Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR15. OKTÓBER 2000 39 Ósló, Reykjavík og á Akureyri, þótt eftirminnilegust sé doktorsvöm Bjama og doktorsveisla í Ósló árið 1971 þegar hann varði ritgerð sína um Egils sögu, „Litterære fomdsetninger for Egils saga“. Þar var glatt á hjalla og gott að vera og fyrir þennan fund og marga aðra gleðifundi sendum við Gréta Sigrúnu og bömum hennar þakkir og samúðarkveðjur við dauða góðs drengs. Tryggvi Gíslason. Nú við andlát mágs okkar, Bjama Einarssonar, minnumst við hans með einiægu þakklæti fyrir langa og um- fram alls góða samfylgd. Bjami var mjög traustur maður og hreinskiptinn. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og heims- málum yfirleitt, var mikúl náttúm- unnandi og einkum bar hann mjög fyr- ir bijósti öll mannréttindi, enda starfaði hann nokkuð með Amnesty Intemational. Hann var á vissan hátt hlédrægur, þótt hann hins vegar gæti átt til að vera hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Störf hans öll - og þau vom mikil - í þágu vísindalegra rannsókna í íslensk- um fræðum vann hann af stakri vand- virkni og nákvæmni svo að vart verður betur gert. Bjami hafði mikla þekk- ingu á fjölmörgum sviðum og var gott að leita til hans um ýmsan fróðleik. Nú þegar hann er allur er okkur of- arlega í huga hve heimili þeirra Sigrún- ar systur okkar stóð okkur jafnan opið, bæði hérlendis og erlendis, þegar við knúðum dyra hjá þeim bæði til stuttrar gistingar eða þá lengri dvalar, auk sí- fellds ráps á seinni ámm. Var eins og ekkert væri sjálfsagðara og höfðings- skapurinn eftir því. Þá var gjaman skrafað og skeggrætt um landsins gagn og nauðsynjar og mikið var oft gaman. Við þökkum innilega fyrir það allt. Fram á síðustu stundu fylgdist Bjami með því sem var að gerast í heiminum og viku fyrir andlát sitt gekk hann niður í bókabúð Máls og menn- ingar og keypti bókina „Hálendið í náttúm íslands", sem hann hafði áhuga á að lesa og skoða, og bar þessa þungu bók heim þótt þrekið væri á þrotum. Við söknum góðs vinar en vitum að hvfldin er þeim góð sem lúnir em og Iengi hafa starfað og skilað dagsverk- inu með sæmd. Astvinum Bjama vottum við dýpstu samúð. Björg, Ek'sabet og Ema. Við andlát Bjama Einarssonar handritafræðings og rithöfundar hverfur merkur maður úr þjóðfélagi okkar. Hann var einn af okkar fremstu handritafræðingum og lærður vfða, var m.a. doktor frá Oslóarháskóla og sennilega töluvert á undan samtíðar- mönnum í fræðunum. Um þau verður ekki rætt hér en mannsins minnst fá- um orðum enda kynnin gömul og góð. Það er mjög bjart yiir minningunni frá fyrstu fundum okkar og Bjama ásamt Sigrúnu Hermannsdóttur konu hans, en Birgir og hún em bræðra- böm. Þetta var á Seyðisíirði sumarið 1948, en þá höfðu ungu hjónin þegar búið hálft annað ár í Kaupmannahöfn og vom í heimsókn hjá ættingjum. Það geislaði af þeim enda bæði glæsileg. Hann hár og spengilegur, skarpeygður og dökkur á brún og brá en hún ljós yf- irlitum, fríðleiks kona með mikið bjart hár. Þau skám sig úr hópnum sökum glæsileiks. Þá var sól hátt á himni og framtíðin brosti við ungu fólki. En rösku ári síðar breyttust hagir okkar vegna veikinda sem leiddi til dvalar í Kaupmannahöfn. Þá tíðkaðist ekki að- stoð við fólk sem leitar lækninga út fyr- ir landsteinana en lánið var ekld langt undan. Er tveggja mánaða sjúkrahús- legu lauk og við tók erfitt skeið í endur- hæfingu komu þessi góðu hjón til sög- unnar og tóku okkur að sér eins og foreldrar taka við bágstöddum bömum sínum. Bjami hafði tekið á leigu stóra íbúð í Colbjömsens Gade á Vesturbrú og gat leigt herbergi fáeinum löndum við nám. Þangað fórum við og þaðan gengum við upp í Ráðhúsið mánuði síð- ar og vorum gefin saman, en Sigrún og Bjami útbjuggu hádegisverð fyrir nokkra vini. í minningu minni er mikill Ijómi yfir vordögunum okkar þetta ár og er það ekki síst að þakka þessum ör- látu og góðu hjónum, sem urðu vinir okkar ævina á enda. Mestan hluta sjötta áratugarins bjuggum við aftur öll í Höfn og hittumst oft og síðar í Alf- heimum í Reykjavík um skeið er heim kom. Við komum til þeirra í Osló þegar yngsta bamið, Guðríður, var h'til telpa og eitthvert fallegasta bam sem ég hefi séð. Fáum hefi ég kynnst, ef nokkrum, jafn raungóðum og Bjama og Sigrúnu og er ljúft að minnast þess þegar hann er farinn í ferðina sem við að lokum for- umöll. Bjarni var ekki margra orða við fyrstu kynni. Sumum fannst hann fá- skiptinn og þurr á manninn en hið rétta tel ég vera, að það gat tekið nokkum tíma að kynnast honum og firrna hve fjölgáfaður hann var, heilsteyptur, hjálpsamur, drengur góður og lfldega listamaður að eðlisfari, enda listamenn í móðurætt, þótt fræðistörf yrðu hans ævistarf. Hann var ákaflega orðvar og tók Htið undir oft og tíðum þegar ein- hveiju var hallmælt, prúðmennska var honum í blóð borin en einn var sá þátt- ur í fari Bjama, sem ýmsir tóku ekki eftir en það var glettnin og gamansem- in. Ég sagði eitt sinn við hann að það væri ekki að undra þótt hann kynni vel við sig í Kaupmannahöfh því að hann hefði danskan húmor. Hann kímdi en tók ekkert undir það. Það var gaman að borða góðan mat með Bjama, hann var slíkur fagurkeri að eðlisfari að það smitaði frá sér. Illvígur sjúkdómur sótti að Bjama fyrir mörgum árum en hann hélt áfram vinnu við Eglu handrit og samanburð á þeim og hélt sínu striki, stundum hér, stundum í borginni við Sundið. Það virtist ekkert geta stöðvað hann en er sjúkdómurinn ágerðist sýndi hann mikla karlmennsku og andlegan þrótt, fór út að ganga meðan stætt var og í samtölum sem ég átti oft við hann í síma var engan bilbug á honum að finna. Hann vildi helst skreppa til út- landa núna, sagði hann þegar ég kvaddi hann síðast og sagði frá fyrir- huguðu flakki okkar. En Bjami stóð ekki einn. Sigrún kona hans, hjúkrun- arfræðingur með mikla reynslu bæði á sjúkrahúsum hér og í Kaupmanna- höfn, annaðist hann af kærleik og kunnáttu. Elsta dóttir Bjama er Guð- ný læknir, sérfræðingur í öldrunar- sjúkdómum, og rnikil stoð í veildndum foður síns. Það var ekki fyrr en þrem dögum áður en hann kvaddi, að hann var fluttur af heimili sínu og á líknar- deild Landspítalans þar sem fjölskyld- an gat verið hjá honum. Sigrún hafði orð á því hve frábærilega vel væri stað- ið að þessari aðhlynningu og sagðist stolt af því sem hjúkrunarkona hve all- ur aðbúnaður og tæki væm til mikillar fyrirmyndar á þessari deild. „Hann dó inní sólarlagið," sagði hún þegar hún tilkynnti okkur lát bónda síns, en það var síðdegis einn af fallegustu dögum haustsins. Við Birgir kveðjum hann með virð- ingu og þökk og sendum ástvinum ein- læga samúðarkveðju. Anna Snorradóttir. Mínirvinirfara5öld, feigðin þessa heimtar köld... Vorið 1943 luku þrír ungir menn kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands. Allir urðu þeir síðar merkir Hðsmenn í íslensku menningar- Hfi: Andrés Bjömsson, Ami Kristjáns- son og Bjami Einarsson. Og nú er Bjami fallinn frá, síðastur þeirra þre- menninga. Ami var frændi minn og sveitungi norðan úr Köldukinn, og svo háttaði til að við deildum saman herbergi í Reykjavík tvo síðustu vetur hans við Háskólann, sem jafnframt voru síðustu vetur mínir við stúdentsnám í Mennta- skólanum. Þeir Ami og Bjami lásu oft saman undir háskólaprófið f herbergi okkar. Ámi var frábær upplesari, og fór námið vergulega frarn með þeim hætti að hann las hátt og skörulega fræðirit eða bókmenntaverk, en Bjami fylgdist með lestrinum. Sjálfur var ég oft einnig viðstaddur og hlustaði mér til fróðleiks og skemmtunar. Bjami sat í hægindastóli, hallaðist værðarlega aftur á bak og lygndi augunum. Eg hugsaði stundum með mér að varla mundi hann hafa mikið gagn af þessum lærdómi. En á prófinu kom í Ijós að hann hafði ekki sofið undir lestrinum: Hann varð efstur þeirra þremenninga, en allir stóðu sig með prýði sem vænta mátti. Næstu árin eftir prófið var hann um skeið blaðamaður við Þjóðviljann og fréttamaður hjá Rfldsútvarpinu. Hann festi ráð sitt og gekk að eiga unga hjúkrunarkonu, Sigrúnu Hermanns- dóttur, sem var Seyðfirðingur eins og hann sjálfur. Frá tflhugalífi þeirra kann ég Htla gamansögu sem bregður léttum glampa á Bjama. Hann var um sumartíma í heimsókn hjá Ama skóla- bróður sínum á Finnsstöðum. Haldin var samkoma í Vaglaskógi, og mun Bjami hafa vænst þess að þar kynni að verða góðra vina fundur við hjúkrunar- konu sem þá mun hafa starfað á Akur- eyri. En veður var úrsvalt og heldur ógimilegt, og var Ami daufur til ferð- ar. „Það er sólskin ofan við skýin,“ mælti Bjami - söðlaði hest og reið til skógarfundarins svo sem ætlað var. Arið 1946 héldu þau Bjami og Sig- rún til Kaupmannahafhar og dvöldust þar síðan næstu tólf árin. I fyrstu fékkst Bjami við frjáls störf og fræða- iðkanir, en upp úr miðri öldinni urðu breytingar á högum hans. Þá var stofn- uð lektorsstaða í íslensku nútíðarmáU við Hafnarháskóla, og var Bjami ráð- inn til þeirrar stöðu fyrstur manna. Og um sömu mundir hóf hann útgáfustörf í Amasafni undir handleiðslu Jóns Helgasonar. Rannsóknir íslenskra handrita og fomra bókmennta urðu síðan aðal viðfangsefni hans, og þegar hann féll í valinn var hann einmitt að lesa síðustu prófarkablöðin að sínu mesta útgáfuverki sem brátt mun korna út á prent. í Kaupmannahöfn tók Bjami fyrst til við útgáfu HalHreðarsögu, en hún er varðveitt í fjölmörgum handritum og varðveisla hennar ákaflega flókin. Vita þeir sem til þekkja best hvflík óhemju vinna Hggur að baki sHkrar útgáfu. Textar sögunnar, sem em fjórir þegar best lætur og mjög mismunandi, komu út í Kaupmannahöfn árið 1953 - á veg- um „Magra félagsins" sem svo var stundum nefnt á íslensku sakir fátækt- ar sinnar, en á dönsku neftidist það lengra nafhi og virðulegra: „Samfund til udgivelse af gammel nordisk Httera- tur“. Þegar kom að því að prenta inng- ang útgáfunnar vora peningar félags- ins þrotnir, og lá verkið í salti um margra ára skeið. Þetta var áður en „blessað handritamálið" komst í al- gleyming og færði okkur tvær öflugar útgáfustofhanir á íslandi og í Kaup- mannahöfn. En eftir að Bjami var orð- inn starfsmaður við Amastofmm á Is- landi, samdist svo um að hann skyldi ljúka verkinu á vegum þeirrar stofnun- ar, og kom Hallfreðarsaga út í Reykja- vík 1977 - langur inngangur Bjama og textamir endurprentaðir. Þegar afturkippur kom í útgáfu Hallfreðarsögu í Kaupmannahöfn tók Bjami að starfa fyrir annað félag sem heldur hafði einhver auraráð, en það var Hið íslenzka fræðafélag sem Bogi Melsteð stofuaði á sinni tíð. Á vegum Fræðafélagsins bjó Bjami til prentun- ar rit sem nefnist Munnmælasögur 17. aldar (1955), en þar er saman safnað elstu íslenskum þjóðsögum sem færð- ar vora í letur. Inngangur er langur og ítarlegur, og sést oft til hans vitnað í yngri fræðiritum. Eftir sjö ára lektorsstarf í Kaup- mannahöfti fluttust Bjami og Sigrún heim til íslands, og næstu sjö árin var Bjami kennari við Vélskólann í Reykjavík. Þá fluttust hjónin aftur úr landi, í þetta sinn til Óslóar, og þar var Bjami lektor við háskólann enn um sjö ára skeið, 1965-72. Þá fluttist fjölskyld- an alkomin heim til lieykjavíkur, og Bjami gerðist sérfræðingur við Stofn- un Áma Magnússonar á íslandL Og þótt hann léti þar af fostu starfi þegar aldur mælti fyrir, þá hafði hann sitt af- drep í Ámagarði og hélt áfram að leggja þangað leið sína flesta daga, eins og við fáum að gera hinir gömlu hand- ritamenn meðan okkur endist Hf og heilsa. Á vettvangi handritafræða vann Bjami nú fyrst við útgáfii Hallfreðar- sögu sem fyrr er getið. Egilssaga hafði einnig lengi verið honum hugstætt við- fangsefni, og um hana hafði hann sam- ið doktorsritgerð sína sem brátt verður getið. Jón Helgason hafði hug á að láta Amastofhun í Kaupmannahöfn gera úr garði textaútgáfu allra gerða Egils- sögu, en þær era þijár, kenndar við að- al-handritin sem nefnd era Möðra- vallabók, Wolfenbuttelbók og Ketilsbók. Möðravallabók þykir geyma besta textann; en í þeirri fomu skinnbók era eyður sem í útgáfum hafa verið fylltar eftír Wolfenbuttelbók. Jón Helgason benti á það í ritgerð sem birt- ist í Nordælu 1956, að MöðruvaUabók hefði verið skrifuð upp á pappír meðan hún var heil, og væra sumar þær upp- skriftír enn varðveittar. Bjami hélt áfram verki Jóns og fann enn fleiri pappírshandrit með sama texta; og nú tókst hann á hendur að gefa út Egils- sögu eftír Möðruvallabók með eyðu- fyflingum úr uppskriftunum. Þetta var meginviðfangsefni Bjama á síðari ár- um ævinnar; geysimikið verk, enda til mildls að vinna að lagfæra texta hins foma snilldarverks. Eins og fyrr segir hafði hann næstum lokið útgáfunni þegar hann féll frá, og mun hún birtast á næsta ári. Auk hinna beinu útgáfustarfa og í tengslum við þau ritaði Bjami margt um íslenskar bókmenntir, einkum hin- ar fomu sögur. Ýmsum minni ritgerð- um var safnað í bók sem Ámastofnun á íslandi gaf út honum til heiðurs á sjö- tugsafmæH hans (Mælt mál og fom fræði, 1987). En áður hafði hann birt tvö sjálfstæð ritverk um fomsögumar: Skáldasögur - um upprana og eðH ástaskáldsagnanna fomu (1961) og Litterære foradsætninger for Egils saga (1975). Síðara verkið var doktors- ritgerð sem hann varði við Óslóarhá- skóla 1971. í ritum þessum treður Bjami nýjar brautir og setur fram óvæntar kenningar, einmitt um „eðH og uppruna" fomsagnanna sem hann rekur einkum til franskra riddara- kvæða. í leiðinni fjallar hann jafhframt um kveðskap þann sem í sögunum er varðveittur og eignaður fomum skáld- um, en skáldskapinn metur Bjami og skýrir í órofa tengslum við lausamál sagnanna. Sumir hinir eldri fræðimenn vora tregir til að fallast á kenningar Bjama. En þá mátti það vera honum uppreisn og styrkur að ýmsir yngri menn hafa fylgt honum að málum, rit- að ný verk í sama anda og aukið ýmsu við rannsóknir hans. Bjami Einarsson var að jafhaði fá- látur maður og hægur í fasi. Hann breiddi sína „blæju af kulda um hjart- ans glóð.“ En þegar minnst varði kom fram að hann var bæði gamansamur og orðheppinn, enda fjöUróður um sögu og menningu margra þjóða. Hann gat verið dáh'tíð hryssingslegur í svörum og athugasemdum, ekki síst ef honum þótti rangt farið með íslenskt mál. I því efni var hann skilgetinn arftaki Bessa- staðamanna og annarra málhreinsun- armanna 19. aldar. Hann flutti fyrstur manna, að ég held, þættí í Ríkisútvarp- ið sem nefndir vora Daglegt mál þar sem hann greip á ýmsum málvillum og spjöllum. Síðan tóku aðrir við, og þætt- ir þessir hafa verið bæði þarflegir og vinsæHr og mættu ekki niður falla. Bjami þroskaðist á tímum heims- kreppunnar miklu, föðurlaus drengur sem kynntíst þeirri sára örbirgð sem þá hrjáði heimfli almúgans. I samræmi við umhverfi sitt og eðHsfar fylltí hann ungur flokk sósíaíista og fór ekki dult með skoðanir sínar. Hann hefði getað haft um sósíalismann þau orð sem skáldið foma hafði um annan guð: „gerðumk tryggur að trúa honum.“ Og það hafa áreiðanlega orðið honum sár vonbrigði eins og fleiram þegar guðinn brást, þegar sósíaHsminn hrundi í aust- urvegL En þó hygg ég að hann hafi fundið miður til þess en ella vegna þess að hann var ávaflt trúr sínum æsku- hugsjónum. Hann var aldrei í fremstu víglínu stjómmálanna, en hann var dyggur Hðsmaður í baráttunni fyrir frelsi, jafnréttí og bræðralagi mann- ‘ anna. Á síðustu ævidögum sínum fékkst hann við það fársjúkur að rita bréf í ýmsar áttir á vegum Amnesfy Intemational til að leggja þeim Hð sem era fangelsaðir og kvaldir vegna bar- áttu sinnar í þágu mannúðarinnar. Þegar íslenskar fjölskyldur dveljast áram saman í erlendum borgum þar sem nokkuð er um unga Islendinga, verður heimfli þeirra gjama samastað- ur fyrir landana sem yftrleitt þjappa sér saman og halda fast við uppruna sinn. Ég dvaldist um árabil í Kaup- mannahöfn á ungum aldri, og þá varð heimfli þeirra Bjarna og Sigrúnar mér þesskonar athvarf. Hvenær sem var áttí ég til að knýja þar dyra, setjast að matborði og blanda geði við heimafólk > eða aðra gesti. Mér þótti stundum sem ég mundi hafa ærst af heimþrá og ein- manaleik ef ég hefði ekki jafhan átt ör- uggt hæli hjá þessum ágætu hjónum. Og aldrei varð ég annars var en að ég væri þangað guðvelkominn, þótt ég hafi í rauninni hlotíð að vera hálfgerð heimilisplága. - Síðar skildi leiðir okk- ar um skeið, en aldrei til langframa. Gestrisni þeirra naut ég með fjölskyldu minni enn sem fyrr í Ósló sumarið 1966. Og að lokum áttí það fyrir okkur Bjama að ligga að vera samstarfs- menn í Amastofnun í nær þrjá áratugL ‘ Þar fannst mér Bjami vera kominn á réttan stað, og þar undi hann hag sín- um vel - og við báðir tvéir. Fyrir það gjöfula fóstur sem þau Bjami og Sigrún veittu mér ungum á Hafnaráram mínum, og fyrir órofa vin- áttu á langri ævi þakka ég nú að leiðar- lokum Bjama. Sigrúnu og öUum stóra bamahópnum hennar færum við Sig- ríður innilegar samúðarkveðjur. Jónas Kristjánsson. • Fleirí minmngar/rreinar um Bjama Einarsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst aila þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við utfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan V sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ / UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. p Sverrir : Einarsson útfararstjóri, wk M sími 896 8242 Sverrir Olscn liútfararstjóri. Baldur fFrederiksett útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.