Morgunblaðið - 15.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 15.10.2000, Side 1
237. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Þorkell Að Milosevic föllnum BELGRAD-búar standa við júgóslavneska þinghúsið sem andstæðingar berserksgang í þinghúsinu, brutu húsgögn og kveiktu elda. Enn mátti Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, réðust inn í áður en finna brunalykt við bygginguna þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- hann féllst á að láta af embætti fyrir rúmri viku. Hópar manna gengu þá unblaðsins voru á ferð í Belgrad á dögunum. Arafat og Barak sam- þy kkj a leiðtogafund koma á friði eftir að Annan hafði sagt honum að kröfur hans hefðu verið samþykktar. Talsmaður Isr- aelsstjórnar kvaðst hins vegar ekki vita til þess að hún hefði samþykkt að flytja skriðdrekana á brott og sagði að ísraelar væru „algjörlega andvígir“ rannsókn á tildrögum átakanna. Annan sagði að meginmarkmið sitt væri að afstýra átökum, að minnsta kosti þar til leiðtogafundin- um lyki og helst að tryggja varan- legt vopnahlé til að hægt yrði að hefja samningaviðræður um endan- legt friðarsamkomulag á ný. Gaza, Kairo, Washington. Reuters. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- rnanna, og Ehud Barak, forsætisráð- herra Israels, féllust í gær á að efna til fundar í Egyptalandi á morgun, mánudag, til þess að reyna að binda enda á blóðug átök ísraelskra örygg- issveita og palestínskra mótmæl- enda. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi einnig sitja fundinn. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að Yass- er Arafat hefði ekki sett nein skilyrði fyrir fundinum. „Lagðar voru fram tillögur og ákveðnar kröfur. Við ræddum þær við báða aðilana og eng- in skilyrði voni sett,“ sagði Annan. Talsmaður Israelsstjórnar stað- festi að Barak myndi mæta á fund- inn sem verður haldinn í egypska bænum Sharm el-Sheik við Rauða- haf. „Embættismenn Sameinuðu þjóðanna skýrðu Barak frá því að Arafat ætlaði á fundinn án skilyrða og ef þetta er afstaða Arafats mæt- um við auðvitað líka án skilyrða,“ sagði talsmaður Baraks. Annan hafði lagt mikið kapp á að fá leiðtoga ísraela og Palestínu- manna til að fallast á fundinn í von um að hægt yrði að binda enda á átök ísraelskra öryggissveita og Pal- estínumanna sem hafa kostað 99 manns lífið, þar af 92 araba. Vopnahlé meg’inmarkmiðið Arafat reyndi að knýja fram til- slakanir af hálfu ísraelsstjórnar áð- ur en hann féllst á leiðtogafundinn og krafðist þess meðal annars að Israelar flyttu skriðdreka og her- sveitir sínar af yfirráðasvæðum Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og skipuð yrði alþjóðleg nefnd til að rannsaka tildrög átakanna. Ráðgjafi Arafats sagði að palest- ínski leiðtoginn hefði fallist á fund- inn til þess að reyna til þrautar að Hvað nú í frjálsri Serbíu? Reuters Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, heilsar Vojislav Kostun- ica, forseta Júgóslavíu, á óform- legum fundi í gær. Kostunica ræðir við leiðtoga ESB Biarritz. Reuters. VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, fór í gær til Frakklands til þess að ræða við leiðtoga Evrópusambandsins sem héldu óformlegan fund í borginni Biarritz. Kostunica fékk hlýjar móttökur þegar hann snæddi hádegisverð með leiðtogunum. Búist var við að þeir myndu fullvissa hann um að hann nyti fulls stuðnings þeirra og staðfesta að Evrópusambandið myndi veita Júgóslaviu 200 milljón- ir evra, andvirði 15 milljarða króna, í neyðaraðstoð í vetur. Leiðtogar Evrópusambandsins setja engin skilyrði fyrir aðstoðinni en leggja áherslu á að Kostunica þurfi að koma á pólitískum umbót- um sem fyrst. Þeir vilja einnig að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verði framseldur til að stríðsglæpadómstóllinn í Haag geti sótt hann til saka. „Ymsum spurningum um fram- tíðina er ósvarað, en í dag er mikil- vægast að styrkja lýðræðisbylting- una í Júgóslavíu," sagði Pierre Mosovici, Evrópumálaráðherra frönsku stjórnarinnar. Kostunica sagði í viðtali við franska tímaritið Le Figaro, sem birt var í gær, að hann vildi að nafni júgóslavneska sambandsríkisins yrði breytt í „Serbía-Svartfjalla- land“. Hann sagði að orðið Júgóslavía hefði glatað merkingu sinni þegar Króatía sagði sig úr gamla sambandsríkinu árið 1991. ---------------- Flugvél rænt Kaíró. AP, AFP. SÁDI-arabískri flugvél var rænt yfir Egyptalandi í gær, að sögn embætt- ismanna egypsku flugmála- stjórnarinnar. Egypsku embættismennimir sögðu að flugvélin hefði verið á leið frá Jeddah í Sádi-Arabíu til London þegar henni var rænt. Flugmaðurinn hefði skýrt frá því að flugræningj- arnir hefðu krafist þess að vélin færi til Sýrlands. Flugvélin er af gerðinni Boeing 777-200 og í eigu Saudi Arabian Air- lines. Þegar blaðið fór í prentun var ekki vitað hversu margir voru í vél- inni. MORGUNBLAÐIÐ 15. OKTÓBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.