Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIF FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Umboðsmenn Morgnnblaðsins víðs vegar af landinu fyrir utan Morgunblaðshiísiö í gær. Umboðsmenn heim- sækja Morgunblaðið DREIFING á Morgnnblaðinu og þjónusta við kaupendur eru, utan höfiiðborgarsvæðisins, að mestu í höndum 51 umboðsmanns víðs veg- ar um landið. Laugardagana 14. og 21. október heimsækja umboðs- mennirnir Morguublaðið í Kringl- unni 1. Markmiðið er að auka tengsl- in við dreifingar- og þjónustuaðila á Iandsbyggðinni og samræma þjón- ustuna. Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, segir að dreifing blaðsins á landsbyggðinni sé oft, vandasamt verk þar sem samgöngur milli staða geti verið erfiðar, sér- staklega á veturna. I heimsókninni í gær skoðuðu umboðsmennirnir framleiðsluferli blaðsins, ritstjóm- arstefnan var kynnt og farið yfir fjölmörg markaðs- og þjónustumál í samvinnu við áskriftardeild blaðs- ins. Dreifir 900 blöðum á dag Margrét Vera, umboðsmaður Morgunblaðsins á Seyðisfirði, og Jón Helgason frá Akranesi vom í hópnum sem heimsótti Morgunblað- ið í gær. Jón hefur ásamt eiginkonu sinni verið umboðsmaður í sjö ár. Þar á undan var móðir hans um- boðsmaður frá 1978-1993 og tók hún við af föður sínum, sem var um- boðsmaður frá 1961-1978. Jón dreif- ir um 900 blöðum á hveijum degi að mánudögum undanskildum. Hann segir að blaðið sé komið til Akraness um hálftima eftir að prentun lýkur, eða á bilinu 2-4 um nóttina. Margrét Vera hefur verið um- boðsmaður í tíu ár. Hún dreifir mun færri eintökum en Jón, enda í fá- mennara sveitarfélagi, eða nálægt 90 blöðum á dag. Hún segir að oftast nær komi blaðið á viðunandi túna til SeyðisQarðar, eða um hádegisbilið, þannig að lesendur eru komnir með það í hendur upp úr kl. 14. Þetta sé mikil framför frá því sem áður var þegar lesendur fengu blaðið yfirleitt dagsgamalt. Umboðsmennirnir lýstu ánægju sinni með að fá tækifæri tii að heim- sækja blaðið og kynna sér starfsem- ina þar. Forstjóri Landsvirkjunar um ósk Norðuráls um stækkun álversins Hugsanlegt að áfangaskipta uppbyggingunni FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir of snemmt að segja til um möguleika Landsvirkjunar til að útvega Norðuráli á Grundartanga raforku sem nauðsynleg er til að unnt sé að stækka álverið um 150 þúsund tonn. Það skipti ekki síst máli hversu hratt stjórnendur Norður- áls vilji fara í frekari uppbyggingu álversins. „Við höfum öðru hverju átt við- töl við fulltrúa Norðuráls og ósk þeirra um stækkun kemur okkur þess vegna ekkert á óvart. Við komum til með að eiga fund með þeim í næstu viku og þá munum við kortleggja málið. Það sem við höfum fyrst og fremst áhuga á að vita er hvort og hvernig er hægt að áfangaskipta byggingu álvers- ins því það auðveldar okkur að undirbúa með hvaða hætti er hægt að svara óskum fyrirtækisins um orkuþörf. Það er ekki tímabært á þessari stundu að segja nákvæmlega til um það í hvaða virkjanir þyrfti að fara því að það fer auðvitað að verulegu leyti eftir því hversu hratt verður farið í uppbyggingu álversins en möguleikar okkar til að virkja eru talsverðir enn á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. Við höfum heimild til að virkja við Búðarháls, en vinna við mat á um- hverfisáhrifum þeirrar virkjunar er þegar hafin. Það hefur einnig um nokkra hríð verið til skoðunar að búa til lón við Norðlingaöldu. Hofsjökull ÍMngjökull Virkjanak Þjórsá nei Mýrdals jökull Sultartangi 120 MW I Búðartiálsvirkjun 100 MW Hágöngu- mídlun 380 Gl sr S / /ff Þórisvatnsmiðlun ^ni330GI ■ Virkjun W Stífla — Skurður Göng * /Hlatnsfell Sigalda^ 150 MW Virkjanir og veitur á Þjórsár- og Tungnaársvæði Sá kostur er styttra á veg kominn enda er svæðið viðkvæmt. Jafn- framt hefur um langan aldur verið vitað um virkjanakosti í neðri hluta Þjórsár." Friðrik sagði að fleiri virkjana- kostir víðar um landið kæmu einn- ig til greina, bæði þeir sem Landsvirkjun hefði yfir að ráða sem og önnur orkufyrirtæki. Hann sagði þó nauðsynlegt að hafa í huga að óhagkvæmt væri að flytja raforkuna langar leiðir. Bæði kost- aði mikið að byggja upp raflínur og eins tapaðist umtalsverð orka þegar hún væri flutt langar leiðir. Fyrsta jarðskjálftahúsið hefur verið tekið í notkun á Skeiðum Fjölskyld- an flutti strax inn Sclfossi. Morgunblaðið. FJÖLSKYLDAN í Borgarkoti á Skeiðum tók um hádegisbilið í gær, laugardag, á móti fyrsta hús- inu sem reist er eftir jarð- skjálftana í sumar. Húsið, sem er um 70 fermetrar að stærð, var sett á undirstöður á hlaðinu í Borgarkoti og þar mun fjölskyldan búa meðan verið er að gera við ibúðarhúsið sem skemmdist mjög mikið í jarð- skjálftunum en fjölskyldan hefur sofið í tveimur íbúðargámum eftir skjálftana. Ann Winter húsfreyja fékk lyklana afhenta strax og hús- ið var komið á undirstöðurnar og sagði fjölskylduna flytja strax inn. Iðnaðarmenn hafa unnið baki brotnu við smíði húsanna undan- farnar vikur og hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn. Meðal annars komu nokkrir smið- ir frá Noregi til að vinna verkið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölskyldan í Borgarkoti og verktakar eftir að húsið var komið á undirstöðurnar. * 1 v f' ■ * ■ , >! ' :i t % g 1 \ : Ík l ' ; yj * *«__ É T*. Skipuleggur ráðstefnu í Madrid FYRIRTÆKIÐ Kynning og mark- aður, KOM ehf., hefur nú í níunda sinn umsjón með sjávarútvegsráð- stefnunni Groundfish Forum sem nú er haldin í Madrid. í ár sitja ráðstefn- una um 175 stjómendur frá tæplega 50 löndum í fimm heimsálfum. Þeirra á meðal eru margir íslendingar sem stjóma sjávarafurðafyrirtækjum landsmanna á íslandi og í fleiri lönd- um. Á Groundfish Fomm kemur saman fólk sem stýrir sjávarafurðaviðskipt- um heimsins. Einn íslendingur hefur verið í stjóm ráðstefnunnar frá upp- hafi, Friðrik Pálsson, stjórnarfor- maður SÍF, en hann er einn af upp- hafsmönnum ráðstefnunnar. Dr. Alda Möller matvælafræðingur heíúr að stærstum hluta annast dagskrárgerð ráðstefnunnar. Mikið af ráðstefnu- gögnunum er framleitt hérlendis. -------------------- Hafnarfjörður Ekið á hjól- reiðamann og stungið af RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar ekið var á hjólreiðamann á Hringbraut skammt frá Hlíðarbraut í Hafnarfirði sl. föstudagskvöld. Hjólreiðamaðurinn hugðist hjóla yfir gangbrautina og í sama mund var upphækkaðri jeppabifreið ekið í norðurátt. Maðurinn varð fyrir jeppj anum og hlaut hann meiðsli víða a líkamanum. Ökumaður jeppans ók hins vegar af vettvangi. Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Blindrafélaginu, „Blindra- sýn“. BLINDRASYN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.