Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUPAGUR 15. OKTÓBER 2000 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 20, 2. hæð. Sími 568 3040. Fax 588 3888. Opið sunnudag kl. 12-15 Guðmundur Þórðarson hdl., lögg. fasteignasali. Ingimundur Jónsson sölustjóri. Höfum fjársterka kaupendur að öllum stærðum og gerðum íbúða LAUGARNESVEGUR Einbýlishús, 160 fm, á tveimur hæðum, ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Verð 18 millj. Raðhús GLÓSALIR Glæsilegt 190 fm raðhús á tveimur hæðum, með innbyggðum bilskúr, á frábærum útsýnisstað. Selst tilbúið að utan og með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Verð 13,5 millj. HVERFISGATA Góð tveggja herbergja íbúð á fjórðu hæð i fimm hæða blokk. Verð 5,7 millj. Atvinnuhúsnæði DALVEGUR Fyrir fjárfesta tvö verslunarbil, sem bæði eru í útleigu, á þessum eftirsótta stað samt. 144,6 fm. Verð 18 millj., áhvilandi 11 millj. langtfmalán. 4 herbergja BÓLSTAÐARHLÍÐ Falleg ibúð á 1. hæð, nýtt eldhús, parket á gólfum. Verð 12,8 millj. 3 herbergja DRÁPUHLÍÐ Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð, með sérinngangi. Verð, 9,9 millj. 2 herbergja HOFSVALLAGATA Góð 2ja herbergja (búð á annarri hæð I fjölbýli. HVERFISGATA Fjórar ca 50 fm 2ja herbergja Ibúðir og þrjú verslunarbil, samtals ca 200 fm, á jarðhæð f litlu fjölbýli. Verð 40 millj,. áhvílandi 24 millj. Eignin selst I einu lagi. Jafnframt er til sölu ein 2ja herbergja íbúð til viðbótar I sama húsi. Verð 5,7 millj. LYNGÁS GARÐABÆ 190 fm atvinnuhúsnæði á 1. hæð með möguleika á 60 fm millilofti. Húsnæðið er fullfrágengið með malbikuðu bllaplani. SÓLTÚN 190 fm atvinnuhúsnæði I kjallara. Fæst með yfirtöku skulda og greiðslu með bfl eða viðskiptaneti. Verð 13 millj. UMHAMAR FASTEIGNASALA Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Sími 520 7500 Asparlundur Laufrimi 10A - Gb. - opið hús ^ Nýkomin í einkas. mjög fallegt og vel skipulagt 200 fm einb. á einni hæð ásamt 53 fm góðum bílskúr. Frábær staðsetning. Fallegur ræktaður garður. Verð 24,9 millj. Guðrún tekur vel á móti gestum í dag á milli 14-17. Rvk.- opið hús Nýkomið í einkas. glæsil. 102 fm endaíbúð á neðri hæð í mjög góðu fjölb. Sérinng. Þvottaherb. í íbúð. Parket, vandaðar innr. Flísalagt bað- herb. Góður sérgarður. Fráb. staðsetn- ing. Halldóra og Maríus taka vel á móti gestum í dag á milli 14-17. Arnarás - Garðabær Lúxus íbúðir 2ja-3ja-4ra herb. með bílskýli Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað við Arnarvoginn. 8 íbúða hús, 2ja, 3ja og 4ra herbergja lúxus- íbúðir, ásamt stæði í bílakjallara. Ibúð- irnar eru teiknaðar af arkitektastofunni Úti og Inni, og afhendast fullbúnar án gólfefna, með sérsmíðuðum innrétt- ingum og vönduðum tækjum. Verktaki Markhús. Upplýsingar og teikningar á skrifst. Hraunhamars. Skútahraun - Hf. - atvh. Nýkomið í einkas. glæsil. húseignir á sérlóð. Um er að ræða skrifst. (versl.), athv.húsnæði. Samtals ca 4720 fm Húsið skiptist þannig skrifst. (versl.), mötuneyti ca 1200 fm. Atv.húsnæði, 6 metra lofthæð, innkeyrsludyr, ca 3500 fm Mikið áhv. Verð aðeins 53.000 pr. fm' Zá JON OLAFSSON Um ýmsa samferða- menn gildir óhjákvæmi- lega að jafnvel ævilöng náin kynni skilja ekki einlægt ýkja mikið eftir, oft lítið og stundum ekki neitt. En aðrir eru svo barmafullir af lífi, fjör- ugum hugmyndum og elskulegri meiningu, að við þurfum ekki að kom- ast í tæri við þá nema rétt örskotsstund - og góð minning, sem föinar ekki, er orðin til. Þetta er ekki sagt tii þess að dæma mann- eskjumar, fjarri því, heldur miklu fremur til þess að velta því fyrir sér, hve misjafnlega vel þær spila saman. Ég skal ekkert vera að vefja það, að saknaðarendurminningar um kaupa- mennsku mína hjá heiðurshjónunum Jóni og Margréti í Eystra-Geldinga- holti, uppúr miðri öldinni sem senn fer að kveðja, hafa ekki skilið við mig þá áratugi, sem liðnir eru síðan. Þegar ég er að sofna á kvöldin, veit ég stundum ekki fyrri til en hugur minn er farinn á flug eitthvert langt í burt; ég er á auga lifandi bili kominn á staði, þar sem mér hefur einhvern tíma liðið vel og ég hefi fundið til ör- yggis, og þá gjarnan austur í Gnúp- verjahrepp. Þetta segja sálfræðingar að sé hollt fyrir heilsuna. En árum saman dreymdi mig stundum sama di-auminn, að Ólafur heitinn rifi upp dymar á strákaherberginu og segði: „Búið að sæKja kýrnar. Mál að fara að mjólka!" Og það var ekki vondur draumur. Góðir kunnleikar með frændsemi voru með Valgerði heitinni, ömmu Valgeirs Astráðssonar, bekkjarbróð- ur míns í bamaskóla í Reykjavík, og heimilisfólkinu í Geldingaholti, og hafði hann ungur verið sendur austur á sumrin að vera í snúningum, sem kallað var. Það fólst oftar en ekki í því að reka kýmar og moka fjósið, þótt sitthvað fleira félli til. Það þótti raunar snjallræði að senda krakka í sveit; foreldrar í þann tíð höfðu ótrú á að láta börn sín reika iðjulaus um götur höfuðstaðarins, - það var ekki að vita hverju þau tækju uppá, þau gætu jafnvel farið að reykja, - og því var gripið til þess að koma þeim fyrir á góðum sveitaheim- ilum yfir sumartímann. Þetta hét að vera í sveit á sumrin og varð mörgum kaupstaðarbörnum til ómældrar blessunar, eiginlega hálfgert forskot í lífinu. Guðbergur Bergsson, rithöfundur, segir á einum stað, að ferðataska að- komukrakkans hafi einlægt verið sett undir rúm. Má ég bæta því við, að stundum heyrðist því fleygt, að krakkinn væri vigtaður, og aftur þeg- ar hann fór heim um haustið, svo hægt væri að sjá hvað hann hefði þyngst mikið í sveitinni. Hvoragt þetta var við- haft í Geldingaholti, sem var stórbýli í hrað- fara sókn til nútíma- legra hátta. Það var nóg pláss fyrir töskurnar og það sagði sig sjálft, að krakkinn mundi slást við í sveitinni. Eitt vorið fékk ég að fara til dvalar í Geld- ingaholti, og það sama hlutskiptí féll Bimi Ól- afi, syni mínum, í skaut löngu síðar, og þar kynntist ég sérstakri, heillandi veröld. Ibúðarhús, fjós og hlaða sambyggt í beinni röð utan í lít- illi hæð og löng bæjarstétt íyrir íram- an. Heiðurshjónin Ólaíúr og Pálína í gamla bænum, ásamt dótturbami sínu og uppeldisdóttur; Jón, erfða- prinsinn, sem var augasteinn foreldra sinna, búfræðingur frá Hólum, og Margrét, kona hans, i nýja húsinu með bömin sín fjögur (maddama Sig- þrúður fæddist seinna); - og gengt á milli heimilanna um miklar umferðar- dyr. Síminn var á veggnum frammi á gangi við eldhúsdyr Pálínu og stund- um skrapp Magga léttstíg þangað fram og hringdi þrjár langar. Um- hverfið viðbrigða fagurt, fjallasýn raunar óviðjafnanleg, og hafði þegar verið ráðist í ræktun stórra túna, og hér og hvar á ættaróðalinu vora göm- ul útihús af torfi og gijóti með tim- burþili og í gættunum óviðjafnanleg- ur ilmur af sauðataði og gömlu heyi. Tvö svona gömul hús vora sitt hvor- um megin við traðirnar heim að bæn- um, eins og hluti af landslaginu, líkust hátíðlegu hliði á ósigrandi virki, og hétu hestarétt. Eitt túnið hét Lambhústún og annað Ærhústún. I austur Hamrar, með fjárhúsum og hlöðu í þeim sama, gamla stfl, allt menjar frá fomum tíma, þegar vetr- arbeit sauðfjárins var við lýði. Fyrsta sumarið mitt svaf ég í stof- unni og þar var góður bókaskápur og af bókum sem ég las man ég eftir Horfnum góðhestum eftir Ásgeir frá Gottorp, en Nonni er sjálfúr ágætur hestamaður og hefur ánægju af því að ríða út. Pabbi og mamma komu í heimsókn sumarið eftir og höfðu eignast kvikmyndatökuvél og pabbi tók ógleymanlega mynd af Nonna, þar sem hann hleypir margverðlaun- uðum góðhesti sínum, Gulltoppi, á skeið eftir tröðunum að hestaréttinni og Snati gamli var í sólskinsskapi og vildi hlaupa með og á þessu mynd- skeiði, sem við skoðuðum æ ofaní æ fyrir sunnan í fjölda mörg ár á eftir, er Nonni á glæsilegum skeiðsprettin- um alltaf að líta um öxl til að sveia hundinum og skipa honum að þegja og skammast sín og fara heim til sín. Magga, - sem er eins og allir vita alveg hvellskýr og þar eftir gaman- E EIŒAMIÐIIMN ■wsSöSSp 5 40« Laufásvegur - einb/tvíb. Vorum að fá þetta virðulega einbýlishús í einkasölu. Flúsið er 310 fm, auk 24 fm bílskúrs. Falleg og gróin lóö. Á 1. hæð eru m.a. 2 saml. stofur, eldhús o.fl. Á efri hæð eru m.a. 5 herbergi, tvö baðherbergi o.fl. I kj. er m.a. 3ja herbergja íbúð. Gróinn og fallegur garður. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni, arkitekt. Virðuleg eign á eftirsótt- um stað. 9777 söm, að ekki sé nú talað um hvað hún er flink eftirherma, og músíkölsk og kann allar milliraddirnar í sálmabók- inni utanað og syngur með sálmana í útvarpsmessunni, - hún sagði okkur ijósamönnunum, að því ágætari við- tökur sem mjólkin frá okkur fengi við flokkun í Mjólkurbúinu á Selfossi, þeim mun betur yrði gert við okkur, og ef mjólkin reyndist fyrsta flokks, yrði bókstaflega dekrað við okkur; þannig mætti eiginlega segja að við væram „uppá prósentur", og þetta varð til þess að við uppnefndum mjólkina og kölluðum „prósentur"; þegar kýr mjólkaði vel hét það að hún gæfi af sér miklar „prósentur"; þegar mjólkurbfllinn kom eftir brúsunum við mjólkurhúsvegginn, þá var kallað að bfllinn væri að koma að sækja „prósenturnar". Löngu síðar fundu íslenskir útgerðarmenn og atvinnu- rekendur upp, seint og um síðir og án þess að vera hlátur í hug, svipað fyrir- komulag við launagreiðslur - og nefndu þetta „afkastahvetjandi launakerfi", og töluðu um það í sjón- varpinu, áhyggjufullir á svip. Við hlógum ómælt að íslenskri inn- ansveitaríyndni, sem smám saman hafði orðið að sígildum sögum þjóð- legum, krydduðum viðeigandi eftir- hermum, og leyndu á sér og vora allar á dýptina, þótt þær væra ekki flóknar að efni til: Einn bóndinn hafði helgað hænum sínum sérstakan matjurta- garð, en það var ekki fyrr en hann hafði mokað götur og rakað yfir að þær komu allar með tölu, annar hafði keypt sér vörabfl og nágranna-hús- freyja sagt af því tilefni að það yrði einhvem veginn að fela peningana, góð bóndakona hafði haft hug á að fá tekna ljósmynd af syni sínum og gam- all bóndi tekið svo til orða, að sér liði aldrei eins vel og þegar hann væri búinn að taka svo mikið í nefið, að hann hefði ekki viðþol fyrir helvítis kvölum. Mjólkurbflstjórinn fór, samkvæmt gamalli hefð, rakleiðis inn til Pálínu og drakk kaffi og át heimabökuð vín- arbrauð, sem vora öldungis ótrúlegt ævintýri, og snúða, sem vora mjög mjúkir og bragðgóðir, með miklu af kanel innst. En við gripum mjólkur- brúsana, sem vógu fullir 40 kfló, og sveifluðum þeim upp á bílpallinn, stoltir af því að vera svona sterkir. Pósturinn kom með bflnum og Mogg- inn og Tíminn vora vafðir saman í þéttan vöndul og pappírssnifsi vand- lega límt utan um. Sagt var, að sumir skaftfellskir prestar héldu þessum pappír til haga og skrifuðu á hann ræður sínar, og talið, að þessum mönnum búnaðist heldur vel. Við stungum út úr húsunum á Hömram og annar stakk skánina og hinn bar hana út og við kepptumst við þetta; sá sem stakk flýtti sér eins og hann gat til þess skaprauna félaga sínum með því láta hnausana safnast fyrir, en hinn hljóp á harðaspretti með taðið á gafflinum fram að dyram, kastaði því út og hraðaði sér svo inn króna aftur, af því takmark hans var að taka sér þar drýgindalega stöðu, halla sér mæddur fram á kvíslina og láta sem það væri nú meira dómadags mótlætíð að þurfa að bíða svona lon og don eftir næsta köggli. En báðir vora bullsveittir og sprengmóðir. Og þetta skotgekk. Svo var drakkið kaffi af hitabrúsa og steiktir ástarpungar með rúsínum hafðir með, og þeir vora svo vel útilátnir, að jafnvel Snati gamli hafði ekki lyst á meira um það er lauk. A eftir lögðumst við í græn- gresið og horfðum upp í himinblá- mann og á skýin, sem era óvíða fal- legri en í Gullhreppunum. I fjárhúsunum og stundum í fjósinu lékum við Nonni, þessi riddari af fálkaorðunni, félagsmálagarpur og veisluglaði sveitarhöfðingi, viður- hlutamikil mannamót, eins og t.d. messur, þingsetningar, hrepps- nefndarfundi, búnaðarþing og bók- mennatsamkomur. Við gleymdum aldrei að segja „herra forseti" eða „háttvirtur þingmaður" eða ,Jiæst- virtur ráðherra" og við kaupamenn- imir æfðum okkur í þéringum og ræsktum okkur virðulega og settum okkur í stellingar, líkt og við væram í lafafrakka, og fóram með Gunnars- hólma Jónasar Hallgrímssonar: „Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi.“ Nonni er fjármaður og mikill rækt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.