af leiðandi erum við fastir í okkar eigin heimi og maður veit aldrei hvort almenningur getur tengt sig við það eða ekki.“ Sjálfsfórn fyrir hugsjón Hefur nýjasta breiðskífan ykkar, The Soft Bulletin,ekki átt mestri vei- gengni að fagna af öllum ykkar plöt- um? „Ég held að smáskífan „She Don’t Use Jelly“ hafi nú selst betur en allar smáskífurnar af nýju plötunni. En á heildina litið hefur þessi nýja plata hlotið bestu móttökumar, bestu dómana og haft djupstæðustu áhrifin á fólk hingað til. Astæðuna veit eng- inn. A vissan hátt finnst okkur við vera heppnir að tónlist okkar skuli yfir höfuð hafa aðdráttarafl á annað fólk. Þetta hefur bara verið frábært.“ Lagið „Race for the Price“ hefur verið spilað töluvert héma í útvarpi. „Frábært, það eru nefnilega svo margir sem hafa bara heyrt lagið „She Don’t Use Jelly“ og halda þess vegna að við séum einhver grín- hljómsveit. Ég er alveg sammála því að það lag sé dálítið spaugilegt en „Race for the Price“ er það aftur á móti ekki. Þess vegna er ég glaður yfir því að fólk þekki mismunandi hliðar á hljómsveitinni áður en við komum. Það er bara mjög gott.“ Um hvað fjallar þetta lag, „Race for the Price“? „Ætli það sé ekki í grundvallarat- riðum um það að reyna að nálgast hluti sem eru utan seilingar. Að vita að það takmark sem maður setur sér sé hugsanlega of hátt en reyna samt. Ég held að á vettvangi vísinda þar sem það að setja sér slík takmörk þykir afar stórmannlegt leynist oft mun sjálfselskari ástæður vísinda- mannanna. Margir þeirra fórna kannski í leiðinni miklu af sjálfum sér, frelsi sínu og persónuleika sín- um til þess að vinna við eitthvað sem þeim finnst vera mikilvægara en þeir sjálfir. Textinn fjallar um vísinda- menn sem áttu konur og böm en fórnuðu lífi sínu tO þess að koma í veg fyrir eitthvað ægilegt sem hlustandinn fær í rauninni aldrei að vita hvað var. Þetta fjallar því um það að fóma sér fyrir einhveija hug- sjón.“ „Við vildum gera tónlist sem myndi tortíma sjálfri sér“ Ég hef heyrt af undarlegri útgáfu sem kom frá ykkur á undan nýju plötunni. Petta var fjórföld plata sem hét Zaireeka, og þú þurftir að spila allar plötumar samtímis til þess að heyra lögin í fullri mynd. Getur þú skýrt þetta eitthvað frekar út fyrir okkur? „Þú lýstir þessu nokkuð rétt. Hver og einn diskur innihélt tónlist sem var þess eðlis að þegar þú spilaðir hann á sama tíma og einhvern af hin- um þremur, eða alla saman, sam- ræmdist tónlistin. Stundum myndast nýir taktar eða spennandi árekstrar hljóða. Þú getur hlustað á hvern og einn sér, eða tvo, þijá og ef þú ert virkilega metnaðarfullur og átt vini sem em til í að koma með ferðaspil- arana sína í heimsókn getur þú hlust- að á alla fjóra í einu. Það er ekki eins og lögin séu aðeins heil ef þú hlustar á alla fjóra diskana saman heldur var þetta einungis önnur leið til þess að koma tónum saman. Við fengum þessa hugmynd þegar við prófuðum að hlusta á þrjár endurhljóðblandað- ar útgáfur af sama laginu í einu til þess að athuga hvernig það myndi hljóma. Við urðum stórhrifnir af því sem við heyrðum. Hvernig takturinn kom og fór, og hvemig þetta datt stundum alveg hvað ofan í annað. Okkur langaði til þess að skapa tón- list sem gerði ráð fyrir þessari hlust- unaraðferð í stað þess að slíkt mynd- aðist einungis fyrir slysni. Við vildum gera tónlist sem myndi tortíma sjálfri sér og auka við sjálfa sig til skiptis. Þannig að við gengum í það verk að taka upp plötu sem ekki væri hægt að spila á einum hljómflutn- ingstækjum. Þetta átti að verða svo magnþrungið samansafn hljóða að það þyrfti þrenn til fern hljómflutn- ingstæki. Þetta skapaði fyrir okkur nýja möguleika á að hafa aukið pláss fyrir hljóð án þess að mynda einung- is þykkan hávaðavegg. Auk þess hef- ur hlustandinn líka vald tO þess að velja hvemig hann vill heyra lögin.“ ísland séð frá skýjunum Alltaf þegar ég sé tónleikamyndir afykkurertu alblóðugurá þeim. „Ég veit það (hlær). Þetta er nú ekki alvörublóð. Ég byrjaði að nota það þegar við vomm á tónleikaferða- lagi með Mercury Rev um Bretland. Það er lag á nýju plötunni sem heitir „The Spark That Bled“. Textinn í því lagi fjallar m.a. um það að fá skot í hausinn án þess að taka eftir því. Ég fékk því þá hugmynd að hella blóði á hausinn á mér því fólk kann svo vel að meta svoleiðis. „Sjáðu, söngvarinn fékk högg á höfuðið en hann heldur samt áfram að syngja þrátt fyrir að honum blæði.“ Það kom mér því ekk- ert á óvart eftir það að alltaf þegar það birtust tónleikamyndir af okkur væra þær af mér alblóðugum. Fólk var farið að trúa því að ég hefði eitt- hvert sár á höfðinu sem opnaðist sí- fellt við áreynsluna að syngja. Þetta er bara eitt af þessum sviðsatriðum sem virðast hafa mikil áhrif á áhorf- andann. Þetta er svona svipað og að kveikja í sér á sviði, þú færð alltaf einhver viðbrögð. Ég byrjaði upphaf- lega að gera þetta því mér leið oft uppi á sviði eins og ég væri of var um sjálfan mig. Ég stend bara og syng. Ég dansa ekki, klæði mig ekki und- arlega. Ég spilaði upphaflega mikið á gítarinn með lögunum en núna syng ég kannski eingöngu. Svo mér fannst ég þurfa að gera eitthvað meira og þess vegna fór ég að bæta svona litl- um hlutum við sviðsframkomuna. Ég er með smábrúðuleikhús, ata mig aU- an út í blóði og svo kasta ég hlutum út í áhorfendaskarann. Ahorfend- urnir taka þessu alltaf rosalega vel, þannig að þegar mér dettur eitthvað í hug framkvæmi ég það bara. Ég held það sé mjög auðvelt að líta á þetta hamsleysi sem tilgerð. Ég veit ekki af hverju, en að sjá einhvern út- ataðan í blóði mun sennilega alltaf verða heillandi. Hvort sem það er gott eða slæmt er mjög erfitt að horfa ekki á þetta.“ Svona að lokum, eruð þið orðnir spenntir fyrir því að koma hingað? „Já, við erum það. Mig hefur lang- að að koma tO Islands í mjög langan tíma. Ég held að ég hafi örugglega flogið framhjá og séð landið frá sjón- ai'homi skýjanna svona fimm til sex sinnum. Séð hraun, fjöll og aUan snjóinn. Síðan hefur maður frétt mikið af landinu með því að fylgjast með Björk. Það virðist vera sem Reykjavík sé einn af óviðjafnanleg- ustu stöðunum í heiminum og við getum eiginlega ekki beðið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.