Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra heiðursdoktor við Manitobaháskóla Heitir áfram stuðningi við íslenskudeild- ina og safnið Winnipeg. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson, forsætis- ráðherra, var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót í lögfræði við Manitobaháskóla í Winnipeg í Kan- ada í gærkvöldi. Við það tækifæri sagði hann að sér væri sýndur mikili sómi og enn ánægjulegra væri að upphefðin kæmi frá Manitobaháskóia. Háskólinn hefði útskrifað marga landa sína, sem væru reyndar fyrst og fremst Kanadamenn af íslenskum upp- runa, og dvöl þeirra í skólanum hefði gert þá að mikilvægum þegn- um í lífi og starfi í Kanada. Forsætisráðherra sagði að hann kallaði Kanadamenn af fslenskum uppruna landa sína vegna tryggð- ar þeirra við iand forfeðra sinna. Margir hefðu verið framúr- skarandi menntamenn og fslend- ingasögurnar stæðu að minnsta kosti jafnfætis þekktustu ritverk- um annars staðar frá. í máli Davíðs kom fram að eftir svartnætti á miðöldum hefði 20. öldin reynst íslendingum gjöful og nú, undir lok aldarinnar, væru þeir í hópi þróuðustu þjóða heims. Helsta ástæðan væri að stöðug áhersla væri á gildi menntunar, vel væri fylgst með þróun mála á sviði tækni og hún nýtt á besta hátt auk þess sem lagt væri upp úr því að íslenskir stúdentar, sem út- skrifuðust úr háskóla, hefðu tæki- færi til að fara í framhaldsnám við bestu alþjóðlegu menntastofnanir með stuðningi þjóðarinnar. Davfð sagði að tenging fslands við Manitobaháskóla væri óvenju- leg vegna þess að hvergi annars staðar utan fslands væri eins stórt fslenskt bókasafn. „Ég get fullviss- að ykkur um það að þessi háskóli getur reitt sig á áframhaldandi stuðning fslensku ríkissljómarinn- ar við fslenskudeildina og íslenska bókasafnið við Manitobaháskóla," sagði forsætisráðherra. Davíð er fimmti íslendingurinn sem fær heiðursdoktorsnafnbót _ við Manitobaháskóla. Hinir em Ás- geir Ásgeirsson, Ólafur Jóhannes- son, Vigdfs Finnbogadóttir og Haraldur Bessason. Ræddu auknar flugsamgöngur Davíð Oddsson og Gary Doer, forsætisráðherra Manitobafylkis, áttu fund í þinghúsinu í Winnipeg í gær. Davíð sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að viðræðumar hefði fyrst og fremst verið á al- mennum nótum, en rætt hefði ver- ið um vaxandi samskipti Islands við Manitobafylki vegna tengsla við íslendinga, og aukna starfsemi fslenska ríkisins og stuðning við Manitobaháskóla og verkefni á Gimli. Davíð sagðist hafa nefnt við Doer að hann kæmi til íslands í júní á næsta ári og hefði hann lýst yfir miklum áhuga á því. Doer sagði að viðræðumar hefðu verið gagnlegar og hann hlakkaði til að heimsækja ísland á næsta ári. Hann sagðist hafa mik- inn áhuga á að Flugleiðir hæfu beint áætlunarflug til Winnipeg, þvf það myndi auka samskiptin á báða vegu, ekki síst á við- skiptasviðinu, auk þess sem það myndi efla ferðaþjónustuna. „Vilji Flugleiðir þetta myndum við leggja okkar af mörkum til að fá samþykki ríkisstjórnar Kanada fyrir leyfinu," sagði hann. Forsætisráðherra Manitobafylk- is sagði að vei hefði tekist til við að Morgunblaðið/Kristinn Emöke J. E. Szathmáry, forseti Manitobaháskóla, sæmdi Davíð Oddsson forsætisráðherra heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við háskólann. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson, forsætisráðherra íslands, átti fund með Gary Doer, for- sætisráðherra Manitobafylkis, í þinghúsinu í Winnipejg. Lengst til hægri er Svavar Gestsson, sendiherra og aðalræðismaður Islands í Winnipeg. Fyrir aftan Davíð er Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofustjóri í for- sætisráðuneytinu. vernda sögustaði á Gimli og við Manitobaháskóla en vilji væri fyrir þvf að lfta á aðra staði í Kanada sem tengdust Kanadamönnum af fslenskum uppruna, til dæmis með því að merkja staði eða mannvirki þar sem íslendingar hefðu verið í fyrirsvari. Þegar væru nokkur mannvirki glötuð og því væri ástæða til að bregðast við. „Ég lýsti því yfír að ég vildi gjaman styðja slíka starfsemi, því hún er mikivæg fyrir okkur,“ sagði Davíð. Ráðherramir hittast aftur óformlega í dag þegar fslenska bókasafnið við Manitobaháskóla verður formlega opnað í nýjum húsakynnum. ■ Einstök íslenskudeild/44 Oddi kaup- ir Stein- dórsprent- Gutenberg „ÞETTA bar tiltölulega brátt að,“ segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, um kaup fyrirtækisins á prentsmiðjunni Steindórsprenti-Gutenberg. Að sögn Þorgeirs voru yfir 90% hlutafjár í eigu einnar fjölskyldu og fjölskyldan hefði selt Búnaðarbank- anum hlut sinn í síðustu viku. Áðúr hefði Búnaðarbankinn átt 7% hlut sem verið hefði til sölu. Nú hefði Oddi hins vegar keypt allt hlutafé Gutenbergs af Búnaðarbankanum. Hjá Odda starfa um 260 manns og hjá Gutenberg milli 60 og 70. Þorgeir segir að ekki séu fyrirhugaðar breyt- ingar á rekstri prentsmiðjanna og að þær verði reknar hvor í sínu lagi. Hins vegar verði reynt að ná fram hagræðingu, til að mynda með sam- eiginlegum innkaupum. Viðskipti með krítar- kort í Bónus SAMNINGUR Bónuss og krítar- kortafyrirtækjanna VISA Island og Europay ísland hefur verið undirrit- aður og gengur í gildi í dag. Því munu allar verslanir fyrirtækisins nú í fyrsta sinn taka við krítarkort- um, bæði VISA og EURO, en áður hefur staðgreiðsla vörunnar verið eina greiðslufyrirkomulagið. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónus, sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði verið unnið að þessari breyt- ingu og að viðamiklar markaðs- rannsóknir þeirra bónusmanna hefðu leitt í Ijós að viðskiptin myndu aukast mikið við innleiðingu krítar- kortaviðskipta í verslanir þeirra. „Viðskiptavinir okkar hafa lengi þrýst á þessar breytingar og við get- um ekki litið fram hjá þeirri stað- reynd að kreditkortaviðskipti eru að verða algengasti greiðslumátinn í dag,“ sagði Guðmundur. Ráðstefna um persónuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu Hagstofustjóri telur kennitöluna ofnotaða Morgunblaðið/Ásdís Ráðstefna Staðlaráðs og Skýrslutæknifélagsins um persónuvernd var fjölsótt. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri er fyrir miðju. STAÐLARÁÐ íslands og Skýrslu- tæknifélag íslands stóðu fyrir ráð- steftiu á Hótel Loftleiðum í gær þar sem fjallað var um persónuvemd í viðskiptum og stjómsýslu. Tilefnið er nýleg tilskipun Evrópusambandsins um persónuvemd og persónuupplýs- ingar og íslensk löggjöf um persónu- vernd en samnefnd stofnun mun taka við af Tölvunefnd. Meðal þeirra spuminga sem velt var upp á ráð- stefnunni var sú hvort víðtæk notkun kennitölunnar hér á landi ætti fram- tíð fyrir sér. Islensk fyrirtæki og stjómsýsla væra orðin hluti fjölþjóð- legs umhverfis sem almennt væri tortryggið gagnvart skráningu slíkra upplýsinga. I fjörlegum pallborðs- umræðum á ráðstefnunni komu ein- mitt fram skiptar skoðanir um rétt- mæti kennitölunotkunar hér á landi en flestir vora þá á þeirri skoðun að notkun hennar væri óþarflega mikil. Þannig taldi Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri að kennitölur væra nauðsynlegar en þær væra engu að síður of mikið notaðar. Auk Hallgríms tóku þátt í umræð- unum þau Friðrik Sigurðsson, for- stjóri Tölvumynda og formaður Staðlaráðs, Pétur Hauksson, formað- ur Mannvemdar, Svava Helen Bjömsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Úlfar Erlingsson, forstöðu- maður gagnaöryggis hjá Islenskri erfðagreiningu, en íslensk erfða- greining og Skýrr styrktu þessa ráð- stefnu. Önnur auðkenni koma í stað kennitölunnar Fram kom í máli Friðriks að í starfi sínu hjá Tölvumyndum, þar sem ýmis skráningarforrit eru búin til, væri hann búinn að sjá að ofnotk- un kennitölunnar hér á landi væri stórkostleg, einkum í heilbrigðis- og fjármálakerfinu. Hvergi væri notk- unin eins mikil hjá vestrænum þjóð- um. Notkunin stæðist heldur ekki reglur og viðmið annarra þjóða. Hallgrímur Snorrason sagði m.a. að ný lög um persónuvernd hér á landi féllu vel að hlutverki Hagstof- unnar. Þar væri unnið með trúnaðar- gögn og ef sá trúnaður væri ekki fyr- ir hendi væri starfsgrundvöllur stofnunarinnar hraninn. Hann sagði að þótt kennitalan hyrfi kæmi eitt- hvað annað auðkenni í staðinn, s.s. viðskiptanúmer. Hann sagði að kennitalan væri viðmið og frá henni mætti ekki hverfa. Ofnotkun á sum- um sviðum væri þó ekki hættuleg heldur frekar ástæðulaus. Hallgrím- ur likti þessu við brennivínið, það væru rónarnir sem kæmu óorði á það! Pétur Hauksson, formaður Mann- vemdar, sagðist vona að kennitalan væri í hættu. Margir hefðu hag af notkun hennar en eiginlega allir aðr- ir en þeir sem bæra hana. Hún væri í raun óþörf fyrir einstaklinginn. Pét- ur taldi hins vegar óraunhæft að banna notkun kennitalna, frekast mætti vona að ný lög um persónu- vernd myndu standa vörð um hags- muni einstaklingsins. Pétur minnti á að samkvæmt lögunum um persónu- vemd væri einstaklingum gefinn góður möguleiki á að eyða röngum upplýsingum um sig, hins vegar væri torsóttara að eyða réttu upplýsing- unum. Pétur lagði áherslu á að fræða þyrfti almenning um rétt hans með tilliti til laganna um persónuvemd. Hallgrímur sagði það „út í hött“ hjá Pétri að einstaklingurinn þurfi ekki kennitölu. Kennitalan væri t.d. ekki bara að skrá skuldir viðkomandi heldur einnig eignir hans og réttindi. Svava Helen kom fram með þá hugmynd að kljúfa kennitöluna niður í fleiri auðkenni, s.s. í lýðkenni, fjármálakenni og heilbrigðiskenni, allt eftir því hvar væri verið að nota upglýsingar um einstaklinga. Úlfar Erlingsson sagði mikilvægt að finna jafnvægi á milli þeirra sem vildu gefa upplýsingar um sig og þeirra sem vildu engar upplýsingar gefa. Þarna mætti finna meðalveg, m.a. í nýjum lögum um persónuvernd þar sem leikreglumar væru gerðar skýrari en þær hefðu verið til þessa. Kennitala óþörf við kaup á neysluvörum Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Páll Hreinsson, stjómarformað- ur Persónuvemdar. I samtali við Morgunblaðið sagði hann að íslenska kennitalan væri ekki í hættu. Hann sagði að í tilskipun ESB væri aðildar- ríkjum, þar með töldum EES-ríkj- um, falið að ákvarða um notkun kennitalna eða annarra auðkenna. Páll sagði að í íslensku lögunum um persónuvernd kæmi fram að notkun kennitölunnar væri heimil eigi hún sér málefnalegan tilgang og sé nauð- synleg til að tryggja örugga persónu- greiningu. „Gagnályktunin er þá að ef kenn- italan er ekki málefnaleg eða nauð- synleg í þeim viðskiptum sem um ræðir eigi ekki að nota hana. Þannig ætti t.d. ekki að þurfa að gefa upp kennitölu við kaup á neysluvörum eins og pitsum," sagði Páll en bætti við að stjórn Persónuvemdar ætti eftir að koma sér saman um túlkun á þessu ákvæði um kennitöluna. Stjómin myndi væntanlega gera það á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.