Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vill stöðva byggingu ráðstefnuhúss í Eyjum Bæjarstjórnin levfir klæðningu hússms BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti samhljóða á bæjarstjórn- arfundi í gær að heimila byggingar- aðilum ráðstefnu- og veitingahúss, sem er að rísa við vatnstankinn á Löngulá, að loka húsinu með klæðn- ingum áþaki ogveggjum. Úrskurðar- nefnd sldpulags- og byggingarmála fór íram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, var byrjaö að klæða þakið og samþykkti bæjarstjómin að leyfa byggingaaði- lum að loka húsinu, þ.e. að klæða þak og veggi til þess að tryggja það að fyllsta öryggis sé gætt og ekki hljótíst óþarfa tjón af stöðvun framkvæmda- nna. Jafnframt var samþykkt að frek- ari framkvæmdir séu óheimilar með- an bráðabirgðaúrskurður úrskurðar- nefndarinnar er í gildi. I erindi úrskurðarnefndarinnar kom fram að talið var skorta staðfest- ingu Hollustuvemdar ríkisins um að óhætt væri að leyfa fyrirhugaða starf- semi þama í grennd við vatnstankinn. Guðjón segir að í tveimur bréfum sem heiibrigðisfulltrúinn í Vestmannaeyj- um hefur sent nefndinni komi fram að hann telji ekki að mengun muni stafa frá starfseminni. Einnig gerði úr- skurðamefndin athugasemdir vegna bílastæða og stærðar lóðarinnar. Guðjón segir að búið verði að klæða húsið um miðja næstu viku. Hann segir að milijónatjón gæti orðið ef húsið yrði ekki klætt. ----------------- Aukning á þjófnuðum á tölvum ÞAÐ sem af er þessu ári er mikii aukning á þjófnuðum á tölvum og tölvutengdum hlutum. Mesta aukn- ingin er þjófnaður á fartölvum. Á síðsta ári var t.d. tilkynnt um þjófn- aði á átta fartölvum en það sem af er árinu hafa komið 52 slíkar tilkynn- ingar til lögreglunnar í Reykjavík. Þá hefur verið tilkynnt um þjófnaði á 82 tölvum, öðmm en fartölvum, það sem af er árinu. Ástæða fartölvuþjófnaðanna er að hluta til auknir möguleikar þeirra og vinsældir hjá ungu fólki auk þess sem gerðar era meiri kröfur til notkunar þeirra við nám en áður. Þessum tölv- um er stolið í innbrotum í verslanir, fyrirtæki og á heimili. Lögreglan hef- ur verið að skoða nýja möguleika á að ná þessum tækjabúnaði aftur með efldu samstarfí við tölvufyrirtæki auk þess sem framleiðendur hafa í meira mæli hugað að innbyggðum staðsetningarbúnaði í tölvumar er gerir eigendum auðveldara að endur- heimta þær, segir í fréttatilkyninngu frá lögreglunni í Reykjavík. Packard Bell Hugbúnaður Hinn grlðarlegi fjöldi forrita, sem fylgir Packard Bell og koma uppsett á tölvunum, skapar þeim algjöra sérstöðu. Þar er um að ræða; almenn forrit, hjálparforrit, samskiptaforrit, Internetforrit og kennsluforrit, auk barnaforrita, leikjaforrita og forrita sem snerta margvísleg áhugamál. Kynntu þér þennan pakka alveg sérstaklega því hann er raunveruleg l-Media 7800a rw Örgjörvi AMD K7 800 Flýtiminni 512Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt (512 ^ Harður diskur 15 GB Skjákort 32Mb TNT II -TV útgangur Skjár 17" DVD tífaldur leshraði 3D hljóð Fjöldi radda 64 Hátalarar Dimand Faxmótald 56k - V.90 Fax , kjarabót. Cli#>2600 Verð RdDIOMAIIST Geislagötu 14 • Slmi 462 1300 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Síml 530 2800 www.ormsson.is Breytingar í endurhæfingu Samvinna fyrirhug’uð Hjördís Jónsdóttir RÁÐGERÐAR eru nú töluverðar breytingar á skipulagi endurhæfingar á Reykjalundi. „Annars veg- ar er hafin bygging þjálf- unarhúss og hins vegar standa yfir viðræður milli Reykjalundar og heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins um gerð þjónustusamnings um starfsemina á Reykja- lundi,“ sagði Hjördís Jóns- dóttir lækningaforstjóri Reykjalundar, en málþing um þessi mál og fleiri var haldið fyrir skömmu. En hvemig á að breyta skipu- lagi endurhæfingar á Reykjalundi? „Reykjalundur hefur verið daggjaldastofnun, þ.e. greitt er fast verð fyrir hvert rúm sem er notað. Með gerð þjón- ustusamnings verður samið um ákveðna þjónustu við sjúklingana, þá getum við sinnt sjúklingunum á því sem við köllum „réttu þjón- ustustigi". Það þýðir að það fer eftir þörfum skjóistæðingsins hvort hann er liggja inni á sjö daga deild, fimm daga deild eða dagdeild og þá ætti líka að vera möguieiki á að vera með svokall- aðar forskoðanir, þ.e. að hægt sé að meta áhuga og getu einstakl- ingsins til að nýta sér endurhæf- ingarmeðferð og að gera endur- hæfingaráætlun áður en viðkomandi leggst inn. Slíkt gerir dvölina markvissari. Einnig er áætlað að vera með eftirfylgd og geta þá betur fylgt eftir árangri meðferðarinnar og stutt við bakið á skjólstæðingnum." - Er endurhæfíng í örri þróun? „Endurhæfing er ung sérgrein innan læknisfræðinnar og hefur verið í örri þróun síðustu árin. Á íslandi hefur farið fram milril um- ræða meðal fagfólks sem vinnur að endurhæfingu og fagfélög hafa verið að vinna að sinni stefnumót- un. Á síðasta ári komu tvær skýrslur, önnur frá Félagi ís- lenskra endurhæfingarlækna og hin frá þverfaglegum vinnuhópi og ber hún nafnið: „Stefnumótun í endurhæfingu, þverfagleg sýn.“ Þessar skýrslur vora lagðar til grandvallar þegar í júní sl. var undirritað samkomulag um sam- starfsráð í endurhæfingu milli endurhæfingardeilda Landspít- alans - Háskólasjúkrahúss, Reykjalundar endurhæfingarmið- stöðvar SÍBS og Heilsustofnunar Náttúralækningafélags íslands" - Er fyrirhugað að Reykjalund- ur og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði taki upp samstarf? „Markmiðið er að efla og sam- hæfa endurhæfingarstarfsemi þessara þriggja stofnanna. Fyrr- nefnt samstarfsráð hefur það að sínum helstu verkefnum að stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu húsnæðis, tækjabúnaðar og mannafla og miðla upplýsingum um þau endurhæfingarúrræði sem til eru á hverri stofnun hveiju sinni og loks að leitast við að halda biðlistum í lágmarki og tryggja að sjúklingar séu á réttu þjónustu- stigi. Auk þess að stuðla að samstarfi við aðra þá sem láta sig málefni endurhæfingar varða og samhæfa þjónustuna með það að leiðarljósi að hún verði betri.“ - Hvað á að vera í þjálfunarhús- inu á Reykjalundi? „Þar verður stór íþróttasalur, það er löggiltur körfuboltavöllur, 25 metra sundlaug og minni æf- ► Hjördís Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1991 og læknaprófi frá Háskóla íslands vorið 1977. Hún lauk sérfræði- prófi í endurhæfingarlækning- um í Svíþjóð 1985 og hóf störf á Reykjalundi 1. júní 1986 sem sérfræðingur í endurhæfingar- lækningum. Hún varð lækninga- forstjóri stofnunarinnar 1. mars 1999. Hjördís er gift Kristjáni Ágústssyni jarðeðlisfræðingi og eiga þau samtals þrjú börn. ingalaug, svo og tækjasalur. Stærð hússins er samtals 2.776 fermetrar og verklok era áætluð 25. október árið 2001 eða eftir rétt ár. Við tilkomu þessa húss gjör- breytist öll aðstaða hér á Reykja- lundi. Hópþjálfun hefur hingað til farið fram í samkomusal staðarins og aðstaða til þjálfunar í sundlaug hefur verið mjög takmörkuð því gamla laugin er svo lítil. Það hefur komið fram í rannsóknum að líkamleg þjálfun bætir bæði and- lega og líkamlega líðan fólks. Þessi litla laug okkar hefur illa nýst fötluðum einstaklingum vegna aðstöðuleysis en það gjör- breytist með tilkomu nýju laugar- innar.“ - Hvernig verða allar fram- kvæmdimar fjármagnaðar? „SIBS, sem er samband ís- lenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga, var með landssöfnun sem hófst í október 1998 undir kjörorðinu: „Sigur lífsins". Söfn- unin tókst mjög vel, söfnuðust um það bil 45 milljónir króna. Þetta fé ásamt ágóða af happdrætti SÍBS, sem hefur í gegnum öll árin verið mikilvægasta tekjulindin, stendur undir þessum framkvæmdum að mestum hluta.“ - Hvað breytist við samstarfíð? „Samstarfið byggist á hug- myndum að verkaskiptingu eins og fyrr kom fram. Það mun gera skýrara hvaða sjúklingahópar eiga erindi á Reykjalund. Ekki það að þetta muni kollvarpa því skipulagi sem nú ríkir heldur mun það verða allt skilvirk- ara. I daga era hér níu svið (deildir). Það er hjartasvið, lungnasvið, miðtaugakerfissvið, geðsvið, gigtarsvið, hæfingarsvið, verkja- svið, næringarsvið og svið atvinnulegrar end- urhæfingar. Sum þessi svið eru aðeins til hér en önnur eiga sér hliðstæðu á Heilsuhæli NLFÍ og endurhæf- ingardeildum Landspítalans. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig þetta samstarf mun gefast." Markmiðið er að endur- hæfingarþjón- usta við landsmenn verði skil- virkari I í 5 I I l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.