Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR15. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Opið alla daga vikunnar frá kl. 10.00 -19.00 Frakkar sakaðir um seinagang við rannsókn flugslyss BAKSVIÐ ins. Fréttaskýrandi dagblaðsins Ha- artez tekur í sama streng og segir Barak hafa stuðlað að endalokum friðarferlisins með yfirlætislegum yf- irlýsingum sínum um „endalok" deil- unnar. Slíkar yfirlýsingar hafi stang- ast á við grundvallarhugmyndir Oslóarsamkomulagsins og sú stað- reynd að hann hafi verið tilbúinn til meiri tilslakana en nokkur fyrirrenn- ara hans bæti ekki fyrir ofdramb hans. Barak hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir að heimila ferð Sharon upp á Musterishæð en forsætisráð- herrann átti mjög erfitt með að neita Sharon um leyfið þar sem þá hefði mátt líta svo á að hann hefði þegar falið Palestínumönnum yfirráð yfir Austur-Jerúsalem. Rúmur helmingur ísraela telur samkomulag ómögulegt Hvar sem ábyrgðin liggur er ljóst að margir Israelar telja atburði und- anfarinna vikna sýna það og sanna að þeir geti ekki treyst Palestínumönn- um. A þetta jafnvel við um þá sem telja að heimsókn Sharon hafi verið óráðleg og ótímabær og ísraelsher hafi brugðist allt of harkalega við óeirðum Palestínumanna og mót- mælaaðgerðum ísraelskra araba. Samkvæmt könnun Jerusalem Post, sem gerð var áður en tveir ísr- aelskir hermenn voru myrtir í Ram- allah, lítur meirihluti Israela svo á að friðarferlið hafi mistekist og að því sé nú endanlega lokið. Morð hermann- anna, lausn hryðjuverkamanna úr palestínskum fangelsum og fram- ferði Palestínumanna við grafhýsi Jakobs, sem palestínsk yfirvöld höfðu heitið að varðveita í óbreyttii mynd, hafa sannfært Israela um að þeir geti ekki treyst yfirvöldum á pal- estínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Þá segir það sína sögu um viðhorf- ið í ísrael að leiðtogar Meretz-flokks- ins hafa nú lýst yfir stuðningi við að- gerðir Baraks, en flokkurinn hefrn- hingað til verið helsti fulltrúi þeirra sem hafa samúð með málstað Palest- ínumanna á ísraelska þinginu. Samkvæmt umræddri könnun telja 79% ísraela Óslóarsamkomu- lagið endanlega úr sögunni. Nokkru færri eða 61% telja ómögulegt að komast að nokkru samkomulagi við Palestínumenn en tæplega 44% segj- ast andsnúin hugsanlegu samkomu- lagi, byggðu á þeim hugmyndum sem fram komu á fundi leiðtoganna í Camp David. Þjóðarleiðtogar og háttsettir emb- ættismenn alþjóðastofnana leita enn leiða til þess að bjarga friðarferlinu en leiðtogar Israels hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að Óslóarsamkomulag- ið virðist úr sögunni verði einhver lausn að finnast á deilum þjóðanna. Þannig hefur Avraham Ben-Ami, starfandi utanríkisráðherra ísraels, sagt að nauðsynlegt sé að byggja upp traust milli deiluaðila áður en lengra er haldið og Ehud Barak forsætis- ráðherra hefur talað um hugsanlega „félaga í friðarumleitunum framtíð- arinnar". Hann hefur þó einnig viðr- að hugmyndir hersins um einhliða aðskilnað þjóðanna en þær hug- myndir fela í sér að ákvörðun um landamæri yrði tekin í ísrael og stjórnsýsla og fjármál þjóðanna yrðu aðskilin. loniiitur og'mtjndbanda fflðrftatfiirliin. Vilja Frakkar leggja Concorde-þotunum? London. AFP. BRESKIR flugslysasérfræðingar og talsmenn flugmanna hafa sakað frönsk flugmálayfirvöld um að draga á langinn rannsókn á Concorde-slys- inu fyrir þremur mánuðum en þá fór- ustll3 manns. Talsmaður British Airways, BA, eina flugfélagsins auk Air France, sem er með Concorde-þotur, sagði, að flugfélagið sæi ekkert athugavert við að nota þotumar áfram, jafnvel þótt Air France ákvæði að leggja öli- um sínum. Lét hann þessi ummæli falla rétt áður en ensk-frönsk sér- fræðinganefnd ætlaði að koma sam- an til að skoða hvernig rannsókninni á slysinu hefði miðað áfram. Bréskir fjölmiðlar sögðu frá því í fyrradag, að Ken Smart, yfirmaður slysarannsókna hjá BA, væri mjög óánægður með rannsóknina í Frakk- landi. „Hún hefur staðið í 10 vikur en afraksturinn er þriggja vikna verk,“ sagði Smart. Þá hefur Christopher Darke, formaður félags flugmanna hjá BA, áhyggjur af því, að dagai- Concorde séu taldir, verði rannsókn- inni ekki flýtt. Bretamir óttast, að hin eiginlega ástæða fyrir seinaganginum í Frakk- landi sé sú, að Air France hafi engan áhuga á að sjá Concorde-þoturnar fara aftur í loftið. Segir Darke, að frönsku þoturnar hafi verið reknar með tapi en þær bresku með hagnaði. Frakkarnir líti á slysið sem „einstakt tækifæri“ til að hætta þessari útgerð. Talsmaður BA sagði, að stefnt væri að því koma Concorde-vélunum aftur í loftið og þá heldur fyrr en seinna. Hvað Frakkamir gerðu væri þeirra mál. i\,eui-ers ísraelskir hermenn bera kistu með líki Vadim Nourezitz til grafar í bænum Or Akiva. Nourezitz var einn þriggja ísraelskra hermanna er var myrtur af æstum múg í Ramallah á Vesturbakkanum á fimmtudag. Israelar velta fyrir sér ábyrgð leiðtoga Israela og Palestínumanna Svartsýni á samkomulag einkennir afstöðu Israela VÍÐA um heim spyija menn sig að því hvað hafi valdið þeirri heift og hörku sem varð til þess að átök ísr- aela og Palestínumanna stigmögnuð- ust og leiddu að lokum til þess sem leiðtogar þjóðanna hafa kallað „stríðsástand" og „endalok friðarferl- isins“. Upphafs átakanna er að leita í mót- mælum Palestínumanna vegna heim- sóknar Ariels Sharon, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Israel, á Musterishæð í Jerúsalem og harka- legum viðbrögðum ísraelska hersins. í Israel velta menn því fyrir sér hvort leiðtogar þjóðanna, og þá sérstaklega Yasser Arafat, hafi misst stjóm á ástandinu eða hvort „stjómleysið" hafi frá upphafi verið þaulskipulagt. Israelsk yfirvöld hafa látið í veðri vaka að upphaf átakanna megi rekja til þess að Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, hafi ekki verið tilbúinn til þess að ganga frá endanlegu frið- arsamkomulagi og hann hafi jafnvel aldrei ætlað sér það. Palestínumenn besta vopnið gegn því hemaðarlega ofurefli sem ísrael hefur, enda felist veikleiki þjóðarinnar helst í við- kvæmni hennar fyrir dauða her- manna sinna, innbyrðis klofningi og fjárhagslegum óstöðugleika. Þá sé þetta árangursrík aðferð í baráttunni um samúð umheimsins. Grundvallarhuginyndir Óslóar- sanikomulagsins gleymdust Aðrir telja sökina á því hvemig komið er liggja hjá Barak og fyrir- rennurum hans. Þannig leiðir frétta- skýrandi Jerusalem Post rök að því að rekja megi endalok friðarumleit- ana til þess að ekkert hafi verið gert til að uppræta það hatur sem ríkir á milli Israela og nágranna þeirra. Fimm ára samningstíma Óslóarsam- komulagsins hafi verið ætlað að draga úr andúð og ofbeldisverkum og stuðla að friðsamlegri sambúð Isr- aela og Palestínumanna þannig að auðveldara yrði að taka á erfiðum deilumálum, svo sem örlögum palest- ínskra flóttamanna, framtíð land- nemabyggða gyðinga og framtíðar- stjóm Jerúsalem. Þessi grundvallarhugmynd hafi hins vegar gleymst við framkvæmd samnings- Harðnandi átök ísraela og Palestínumanna hafa stofnað friðarumleitunum þjóðanna í hættu. SigTÚn Birna Birnisdóttir kynnti — — ■ —— sér umræðuna í Israel en fréttaskýrendur jar í landi hafa undanfarna daga leitað skýringa á upphafí og raunverulegum ástæðum átakanna. hafi því notað heimsókn Sharons sem tylliástæðu fyrir óeirðum sem þeir hafi þegar haft á pijónunum. Israelskir fréttaskýrendur telja að Arafat hafi þótt þrengt að sér í Camp David-viðræðunum. Hann hafi séð fram á að þurfa ekki einungis að tak- ast á við Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, í áframhaldandi samn- ingaviðræðum, heldur einnig Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem taldi tillögur Baraks geta orðið gmndvöll friðarsamkomulags. Þá hafi hann ótt- ast að almenningsálitið á Vesturlönd- um væri að snúast gegn Palestínu- mönnum þar sem þeir virtust standa í vegi fyrir því að samkomulag næðist. Hann hafi því talið tímabært að grípa til aðgerða en margir arabar líti svo á að hermdarverk og óeirðir séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.