Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VEÐJAÐ ÁSTAFR PRENTV vmsnpn/AiviNNULíF Á SUIMIMUDEGI ► Kristján Ingi Einarsson er fæddur 15. október árið 1952 í Reykjavík. Kristján Ingi er gagnfræðingur frá Hagaskóla og prentari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1972. Eftir að hafa lokið prentnámi stundaði hann ljósmyndun í lausa- mennsku um 15 ára skeið. Hann tók við framkvæmdasljórn Leturprents af föður sínum Einari Inga Jónssyni árið 1985. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu Kristjáns Inga og eig- inkonu hans Ásdísar Lilju Emilsdóttur hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Þau eiga þrjár dætur, Rósu Hrund, 20 ára starfsmann fyrirtækisins, Hildi Helgu, 16 ára mennta- skólanema, og Lilju, 10 ára grunnskólanema. eftir Önnu G. Ólafsdóttur RÓUN prentsmiðjunnar Leturprents hefur verið undraverð frá því Einar Ingi Jónsson hófst handa við að raða saman lausaletri í bíl- skúr við heimili fjölskyldunnar á Víðimelnum árið 1954. Engar ýkur eru að segja að framfarir í prent- tækni fyrirtækisins endurspegli helstu breytingar á því sviði á heim- svísu fram til okkar daga. Fyrstu tækninýjungarinnar var heldur ekki langt að bíða því að fljótlega eftir að starfseminni var ýtt úr vör var farið að vélsetja letrið. Næsta skrefíð fólst í offset-prentun og enn var stigið stórt skref fram á við með kaupum á stafrænni prentvél árið 1999. Reksturinn upp í sveit Kristján Inga Einarsson, núver- andi framkvæmdastjóra, rekur tæp- ast minnið til upphafsdaga fyrir- tækisins enda aðeins tveggja ára gamall. A hinn bóginn leið ekki á löngu þar til hann fór að rétta föður sínum hjálparhönd við prentverkið. Fljótlega óx starfsemi fyrirtækisins uppúr bílskúrnum og fluttist í stærra húsnæði við Ægisgötu árið 1960. Ekki leið heldur á löngu þar til aftur var orðið tímabært að huga að stækkun húsnæðisins. „Pabbi var framsýnn og hófst handa við byggingu núverandi húsnæðis fyrir- tækisins í Síðumúla 22 árið 1970. Hann ákvað að byggja rúmgott hús á tveimur hæðum enda taldi hann að þægilegt gæti verið að búa með fjölskyldunni á efri hæðinni. Hins vegar varð ekkert úr því enda vildi mamma alls ekki'ala okkur upp hlið- ina á Síðumúlafangelsinu. Annars er hægt að segja að reksturinn hafi nánast verið fluttur upp í sveit.“ Ljósmyndun Iögð á hilluna Kristján hafði lært prentiðn og tók við rekstri fyrirtækisins árið 1985. „Að ég tæki við rekstrinum var ekki endilega sjálfgefíð,“ segir hann og vekur athygli á því að hann hafi verið búin að hasla sér völl í ljósmyndun. „Ég starfaði sjálfstætt og myndaði fyrir dagblöð, fyrirtæki og stofnanir. Fastir samningar voru við suma viðskiptavinana eins og Al- þingi. Sú staðreynd held ég að hafa haft mestu áhrifín á að Ljósmynd- arafélagið valdi mig úr hópi annarra ófaglærðra ljósmyndara til að kæra fyrir að vinna við ljósmyndun án til- skilinnar menntunar í faginu. Skemmst er frá því að segja að und- irréttur dæmdi mig til greiðslu 12.000 kr. sektar vegna brots á löngu úreltum lögum um iðnám frá árinu 1927. Hins vegar var deilan ekki að fullu til lykta leidd fyrr en Hæstiréttur dæmdi mig saklausan árið 1985 eða sama ár og ég þurfti að taka ákvörðun um hvort ég vildi taka við fyrirtækinu. Gaman er að segja frá því að fyrsti maðurinn til að biðja mig um að taka mynd af sér eftir að dómur Hæsaréttar féll var dómarinn í undirrétti. Skömmu síð- ar fékk ég það verkefni að taka mynd af iögreglustjóranum í Reykjavík." Bylting í prenttækni Kristján fór fljótlega að velta fyr- ir sér áframhaldandi þróun í rekstr- inum. „Minni prentsmiðjurnar hafa óneitanlega átt í vök að verjast fyrir hinum stærri. Þróunin hefur verið sú að minni prentsmiðjurnar hafa verið yfirteknar af stærri prentsm- iðjum, lagt upp laupana eða samein- ast til að standast samkeppnina. Hið sama hefði blasað við Letur- prenti ef ekki hefði tekist að efla reksturinn með nýrri fjárfestingu,“ segir hann og viðurkennir að hafa haldið að sér höndum um hríð, minnugur orða föður síns um að ný prentbylting væri á næsta leiti. „Ég áttaði mig á því að sú spá væri að rætast þegar ég sá fyrstu stafrænu prentvélina á Ipex-prentsýningunni í Birmingham árið 1993. Engu að síður ákvað ég að doka við til að sjá hverju fram yndi í stafrænni prent- un. Tæknin var ekki orðin nægilega fullkomin og enn bar talsvert á byrj unarerfiðleikum.“ Sumir hálfgáttaðir Kristján segist hafa gert sér grein fyrir því að stafræn prentun væri orðin raunæfur og hagkvæmur kostur á Ipex-sýningunni haustið 1998. „Eftir að hafa kynnt mér framvindu stafrænnar prentunar á meðal frumkvöðlanna á hinum Norðurlöndunum ákvað ég að lok- um að slá til og festa kaup á staf- rænni Indigo Turbo Stream-prent- vél frá ísrael síðla ársins 1998. Prentvélin kostaði um 30 milljónir króna og því var um talsverða fjár- festingu að ræða. Ekki er því nema von að sumir í faginu hafi verið hálf- gáttaðir og talið mig tefla djarft," segir Kristján og tekur fram að prentvélin hafi reynst mjög vel. Afgreiðsla samdægurs I ljós kemur að önnur stafræn prentvél sömu gerðar var keypt til fyrirtækisins i júlí í sumar. „Með því móti aukum við afköst, hraða og öryggi. Meginkostur stafrænnar prentunar er stuttur framleiðslu- tími því ekki fer tími í filmu- og/eða prentplötugerð eins og í hefðbund- inni ofsett-prentun. Ef prentgripur- inn er sendur hingað uppsettur fer hann beint í prentun og kemur þurr út skömmu síðar. Eftirvinnsla eins og felling, brot og skurður getur því hafist um leið og prentuninni lýkur. Oft er hægt að afgreiða pantanir samdægurs og veldur tölvutæknin Morgunblaðið/Golli Elsta dóttir Kristjáns, Rósa Hrund, vinnur tímabundið hjá fyrirtækinu. Rögnvaldur við aðra stafrænu prentvélina. Eins og sjá má er prentvélin afar nett og umhverfið snyrtilegt. því að ekki skiptir lengur máli hvað- an pöntunin kemur af landinu.Við höfum jafnvel hafist handa við að af- greiða pöntun frá auglýsingastofu vegna blaðamannafundar 30 mínút- um síðar. Með samstilltu átaki voru gögnin komin á fundinn i tæka tíð,“ segir Kristján. „Eins og allir vita er alls ekki einsdæmi að verið sé að vinna verkið á síðustu stundu á Is- landi. Slík vinnubrögð eru sem bet- ur fer ekki algeng enda dýrara þeg- ar brjóta þarf upp vinnuferlið sem fyrir er.“ Hentugt fyrir smærri upplög Einfalt vinnsluferli veldur því að stafræn prentun hentar ákaflega vel til prentunar smærri upplaga af hvers kyns prentverki. „Vegna und- irbúningsins hefur verið hlutfalls- lega dýrt að prenta smærri upplög með offset-prentun. Aðeins pruf- urnar til að stilla vélarnar geta skipt tugum. Hins vegar skiptir minna máli hvort að prentuð eru 500 eða 1.000 eintök af sama verk- inu. Stafræna prentunin veldur því að ekki er lengur prentað fyrir ruslaföturnar," sagði Kristján og lagði áherslu á að með stafrænni prentun væri hægt að prenta ná- kvæmlega það upplag sem þörf væri á hverju sinni. „Smám saman eru fyrirtæki að átta sig á því hversu hagkvæmt get- ur verið að koma til okkar með pantanir allt niður í örfá eintök. Með sama hætti getur hver sem er komið hingað og beðið okkur um að prenta nafnspjöld, boðskort, póst- kort, jólakort og áfram væri hægt að telja,“ heldur Kristján áfram og tekur fram að enn sem komið sé hafi aðeins verið nýttir hluti af þeim möguleikum sem stafræn prentun býður upp á. „Einn ónýttur mögu- leiki er að prenta stök persónuleg bréf. Víða erlendis gera fyrirtæki talsvert af því að senda svokölluð one to one bréf til viðskiptavina. Ég get nefnt dæmi um að maður komi á pitsustað og panti sér uppáhalds pitsuna sína. Á pitsustaðnum er nafn mannsins tekið niður og hvaða álegg hann hefur pantað sér. Ef hann hefur ekki komið aftur á pits- ustaðinn í ákveðinn tíma getur hann átt von á því að fá one to one skila- boð frá veitingahúsinu. í bréfinu er hann ávarpaður með nafni og hon- um boðinn afsláttur af uppáhald- spitsunni sinni með eftirfarandi áleggstegundum... Hver sem er get- ur sett sig í hans spor. Auðvitað fer hann og kaupir sér pitsu,“ segir Kristján. „Af öðrum möguleikum get ég nefnt að ótrúlega auðvelt er að prenta sama bæklinginn í litlu upplagi á mismunandi tungumálum eins og oft kemur sér vel í alþjóð- legu viðskiptaumhverfi fyrirtækja." Nánast ljósmyndagæði Kristján sýnir blaðamanni dæmi um stafræna litaprentun og ekki er um að villast að gæðin eru ótrúleg. „Tvær meginástæður eru fyrir því að Indigo stafræn prentun stendur ótrúlega nærri ljósmyndagæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.