Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 35 FRÉTTIR Björgunarsveitin Garðar á Húsavík fékk heiðursskjöld Sjóvár-Almennra Þakkir fyr- ir björgun fólks úr rútu Húsavík. Morgunblaðið HEIÐURSSKJÖLDUR Sjóvár- Almennra hf., sem er æðsta viður- kenning félagsins, var veittur í ann- að sinn á föstudag. Það er fram- kvæmdastjórn félagsins sem velur aðila sem að hennar mati hefur komið í veg fyrir stórtjón. Að þessu sinni voru margir tilnefndir en Björgunarsveitin Garðar á Húsavík varð fyrir valinu fyrir björgun aust- urrísku ferðamaimana sem voru far- þegar í rútu frá Vestfjarðaleið sem lenti úti í Lindaá. Var farþegum bjargað af þaki hennar. Athöfnin fór fram á Hótel Húsa- vík þar sem boðið var upp á léttan málsverð, Einar Sveinsson, forstjóri tryggingafélagsins, flutti ávarp og afhenti síðan Jóni Friðriki Einars- syni, formanni björgunarsveitarinn- ar, skjöldinn. Si'ðan afhenti Jón H. Gestsson, umboðsmaður Sjóvár- Almennra hf. á Húsavík, öllum þeim einstaklingum, sem hlut áttu að máli, viðurkenningarskjal. Alls voru þetta um fimmtíu einstaklingar, m.a. þau Kári Kristjánsson og Elísa- bet Kristjánsdóttir, landverðir í Herðubreiðarlindum, aðilar frá björgunarsveitunum Garðari, Stef- áni í Mývatnssveit og björgunar- sveitunum í Aðaldal og Reykjadal, sjúkrabílstjórum, lögreglunni á ' Húsavík, staiísfólki Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga og Húsavík- urdeild Rauða krossins ásamt flug- mönnum á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá fengu viðurkenningarskjal sóknarprestarnir sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík og sr. Örnólfur Ólafsson í Mývatnssveit ásamt hjón- unum Matthíasi og Jane Annisius sem brugðust skjótt við og túlkuðu fyrir hópinn. Ennfremur Sigurður Friðriksson og Sólrún Hansdóttir I fyrir frábærar móttökur og aðbúnað á Hótel Húsavík þar sem ferðamenn- imir fengu gistingu. Jóhannes EH- ertsson frá Vestfjarðaleið þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í björgun fólksins. Hann sagði einnig að borist hefðu mörg þakkarbréf, m.a. frá austurrísku ferðainönnunum sjálf- um, ferðaskrifstofunni ytra og fleiri. Þeir sem hlutu viðurkenninguna ásamt starfsfólki Sjóvár-Almennra. Morgunblaðið/Hafþor Hreiðarsson Sameiginleg fræðslukvöld Hafnarfjarðarkirkju og kirkju kaþólskra í Hafnarfírði Mikils virði að trú- aðir menn gæti þess að ná samhljómi SAMKIRKJULEG fræðslukvöld þar sem fjallað verður um kristna bæna- og tilbeiðsluhætti verða haldin í Strandbergi, safnaðarheim- ili Hafnarfjarðarkirkju, mánaðar- lega fram að áramótum og verða sr. Gunnþór Ingason, prestur í Hafn- arfjarðarkirkju, og sr. Jakob Ro- land, prestur kaþólskra í Hafnar- fírði, í forsvari fyrir þessi fræðslu- kvöld, en það fyrsta verður haldið annað kvöld, á mánudagskvöld. Sr. Gunnþór og sr. Jakob segja að á fræðslukvöldum þessum verði leitast við að kynna tilbeiðsluhefð kirkjunnar og segja þeir að sam- starf sem þetta sýni að kirkjurnar starfi að sameiginlegum markmið- um. „Það sem við tökum fyrir á þess- um kvöldum er bænin, en tilbeiðsla sem slík er sameinandi þáttur ólíkra kirkjudeilda og þar geta menn sótt verðmæti hver til ann- ars,“ segir sr. Gunnþór. Sr. Jakob bendir á að tilbeiðslu- arfur beggja kirkjudeildanna sé af- ar ríkur og að á fræðslukvöldunum verði reynt að varpa ljósi á þróun trúar- og bænahefðar kirkjunnar. ,Á fyrstu öldum kirkjunnar byggðist tilbeiðsla á bænahefð post- ulanna og þar með líka Jesú Krists því postulamir sáu hvemig Jesús baðst fyrir. Því lengra sem maður fer aftur í tímann, því meira kemst maður í snertingu við fmmhefð kirkjunnar og út frá þessari til- beiðsluhefð er hægt að benda fólki á ýmsar leiðir til að vera virkara í trú sinni og í bæninni,“ segir sr. Jakob. Sr. Gunnþór segir að bænin geti verið öflugt sameinandi afl og á bak við ytri uppbyggingu kirkjudeild- anna tveggja sé sameiginlegur strengur sem tengist bænalífi, kristinni íhugun og tilbeiðslu. Hann segir að samskipti Hafnarfjarðar- kirkju og kaþólsku kirkjunnar í Hafnarfirði hafi alltaf verið náin og að traust vinátta hafi verið á milli Morgunblaðið/Jim Smart Sr. Gunnþór Ingason, prestur í IIafnarfjarðarkirkju, og sr. Jakob Roland, prestur kaþólskra í Hafnarfirði. þeirra sem þar hafi starfað í kirkjunum í gegnum tíðina. Boðskapur kristinnar trúar trúverðugri ef staðið er saman „Samskipti kirkna og kirkju- deilda era dýrmæt og þýðingar- mikil. Boðskapur kristinnar trúar verður að sjálfsögðu miklu trúverð- ugri ef menn geta tekið saman höndum um hann og staðið að vitn- isburðinum sameiginlega," segir sr. Gunnþór. „Ég held að við stöndum á ákveðnum tímamótum, ekki bara í kirkjulegu tilliti heldur í verald- arsögunni, þar sem leitað er að ein- ingu og meira umburðarlyndi og skilningi, þrátt fyrir átök í heimin- um. Þess vegna finnst mér mikils virði að kirkjan sem slík og trúaðir menn gæti þess að ná samhljómi,“ segir sr. Gunnþór. Rætt um framtiðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á kirkjuþingi KIRKJUÞING verður sett á mánudags- morgun en fyrir þinginu liggur þegar að fjalla um nokkuð á fjórða tug mála. Er þetta þriðja kirkjuþing eftir að ný lög um stjórn og starfshætti kirkjunnar tóku gildi í ársbyrjun 1998. Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra flytur ávarp við setn- ingu þingsins auk Karls Sigurbjörnssonar biskups og Jóns Helgasonar, forseta kirkju- þings. „Með nýju lögunum varð að miklu leyti aðskilnaður ríkis og kirkju bæði hvað varð- ar yfirstjórn og fjármál," segir Karl Sigur- björnsson biskup, „og á tveimur síðustu kirkjuþingum hafa verið settar ýmsar starfsreglur um hvaðeina er snertir starf kirkjunnar, svo sem um skipan sókna, val á prestum, um presta, prófasta og þar fram eftir götunum. Þetta eru mál sem voru áður á sviði Alþingis. Fyrir þessu þingi liggur að halda þessu verki áfram og aðlaga kirkjuna að þessu nýja fyrirkomulagi. Svo er Ijóst að þetta þarf stöðugrar endurskoðunar við.“ Meðal mála sem ræða á er tillaga bisk- upafundar um stefnumörkun varðandi framtíðarskipan sókna, prestakalla og pró- fastsdæma sem biskup segir að hafi verið lögð fram á síðasta kirkjuþingi sem drög. Þjónusta sókna skilgreind „Með þessu var gerð tilraun til að marka heildarstefnu til að skilgreina þjónustu kirkjunnar í sóknunum. Sóknin er stjórnun- arleg grunneining kirkjunnar og við viljum skilgreina hvaða þjónustu sóknum beri að veita. Við skiptum þjónustunni í þrjá meg- Nauðsynlegt að sóknarmörk séu sveigjanleg inþætti sem eru guðsþjónust- an, fræðsla og líknarstarf,“ segir biskup og bendir á að hver kirkjusókn sé landfræði- leg eining og vegna þjóðfé- lagsþróunar og þess hve byggðir eigi víða undir högg að sækja þurfi að skipa þess- um málum á annan veg sums staðar. „Þar sem fólki hefur fækkað er fámennum sóknum mjög erfitt að halda úti lágm- arksþjónustu og að reka sjálft kirkjuhúsið, hvað þá að halda uppi starfsemi.“ Eftir umræður á kirkjuþingi í fyrra var tillaga biskupa- fundar send prestum, sóknar- nefndum og héraðsfundum til Karl Sigurbjörnsson biskup umsagnar og segir biskup yfirleitt hafa komið jákvæðar umsagnir og verður farið yfir málið á ný á kirkjuþingi nú. Fram kem- ur í tillögum biskupafundar að heppilegasta tala sóknarbarna sé 150 til 1.500 í hverri sókn í dreifbýli en allt að 5.000 í þéttbýli. Talið er að sókn verði að hafa um 500 þúsund krónur í tekjur til að geta haldið uppi lágmarks- þjónustu sem þýðir að gjald- endur mega ekki vera undir 100. Biskup segir að þrátt fyrir að hugsanlega þurfi að breyta landfræðilegum sóknarmörk- um sé ekki hægt að einblína alls staðar á tölur um fjölda sóknarbarna eða hagkvæmni í rekstri, stundum þurfi að taka tillit til félagslegra atriða og sögulegra. „Við þurfum að reyna að haga skipan presta- kalla á þann veg að tekið sé mið af mögu- leikum þjónustunnar á hverju svæði og kirkjan þarf að vera sveigjanleg að þessu leyti. Nú liggur til dæmis fyrir að nauðsyn- legt er að stofna nýjar sóknir á höfuðborg- arsvæðinu, til dæmis í nýju byggðunum í Grafarholti, í suðurhluta Hafnarfjarðar og í Linda- og Salahverfinu í Kópavogi. Þarna er að verða gríðarleg fólksfjölgun og kirkj- an verður að fylgja fólkinu inn í nýju hverf- in. Það getum við best með því að stofna strax sóknir og hefja starf sem rekið yrði frá nágrannasókn og það kemur í ljós síðar hvort bæta þarf við nýju prestakalli á þess- um stöðum.“ Meðal annarra starfsreglna sem ræddar verða á kirkjuþingi eru reglur um vígslubiskupa, biskupskjör, um fræðslu fyr- ir leikmenn innan kirkjunnar, um söngmál og tónlistarfræðslu og fleira. Pílagrímaprestur Ein tillaga til þingsályktunar snýst um að kirkjan leitist við að ráða svonefndan pfia- grímaprest í 30% starf. Séra Sigurður Sig- urðarson, vígslubiskup í Skálholti, leggur fram tillöguna og segir hann þetta eftir er- lendri fyrirmynd. Víða sé kirkjan farin að skipuleggja gönguferðir milli helgra staða og í Noregi hafi kirkjan til dæmis tvo presta í slíkum störfum og Svíar og Finnar einn. Segir sr. Sigurður að hér mætti hugsa sér að prestur í þannig hlutastarfi skipu- Iegði slíkar gönguferðir, t.d. milli Skálholts og Þingvalla og fleiri staða. Kirkjuþing verður sem fyrr segir sett á mánudagsmorgun kl. 10 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni fyrir kirkjuþingsfulltrúa en hún er þó öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.