Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 4
1 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ VIKAN 8/10-13/10 ► HALLDÓR Björnsson, fyrrverandi formaður Efl- ingar, var kjörinn fyrsti formaður Starfsgreina- sambands Islands á stofn- fundi sambandsins á föstudag en það er nýtt landssamband verkafólks. ► HÖRÐUR Sigurgests- son lét af störfum scm forstjóri Eimskipafélags- ins á fimmtudag eftir 21 árs starf. Við starfi hans tekur Ingimundur Sigur- pálsson en við embætti hans sem bæjarstjóri í Garðabæ tekur Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrv. aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. ► ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra vill herða eftirlit um borð í fiskiskipum með það að markmiði að draga úr brottkasti á afla. Þá vill hann þrengja ákvæði til laga um tegundatilfærslu til að koina í veg fyrir brottkast. Hann kynnti á mánudag frumvörp til breytinga á lögum sem miða í þessa átt. ► HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað ís- lenska ríkið af 27 milljóna króna skaðabótakröfu Bretans Kio Alexander Briggs. ► INGIMUNDUR gamli HU 65 sökk í mynni Húnaflóa skömmu eftir hádegi á sunuudag. Tveir skipverjar komust um borð í björgunarbát og var bjargað en Friðriks Jóns Friðrikssonar skip- stjóra er saknað og er hann talinn af. Stefnt að sameiningii ríkisbankanna RÍKISSTJÓRNIN hefur beint þeim tilmælum til bankaráða Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka Islands hf. að hefja viðræður um samruna bankanna. Jafnframt verði óskað for- úrskurðar samkeppnisráðs á því hvort samruninn samrýmist sam- keppnislögum. Vonast stjórnvöld til að nýi bankinn geti orðið til um ára- mót. Sameinaður banki yrði með um 44% hlutdeild af heildarinnlánum innlánsstofnana og 40% af lánum til einstaklinga. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á föstudag að hinn sameinaði banki yrði það stór að líklegt væri að eitthvað þyrfti að taka út úr honum. Sagði hún m.a. augljóst að ekki gengi að nýi bankinn yrði með meirihluta í Visa Island. Ráðherra gerir ráð fyrir að stöðugildum fækki á fyrstu rekstrarárum sameinaðs banka. Er hins vegar stefnt að því að með starfsmannaveltu og starfsloka- samningum verði komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna. Vilja stækka álverið á Grundartanga FORSVARSMENN Norðuráls hf. hafa farið þess bréflega á leit við ís- lensk stjórnvöld að hafnar verði við- ræður um þriðja áfanga álverksmiðj- unnar á Grundartanga, en nú stendur yfir vinna við annan áfanga verksmiðjunnar. Verði af áætlunum Norðuráls þýðir það fimmföldun á núverandi framleiðslugetu fyrirtæk- isins og risavaxið álver með allt að 300 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að áhugi Norðuráls á stækkun ætti að vera hvatning fyrir Norsk Hydro og þá íslensku fjárfesta sem unnið hafa með þeim að komast sem fyrst að niðurstöðu um uppbygg- ingu álvers á Austurlandi. ísraelar gera loftárásir á palestínsk skotmörk ÍSRAELSKAR herþyrlur skutu flug- skeytum á nokkur skotmörk á yfirráða- svæðum Palestínumanna á fimmtudag til að heftia hrottalegra drápa á ísra- elskum hermönnum í borginni Ramall- ah á Vesturbakkanum. Tveir hermenn voru í haldi í palestínskri lögreglustöð í borginni þegar palestínskur múgur réðst inn í hana og myrti þá. Þriðji her- maðurinn er sagður hafa verið brennd- ur inni í bíl í borginni. Herþyrlur ísraela skutu flugskeyt- um á byggingu við bústað Yassers Ara- fats, leiðtoga Palestínumanna, í Gaza- borg og lögreglustöðin í Ramallah var einnig á meðal skotmarkanna. Að minnsta kosti 30 manns særðust. Þessir atburðir virtust ætla að gera út um vonir manna um að ráðamönnum Israela og Palestínumanna tækist á næstunni að ná samningum um að binda enda á ofbeldishrinu síðustu tveggja vikna sem hefur skilið að minnsta kosti 98 eftir í valnum, þar af 91 araba. Palest- ínumenn lýstu aðgerðum Israela sem „stríðsyiirlýsingu" en Ehud Barak, for- sætisráðherra Israels, vísaði því á bug. Þjóðarleiðtogar víðs vegar um heims- byggðina hörmuðu atburðina og hvöttu Barak og Arafat til að gera allt sem í þeirra valdistæði til að leita friðar. Mannskæð sprengjuárás á bandarískt herskip ÖFLUG sprenging varð í bandaríska tundurspillinum Cole á fimmtudag þegar báti, hlöðnum sprengiefiii, var siglt á hann í höfninni í Aden í Jemen. 17 sjó- liðar biðu bana eða voru taldir af og um 35 særðusL Bandaríkjaforseti hét því að refsa þeim sem stóðu íyrir tilræðinu. Tal- ið var iíklegt að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden væri viðriðinn tilræðið. ► BANDAMENN Vojisl- avs Kostunica, forseta Júgóslavíu, tilkynntu á föstudag að fulltrúar flokks Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta, hefðu fall- ist á þingkosningar í Serbíu 24. desember. Þeir áttu þó efitir að ráðfæra sig við flokksforystuna en þar eru nú uppi kröfur um að Milos- evic verði bolað burt. ► TILKYNNT var á föstu- dag að Kim Dae-jung, for- seti Suður-Kóreu, fengi friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að vinna að sáttum við Norður-Kóreu og koma á friði áþessum síðustu víg- stöðvum kalda stríðsins. Var tiðindunum ákafit fagn- að í landi hans. ► BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu á fímmtudag að hugsanlegt væri að BiII Clinton forseti færi f opin- bera heimsókn til Norður- Kóreu áður en hann Iéti af embætti í janúar. Þegar hefúr verið ákveðið að Madeleine Albright utan- ríkisráðherra fari til við- ræðna við ráðamenn í Pyongyang síðar f þessum mánuði. ► DONALD Dewar, for- sætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, lést af völdum heiiablæðingar á miðvikudag, 63 ára að aldri. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, vottaði minningu Dewars virðingu sma og sagði að hann hefði gert stofnun skoska þingsins í fyrra mögulega. Sl Kálið er kjarngott KÁLIÐ er kjarngott og því er um að gera að nota tím- í Austur-Húnavatnssýslu hafa gert í góðviðrinu sem ann vel þegar tækifæri gefst eins og kýrnar í Langadal hefur verið undanfarna daga um Iand allt. Forstjóri BM Vallár telur að kerfísbreyting á þunga- skatti hafí verið notuð til hækkunar gjalda Stefnir í 5-600 millj- óna tekjuaukningu ÚTLIT er fyrir að innheimta þunga- skatts af díselbílum skili vegasjóði mun meiri tekjum í ár en reiknað var með, eða 500-600 milljónum kr. umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt útreikning- um BM Vallár var kílómetragjald hækkað meira en þurfti til að eyða áhrifum fastagjalds við lagabreyt- ingu í vor. Breytingin átti ekki að leiða til hækkunar heildartekna þungaskatts og segir skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu að enn bendi ekkert til annars en að það standist. Hækkun tekna í ár stafi væntanlega af fjölgun dísilbfla og auknum akstri. Lögum um fjáröflun til vegagerð- ar hefur verið breytt oft á undan- fömum árum. Síðast var þeim breytt síðastliðið vor vegna athuga- semda samkeppnisyfirvalda sem töldu að 100 þúsund kr. fast árgjald þungaskatts af bifreiðum yfir 14 tonn að þyngd, auk mælagjalds á hvem kílómetra, leiddi til sam- keppnislegrar mismununar. Auk annarra breytinga var fastagjaldið afnumið en kílómetragjaldið hækkað en það er stighækkandi eftir þyngd ökutækja. Fyrsti gjalddagi þungaskatts samkvæmt nýju reglunum var í vik- unni. Samkvæmt útreikningum sem starfsmenn BM Vallár hafa nú gert hefur kílómetragjaldið verið hækkað langt umfram það sem þurfti til að eyða áhrifum fastagjaldsins. Sam- kvæmt upplýsingum Samtaka iðnað- arins vora tekjur vegasjóðs af kíló- metragjaldi mælabíla liðlega 2,6 milljarðar á síðasta ári og fasta- gjaldið liðlega 300 milljónir þar til viðbótar. Hefði því þurft, samkvæmt útreikningum BM Vallár, að hækka kílómetragjaldið um rúm 12% til að vinna upp missi tekna af fastagjald- inu. Hækkunin var um það bil tvö- falt meiri. 10-20% raunhækkun Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, segir að eins og inn- heimtu þungaskattsins sé háttað nemi raunhækkun þungaskatts á mælagjaldsbíla í meðalakstri um 10- 12% og um og yfir 20% á bílum sem mikið sé ekið. Hann segir að því hafi verið lýst yfir að kerfisbreytingin ætti að vera hlutlaus en ekki íþyngj- andi. „Það nær engri átt að ofan á miklar olíuverðshækkanir sé ríkið að laumast til að taka sérstaka hækkun á kostnað þessarra tækja,“ segir Víglundur og áætlar að hún nemi að minnsta kosti 350 milljónum kr. „Það þýðir lítið fyrir svona fjármála- ráðuneyti að hvetja til aðhalds í verðlagsmálum,“ segir hann. Fjármálaráðuneytið hefur verið að skoða þessi mál undanfarna daga vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins og ábendinga frá fleiri aðilum. Mar- íanna Jónasdóttir skrifstofustjóri segir að athuguninni sé ekki lokið en fyrstu niðurstöður bendi til að upp- haflegir útreikningar ráðuneytisins stæðust, það er að segja að breyt- ingin hefði ekki haft teljandi áhrif á tekjur vegasjóðs af þungaskattinum. Hún sagði ljóst að breytingin kæmi misjafnlega niður enda hefði hún verið gerð til þess að leiðrétta mis- munun sem samkeppnisyfirvöld hefðu gert athugasemdir við. Þannig hækkaði þungaskatturinn á þungum bílum sem mikið væri ekið en lækk- aði á léttari bílum. Stórauknar tekjur í ár í fjárlagafrumvarpi íyrir næsta ár kemm- fram að tekjur af þungaskatti námu 3,5 milljörðum á árinu 1998, rúmum 4 milljörðum á síðasta ári og áætlað er að skatturinn verði um 4 milljarðar í ár og liðlega 4,2 milljarð- ar á næsta ári. Tekið er fram í skýr- ingum að hækkunin á næsta ári sé áætluð vegna fjölgunar díselbíla og meiri aksturs. Ólafur Jónsson, starfsmaður Skeljungs, vakti athygli á því í erindi á ráðstefnu FIB um innheimtu olíugjalds í stað þunga- skatts að þessar tölur gæfu ekki rétta mynd af raunveraleikanum. Fyrstu átta mánuði þessa árs hefði innheimta þungaskatts numið hátt í 3,3 milljörðum, 435 milljónum meira en á síðasta ári. Það benti til þess að þungaskattur ársins yrði 4,5 til 4,6 milljai'ðar króna og gæti stefnt í 5 milljarða á því næsta. Maríanna Jónasdóttir telur að fjölgun dísilbíla til einkanota og auk- inn akstur, meðal annars vegna auk- inna landflutninga, skýri auknar tekjur af þungaskatti í ár. Hún segir að þessar auknu tekjur geti ekki hafa orðið til við lagabreytinguna í vor því áhrif þeirra væra að svo litlu leyti komin fram. Fyrir nokkrum ár- um var áformað að taka upp olíu- gjald í stað þungaskatts en frá því var fallið. Fjármálaráðherra hefur nú skipað nýja nefnd til að endur- skoða innheimtu þungaskatts og hún á að athuga sérstaklega mögu- leikana á að taka upp olíugjald. rft! Til hamingju! Sigurður Flosason með tilnefninguna til Norrænu tónlistarverðlaunanna og hinar frábæru viðtökur sem geisLadiskarnir Himnastiginn og Sálmar lífsins hafa hlotið. Mál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.