Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ HUGVEKJA 3 Kirkjugarður við Aðalstræti í átta aldir vóru Reykvikingar lagðir til hinztu hvílu þar nærri sem nú eru gatna- mót Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Stefán Friðbjarnarson staldrar við þann þjónustuþátt kirkjunnar þegar fólk er kvatt hinzta sinni. ÞEGAR kristni var lögtekin á Al- þingi árið 1000 bjó Þormóður allsherjargoði, sonur Þorkels mána, á ættaróðali sínu, Reykja- vík. Ætla verður að þessi æðsti „embættismaður" þjóðarinnar, sem sá um helgun Alþingis, hafi fylgt þjóðarsátt kristnitökunnar eftir með því að reisa kirkju á bæ sínum. Árni Óla gerir því skóna í bók sinni, Reykjavík fyrri tíma (3. bindi, 1986), að kirkja hafi verið reist i Reykjavík „sama sumarið og kristni var lögtekin". Hann segir ennfremur: „Það var ófrávíkjanlegur siður frá upphafi að hafa grafreit um- hverfis kirkju. En hvergi í landi Reykjavíkur vottar fyrir fornum grafreit, nema syðst í Aðalstræti, og það er sönnun þess, að þar hafi kirkjan staðið frá öndverðu. Hún hefur verið reist gegnt bæjarhús- unum og hlað verið haft á milli bæjarins og grafreitsins.“ Síðan fjallar þessi kunni fræða- þulur, Árni Óla, um stærð graf- reitsins og líklegar stækkanir hans í tímans rás, en á þessum stað vóru Reykvíkingar lagðir til hinztu hvílu allar götur til ársins 1838. Þá var fyrst greftrað í grafreit „suður á Melum“, þ.e. grafreitnum við Suðurgötu. Árni Óla staldrar við heimildir, þessefnis, að hinir fyrstu kirkju- eigendur hér á landi hafi, sumir hverjir a.m.k., látið rjúfa kuml forfeðra sinna og fært bein þeirra til krirkju. „Svo segir umEgil Skallagrímsson,“ segir Árni, „að hann var fyrst heygður í Tjalda- nesi neðst í Mosfellsdal. En er Grímur Svertingsson reisti kirkju á Hrísbrú lét hann taka upp bein Egils og flytja í kirkjugarðinn. Og seinna, er kirkjan var flutt frá Hrísbrú að Mosfelli, þá voru bein þeirra, er grafin höfðu verið í kirkjugarðinum að Hrísbrú, graf- in upp og flutt í kirkjugarðinn nýja að Mosfelli." Enn segir Árni Óla: „En hitt þykir mér líklegt, að bein Hallveigar Fróðadóttur, Þorsteins Ingólfssonar og Þor- kels mána og kvenna þeirra, hafi verið flutt í kirkjugarðinn í Aðal- stræti í upphafi, og síðan voru all- ir Reykvíkingar jarðsettir þar um rúmlega 800 ára skeið.“ Samfélag fólks á því svæði þar sem nú stendur Reykjavík var fá- mennt á fyrstu öldum íslands byggðar, miðað við það sem nú er, og reyndar allar götur fram á 19. öldina, er byggð þar fór að þéttast. Það er engu að síður ljóst að fjöldi fólks hvílir í kirkjugarð- inum við Aðalstræti, sem var grafreitur Reykvíkinga í 8 af 11 öldum byggðar í landinu. Þar kann að hvíla landnámskonan Hallveig Fróðadóttir - og með nokkurri vissu kynslóðir niðja hennar. Þessa mættum við öll minnast, ung sem aldin, er við leggjum leið okkar um þennan skika höfuðborgarinnar, þar sem Aðalstræti og Kirkjustræti mæt- ast. Slíkum stöðum ber að sýna umhyggju og virðingu. Samkvæmt stjórnarskrá lýð- veldisins íslands og landslögum er lúthersk kirkja í landi okkar ekki ríkiskirkja, eins og stundum er haldið fram, heldur þjóðkirkja, sem axlar víðfeðma þjónustu- skyldu við alla landsmenn, hvar sem þeir búa á landinu. Þessi Áskirkja í Reykjavík. þjónusta er okkur öllum mikils virði. Við eigum flest samleið með kirkjunni frá vöggu til grafar (skírn, ferming, gifting, safnaðar- þjónusta, útför). Þjóðkirkjan lýt- ur ekki ríkisforsjár, í þröngri merkingu þess orðs, heldur nýtur víðtæks sjálfstæðis í eigin málum. Sérhver einstaklingur getur og tekið þátt í ákvöðunum hennar og starfi innan sinnar sóknar, ef hann svo kýs, eða valið fríkirkjur eða aðrar trúarleiðir, standi hug- ur til þess. En skrifandi um elzta kirkjugarð Reykvíkinga, kirkju- garð átta alda, er við hæfi að minna á þjónustuþætti kirkjunn- ar, ekki sízt þann, er tengizt hinztu kveðju við ástvini okkar og samferðafólk. Sá háttur sem hefð er fyrir þegar við kveðjum ástvini okkar og annað samferðafólk er hluti af menningar- og trúararfleifð okk- ar. Þessi þjónustuþáttur er okkur mikils virði, huggandi og styrkj- andi. Það gildir raunar einnig um aðrar skyldur og þjónustuþætti kirkjunnar. Þeirra vegna þarf hún að starfrækja „þéttriðið net sókna og prestakalla sem nær til landsins alls,“ svo notuð séu orð Hjalta Hugasonar, prófessors í kirkjusögu. Kirkjan á að vera all- staðar nálæg í gleði, sorgum og önnum hins daglega lífs. Henni er jafnframt ætlað að standa vörð um ýmis grundvallaratriði þjóð- félagsins. Það er okkar allra að gera henni þetta kleift. Kirkjugarðurinn við Aðalstræti er merkur kapítuli í sögu Reykja- víkur - í sögu þjóðarinnar. Hon- um var ekki alltaf sýnd sú rækt- arsemi sem vera bar. Sem betur fer er viðhorf fólks til kirkju- garða, víðs vegar um landið, breytt til hins betra. Þeir njóta nær hvarvetna góðrar umhirðu. Til þess liggja sögu- og trúarleg- ar ástæður. Þannig viljum við og heiðra minningu þeirra sem farn- ir eru á undan okkur yfir móðuna miklu. Glæsilegir stálbakkar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau.frákl. 11-14 _______________SUNNUDÁGUR15. OKTÓBER 2000 37 Fyrirtæki til sölu Einstakt tækifæri Til sölu er innflutningsfyrirtæki með mjög sérhæfða vöru og þjónustu henni tengdri, með mikla markaðshlutdeild á sínu sviði. Góð velta. Hagnaður síðasta árs eftir skatta ca 12 millj. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Upplýsingar eru einungis veittar á skrifstofu Til leigu - Síðurnúli 24-2Ó Nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði, alls 2.100 fm. Til afhendingar strax tilbúið til innréttinga. Jarðhæð þegar leigð. Allar nánari upplýsingar veitir: ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN s. 533 4200 Opið í dag sunnudag frá kl. 13-17 TIL SÖLU 1 HÚSEIGNIR JAPIS EHF. VIÐ BRAUTARHOLT 2 ( REYKJAVÍK OG AUÐBREKKU 1 í KÓPAVOGI. Brautarholt 2, Reykjavík. Um er að ræða verslunar-, skrifstofu- og lagerhús- næði samtals að gólffleti 1.367 fm. Húsnæðið, sem er á þremur hæðum, skiptist þannig: Verslunarhús- næði á jarðhæð að gólffleti 417 fm, skrifstofuhús- næði á 2. hæð að gólffleti 475 fm og skrifstofuhús- næði á 3. hæð að gólffleti 475 fm. Hlaupaköttur er á milli jarðhæðar og 2. hæðar og getur því 2. hæðin nýst auðveldlega sem lager. Mögulegur byggingar- réttur á allt að 474 fm (4. hæð). Gert ráð fyrir lyftu. Húseignin, sem er byggð árið 1958, er í góðu ásigkomulagi. Góð staðsetning á horni Brautarholts og Stórholts. Tilvalið að breyta í íbúðir eða íbúðarhótel. Laust til afhendingar fljótlega. Auðbrekka 1, Kópavogi. Um er að ræða atvinnuhúsnæði, lager- og geymslu- rými, samtals að gólffleti 713 fm. Húsnæðið er á jarðhæð með góðum innkeyrsludyrum og skiptist í anddyri, afgreiðslu, eitt stórt skrifstofuherbergi og stóran lager. Aðkoma að húsnæðinu er í vesturenda hússins. Húseignin er byggð árið 1970 og er í góðu ásig- komulagi. Malbikuð lóð og gott athafnarými. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.