Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 33 Vandvirknisleg túlkun TONLIST S a I u r i n n SÖNGTÓNLEIKAR Anna Júliana Sveinsdóttir mezzósópransöngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fluttu ljóðasöngva og sönglög eftir Gustav Holst, Richard Wagner, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Run- ólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Arna Björnsson, Sigurð Þórðarson og Richard Strauss. Þriðjudag kl. 20. EKKI eru nema örfáir dagar síð- an gagnrýnandi var að amast við því að lítið bæri á kennaratónleikum í tónlistarskólum landsins. Þá var þó stutt í að tónleikaröð af því tagi yrði ýtt úr vör. Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran og Sólveig Anna Jóns- dóttir riðu á vaðið á þriðjudagskvöld á fyrstu tónleikum í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Efnisski’áin var sett saman af inn- lendum og erlendum sönglögum. Það eru komin tæp níu ár síðan und- irrituð heyrði Önnu Júlíönu Sveins- dóttur syngja síðast á tónleikum. Það var í Gerðubergi. A þessum tíma hefur Anna Júlíana auðheyrilega lagt hart að sér við að bæta rödd sína og söngtækni og hefur tekið umtals- verðum framförum, sérstaklega hvað varðar inntónun. Ýmislegt má þó enn fmna að; röddin er enn of lok- uð og hverfist of mikið inn á við í stað þess að hljóma út og þegar veikt er sungið og í hendingalok vantar oft þindarstuðning og úthald og þá á Nýr hljómdiskur • ÚT er kominn á vegum Rotary- hreyfíngarinnar hljómdiskur með efni frá Stórtónleikum RotaryíSaln- um íjanúar 1999. Flytjendur eru Auður Gunrmrsdóttir, Gunnar Guð- björnsson, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau og Carl Davis. Jónas Ingimundarson ritar grein í bækling disksins og segir þar m.a.: „Fyiár nokkrum árum fæddist sú hugmynd í Rotaryklúbbi Reykjavík- ur, elsta Rotaryklúbbi á Islandi, að efna til veglegra tónleika við upphaf árs fyrir félaga Rotaryhreyfmgar- innar og gesti þeirra. Eftii' nokkrar vangaveltur og nauðsynlegan undir- búning var hugmyndinni hrint í framkvæmd. Tónleikarnir þóttu tak- ast afbragðs vel. Nú er svo komið að líta má á „Stórtónleika Rotary“ sem hefð, sem margir vilja ekki án vera.“ Þessir tónleikai- voru þeir fyrstu sinnar tegundar í vigsluviku Salarins í Kópavogi í janúar 1999. Efnisskrá er fjölþætt, einsöngur og samsöngur úr óperum, einnig sönglög og þá íslensk lög leikin á flautur og píanó í nýjum útsetningum og loks fantasía úr Rigoletto. Diskurinn erseldwhjá Rot- aryfélögunum ogkostai-1.900kr. ------------------------ Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Kjallarar Vatíkansins eftir franska rithöfund- inn André Gide (1869-1951). Hér er á ferðinni saga um kaþólskt íhald og frumstæða skynsemisstefnu undir lok 19. aldar þar sem kardinálar, skúrkar og frímúrarar leyfa sér að vera óútreiknanlegir, rétt eins og höfundurinn var sjálfur. Óprúttnir bragðarefir, dauðyflis- legir lærdómsmenn, gerviguðsmenn, frístundamorðingjar og sjarmerandi þagmælskar góðborgaradætur koma við sögu í þessari dárasögu sem kom fyrst út í París 1914 og seg- ir frá fjarstæðukenndu samsæri um að ræna páfanum og setja frímúrara í stól hans. Dadaistar dýrkuðu Kjall- ara Vatíkansins, aðrir fordæmdu bókina fyrir níhilisma. Höfundurinn leit á hana sem ærslafulla háðs- ádeilu. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels 1947. Þorvarður Helga- son íslenskaði. Gérard Lemarquis ritaði eftirmála. Útgefandi er Ormstunga. Bókin er208 bls. ogprentuð íPrentsmiðj- unni Odda. Verð: 2.400 kr. tónninn það til að vera of lágur. Anna Júlíana hefur þó margt til að bera sem ekki er á allra söngvara færi. Hennar sterka hlið er mikil útgeisl- un á sviði og einlæg og ákaflega vandvirknislega unnin túlkun. Heyra má að vel hefur verið hugað að hverju orði í texta og hvaða lit og lögun það ætti að hafa í landslagi tónanna. Þetta skilar sér í þeirri lit- ríku túlkun sem hver ljóðasöngvari þarf að hafa til að bera. Framburður Ónnu Júlíönu er líka framúrskar- andi, og heyrðist hvert orð vel aftur á aftasta bekk. Gaman var að heyra þrjú lög eftir Gustav Holst úr Vedasálmunum. Söngurinn um Morgungyðjuna var fluttur af mýkt og þokka eins og vera ber, meðan þátturinn um Himnaguð- inn leið hjá fljótandi sem í lausu lofti. Holst notar píanóið sparlega, næst- um eins og undirleik við resitatív og aðeins örfáa hljóma. Þetta gefur lag- inu sérstakan þokka sem minnir á sum lög Jórunnar Viðar. Lagið um Stormguðinn var kraftmikill óður til náttúruaflanna. Anna Júlíana fór ákaflega vel með þessi ágætu söng- lög Holst og píanóleikur Sólveigar Önnu var ekkert minna en frábær, þar sem allir núansar í blæbrigðum slaghörpunnar voru sérstaklega fal- lega mótaðir. Wesendonk-ljóðin eftir Wagner eru meðal fegurstu söng- laga. Þær Anna Júlíana og Sólveig Anna fluttu ljóðin af stakri prýði. Miðlagið, Im Treibhaus, var þó síst; þar vantaði meira flæði í laglínuna og fyrir vikið datt spennan í því nið- ur. Schmerzen var mjög fallega flutt og sömuleiðis lokalagið Traume. Þarna var Sólveig Anna enn í miklu stuði og lék af miklu og músíkölsku listfengi og næmi fyrir orðsins hst. Islensku lögin voru í heild það sísta á efnisskránni. Þó verður að telja lög Sigvalda Kaldalóns, Heimi og Svan- urinn minn syngur, undantekningu þar á. Þau tvö voru glimrandi góð, Heimir dramatískur og Svanurinn fullur af heitri sumargleði. Lög Karls 0. Runólfssonar, I fjarlægð og Síðasti dansinn, náðu ekki flugi. Þar vantaði tilfinnanlega þindarstuðning á veikustu tónunum. Lag Atla Heim- is, Það kom söngfugl að sunnan og lag Sigurðar Þórðarsonar voru bæði mislukkuð. í fyrra laginu var vand- ræðagangur í píanóleiknum, en í því síðamefnda kom söngkonan inn á vitlausum stað í forspilinu og lagið náði sér aldrei almennilega á strik. Lokalögin eftir Richard Strauss voru prýðilega flutt, af einlægni og músíkölskum skilningi. Þar sýndi Sólveig Anna enn einu sinni sínar bestu hliðar og það að hún er frábær meðleikari fyrir söngvara. Aukalög- in tvö vom vínarlög og vora bæði skínandi íín. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.