Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 21 Morgunblaðið/Svcrrir Vilhelmsson Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, nýskipaður prófessor í mannfræði við Háskóla Islands, situr þessa dagana á skrifstofu sinni í Háskóla íslands og ritar ævisögu Bjargar C. Þorláksson. Dr. Sigríður Dúna Kristraunds- dóttir var nýlega skipuð í starf prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Islands og er hún fyrsta konan seni gegnir því embætti. Sigríður Dúna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik 1972. B.Sc.-prófí í mannfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1975. Hún stundaði framhaldsnám í mann- fræði við Í.Université de Paris og University of Rochester, New York. Þaðan lauk hún M.A.-prófi 1980 og doktorsprófí 1990. Sigríður Dúna hófstörf sem stundakcnnari við HI 1980. Hún lensk- dönsku orðabókina sem jafn- an er kennd við Sigfús Blöndal. Margt bendir til að Björg hafi stungið upp á orðabókinni við Sig- fús svo að hann hefði eitthvað við að vera þegar hann kæmi heim af bókasafninu og hún þá meiri tíma fyrir eigin hugðarefni. Ekki fór það samt svo því af þeim gögnum sem ég hef undir höndum má ótvírætt ráða að Björg eigi stóran þátt í orðabókinni og hafi unnið ötullega að henni þau tuttugu ár sem hún var í smíðum. Einnig er ljóst að Björg tók frumkvæðið í því að fá bókina gefna út, og eftir margar ferðir á fundi stjórnvalda og bréfaskriftir kom orðabókin út í tveimur hlutum árið 1922 og 1924. Sama ár sæmdi Há- skóli Islands Sigfús Blöndal heið- ursdoktorsnafnbót fyrir þetta stór- virki. Orðabókin var mikill áhrifavaldur í lífi Bjargar. Ljóð sem hún orti og kallaði „Orðabókinni miklu lokið eftir 20 ára starf“ lýsir því hve orðabókargerðin tók á hana. Mér sýnist þó ýmislegt benda til þess að orðabókarkvæðið fjalli ekki síður um erfiðleikana í hjónabandi þeirra Sigfúsar, sem var um það bil að ljúka um þetta leyti. Hjálpaði mannl sínum að fínna nýtt konuefni Ættingjar Bjargar hafa sagt mér að þeim Sigfúsi hafi ekki gengið alls kostar vel að lynda saman. Hún var öll í fræðunum, en hann vildi hafa sína konu með hefðbundnu sniði, tilbúna með inniskóna þegar hann kom heim af bókasafninu. Það hent- aði henni ekki, og fræðastússið í henni hentaði honum ekki. Björg og Sigfús skildu skömmu eftir útkomu orðabókarinnar. Þau voru barnlaus. Björg lagði sig fram um að finna nýja konu handa Sigfúsi, þar sem hún taldi að hann gæti ekki spjarað sig einn. Þegar konan var ham- ingjusamlega fundin hjálpaði Björg Sigfúsi að velja sér brúðkaupsfötin. Skilnaður þeirra virðist því hafa verið í nokkru bróðerni, en ljóst er að Sigfús vildi skipta sér af Björgu eftir skilnaðinn án þess að hún kærði sig alltaf um. Jón Dúason, frændi hennar, stóð til dæmis í nokkru stappi við Sigfús að fá Blöndalsnafnið strikað út af dánar- vottorði hennar og öðrum pappírum er snertu dauða hennar. Var það var þingkona Kvennalistans í Reykjavík 1983 til 1987. Frá 1990 hefur hún verið lektor og síðan dósent í mannfræði við HI. Hún hefur verið forraaður stjórnar Mannfræðistofnunar HI frá 1997. Sigríður Dúna hefur stundað ýmsar rannsóknir, einkum á sviði mannfræði kynmenningar ogmannfræði stjórnmála. Viða- mest er rannsókn hennar á sögu og hugmyndum íslenskra kvennahreyfinga frá 1870 til dagsins í dag. Hún hefur einnig lagt áherslu á áhrif hnattvæðing- ar á menningu og samfélag og starfar meðal annars í norrænum ósk Bjargar sjálfrar að deyja „und- ir réttu nafni“. Vann á mörgum fræðasviðum Árið 1920 fékk Björg styrk til fjögurra ára til að stunda þau fræði sem hugur hennar stóð til, sálar- fræði, stærðfræði og lífeðlisfræði. Fjörutíu og sex ára gömul hóf hún háskólanám að nýju og innritaðist í Sorbonne-háskóla í París þar sem hún var við nám næstu árin. Hinn 17. júní 1926 varði hún doktorsrit- gerð sína við þann skóla, fyrst ís- lenskra kvenna til að ljúka doktor- sprófi og fyrst norrænna manna til að veija doktorsritgerð við Sorb- onne. Doktorsritgerð Bjargar heitir „Le Fondement Physiologique des Instincts des Systémes Nutritif, Neuromusculaire et Génital" eða Lífeðlisfræðilegur grundvöllur eðl- ishvatanna; kerfi næringarhvatar, hreyfihvatar og kynhvatar og fjall- ar eins og nafnið bendir til um líf- eðlisfræðilega undirstöðu þessara að hluta til sálrænu frumhvata. Vakti afrek Bjargar nokkra athygli á íslandi, um það var fjallað í blöð- um og um ritgerðina birtust lofsam- legir ritdómar. Eftir Björgu liggur mikið magn ritaðs máls af margvíslegu tagi. Má þar nefna fyrirlestra um efni dokt- orsritgerðar hennar, um næringar- fræði og manneldi, sálarfræði, heimspeki, kvennabaráttu og margs konar önnur þjóðfélagsmál. Hún fékkst töluvert við þýðingar bæði skáldverka og annars efnis, og eftir hana hefur komið út frumsam- ið ljóðasafn og eitt frumsamið leik- rit. Árið 1928 hafði hún forgöngu um stofnun Félags háskólamenn- taðra kvenna og var sama ár kjörin félagi í Vísindafélagi íslendinga. Björg bjó aldrei nema stuttan tíma í senn á Islandi eftir að hún fór til náms í Kaupmannahöfn árið 1897 og aldrei mun hún hafa talist efnuð. Síðustu ár ævinnar dvaldi hún mest í París og Kaupmanna- höfn og virðist ekki hafa viljað eða getað fest rætur á Islandi. Hún barðist við mikla vanheilsu síðustu æviárin og varð banamein hennar brjóstakrabbamein. Hún lést í Kaupmannahöfn 25. febrúar 1934, sextug að aldri, og var aska hennar jarðsett hjá systkinum hennar og móður í kirkjugarðinum á Lágafelli í Mosfellssveit." rannsóknarhópi sem vinnur að rannsóknum á áhrifum al- þjóðavæðingar á kvennahreyf- ingar. Hún hefur tekið að sér ým- is önnur verkefni fyrir utan störf sín við háskólann. Það stærsta er ráðstefnan Konur og lýðræði sem haldin var hér siðastliðið haust að frumkvæði ríkisstjórnar íslands og í samvinnu við ríkis- stjórn Bandaríkjanna og Nor- rænu ráðherrancfndina. Nú er hún að rita ævisögu Bjargar C. Þorláksson sem var fyrsti íslenski kvendoktorinn eins og kemur fram hér á síðun- Saga Bjargar er menningarsaga Það hefur þegar komið fram að Sigríður Dúna nýtir sér aðferðir mannfræðinnar við rannsókn og úr- vinnslu á ævisögu Bjargar. Eða eins og hún segir sjálf: „Fræðileg efnistök krefjast þess að hið ein- staka sé skoðað í samhengi við hið almenna, það er samhengi hlutanna sem gefúr þeim merkingu. Þannig skoða ég persónu og ævi Bjargar í samhengi við menningu og samfé- lag þess tíma sem hún lifði á. Menning og samfélag er auðvitað hefðbundið rannsóknarefni mann- fræðinnar og frá þessu sjónarhorni verður saga Bjargar hluti af menn- ingarsögu þeirra ára sem hún lifði.“ Sigríður Dúna er beðin að út- skýra nánar hvaða aðferðum hún beitir til að nálgast viðfangsefni sitt. „Þátttökuaðferðin, sem er megin- rannsóknaraðferð mannfræðinnar, felur í sér að rannsakandinn reynir eftir bestu getu að taka þátt í lífi þeirra sem hann rannsakar. Nú gefur augaleið að þátttökuaðferð- inni verður ekki beitt með beinum hætti við öflun heimilda um ævi lát- innar persónu. Henni má hins veg- ar beita með óbeinum hætti, því að til frásagnar um þessa ævi eru margar raddir, þar á meðal rödd Bjargar sjálfrar. Á allar þessar raddir hlusta ég gagnrýnið rétt eins og væri ég á vettvangi og vinn úr þeim með sama hætti. Þannig verð ég þátttakandi í lífi Bjargar, þótt mér dytti aldrei í hug að gera mig að persónu í því lífi eins og skáld- lega sinnaðir ævisöguritarar eiga til að gera.“ Ferðakoffort með lokkum dökkum „Öll úrvinnsla upplýsinga sem mannfræðingar afla með þátttöku- aðferð felur óhjákvæmilega í sér túlkun á efniviðnum og það á einnig við um ævisöguritun. Mínar helstu heimildir um ævi Bjargar eru viðtöl við þá sem þekktu hana eða til hennar, bréf til hennar, frá henni og um hana og svo vottorð og skjöl margs konar er varða ævi hennar. Eg var tvo mánuði í Kaupmanna- höfn á skjalasöfnum í leit að gögn- um og til að kynnast þessari borg sem var árum saman vettvangur þeirrar ævi sem ég var að rann- saka. Ég fór einnig stutta ferð til Parísar, safnaði upplýsingum þar og einnig fór ég norður í Húnaþing þar sem hún er fædd og uppalin, tók viðtöl og skoðaði skjöl. Ættingj- ar Bjargar 'hafa verið einstaklega hjálplegir, látið mér í té þau gögn sem hún skildi eftir sig og verið til- búnir að tala við mig um hana og svara spurningum mínum. Mér þætti vænt um ef fólk, sem les þetta viðtal, og hefur í sínum fórum eitthvað sem snertir Björgu, hefði samband við mig. Það er aldrei að vita hvað kemur ævisöguritaranum að ^gagni." I skrifstofu Sigríðar Dúnu stend- ur stórt ferðakoffort sem hún sýnir blaðamanni. Á hlið þess hafa upp- hafsstafir Bjargar verið málaðir. „Ættingjar Bjargar létu mig hafa þetta koffort," segir hún og lýkur því upp. í því eru bækur sem Björg átti, bréf, myndir og margt fleira, þar á meðal nokkrir dökkir hár- lokkar af höfði hennar. „Fyrst eftir að koffortið kom hingað fannst mér stundum að Björg væri farin að búa með mér hér á skrifstofunni. Ef svo er vona ég bara að hún sé ánægð með að vera komin hingað í Há- skóla Islands, hún leit einkum á sig sem fræðimann," segir Sigríður Dúna. Fékk nokkrar fræðikonur til að fjalla um verk Bjargar „Þegar ég hafði athugað helstu gögn um Björgu og var búin að fá nokkra mynd af henni sá ég að fræðum hennar yrði að gera sér- stök skil. Þau voru það sem hún lifði fyrir og um þau vita fáir, rétt eins og um hana sjálfa. Björg var að vissu leyti fjölfræðingur eins og þá tíðkaðist og hana bar niður á mörgum fræðasviðum. Ég ákvað því að fá til liðs við mig fræðimenn til að fjalla um verk hennar á skil- greindum og afmörkuðum fræða- sviðum. Greiningamar nota ég síð- an sem sýn á ævi hennar þannig að þær tvinnast inn í söguna sjálfa. En þær eru auðvitað einnig sjálfstæðar ritsmíðar og hugmyndin er að þær verði að finna í bókinni þar sem les- endur geta gengið að þeim. Þær sem ég fékk til liðs við mig eru Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, sem fjallar um vinnu Bjargar við íslensk- dönsku orðabókina, Annadís Gréta Runólfsdóttir, lektor við háskólann í Bristol, sem fjallar um sálarfræð- ina í verkum Bjargar, Sigríður Þor- geirsdóttir, dósent við HÍ, sem skrifar um heimspekirit Bjargar og Helga Kress, prófessor við HI, sem skrifar um bókmenntirnar en eftir Björgu liggja bæði ljóð og leikrit. Björg vai’ mikil kvenréttindakona og skrifaði fjöldann allan af grein- um um kvenréttindi og önnur þjóð- félagsmál, en sá þáttur er á mínu fræðasviði. Ýmsir fræðimenn aðrir hafa einnig verið mér til ráðgjafar á þeim fræðasviðum sem ekki er fjall- að sérstaklega um, og það er von mín að bókin ýti undir enn frekari rannsóknir á verkum Bjargar." Leit á móðurhlutverkið sem mikilvægasta hlutverk kvenna „í greiningu minni á ævi Bjargar nýti ég einnig sjónarhorn kynja- fræða, einkum kvennafræðilegrar ævisöguritunar. Slík ævisöguritun á sér ekki langa sögu og oft er miðað við bók Carolyn Heilbum, Writing a Woman’s Life eða Að skrifa ævi konu, sem út kom árið 1988. Þar kallar hún eftir nýrri tegund frá- sagnar og leggur þar til tvær meg- inforsendur. Annars vegar að þegar viðfangs- efnið er kona kallar það á nýja sýn á þann sögulega tíma sem ævisagan gerist á, sýn sem er ekki karllæg og sem tekur með í reikninginn að konan hafi ef til vill ekki haft neina fyrirmynd að lífsferli sínum í sam- tímanum. Þetta á við um Björgu þar sem fyrirmyndir að ævi hennar eins og hún varð eru engar í ís- lenskum samtíma hennar. Kvenfyr- irmyndin sem hún lagði upp með var mynd móður hennar, röggsamr- ar húsíreyju og elskandi móður. Björg skrifaði mikið um móðurhlut- verkið síðar á ævinni og taldi það mikilvægasta hlutverk kvenna, þótt hún hafi sjálf aldrei eignast barn. Þar kemur styrkur móðurfyrir- myndarinnar vel í ljós. Hins vegar er sú meginforsenda kvennafræðilegrar ævisöguritunar að kynferði er ákvarðandi breyta í greiningunni. Það byggist á þeirri gi-unnskoðun femínískra fræða að kynferði hafi ævinlega áhrif á ævi fólks, kvenna og karla. í kvennafræðilegri ævisöguritun er einnig lögð áhersla að skoða allt líf konunnar, en ekki einkanlega þau ár sem konan er sýnileg í sam- tíð sinni, til dæmis hjónabandsárin eða „afreksárin". Ævin er skoðuð sem ferli þar sem hver kafli mótar þann sem á eftir kemur og enginn er tekinn fram yfir annan. Öll ævin er athyglisverð." Kvenréttindakonan „Björg var mikil kvenréttinda- kona og sat fyrir hönd Islands fundi norrænna kvenréttindafélaga bæði í Danmörku og Svíþjóð, hélt erindi á Islandi og í Danmörku um málefni kvenna og barðist fyrir byggingu Hallveigarstaða svo eitt- hvað sé nefnt. Hún þýddi bókina Hjónaástir eftir Marie Carmichael Stopes sem fjallar meðal annars um takmarkanir barneigna og getnað- ai’varnir. Það var í fyrsta skipti sem það var gert opinberlega á íslandi og af varð mikið fjaðrafok. Hún skrifaði fjölda gi-eina og var ódeig að láta rödd sína hljóma." Telur þú það kost að þú sem ævi- söguritari Bjargar ert kona? „Já, við eigum að einhverju leyti sameiginlegan, kynjabundinn reynsluheim. Við erum uppi á mis- munandi tímum en samt erum við að fást við sömu kynlægu hug- myndirnar og sömu skilgreiningar samfélagsins á konum. Það er ekki slæmt veganesti." Eni einhver ákveðin atriði í sögu Bjargar sem þú hefur staðnæmst við? „Öll ævin er athyglisverð. Þessi kona fæðist í litlum torfbæ norður í Húnaþingi og endar með að taka doktorspróf við Sorbonne-háskóla. Á þeirri löngu leið sem þama er á milli er svo margt sem þarf að skýra. Hvernig fór hún að því að brjótast til mennta? Hver var þátt- ur hennar í orðabókinni? Hvað fékk hana til að halda áfram að læra? Hvers vegna lagði hún allt í sölurn- ar fyrir fræðin? Hvers vegna var líf hennar allt öðruvísi en líf annarra íslenskra kvenna á þessum tíma? Þetta eru spurningar sem ég er að kljást við, þótt þeim verði seint svarað til fulls.“ Bent hefur verið á að sérhver ævisaga sé einnig sjálfsævisaga og sú staðreynd breyti óhjákvæmilega þeim efniviði sem ævisöguritarinn vinnur úr. Er að finna einhverja samlíkingu með ævi þinni og Bjarg- ar? „Nei, lífsferill okkar er gjörólíkur og hér er engin sjálfsævisaga á ferðinni. Hins vegar eigum við það sameiginlegt að við erum báðar fræðikonur og ég hef upplifað hjónaskilnað eins og hún. Langt há- skólanám þótti heldur ekki sjálfsagt fyrir konur þegar ég varð stúdent, þótt ólíku sé til að jafna við hugar- farið á tímum Bjargar. Og svo er- um við báðar kvenréttindakonur, þótt með sínu hvoru sniðinu sé.“ Hver tími þarf sína sýn á persónuna Hvað finnst þér einkum nauðsyn- legt að hafa til hliðsjónar við ævi- söguritun sem þessa? „Að freistast ekki til að skálda í skörðin eða hrapa að niðurstöðum. Mér finnst ég þurfa að hafa það stöðugt í huga að það sem ég er að skrifa er mín sýn á á ævi Bjargar, og því óhjákvæmilega huglæg að hluta til. Éinnig að samtími minn mótar það sem ég skrifa. Carolyn Heilbum sagði eitt sinn að hvert tímabil þyrfti sína ævisögu. Ég er að skrifa ævisögu Bjargar eins og hún birtist mér á okkar tímum. Eft- ir til dæmis 25 ár þyrfti að skrifa þessa ævisögu aftur vegna þess að þá hefur samfélagið og menningin væntanlega breyst og menn spyrja annarra spurninga um Björgu. Hver tími þarf sína sýn á pers- ónuna.“ Er hægt að segja sannleikann um ævi einhverrar manneskju? „Nei, það er enginn einn sann- leikur til um ævi manna. Það sem ég er að skrifa er minn sannleikur um ævi Bjargar, betur get ég ekki gert.“ um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.