Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Borgin með augum málaranna Gunnar Karlsson f. 1959, Austurstræti 1980, olfa. MYNDLIST Hrafnhildur Schram lleykjavík málaranna MÁL OG MENNING/ REYKJAVÍK MENNINGARBORG EVRÓPU Útlit, umbrot og kápa: Mál og menning /Margrét E. Laxness. Ljésmyndir; Guðmundur Ingólfsson og að auk; Anna Fjóla Gísladóttir, Kristján Pétur Guðnason, Pétur Sörensson og fvar Brynjólfson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Verð 4.500 krónur. KOMIN er út stór og vegleg bók er ber titilinn, Reykjavík málaranna, og eins og nafnið ber með sér hefur hún með sýn íslenzkra málara til höfuð- borgarinnar og umhverfis hennar að gera. Það er svo ekki vonum íyrr að menn færu að sinna þessum þætti í ís- lenzkri málaralist, sem grannt skoðað ætti að vera meiri sjónræn sagnfræði en nokkur Ijósmyndabók, því hið skynræna verður þá um leið þátttak- andi í ferlinu. Hér höfum við málar- amir verið seinir að taka við okkur í ljósi þess hve yfirmáta myndræn borgin var lengstum, sem og allt hið óspjallaða í umhverfi hennar er enn í dag. Nútíminn hefur svo fært mynd- listarmönnum ný og fersk viðhorf að glíma við auk nýrra sjónarhoma. Þetta kemur greinilega fram í hinum mikla ytri mun sem er á elstu og yngstu myndverkunum er bókina prýða, en þó er það svo að gerendum- ir virðast jafnaðarlega hafa verið mun uppteknari af stemmningunni og sér- stökum sjónarhomum en heimildar- gildinu. Þeir voru sem sagt að reyna fyrir sér í gerð myndverka, frekar en varðveislu staðbundinna sjónvídda fyrir eftirkomenduma, enda hefur þeim hinum fyrstu síst af öllu dottið í hug að borgin ætti eftir að þenjast í þeim mæli út sem hún hefur gert. Hið myndræna er einnig yfirleitt í fyrir- rúmi varðandi val mynda, þótt einnig sé leitast við að bregða upp sýnis- homi af einu og öðm í atvinnusögu borgarinnar í samræmi við formála Guðjóns Friðrikssonar. Þó er umdeii- anlegt hvort skrif hins ágæta og fjölfróða sagnfæðings, hversu góð sem þau kunna að vera, eigi erindi í slíka bók, sem fær þá nokkum svip af upplýsingariti og ferðabæklingi eink- um vegna þess hve fátt í bókinni skar- ar skrif hans og hve almenns eðlis þau eru. Klifað er á staðreyndum sem getur að lesa í nær öllum ferðapésum svo sem tuggunni um heimsókn Reagans og Gorbatsjovs og eitthvað virkar þetta á röngum stað. Ferða- langurinn er einfaldlega ekki svo ófróður lengur, jafnvel ekki þótt hann sé frá Chile eða Kuala Lumpur, og þetta hlýtur að koma hinum mennt- aðari útlendingum afar spánskt fyrir sjónfr. Þá er þróun Reylqavíkur ekk- ert einsdæmi og þannig ekki mikið lengra síðan Valby í Kaupmannahöfn var uppi í sveit og svæðið fyrir ofan verslunargötuna í London, sem Is- lendingar þekkja best til, vom langt fram á nítjándu öld gróðursæl veiði- lönd aðalsins. Hvomtveggja maka- laust að ímynda sér og þó em staðar- búar ekki í síbylju að klifa á þessu í ræðu, riti og listaverkabókum. Það er vel til fallið, að fyrstu mynd- frnar skuli vera eftir Þóm Péturs- dóttur Thoroddsen og Benedikt Gröndal Sveinbjamarson, þótt báðar séu gerðar á 19. öld, þ.e. 1873 og 1899, en bókin vísi annars til 20. aldar. Hinn uppmnalegi og bemski svipur hittir í mark og þær em báðar gott betur en sjónrænir uppdrættir og almenn sagnfræði, standa þó afar vel fyrir sínu sem slíkar ásamt því að hafa ómælt og víðfeðmt heimildargildi til hliðar. Það er stórt stökk frá þeim til myndar Jóns Helgasonar biskups af Lækjargötu, meira um lærð tilþrif og kaupstaðarbragurinn öllu þróaðri, vafalaust leyndist afar góður málari í hinum geistlega manni, en hann sinnti listinni einungis sem leikmaður alla tíð. Fyrstu skóluðu Reykjavíkur- málaramir vom svo Þórarinn B. Þor- láksson og Ásgrímur Jónsson, gefi maður sér að Sigurður Guðmundsson hafi ekki málað neinar staðarmyndir. Efnistök þeirra em allt önnur og af málverkunum má auðveldlega ráða, að báðir hafi gert sér góða grein fyrir því að málaralist útheimtir þekkingu, aðhald og vinnu. Næstum lygilegt hve vel þeir tóku við sér og yfirfærðu þekkingu sína yfir á rammíslenzkan veruleik, þannig á það að vera og einnig í góðu samræmi, að hér er um að ræða jafnaldra Edvards Munchs og Vilhelms Hammershöi. Mynd Þór- arins, Sumarkvöld í Reykjavík, er ómetanleg og einstök perla og þótt hún beri sterkan svip af rómantísku stefnunni og Caspar David Friedrich er mikið af rammíslenzkri dulúð í henni. Slíkar myndir hafa höfðað sterkt til núlistamanna síðustu ára- tuga og einnig gesta á listasöfnum sem standa sem bergnumdir fyrir framan þær. Mynd alþýðumálarans Gísla Jóns- sonar af Reykjavíkurhöfn ber þess greinileg merki að hann hefur getað stuðst við þróaðri fyrirmyndir en Þóra og Benedikt og aftur er það hin klára og djúpa stemmning sem vokir yfir öllu. Mynd Baldvins Björnssonar er líka hrein stemma en öllu myrkari, leiðir mun frekar hugann að seinni tíma málverkum með úthverfa inn- sæið að leiðarljósi. Hin fræga mynd Jóns Stefánssonar, Höfnin, frá 1924 olli svo kaflaskUum í íslenzkri myndl- ist, einkum hvað byggingarlögmál snerti og þar var hann mikill áhrifa- valdur. Kaflaskil verða í bókinni með myndum Kjarvals, sem eru meira af umhverfi Reykjavíkur, Sundunum og Esju, heldur áfram í hinu töfrandi málverki Eyjólfs Eyfells af Nesstofu og Snæfellsjökli. Þá er vikið að at- vinnuháttunum í málverkum Kristín- ar Jónsdóttur og Muggs og nú tekur myndavalið sundurlausari stefnu, rokkar á milli hreinna stemmninga og Reykjavíkm-mynda. Og hvernig sem litið er til myndar Errós er hún ekki Reykjavíkunnynd í sama skiln- ingi og aðrar í bókinni og virkar þannig mjög framandi í þessari sam- antekt. Um að ræða ljósmyndaklipp, en ekki beina lifun í návígi við við- fangsefnið. Nútíminn greinist helst í myndum þeirra Magnúsar Kjartans- sonar, Gunnars Karlssonar og Hall- gríms Helgasonar og eiga allar mikið erindi í bókina. Það verður svo að segjast að minna skilur maðui- valið á fjallamyndum, sértækum myndheild- um og örsögum sem þó má spinna einhver fræði við. Val myndanna í bókina má vera umdeilanlegt og víst er að mörgum mun finnast sitthvað vanta í hana og sakna ýmissa þjóðkunnra málara. Um litgreininguna er erfitt að fjalla þar sem maður hefur ekki beinan samanburð, en hvað einstakar snert- fr, sem maður þekkh- vel til, sýnist hún full hrá, einkum ímyndunum Kvöld í Reykjavík eftir Ásgrím Jóns- son, Höfnin, eftir Jón Stefánsson og Snæfellsjökull eftir Eyjólf J. Eyfells, en hvað ýmsar aðrar snertir sýnist manni mjög vel hafa tekist. Hrafnhildur Schram hefur valið þá leið að skrifa mjög almennan og upp- lýsandi texta um eitt og annað í kringum viðfangsefnin í stað þess að lesa jafnaðarlega í verkin og má vera hennar leið, en þegar hún svo gerir það ristir lýsingin ekki djúpt. Trauðla getur maður verið sammála því, að í myndum Karólínu Lárusdóttur íyiir- finnist nokkur tegund ofurraunsæis, eins og það hefur verið skilgreint til þessa. Málverk Gunnars Karlssonar, Austurstræti, er mun nær þeirri skil- greiningu og ekki sé ég mikinn skyld- leika við skáldskap í henni né ástar- játningu Tómasar Guðmundssonar, öUu frekar óskáldlegan, hráan og napran hvunndaginn og hér hefur vissulega verið stuðst við ljósmynd. Bókin er vel úr garði gerð, útlits- hönnun góð, en ekki skil ég endur- tekinn bókartitilinn neðarlega á hverri síðu sem er sjónmengun og óv- irðing við listaverkin, minnir helst á merkimiða á vöruumbúðum og á eng- an veginn við. Hugmyndin að bókinni er frábær og tilefni til að þróa og vinna hana enn frekar, taka þá útlendinga með í leikinn, virkja svo fleiri við val mynda og lestur þeirra. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • Úr sumarsænum - Vest- mnrinucyjabók - er Ijósmynda- bók eftir Ólafíu Ásmundsdóttur þar sem höfundur lét draum sinn rætast um að búa til ljós- myndabók um æskustöðvar sínar. Bókin er safn nýrra Ijós- mynda sem all- ar eru teknar á Heimaey að sumarlagi. Efni hennar er lítið ferðalag um Heimaey er byrjar við innsigl- inguna inn Víkina, síðan er haldið út á Eiði, niður á bryggju og að Dalfjalli. Eftir viðkomu í bænum er farið út í Klauf, upp á Stór- höfða og þaðan austur með Eyju og út á Nýjahraun. Fegurðin blasir allstaðar við, náttúran leik- ur sér með gamalt land og nýtt í endalausri fjölbreytni og sumar- blátt hafið allt um kring. Bókin er 80 blaðsíður í stóru broti og er oftast ein mynd á síðu.Textinn er á íslensku, ensku og þýsku, en sér kápa er fyrir hvert tungumálanna. Útgefandi bókarinnar er höf- undur, Ólafía Ásmundsdóttir, Krókabyggð 34, Mosfellsbæ, og dreifing er á sama stað. Sími 566 7271. Leiðbeinandi verð 3.900 kr. • Þriðjudagar með Morrie er eftir Mitch Albom í þýðingu Ár- manns Arnar Armannssonar. „Bók um hugrekki, visku, ást- ina og hvernig lifa eigi lífínu og horfast í augu við dauðann. Þekktur blaðamaður í Banda- ríkjunum, Mitch Albom, komst á snoðir um að gamli kennarinn hans, Morrie Schwarts, þjáðist af ólæknandi sjúkdómi. Hann tók að heimsækja hann reglulega á hverjum þriðjudegi. Þeir röbbuðu um lífið og tilveruna - og úr varð athyglisverð og hrífandi leiðsögn um lífið. Þriðjudagar með Morrie er margföld metsölubók víða um lönd og hefur m.a. verið samfellt í efstu sætum metsölulista New York Times sl. þrjú ár,“ segir í kynningu útgefanda. Þýðandi bókarinnar er Armann Orn Armannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Armannsfells hf „ Útgefandi er Nýja bókafélagið. Bókin heitir á frummálinu Tuesdays with Morrie. Hún er 192 bls. Sigurþór Jakobsson hannaði kápu og sá um umbrot, fflmuvinna og prentun fór fram í Steinholti og bókband í Flatey. Verð kr. 2.680. Ólafía Ásmundsddttir AV/S Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 Þú borgar fyrir 2 daga en færð 3 •v^íESSSr ‘'''ÍÍ122SB2, rafeí;, } . || J U'HMat .-• ••- e.. ••- • Sf B erlínarbj arnar- ins minnst AÐSTOÐARMAÐUR listamannsins Ottmar Hörl vinnur hér að því að koma tiu þúsund rauðum og hvítum björnum fyrir við Brandenborgar- hliðið í Berlín. Með verkinu vill Hörl kalla fram minningar um Berlínarbjörnin, en dýrið er að finna á skjaldarmerki borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.