Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAND/HIM- INN/HAF MYNPLIST Listasaffl íslands YFIRLITSSÝNING ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 26. nóvember. Aðgangur 400 krónur. ÞAÐ er ekki vonum fyrr að haldin er tæmandi yfírlitssýning í sölum Listasafns íslands á verkum okkar fyrsta brautryðjanda í landslagsmál- verkinu, Þórarins Benedikts Þor- lákssonar (1867-1924). Að vísu var ein slík og eftirminnileg sett upp í söl- um safnsins 1%7, sem þá var til húsa á annarri hæð Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Tilefnið var að hundrað ár voru liðin frá fæðingu Þórarins, en var minni og ófullkomnari, eða 133 myndverk á móti 159 á þessari, hús- næði og skipulag frumstæðara. Og kannski helst eftirminnileg fyrir þá sök hve illa famar og óhreinar sumar myndana voru, sem ýmsir töldu þó er þá var komið þjóðargersemi. Jafnvel svo illa farnar að þeim óaði við, eink- um þá skyggst var bak við þær og sú uppgötvun gerð, að sums staðar hafði verið límt yfir rifur með heftiplástri. En málið var að Þórarinn hafði fram að þeim tíma ekki verið metinn til jafns við hina þrjá stóru svo sem þeir voru nefndir, Asgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Kjarval, og svo var forvarsla málverka svo til óþekkt fag hér á landi. Að þessu sinni er tilefnið að öld er liðin frá fyrstu sýningu Þór- arins, sem markaði mikil tímamót í myndlistarsögu Islands. Til skamms tíma hafa íslendingar miðað hugtakið brautryðjendur við þá sem gerðu málaralist að aðalstarfi, helguðu pentskúfnum líf sitt, en framlag Þórarins á vettvanginum var allt unnið í tómstundum og hann eftir því metinn sem minni stærð til hliðar við hina. Óhætt að halda því fram, að sýningin í Þjóðminjasafninu hafi markað tímamót og að þá fyrst hafi menn smám saman farið að meta málarann að verðleikum, þó helst fyrir örfá verk sem flest eru lands- kunn er svo er komið. Trúlega þykir einhverjum býsna mótsagnakennt, að það voru abstraktmálarar sem öðrum fremur uppgötvuðu stærð Þórarins og héldu honum fram, þannig er Valtýr Pét- ursson annar höfundar bókar er út kom um Þórarin 1982, og kunn er að- dáun Þorvaldar Skúlasonar á verk- um hans. Svipuð þróun átti sér stað á meginlandinu er róttækir málarar uppgötvuðu stærð Caspars David Friedrich, og lyftu til hásætis. Báðir málararnir eiga það sameiginlegt í heimalöndum sínum, að frægð þeirra hefur aukist jafnt og þétt og Ijóminn aldrei meiri en á síðustu árum. Menn hafa í æ ríkari mæli tekið eftir því hversu hreinir, gegnheilir og fínir málarar þetta voru og að auki andlega skyldir. Munurinn var þó mestur, að Caspar David náði að helga sig málaralistinni allt sitt líf og list hans reis samhliða rómantíkinni, en Þórarinn var sporgöngumaður viðhorfanna sem hantéraði málara- græjumar þegar færi gafst, en hví- líkur frístundamálari! Þórarinn var að vísu skólaður á vettvanginum, en ekki í neinu hlut- falli við hina brautryðjenduma og var kominn yfir þrítugt er hann hélt utan, af sumum jafnvel álitinn of gamall til að byrja frá gmnni. Nam í þijú ár við akademíuna í Kaup- mannahöfn, en hvergi er þess getið hvaða kennara hann hafði þar og trú- lega var einungis um almennt undir- búningsnám í málunardeildir að ræða. En er svo var komið mun hann hafa verið orðinn þreyttur á þessu akademíska gmnnnámi sem líkja má við stagl í bóknámsskólum, þótt afar traust væri tækju menn það réttum tökum. Það hefur hann einmitt gert og reynsluna hafði Þórarinn, því hann var með meistaragráðu í bókbandsiðn, og hafði áður en hann hélt utan verið verkstjóri á bókban- dsstofu Isafoldar, vel metinn og kunnur borgari í Reykjavík. A þeim ámm var bókbandsiðn meira hreint bókverk en seinna varð er fjölföldun- in og vélbókbandið komu til sögunn- ar, og hafði verið svo um aldir. Þór- arinn bjó því að flinkheitum í höndunum sem dugðu honum vel, en hann skynjaði um leið að sköpun væri æðra stig handverks og hana höndl- uðu menn ekki innan staðnaðra veggja akademíunnar, má leiða get- um að því að honum hafi ekki litist alltof vel á málunardeildimar. Hann kvaddi því akademíuna og skráði sig í skóla málarans Harald Frederik Foss, sem hafði stofnað eins konar útlaga akademíu úti á Friðriksbergi, en í þeim skóla máluðu og teiknuðu menn ekki eftir gifsmyndum heldur lifandi fyrirmyndum og máluðu úti í náttúrunni í anda áhrifastefnunnar, impressjónistanna. Þrátt iyrir að Þórarinn hafi einungis verið í skólan- um í eitt ár er hann heldur sína fyrstu sýningu í Reykjavík, virðist tímabilið hafa orðið honum giftudijúgt, að maður segi ekki hrein opinberun. Er hann kemur heim og heldur sýningu aldamótaárið er hann þá þegar orð- inn málari í rífandi framþróun sem gerir ýmis sín athyglisverðustu verk á næstu árum. Þórarinn var svo við- loðandi skóla Haralds Foss til ársins 1902, en virðist hafa málað mjög óbundinn kennslu á þessum árum svo kannski hefði mátt nefna skólann frjálsa akademíu í anda seinni tíma. Á sýningunni eru til að mynda tvö af- ar athyglisverð verk frá þessum ár- um er bæði nefnast Frá Danmörku, máluð 1899 og 1901. Yfir þeim er jarðbundin og einstæð kyrrð sem Stórisjór og Vatnajökull, 1921, olía á iéreft, 46,5x 99 sm. Hjartasárin ráða för KVIKMYNDIR Háskólabíó TILRÆÐI VIÐ KEISAR- ANN (THE EMPEROR AND THE ASSASIN) ★ ★% Leikstjórn: Chen Kaige. Handrit: Chen Kaige og Peigong Wang. Aðalhlutverk: Gong Li, Zhang Fengyi, Li Xuejian og Wang Zhiwen. Kína 1999. TILRÆÐI við keisarann er byggð á sannsögulegum heimildum og segir frá því hvernig Ying Zheng vildi ná yfirráðum allra KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK hinna sex kínversku konungsríkja og verða þannig fyrsti keisarinn i sameinuðu Kína. Ying sá var svo heppinn að eiga sér ástkonu, hana Zhao, sem lagði með honum á ráðin um hvemig þau gætu réttlætt inn- rás í ríkið Yan með því að setja á svið tilræði við keisarann af hendi þarlends manns. Leikstjórinn Chen Kaige hefur sýnt miklum breytinga- og átaka- skeiðum í kínverskri sögu mikinn áhuga. Hann hefur þó alltaf fólk í forgrunninum og er það svo hér. Þetta er saga af mannlegum tilfinn- ingum og reynsluheimi. Stórar Þórarinn, Jófríður Zoega, Sigríður Zoega ljósmyndari, Jón Stefánsson listmálari og Steinunn Thorsteinsson ljósmyndari 1922. ara Norðurlanda á tím- unum, t.d. Edvard Munch, Hammershöi og August Strindberg. Varðandi sýningu í list- húsi Blomqist í Kristíaníu (Ósló) 1910, fyrstu íslenzku samsýninguna erlendis, með þátttöku þeirra Þórar- ins B. Þorlákssonar og Ás- gríms Jónssonar, skrifaði hinn glöggi gáfumaður og mikli málari Cristian Krogh rýni um sýninguna. Krogh var á tímabili fyrirmynd og leiðbeinandi sjö framsæk- inna málara er leigðu vinn- urými við hliðina á vinnu- stofu hans í nágrenni Stórþingsins, m.a. Edvards Munchs, og lengi einn helsti málsvari í óveðrinu í kring- um málverk snillingsins í heimalandinu. Næmi Kroghs á málverk annarra var viðbrugðið og allir tóku mark á skrifum hans. Þannig sagði hann um stóru Heklumynd Asgríms Jónssonar, sem hann bar mikið lof á, að hún bæri merki þess að listamað- urinn væri öðru fremur vatnslita- myndamálari, ekki fyrir það hve lit- urinn væri þunnt borinn á heldur ljós og blæbrigðaríkur. Og ekki felst minna hrós í þeim ummælum um málverk Þórarins, að hann máli eins og P.S. Kröyer og Franz Henning- sen, er þeir kumpánar voru nýút- skrifaðir úr skóla Vermehrens. Ekk- ert þekkti Krogh hið minnsta til íslendinganna, en telur að hér séu ungir menn á ferð og klykkir loks út í þessum stórmerka listdómi með þessum orðum: Gaman verður að sjá hvort þeir haldi sínum stranga stíl eða kjósi að þræða þrepin eins og ná- lega allir ungir málarar í Norðurálf- unni hafa orðið að gera, allt frá Munch, Cézanne, van Gogh og fram til Matisse. Það væri næstum frum- legt - og að minnsta kosti íslenzkt, ef þeir héldu sig þar sem þeir eru. Öll ber lýnin skarpskyggni Kroghs vitni, Ásgrímur, einn mesti vatnslitamálari sem Norðurlönd hafa átt, og einkum er niðurlagið vert allr- ar athygli, því hér hittir hann í mark. Sérkenni íslenzkra málara, sem mót- uðust af landinu og næsta umhverfi þeirra, var einmitt meginveigurinn í listsköpun brautryðjendanna, frum- leikinn um leið, eins og allra klass- ískra módemista aldarinnar. Það var vísast þetta sem abstraktmálararnir uppgötvuðu í málverkum Þórarins og Úr Þjórsárdal, 1920, olía á léreft, 40,5x 34 sm. fyrir sumt gæti minnt á Vilhelm Hammershöi, en einnig og kannski frekar fleiri danska málara. Þessi stílbrigði ná hámarki sínu í fjórum litlum myndum sem allar eru málað- ar 1902, Frá Reykjavík, Úr Borgar- firði, Stóri Dímon og Baula í Borgar- firði og eru í það heila frábært dæmi þess hvernig íslenzkir málarar fóru að því að færa hefð og reynslu ann- arra þjóða heim í eigið umhverfi, svona líkt og gerðist um mestu mál- áætlanir um ráðabrugg sem hafa áhrif og stjórna lífi milljóna manna breytast hér með tilfínningasveifl- umvaldamestu manna. Útlit myndarinnar er stórfeng- legt, mikið og flott og sagan er meiriháttar drama, en þó helst til melódramatískt á stundum. Þegar Kínverjar verða of smitaðir af áhrifum ægivaldsins bandaríska, þá missa þeir einhverja austræna reisn og mér finnst það svo sorg- legt. Þetta er stór saga sem hefði mátt vera aðeins styttri og hnitmiðaðri. En þetta er góð saga um svik og pretti, ill áform og góð og um fólk sem lætur hjartasárin ráða för. Hildur Loftsdóttir fóru þá að líta meira til sértækra fyr- irbæra í næsta nágrenni, Þorvaldur að pæla í orkunni og Valtýr í sjálfu landslaginu. Framsæknir seinni tíma málarar hafa svo í æ ríkari mæli snúið sér að hughrifum frá landinu og næsta nágrenni og fært í aðskiljan- legasta búning, enda má segja að öll stílbrögð sem töfruð hafa verið fram frá upphafi vega megi finna í möttli landsins, beljandi vatnsföllum, ólg- andi orkunni, ásamt lygnum ósum, stillum í hafi og hauðri, og hinni djúpu kyrrð og þögn öræfanna. Engu máli skiptir þótt menn sjái áhrif frá fjölda útlenzkra málara í málverkum þeirra, svo fremi sem grunnurinn er réttlegur fundinn og tjáhátturinn framberi ríka kennd fyrir lífi og fyrir- bærum allt um kring, þótt þessi hrif þurfi engan veginn að vera í formi ná- kvæmrar kortlagningar. Veigurinn í listsköpun Þórarins B. Þorlákssonar er svo einmitt jarð- bundin hughrifin, enda er ósjaldan líkast sem hann máli meira með sál- inni en verkfærunum handa á milli, taki maður mið af ýmsum hinna stemmningaríkustu mynda. Hvort heldur Sólarlagi við Tjömina eða Stórisjór og Vatnajökull. Ólíkari geta myndir ekki verið hvað ytri byrði snertir en líkari hvað innri útgeislan áhrærir. Þetta var fyrir bílaöld, fyrir véla- öld, fyrir flugvélaöld, fyrir ál og há- tækni, náttúran hrein og óspjölluð og heimurinn stór. Eitthvað til umhugs- unar að það em tvær hliðar á tening- num og tvær hliðar á öllum framför- um og að ríkdómur er afstætt hugtak. Náttúran sér fyrir sínu og endumýjar sig hvort heldur það er með svartadauða, jarðhræringum, eldgosum eða annarri óáran, hana sigrar mannskepnan aldrei. Það er þetta sem menn hafa í vaxandi mæli gert sér grein fyrir á seinni ámm og átt hefur þátt í að umbylta fyrri gild- um og viðhorfum í málaralist. Málar- ar sem fyirum þóttu úreltir em í sviðsljósinu á ný, einkum þeir sem sóttu viðfangsefni sín til náttúmnnar og víðernanna. Hér stendur Þórarinn B. Þorláksson sterkt í íslenzkri list, sem einhver einlægasti málari sem á pentskúf hefur haldið. Hann þrengdi sér jafnan að kjarna hlutanna og not- aði aldrei ódýr áhrifameðul, náttúran eins og hann sá hana var honum allt. Þórarinn B. Þorláksson hefur ver- ið nefndur málari blámans, en litróf hans spannaði í raun afar vítt svið og honum var jafn lagið að taka fyrir nálgunina sem fjarlægðimar eins og kyrralífs- og innimyndir hans em til vitnis um. Púði á flauelssófa var hon- um jafnvel verðugt viðfangsefni. Og þegar Jón Stefánsson kemur heim með gáfur sínar og kenningar um byggingu landslags á myndfleti finn- ur hann list sinni nýjan farveg eins og sést ljóslega í Þingvallamyndinni frá 1924. Hann var þannig fram á dánar- ár opinn og næmur og þó alltaf sam- kvæmur sjálfum sér, gegnheill mál- ari. Mjög hefur verið vandað til upp- setningar sýningarinnar, sem er afar falleg. Þá hefur verið gefin út sýning- arskrá/bók með mörgum litmyndum, Ólafur Kvaran ritar aðfaraorð, en um listsöguleg skrif sér Júlíana Gott- skálksdóttir. Þá ber að geta aflangs pésa með upplýsingum og æviatrið- um, sem afar mikilvægt er að hafa í höndunum við skoðun sýningarinnar. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.