Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 43
MORUUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUI)AGlf!R 15. QKTQfiER 2000 43 í hesthúsunum. Þetta var því í raun- inni heimili númer eitt á sumrin. Þar sem fáir voru jafn flinkir í höndunum og amma, þá urðu til ófá listaverkin. Sú list sein þarna varð til var að okkar dómi ekki síðri en verk snillinga á borð við Kjarval. Eitt er víst, að innblásturinn og inn- lifunin var ekki síðri, og allt var þetta gert undir styrkri handleiðslu meistara ömmu. A þessum tíma ferðuðumst við á flest þau hestamót sem við fundum í nágrenninu. Þess á milli var verið að vinna í garðinum. Oft á tíðum vildi maður nú frekar vera uppi í hesthúsi að bralla eitthvað heldur en reyta arfann. En þegar blómahafið var búið að ná fullum skrúða, þá sá mað- ur enn og aftur hvers virði þetta var allt saman. Þessum hlutum var amma algjör snillingur í og vöktu garðarnir hennar mikla athygli veg- farenda sem leið áttu hjá. Á þessum tíma var ég viss um að amma og afi myndu aldrei deyja, það einfaldlega gekk ekki upp. Hvert átti ég þá að fara á sumrin og hvað átti ég að gera? Þó svo að ég hafi verið orðinn aðeins eldri og búinn að taka út örlítið meiri þroska, þá var það mikið áfall þegar afi dó. Núna er hún amma farin líka, og það sem virtist vera óhugsandi fyrir tæpum 20 árum síðan er núna orðið raunveruleikinn. Eftir standa þó minningar sem fylla myndu heila bók og gott betur. Sá tími sem ég hef fengið að vera með ömmu er ógleymanlegur, og þau sumur sem ég dvaldi í Hveragerði eru líklega bestu stundir sem ég hef átt. Við vit- um að það verður tekið vel á móti þér á þeim stað sem þú ferð á núna, minningamar munu lifa með okkur alla tíð og við þökkum fyrir allar yndislegu stundimar sem við höfum átt saman. Sigursteinn, Sóley og Ingibjörg Lilja. Lífsbókinni hennar ömmu á Eyró hefur nú verið lokað. Það mun vera margt og mikið í henni en misjafnt hvemig allt er skrifað. Okkar uppá- haldskafli spannaði bernsku okkar og uppvaxtarár svona þegar heims- mynd barna var næstum raunveru- leikinn sjálfur. Vatnagarður var þá oftar en ekki miðdepill alheimsins. Við áttum ömmu - ævintýraömmu sem allir vegir voru færir, sérstak- lega þar sem hún hafði alltaf svo góðan mann við stýrið. Það var auð- vitað afi með sína þolinmæði og þrautsegju. Margar ferðir vora farnar á „moskanum" með ömmu og afa en í „pontiacnum“ náðu bara tvö okkar að keyra í. Við hin létum duga að sitja fomgripinn sem hreyfðist ekki úr stað en stóð eins og listaverk út í mýri. Barnahópurinn í Vatnagarði var skrautlega samansettur og gildir einu hvaða ættliður er talinn eða hvemig, það var ekki málið, allt til- heyrði þetta fólk hvert öðru en aðal- lega þó ömmu og afa. Afi átti engan sinn líka, góðmennskan skein úr augunum á honum, stutt í glettni og enginn í veröldinni blótaði eins fal- lega og afi - það var rétt eins og hann færi með bænir. Enginn sagði sögur eins og amma sem þuldi ein- björn-tvíbjöm upp í tólf án þess að „anda“, auk þess streymdu frá henni ýmsar sögur eins og tröllasögur og sagan af Trítli, sem gengur enn. Þvílíkur hallargarður í Vatna- garði með lítilli laug, lautum, krók- um og kimum fyrir endalausa ævin- týraleiki. Eitt sinn var laugin fyllt sérstaklega fyrir lítinn selskóp sem fannst í fjörunni. Flest það sem rak á fjörar ömmu varð einhvernveginn að stóram verkum í höndum hennar. Gildir þá einu hvort um var að ræða menn eða málefni. Blómarækt og -skreytingar, leirvinnsla og öll hugs- anleg handavinna í hverskyns efni- við og prjónaði hún þá saman mann- rækt og listsköpun t.d. með föngunum. Afraksturinn var enda- laus og sumt varð okkar sem við eig- um enn, t.d. náttfatapoka og jóla- sokka við arininn, auk þess gerði hún fyrir hvert okkar systkinanna einstaka hluti. Allt var einhvernveginn svo sjálf- sagt, nei, hún þurfti enga fræðinga til að segja hvernig hlutirnir áttu að vera. Þetta tímabil þegar menntunin var bókfærð mættust tveir heimar og amma gaf oft lítið fyrir vinnu- brögð bóklærðra enda fékkst hún við flestar starfsgreinar sem snertu líf hennar og samferðafólks hennar. Starfsheitin hefðu orðið ótalmörg ef upp ætti að telja. Við fylgdumst með ömmu sjá um sjómannadaginn með hátíðarhöld- um, merkjasölu, dansleikjum fyrir slysavarnafélagið og fengum að taka þátt í herlegheitunum af fullri al- vöra. Amma hafði trú á að hennar meðfæddu leikhæfileikar gengju áfram í beinan kvenlegg og sendi og setti okkur eldri systumar á svið við slík tækifæri oftar en einu sinni. Þannig var það oft að hún var stór- huga og virkjaði þá sem í kringum hana voru. Amma var engin Gróa á Leiti heldur tengdist nafnið hennar gróanda og grósku. Hún græddi sár margra, líka okkar sem brenndumst einu sinni og fannst henni þá við bet- ur komin hjá sér þar sem hún hafði kunnáttu og tröllatrú á grasas- myrslum og - plástrum. Við eldhúsborðið í Vatnagarði sló hjarta hússins, þar var gerður greinarmunur á gæðum manna en stétt og staða skiptu ekki máli. Þessi veröld var engu lík en við systkinin eigum ekki öll sömu minningamar enda fædd á fimmtán áram en árin hafa hvorki hingað til né hér eftir staðið í stað. Lokakaflinn í lífsbók ömmu var heldur grár eins og lokakaflar vilja verða í samanburði við litríka aðal- kafla. Við komum þar lítið við sögu en geymum gersemarnar og minn- ingamar hvert fyrir sig eða saman. Systkinin í Hlaðbæ. Með Gróu er genginn einn skör- ungur íslenskra slysavarnamála en þau mál lét hún mjög til sín taka um 3ja áratuga skeið meðan hún bjó á Vatnagarði á Eyrarbakka með manni sínum, Steini Einarssyni, sem er látinn. Gróu kynnist ég sem barn í næsta nágrenni þar sem hún bjó á rausnar- heimili. Þar var alltaf mannmargt og ætíð mikið um að vera. Hún mátti naumast aumt sjá nema að hlúa að því með eigin hendi. Hún tók að sér fjóra einstaklinga inn á heimili sitt og ól önn fyrir þeim ásamt bömum sínum fjórum sem hún átti af fyrra hjónabandi. Þau Steinn eignuðust þrjú böm, Gróa var mjög laghent og listræn kona og kom það oft í góðar þarfir meðan lík vora látin standa uppi í heimahúsum og kistur vora skreyttar með blómum fyrir hinstu för þrátt fyrir þröngan kost í þeim efnum. Gróa var mikið náttúrubarn og naut sín vel á björtum sumar- morgnum við að hlúa að garði sínum sem var einstaklega fallegur. Fugla- söngurinn, sjávamiðurinn og dagur að rísa, það var tími Gróu. Þau hjón- in stunduðu búskap og höfðu kýr, kindur, hænsni og hesta, meðan hann var enn þarfasti þjónninn, og reiðhesta í þeirri mynd sem nú þekkist. Okkar kynni urðu meiri og nánari þegar hún varð formaður slysavarnadeildarinnar á Eyi-ar- bakka og ekki vantaði stórhuginn þar frekar en annars staðar. Þar ætla ég að staldra við en læt öðrum annað eftir. Með hennar fyrstu mál- um var að stofna björgunarsveit. Leitaði hún til ungra manna annarra en sjómanna sem störfuðu í þorpinu og ekki þótti verra ef þeir áttu jeppa. Slysavarnafélagið hafði átt árabát sem geymdur var í bátaskýli í byrgjunum sem kallað var og línu- byssu ásamt fluglínutækjum með hamptógi sem geymt var í miklum og þungum trékössum. Þegar ég kem að málinu er slysavarnafélagið undir stjóm Gróu búið að reisa myndarlegt hús fyrir sveitina og búnað hennar við vesturbryggjuna sem enn er í notkun (stækkað). Slysavarnir og búnaður þeirra var á þessum áram, 1965-70, i mótun. Gróa tekur við formannsstöðu slysa- vamafélagsins af Guðlaugi Eggerts- syni sem þá var orðinn mjög fullorð- inn maður og í hans tíð þekktust engar sérstakar björgunarsveitir heldur hafði búnaðar verið aflað og allir verkfærir menn fylgdust með sjó og hyggjuvitið eitt átti svo að nægja til að takast á við þann vanda sem að höndum bar undirbúnings- laust, en þetta var fyrir tíma vélbáta ogþess tíma kröfur ekki meiri. I augum okkar bæði ungu og eldri manna sem áttum að skipa þessa sveit var auðséð að þessi búnaður var ekki einu sinni barn síns tíma heldur öldungur síns tíma. í fáum orðum var Gróu sagt að allt þyrfti að endurnýjast og hamhleypan var far- in af stað. Dansleikir, grímuböll þar sem hún og aðrar slysavamakonur saumuðu og útbjuggu grímubúninga sem þær ýmist seldu eða leigðu út, kaffisala, og lýsing á jólaljósum í kirkjugarðinn sem hún átti síðar meir eftir að flóðlýsa. Allt var gert til að afla peninga til tækjakaupa fyrir sveitina. Sjálfboðavinna sem þau hjónin Gróa og Steinn lögðu á sig með mikilli ósérhlífni. Tækin komu svo eitt af öðra og einkennisfatnaður slysavarnafé- lagsins. Sem bæði var regn- og göngufatnaður ásam ullarnærfötum og peysu fyrir um 20 manns. Upp- blásinn gúmmíbátur, svokallaður slöngubátur, sem fjórir menn geta tekið á milli sín og sjósett og síðan utanborðsmótor á hann og ný flug- línutæki. Einn sjómannadag átti svo að sýna herlegheitin og sviðsetja björgun. Nýr skotlínurifill með rag- ettu þeytti skotlínunni lengra en nokkurn tíma hafði sést, en þegar nýi kaðallinn kom í sjó með blökk- inni á endanum, sem draga átti sjálf- an björgunarstólinn, varð hann svo snar að hann hringsneri blökkinni líkt og vindur rellu þannig að ekki varð við neitt ráðið. Þann dag lærð- um við að það er eitt að eiga góðan búnað og annað að kunna að nota hann. Sigurður Guðjónsson, sá kunni togaraskipstjóri, var þá for- maður sveitarinnar, hér þarf að koma til vinstri- og hægrisnúið tóg, sagði Sigurður, Ekki stóð á Gróu að útvega það. Hannes Hafstein var þá erindreki Slysavarnafélags íslands og átti þann draum að gera sveitirnar út um land það öflugar að hver og ein gæti stjórnað björgun á sínu svæði og geta þegið og tekið við aðstoð annarra ef á þyrfti að halda. Því kom hann á fót árlegum mótum sem haldin vora víðsvegar um landið með miklu fræðslu- og kynningar- efni um læknisfræðileg efni, kennslu á áttavita og kortalestur, meðferð búnaðar og fjarskiptamál og lagði áherslu á að sveitarmenn sæktu og kynntust hverjir öðram eins og verða mátti. Minnisstætt er mér fyrsta mótið sem við sóttum en þá hafði verið skipulagt og sviðsett flugslys þar sem flugvél átti að hafa farist í hlíð- um Valafells. Við voram ræstir út kl. 4 á sunnudagsmorgni og gengum eftir áttavita frá tjaldbúðunum á Fjallabaksleið og komum til baka síðdegis, þetta var erfið ganga yfir hrjóstragt landslag og við óvanir svona mikilli göngu og ekki bætti einkennisfatnaðurinn, ullarföt innst og regnfatnaður sem ekkert andaði í gegnum, því búist hafði verið við rigningu. Þegar farið var að nálgast tjaldbúðirnar í bakaleiðinni mætti okkur sterkur hangikjötsilmur, ég gaf þessu lítinn gaum og hélt að nú væra einhverjar stóru sveitirnar farnar að elda fyrir sína menn og dreif mig beint inn í tjald þótt ekki væri nema til að komast úr skrúðan- um sem hafði þjakað mig í meira lagi allan daginn. Ekki hafði ég lengi verið þar þegar Steinn kom í gætt- ina, var mikið niðri fyrir og spurði; „Ætlið þið ekki að koma og fá ykkur bita, Óli?“ Bita hafði ég étið eftir og fór með honum út. Við blasti hlað- borð með stórum potti á prímus og bak við hann stóð Gróa og brosti sínu blíðasta. Heldurðu að ég hafi aldrei tekið á móti mönnum úr göng- um? Sagði hún. Þið erað nú einu sinni strákarnir mínir. Aldrei hefur hangikjöt og uppsúf bragast eins vel, allt var heitt, sósan og kartöfl- urnar, og borið fram á glerdiskum og hnífapör með. Það var þá sem við heyrðum fyrst aðra sveitarmenn spyrja. Hvaða sveit er þetta? Á fundi sem haldinn var svo um kvöldið og farið yfir gang mála og stöðu sveita kom mér mjög á óvart hve margir töluðu um bágan tækja- kost og veika fjárhagsstöðu sinna sveita og ósjálfrátt fóram við að bera saman stöðu okkar í huganum. Af þessum fundi gekk ég með þá hugsun að þetta væri ekki okkar vandamál. Síðar hef ég oft hugsað til þess hve margir björgunarsveitar- menn skyldu hafa getað gengið af fundi með þá hugsun að peninga- leysi væri ekki vandamálið. Svari hver fyrir sig en við áttum okkar Gróu. Hannes átti sér draum, að sam- eina Hjálparsveit skáta, Flugbjörg- unarsveitina og Slysavarnafélagið og virkja þær meira með Landhelg- isgæslunni en hann var óþreytandi að gera veg hennar sem mestan í sjóbjörgunarmálum og koma á fót björgunarskóla fyrir sjómenn. Gróa studdi hann heilshugar í öll- um hans áformum í orði og verki. Eitt tók hún strax upp á sína arma, fjarskiptin. Þá var neyðarbylgja á tíðninni 2182 í öllum skipum sem út- varpstæki náðu ekki, og skipin sjálf vora ekki með mikið stillt á, því nota þurfti tækin til samtala sín á milli, þótt móttaka væri á Garðskagavita, sem Reykjavíkurradíó var beint- engt við, og önnur stöð í Vestmanna- eyjum, var það hvergi nærri nóg. Á þessum árum var mikil fastheldni á Pósti og síma á fjarskiptabylgjur og að ætla sér að hrófla við sjálfri neyð- arbylgju skipa var ekki heiglum hent. Þótt talstöðvar væra að kom- ast í bíla og Gufunesradíó væri starfandi fyrir bílaþjónustu var úti- lokað að ná sambandi við skip úr bíl. Gróa hafði kynnt sér málið og kom- ist að því að það eina sem þyrfti væri kristall 2182 sem kallaður var og og mátti setja í hvaða talstöð sem var, þar með væru komin bein samskipti. Gróa gerði sér ferð til æðsta manns Pósts og síma, Gunnlaugs Briem, póst- og símamálastjóra, og talaði máli félagsins. Þegar hún hafði undirbúið sitt mál og vandað sína framsetningu í málfari og fasi var erfitt að standa á móti rökfestu hennar og svo fór að kristalinn kom hún með og var hann settur í talstöð sveitarinnar, í jeppa eins sveitar- manns okkar. Ekki leið á löngu uns hún bætti um betur og fékk leyfi for- stjóra fangelsisins á Litla-Hrauni, Markúsar Einarssonar, til þess að fá að setja upp talstöð í vaktherbergi fangavarða sem var með sólarhrings vakt með neyðarbylgjunni. Maður hennar, Steinn, var þá vaktstjóri þar og naut hún liðstyrks hans í þessu máli sem endranær. Þar með var suðvesturströndin orðin vel vöktuð. Seint verður sagt að allt hafi gengið á ljúfum nótum hjá Gróu því hún var skapkona og gat svarað hátt fyrir sig og fór á stundum offari í þeim efnum og gerði miklar kröfur þá til annarra og einkum sinna nán- ustu en mestar gerði hún kröfur til sjálfrar sín. Fyrir þetta þurfti hún oft að líða og hitta fyrir nöfnu sína, Gróu á leiti, persónu sem hún hataði allra mest. En þegar hún hafði klætt sig upp á og mætti prúðbúin með sjal yfir herðunum sem tekið var eft- ir og hafði heklað sjálf, undirbúið sitt mál og mætt á Slysavarnaþingi Islands sem formaður síns félags og talað máli eiginkonu og móður sjó- manna var hlustað á mál hennar með athygli: Hún var eitt sinn kosin í varastjórn félagsins og aðeins byggðamál réðu því að hún var ekki kjörin í aðalstjóm. Sveitin dafnaði og vakti athygli og oft kom Hannes Hafstein með inn- lenda sem erlenda gesti til að sýna þeim hvernig búið var að slysavarnamálum úti á landsbyggð- inni og varð þá skýlið okkar oft fyrir valinu. Við sýndum skýlið með stolti og var óspart óskað til hamingju með það og oft var bætt við annarri ósk sem mér þótti alltaf vænst um. En ég vona að þið þurfið aldrei að nota þetta við alvöru aðstæður. Þegar til baka er litið varð það raunin. Aidrei varð um neina stór- sjóskaða eða svaðilfarir að ræða og útköll fá en hvert einstakt tekur mikið á. I einu slíkra tilfella báðum við um hjálp frá almenningi, bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri, og feng- um slík viðbrögð að mér er nær að halda að hver verkfær maður og kona hafi komið úr báðum þorpun- um. Þá fóru að berast góðar gjafir, bæði peningar og tæki, til minning- ar um látna. Ein er sú björgun sem mér er ljúft að nefna. Kall barst, báturinn Bjarmi frá Dalvík hafði orðið vélar- vana fyrir austan Stokkseyri seinni- hluta nætur. Við mættum flestir^ vestur í skýli, tókum björgunarbát- inn og settum á vörabíl og ókum á slysstað. Þegar þangað var komið voru aðrar sveitir fyrir sem við að- stoðuðum, við ókum niður í fjöra og opnum talstöðina með neyðarbylgj- unni og kölluðum skipið upp. Það var svarað og bein samskipti vora komin á, ekkert var að hjá áhöfn- inni, skipið var vélarvana og var að reka upp í sendna fjöru, veður var ágætt en nokkurt brim. Þegar bát- inn tók niðri valt hann óhugnanlega mikið, borð yfir borð og skall niður, því var ákveðið í samráði við skip- ' stjórann að skjóta í hann línu til að geta dregið menn í land. Látið þið mig um að skjóta línunni, sagði skip- stjórinn og hafið ykkar búnað, þar að auki er miklu betra fyrir okkur að hitta í land en ykkur að hitta bátinn. Þar sem við vorum í beinu talsa- mbandi var ákveðið að hugsa ekki um að strengja höfuðlínu milli lands og skips heldur draga blökkina eina með dráttarlínunni. Nú fór blökkin í sjóinn og lá hún grafkyrr og flöt í sjó hægri og vinstri, snúinn kaðall var til staðar, æfingin forðum átti rétt á sér. Þegar búið var að festa blökkina í skipið var ákveðið að binda gúmmí- bátinn í dráttartaugina og senda þeim hann. í tveimur ferðum höfð- um við dregið skipshöfnina þurra á land án þess að hún svo mikið sem blotnaði í fæturna. Báturinn náðist síðan út á næsta flóði. I útvarps- fréttum var svo nefnt að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem gúmmíbát- ur hefði verið notaður í stað björg- unarstóls. Þarna tókst giftusamlega til oft hef ég farið yfir þennan atburð með sjálfum mér og spurningar vakna sem ekki verður svarað nema á einn veg. Hver setti upp tækin svo neyð-r arkallið mætti heyrast? Hver hafði stofnað sveitina? Hver hafði með eljusemi notað ómældan tíma til fjáröflunar svo unnt væri að fjár- festa í búnaði og tækjum? Hver hafði látið sér detta í hug að sveigja til fastheldnisreglur Pósts og síma og gengið beint á fund æðsta manns og náð sínu fram, sem varð okkur þvílíkur léttir í framkvæmd bjögun- arinnar að hafa beint talsamband við skipið í stað merkjamáls sem óv- íst var að hefði komist til skila? Hver hafði sent sveitina til þjálfunar og hvatt til þess að hún æfði sig sjálf? Svarið er eitt, Gróa Jakobína Jak- obsdóttir. Kæra Gróa, það er komið að loka- orðum. Það er mér mikil lífsfylling " að líta til baka og hafa nýtt hraust- ustu ár ævinnar sem sveitarmaður þinn. Vegur og vöxtur slysavarna- félagsins var ykkur hjónum mjög mikils virði, fyrir félagið höðuð þið hjónin alltaf tíma. Verk þin hafa tal- að og tala enn sem um munar sínu máli, við hlustum ekki lengur á 2182 en það er kominn annar búnaðar með vökulum eyrum sem nær um allt landið og miðin. Eldanna, sem þú kveiktir, ætlaðir þú aldrei sjálf að njóta, þeir loga glatt og veita bæði birtu og yl. Sögurnar hennar Gróu á leiti eru þagnaðar, persón- unnar sem þú hataðir mest á þínum ævidögum, en þitt nafn vil ég setja í annað samhengi eftir okkar kynni og að leiðarlokum og flytja sjó- mönnum og sæfarendum og öðrum sem eru hjálpar þurfi á leið sinni kveðju okkar. Kallið er heyrt, Gróa er á næsta leiti með sína vösku menn sem mæta og eiga kjörorðið „Svo aðrir megi lifa“. Þótt ásýnd Gróu sé horfin þá fyllir hún vel þann hóp manna með pers- ónuleika sínum og verkum að hún bara kemur en fer aldrei. Verkin hennar eru sítalandi, megi minning- in lifa. Hinsta kveðja: með virðingu og^ þökk fyrir samveruna. - Þó að kali heitur hver hylji dalur jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ólafur Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.