Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ pVor0ivní4íttiií> STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGIR HAGSMUNIR IKILVÆGIR þjóðarhags- munir voru til umræðu á ráðstefnu, sem Hafréttar- stofnun, utanríkisráðuneytið og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið efndu til í gær og í fyrradag. Þar var um að ræða landgrunnið og auðlindir þess og afmörkun landgrunns íslands. I ræðu, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti við upphaf ráðstefnunnar, vék hann að þeim stofnunum, sem settar hafa verið upp á grundvelli hafréttarsamningsins en ein þeirra er svonefnd Landgrunns- nefnd. Á grundvelli hafréttarsamn- ingsins eiga strandríki að leggja fram upplýsingar um mörk landgrunns síns. Um þetta grundvallaratriði sagði utanríkisráðherra m.a.: „Frestur íslands til þess að leggja upplýsingar fyrir Landgrunnsnefnd- ina rennur út haustið 2004. Annars vegar er um að ræða landgrunnið til suðurs, þ.e. á Reykjaneshrygg og Hatton Rockall-svæðinu og hins veg- ar landgrunnið til austurs, þ.e. í Síldarsmugunni. Ljóst er að mikið starf er framundan vegna þessa en m.a. þarf að yfirfara fyrirliggjandi gögn um mörk íslenzka landgrun- nsins, afla nýrra gagna, þar sem þörf er á og ganga úr skugga um að gögnin séu í samræmi við hinar vísindalegu og tæknilegu viðmiðunarreglur Landgrunnsnefndarinnar. Starf þetta verður einkum í höndum utan- ríkisráðuneytisins og Orkustofnunar en aðrir aðilar munu einnig koma að því, m.a. Sjómælingar íslands. Tryggja verður að þessir aðilar hafi bolmagn til þess að takast á við þetta mikilvæga verkefni með fullnægjandi hætti.“ í erindum sérfræðinga, sem töluðu á ráðstefnunni, kom skýrt í ljós hve mikið starf hér er fyrir höndum. En jafnframt verður mikilvægi þess aldrei nægilega vel undirstrikað. Þess vegna er ástæða til að taka sérstak- lega undir þau orð utanríkisráðherra, að sjá verði til þess að þeir aðilar, sem hér koma við sögu, hafi bolmagn til þess að sinna því með þeim hætti að hagsmunir íslands verði tryggðir. KJARASAMNINGAR OG LAUNASKRIÐ IJTTEKT á kjaramálum aldr- aðra, sem birtist hér í blaðinu í gær, kemur fram, að stjórnvöld hafi hækkað tryggingabætur í takt við hækkanir, sem aðilar á vinnumark- aði hafi samið um í kjarasamning- um. Hins vegar hafi tryggingabæt- ur ekki hækkað í samræmi við launaskrið, sem hefur verið talsvert á undanförnum árum. Nú er ljóst, að launaskrið nær ekki til allra launþega. Launaskrið getur verið mikið í sumum greinum atvinnulífsins en ekkert í öðrum. Gera má ráð fyrir að launaskrið hafi verið mikið í hugbúnaðar- og tölvugeiranum og fjármálageiran- um, svo að dæmi séu nefnd, en ekk- ert í sumum öðrum atvinnugrein- um. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni, hvort réttmætt sé að gera kröfu til að launaskrið endurspegl- ist í bótum almannatrygginga. Geta þá þeir launþegar sem ekki njóta launaskriðs ekki með sama hætti gert kröfu til þess, að það komi í þeirra hlut? Forustugreinar Morgunblaðsins 15. okt 1950: „En einnig á öðru sviði er þverrandi fylgi kommúnismans á Islandi augljóst orðið. Að boði Kom- inform hóf fimmtaherdeildin hjer mikið heróp fyrir undir- skriftum undir svokallað Stokkhólmsávarp. Það hefur fengið fádæma ljelegar undir- tektir hjá íslenskum al- menningi. Undir það skrifa engir nema harðsoðnir fimmtuherdeildarmenn og nokkrir mannbjálfar, sem al- mennt er hlegið að fyrir trú- girni þeirra og einfeldni. Er nú svo komið að undirskrift undir þetta einstæða plagg jafngiidir yfirlýsingu um fá- gæta fíflsku og roluhátt. Er þegar tekið að bera á því að menn, sem unna æru sinni, láti strika nafn sitt af því. Þannig er ástatt fyrir kommúnistum á íslandi í dag. Þeir standa uppi sem ein- angruð klíka landráðamanna, fyrirlitnir og stimplaðir svik- arar við þjóð sína.“ 15. okt. 1960: „Fyrsta spurn- ingin sem vaknar, þegar flug- vallamál okkar eru reifuð, er þessi: Hafa íslendingar efni á að nota ekki Keflavíkur- flugvöll en byggja í þess stað nýjan flugvöll, sem líklega mundi kosta ekki minna en hálfar þjóðartekjur lands- manna? Á fundi í Flugmálafé- lagi Islands í marz 1958 komst flugmálastjóri m.a. svo að orði, að það væri álit verk- fræðinga, að flugvallargerð í líkingu við það sem Reykja- víkurflugvöllur er nú, myndi ekki kosta þjóðina minna en 800-900 millj. kr. Nýr flug- völlur yrði auðvitað að vera miklu fullkomnari en Reykja- víkurflugvöllur og sér því hver heilvita maður, að engin ástæða er til að fullnýta ekki þá 2000 millj. króna fjárfest- ingu, sem áætlað er að nú þegar sé komin í Keflavíkur- flugvöll einan.“ 15. okt. 1970: „Þessi mikla aukning á ráðstöfunarfé sjóðsins hefur það í för með sér, að unnt verður að stór- auka lánveitingar til íslenzkra námsmanna bæði heima og erlendis. Breytingin verður þannig í framkvæmd, að hlut- fallstala umframfjárþarfar hækkar til muna og þá sér- staklega á fyrstu námsárum. Þannig munu námsmenn, er stunda nám hér heima, eiga kost á láni, sem nemur 60 hundraðshlutum um- framfjárþarfar í stað 30 hundraðshluta áður og náms- menn erlendis hækka úr 40% í 60%. Þetta hlutfall fer síðan stighækkandi, eftir því sem nemendur eru komnir lengra í námi, en verður jafnhátt, hvort sem nemendur stunda nám heima eða erlendis." RÆÐA Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Islands, hinn 1. ágúst sl., þegar hann var settur í embætti á ný við upphaf annars kjörtímabils síns, hefur leitt til nokkurra umræðna. Raunar vakti ræðan mikla reiði margra þingmanna, þegar hún var flutt, þar sem þeim þótti forsetinn ekki sýna AJþingi viðeigandi virð- ingu með ummælum sínum. Þessi reiði endurspeglaðist m.a. í grein eftir Árna Johnsen alþingismann, sem birtist hér í Morgunblaðinu í lok september sl. Þegar Alþingi kom saman til fundar á ný hinn 2. október sl. flutti Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, ræðu er hann hafði verið endurkjörinn til forsetastarfa, þar sem hann vék augljóslega að innsetningarræðu forseta íslands og andmælti þeim sjónarmiðum um hlutverk Alþingis og stjómmálaflokka, sem fram komu í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þegar þessi skoðanaskipti em metin og þau sjónarmið, sem þar er tekizt á um, er nauðsynlegt að hafa tvennt í huga: Alþingi hefur á síðustu áratugum markvisst unnið að því að endurheimta fyrri stöðu sína gagnvart framkvæmdavaldinu og skapa meira jafnvægi í samskiptum þings og ríkisstjórna. Þetta hefur tekizt að töluverðu leyti, þótt enn sé nokkurt starf óunnið áður en eðlilegu jafnvægi hefur verið náð. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetaemb- ætti gert tilraun til að breyta því og gert tilkall til veigameira hlutverks í þjóðfélagsumræðum en talið hefur verið við hæfí undanfarna áratugi. Sá kafli í innsetningarræðu forseta íslands 1. ágúst sl., sem leiddi til vemlegrar gagnrýni í hans garð í röðum þingmanna, er svohljóðandi: „Tæknin hefur ekki aðeins veitt okkur tæki- færi til farsældar og framfara. Hún er líka að breyta eðli og inntaki lýðræðisins sjálfs. Nú getur hver einstaklingur veitt álit sitt og umsögn, hvar sem er og hvenær sem er, krafizt íhlutunar í krafti þekkingar og hæfni. Sú stjómskipan sem aðeins veitir almenningi aðgang að ákvörðunum með kosningum á nokkurra ára fresti og bindur formlega ráðgjöf við stofnanir flokka og faglegra samtaka er í reynd aðeins rammi frá liðinni tíð. Við eigum núna möguleika á endurreisn hins raunvirka lýðræðis, veraleika, þar sem fólkið sjálft fer með valdið. Hinn gamli rammi villir þó áfram mörgum sýn sem telja, að forystan hljóti jafnan að vera í fárra höndum. Vandi stjórnmálaflokkanna er einkum sá að þeir virðast í vaxandi mæli eiga erfitt með að ná hjartslætti tímans og takast á við þau nýju við- fangsefni, sem nú ber að höndum. Hin skapandi umræða er óðum að flytjast á annan völl og þingið sjálft er ekki sama spegilmynd og örlagavaldm- og áður var.“ Svar Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, við þessum ummælum forseta íslands var svohljóð- andi, þegar hann hafði verið endurkjörinn þing- forseti: „Síðasta áratuginn hefur Alþingi orðið sjálf- stæðara í störfum sínum en áður var. Ég álít að ekki sé fótur fyrir því, að það hafi fjarlægst þjóð- ina og sé ekki lengur spegilmynd hennar. Ef farið er yfir þingmálin og umræður sjáum við hið gagn- stæða. En hitt er rétt, að umræður um dýrtíðar- mál og brýnar efnahagsráðstafanir heyra sög- unni til og að þingið hefur í vissum greinum fært vald sitt út til þjóðarinnar og er það vel. Þau sjónarmið heyra fortíðinni til að ætla að hið skapandi afl í þjóðfélaginu eigi að eiga upptök sín í sölum Alþingis. Það getur aldrei orðið. Hið skapandi afl býr í hinu iðandi mannlífi, markaðs- torgi þess, þar sem einstaklingarnir hafa oln- bogarými til þess að njóta sín og koma hugmynd- um sínum fram. Alþingi setur leikreglui-nar og hefur eftirlit með að framkvæmdarvaldið sjái um að þær séu í heiðri hafðar ... Þingræðið er runnið íslendingum í merg og blóð. Lýðræði án þing- ræðis er hugmynd í lausu lofti á meðan lýðræði, sem byggist á þingræði er bezta þjóðfélagsform, sem við þekkjum. Það er ekki gamall rammi utan um dautt málverk heldur lifandi þáttur í þjóðfé- lagsmyndinni, sem endumýjar sig í sífellu. Þing- ræðið getur aldrei verið í fárra höndum af því, að þjóðin velur þá, sem með það fara og endurnýjar umboð sitt ef henni svo sýnist eða felur öðram að taka við ef hún kýs það heldur. Það er einmitt styrkur þingræðisins að stjórnmálamenn verða að leggja verk sín undir dóm kjósenda og þar með þjóðarinnar á fjögurra ára fresti og kynna stefn- umál sín næsta kjörtímabil. Þá reynir á trúverð- ugleika þeirra og manndóm. Enginn er sjálfkjör- inn. Þetta þekkjum við úr sögunni, sögu þingsins og sögu stjómmálaflokkanna. Ég hef orðið þess var, að sú hugsun hefur kom- ið fram, að Alþingi sé að verða úrelt þing af því að upplýsingatækninni hafi fleygt svo mjög fram og af því að auðvelt sé að koma skilaboðum frá ein- um stað til annars með því að ýta á takka. Hug- myndin virðist vera sú, að einstaklingamir hvar sem þeir era staddir, eigi að koma sínum skila- boðum á framfæri, við hvern er óljóst, nema tæknin eigi að vinna úr þeim. En tæknin hefur engan miðpunkt og enga framkvæmd af sjálfri sér. Það er þess vegna ekki hægt að reiða sig á hana. Maðurinn verður að koma til skjalanna og vinna úr upplýsingunum. Við stöndum þess vegna í sömu sporam og áður nema það hefur bæst við að of mikil tækni, of mik- ið upplýsingaflæði getur orðið manninum ofviða nema farið sé með gát.“ Viðbrögð Ólafs Ragnars Grímssonar við þess- um úmmælum Halldórs Blöndals, komu m.a. fram í viðtali við ríkissjónvarpið hinn 4. október sl. en þar sagði hann m.a.: „...ég fagna því, að forseti Alþingis taki þátt í þessari mikilvægu umræðu um gerjunina í ís- lenzku stjórnkerfi og þau gildi, sem hafa verið dýrmætust í íslenzkri stjórnskipan og íslenzku lýðræði. Sem betur fer er það nú þannig, að við Islendingar lifum í opnu og frjálsu þjóðfélagi, þar sem hver og einn hefur málfrelsi, bæði forseti lýð- veldisins, forseti Alþingis og aðrir. Mér fannst í raun og vera bara ánægjulegt að forseti þingsins skyldi koma inn í þessa urnræðu..." Eins og sjá má af þessum ummælum forsetans íjallar hann ekkert efnislega um orð forseta Al- þingis. Lýðræði 21. aldarinnar VORIÐ 1997 sá Morg- unblaðið ástæðu til að kaupa birtingarrétt á og birta í heild í sér- blaði úttekt og umfjöllun brezka vikuritsins The Economist um lýðræði 21. aldarinnar. í stórum dráttum var röksemdafærsla tímaritsins sú, að með aukinni menntun og bættu aðgengi að upp- lýsingum hefðu skapast forsendur íyrir því, að þróa lýðræðið áfram í framhaldi af því full- trúalýðræði, sem lýðræðisþjóðir hefðu lengi búið við. Það væri liðin tíð, að kjörnir fulltrúar fólksins, hvort sem væri á þingi eða í sveitarstjórnum eða öðram stofnunum, sem skipaðar væra kjömum fulltrúum, byggju yfir meiri vitneskju um þau málefni, sem til umræðu væra en hinn almenni borgari. Almenningur hefði nú nánast sama að- gang að upplýsingum og þeir, sem væra kjörnir til þess að taka ákvarðanir fyrir hans hönd. Þar á netvæðingin ekki sízt hlut að máli. I úttekt tímaritsins vora síðan færð rök að því að þessar breytingar ættu að leiða til þess, að hinn almenni borgari tæki í auknum mæli ákvarð- anir um meginmál í almennri atkvæðagreiðslu, hvort sem væri á vettvangi landsstjórnar eða í sveitarstjómum. Jafnframt var bent á, að þetta væri auðveldari aðferð til þess að taka ákvarðnir m.a. vegna þess, að margvíslegir sérhagsmuna- hópar hefðu ekld sömu aðstöðu til þess að hafa áhrif á hinn almenna borgara eins og þegar um væri að ræða kjörna fulltrúa á þjóðþingum eða í sveitarstjórnum. I framhaldi af birtingu þessarar úttektar hefur Morgunblaðið ítrekað fjallað um þau sjónarmið, sem þar komu fram, og hvatt til umræðna um þau hér á Islandi. Út frá þessu sjónarmiði eru því um- ræður forseta í slands og forseta Alþingis fagnað- arefni. Brezka tímaritið vitnaði mjög til Svisslendinga í úttekt sinni en þeir hafa þróað stjórnai'hætti, sem era töluvert ólíkir stjómskipulagi annama lýðræðisríkja í Evrópu. Svisslendingar taka ákvarðanir stórar og smáar í almennum atkvæða- greiðslum en það er athyglisvert í Ijósi þess, að æðstu menn þjóðarinnar eiga hlut að þessum um- ræðum hér, að Svisslendingar hafa ekki tekið upp embætti þjóðhöfðingja með sama hætti og við heldur era ákveðnir fulltrúar, sem gegna því hlut- verki með sérstökum hætti, hver um sig í eitt ár. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvers konar ákvarðanir yrðu teknar í almennum atkvæða- greiðslum hér á Islandi. Þar gæti verið um að ræða veigamikil mál á borð við fiskveiðistjórnar- kerfi eða afstöðu til stærri málefna á sviði um- hverfisverndar á borð við Fljótsdalsvirkjun. Á vettvangi sveitarstjórna má nefna deilur um skipulagsmál, vegastæði o.fl., sem lengi hafa þvælst fyrir sveitarstjórnum, en varða almenning miklu. Rökin fyrir því, að þróa lýðræðið á þennan veg era augljós þegar grannt er skoðað og þá ekki sízt vegna aðgengis almennings að upplýsingum. Hins vegar er ljóst, að í slíku kerfi væra ákveðnar hættur fólgnar. Ekki sízt þær, að ef of mörg mál yrðu lögð undir atkvæði hins almenna borgara mundi fólk verða leitt á þessum atkvæðagreiðsl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.